Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 54

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 54
54 Geysilega hröð tækniþróun á undanförnum árum hefur aukið möguleikana á varðveislu og miðlun menningarverðmæta í stafrænu formi. Enumerate könnunin fjallar um stafræna endurgerð, aðgengi að stafrænum menningararfi og varð- veislu hans. Könnunin er styrkt af Evrópusambandinu. Á árunum 2007-2014 tók fjöldi Evrópulanda þátt í könnun- um á stöðu stafrænnar endurgerðar á safnkosti evrópskra menningarstofnana. Könnunin sem var framkvæmd veturinn 2013-14 var sú fyrsta sem íslenskar menningarstofnanir tóku þátt í. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sá um fram- kvæmd könnunarinnar á Íslandi. Könnunin takmarkast við evrópskar menningarstofnanir, vegna þess að hún er fjár- mögnuð af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Áætlað- ur heildarfjöldi menningarstofnana í Evrópu byggður á fyrri könnunum er á bilinu 40-45 þúsund. Allt frá því að nettengingar urðu algengar á Íslandi, upp úr miðjum 10. áratug síðustu aldar eða svo, hafa íslenskar menn- ingarstofnanir í auknum mæli miðlað íslenskum menningar- arfi í stafrænu formi. Í menningarstefnu stjórnvalda sem var samþykkt 6. mars 2013 er mikilvægi stafrænnar samtíma- menningar áréttað og eru opinberir aðilar hvattir til þess að auka framboð og bæta aðgengi bæði að upprunalega staf- rænu efni og stafrænt endurgerðu hliðrænu efni (Magnús- dóttir, 2013). Stefnt er að því að allar íslenskar bækur gefnar út fyrir 1870 verði birtar á baekur.is í stafrænni endurgerð. Þar eru þegar um þúsund titlar sem samanlagt telja yfir 300.000 blaðsíður. Enumerate-könnunin: stutt samantekt úr nýrri skýrslu Upprunalega stafrænum menningararfi á íslenska hluta vefs- ins er safnað af Landsbókasafninu og veittur er aðgangur að honum á vefsafn.is. Þar er að finna afrit af íslenskum vefjum aftur til ársins 1996. Fjöldi annarra menningarstofnana miðlar miklu magni menningarefnis á netinu. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur luku nýlega við að gera stóran hluta safnkosts síns aðgengilegan í gegnum evrópska samstarfsverkefnið Stafræn endurgerð samtímalistar (Digitising Contemporary Art – DCA). Fimmtíu íslensk söfn eru aðilar að Sarpi, menningarsögu- legu gagnasafni, þar sem birt er stafræn endurgerð yfir millj- ón gripa og annarra minja. Meðal aðila að Sarpi má nefna myndasetur Héraðsskjalasafns Árnesinga þar sem skoða má um 80 þúsund ljósmyndir í vörslu safnsins, í stafrænni endur- gerð. niðurstöður Enumerate könnunin er tilraun til þess að leggja mat á magn og umfang þessa stafræna menningararfs sem stækkar óðum. 38 íslennskar menningarstofnanir svöruðu könnuninni af þeim 124 sem fengu send boð um þátttöku (svarhlutfall 31%). Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að evrópskar menningarstofnanir hafi skráð lýsigögn fyrir um 54% safn- kosts síns í gagnagrunna.1 Hrafn H. Malmquist útskrifaðist með MLIS-gráðu í febrúar 2013 og hafði fyrir BA-gráðu í stjórnmálafræði. Hann hóf störf við skylduskiladeild Landsbókasafns Íslands – Háskólasafns á árinu 2013 þar sem hann sérhæfir sig í rafrænu efni. 1. Hlutfallstölur úr könnuninni eru ekki vegin meðaltöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.