Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 54
54
Geysilega hröð tækniþróun á undanförnum árum hefur aukið
möguleikana á varðveislu og miðlun menningarverðmæta í
stafrænu formi. Enumerate könnunin fjallar um stafræna
endurgerð, aðgengi að stafrænum menningararfi og varð-
veislu hans. Könnunin er styrkt af Evrópusambandinu.
Á árunum 2007-2014 tók fjöldi Evrópulanda þátt í könnun-
um á stöðu stafrænnar endurgerðar á safnkosti evrópskra
menningarstofnana. Könnunin sem var framkvæmd veturinn
2013-14 var sú fyrsta sem íslenskar menningarstofnanir tóku
þátt í. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sá um fram-
kvæmd könnunarinnar á Íslandi. Könnunin takmarkast við
evrópskar menningarstofnanir, vegna þess að hún er fjár-
mögnuð af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Áætlað-
ur heildarfjöldi menningarstofnana í Evrópu byggður á fyrri
könnunum er á bilinu 40-45 þúsund.
Allt frá því að nettengingar urðu algengar á Íslandi, upp úr
miðjum 10. áratug síðustu aldar eða svo, hafa íslenskar menn-
ingarstofnanir í auknum mæli miðlað íslenskum menningar-
arfi í stafrænu formi. Í menningarstefnu stjórnvalda sem var
samþykkt 6. mars 2013 er mikilvægi stafrænnar samtíma-
menningar áréttað og eru opinberir aðilar hvattir til þess að
auka framboð og bæta aðgengi bæði að upprunalega staf-
rænu efni og stafrænt endurgerðu hliðrænu efni (Magnús-
dóttir, 2013).
Stefnt er að því að allar íslenskar bækur gefnar út fyrir 1870
verði birtar á baekur.is í stafrænni endurgerð. Þar eru þegar
um þúsund titlar sem samanlagt telja yfir 300.000 blaðsíður.
Enumerate-könnunin: stutt samantekt úr nýrri skýrslu
Upprunalega stafrænum menningararfi á íslenska hluta vefs-
ins er safnað af Landsbókasafninu og veittur er aðgangur að
honum á vefsafn.is. Þar er að finna afrit af íslenskum vefjum
aftur til ársins 1996.
Fjöldi annarra menningarstofnana miðlar miklu magni
menningarefnis á netinu. Listasafn Íslands og Listasafn
Reykjavíkur luku nýlega við að gera stóran hluta safnkosts
síns aðgengilegan í gegnum evrópska samstarfsverkefnið
Stafræn endurgerð samtímalistar (Digitising Contemporary
Art – DCA).
Fimmtíu íslensk söfn eru aðilar að Sarpi, menningarsögu-
legu gagnasafni, þar sem birt er stafræn endurgerð yfir millj-
ón gripa og annarra minja. Meðal aðila að Sarpi má nefna
myndasetur Héraðsskjalasafns Árnesinga þar sem skoða má
um 80 þúsund ljósmyndir í vörslu safnsins, í stafrænni endur-
gerð.
niðurstöður
Enumerate könnunin er tilraun til þess að leggja mat á magn
og umfang þessa stafræna menningararfs sem stækkar
óðum. 38 íslennskar menningarstofnanir svöruðu könnuninni
af þeim 124 sem fengu send boð um þátttöku (svarhlutfall
31%).
Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að evrópskar
menningarstofnanir hafi skráð lýsigögn fyrir um 54% safn-
kosts síns í gagnagrunna.1
Hrafn H. Malmquist útskrifaðist með MLIS-gráðu í febrúar 2013 og hafði fyrir BA-gráðu í
stjórnmálafræði. Hann hóf störf við skylduskiladeild Landsbókasafns Íslands – Háskólasafns á árinu
2013 þar sem hann sérhæfir sig í rafrænu efni.
1. Hlutfallstölur úr könnuninni eru ekki vegin meðaltöl.