Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 52
52 Á IFLA þinginu í Lyon í Frakklandi árið 2014 var samþykkt yfir- lýsingin um aðgang að upplýsingum og þróun (The Lyon Declaration on Access to Information and Development). Til- efni yfirlýsingarinnar er að nú er unnið að nýjum þróunar- markmiðum fyrir Sameinuðu þjóðirnar (Sþ) í stað svonefndra Þúsaldarmarkmiða sem samþykkt voru fyrir árin 2000-2015. Nýju markmiðin sem leggja áherslu á sjálfbæra þróun, eru enn í vinnslu og er vinnuheitið Post15. Með Lyon yfirlýsingunni reynir IFLA að hafa áhrif á stefnu- mótun Sþ í þá átt að tryggja almenningi aðgang að upplýs- ingum. Grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar er að tryggja velmegun samfélaga og vellíðan fólks. Til þess þarf fólk að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Í þessu samhengi skiptir rétt- urinn til upplýsinga öllu máli. Hann eflir fólk og þá sérstaklega þá jaðarsettu og fátæku. Yfirlýsingin felur í sér að aðgangur að upplýsingum skipti öllu máli fyrir fólk til að hafa áhrif á að umhverfi þess þróist með sjálfbærum hætti. Sjálfbærni er liður í því að útrýma fá- tækt og hún verður að byggjast á almennum mannréttindum, í því skyni að tryggja jafnrétti, virðingu og sjálfstæði, tjáning- ar- og félagafrelsi og þátttöku almennings. Aðgangur að upp- lýsingum og þekkingu, auk almenns læsis tryggja aukið gagnsæi við ákvarðanatöku. Bókasöfn, skjalasöfn og frjáls félagasamtök geta dreift upplýsingum og þekkingu með ýmsum aðferðum svo sem upplýsingaþjónustu, vali á safn- efni, með því að standa að viðburðum, varðveislu og miðlun á mikilvægum gögnum, og kennslu í upplýsingalæsi, auk þess að nýta upplýsingatækni til að koma efni á framfæri. Lyon yfirlýsingin um aðgang að upplýsingum og þróun Í yfirlýsingunni eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hvött til að viðurkenna að aðgangur að upplýsingum og færni til að nýta þær  á árangursríkan hátt, sé nauðsynleg fyrir sjálfbæra þróun. Ennfremur að í nýjum þróunarmarkmiðum verði: a. réttur almennings til aðgangs að upplýsingum og gögn- um viðurkenndur, en jafnframt að friðhelgi einkalífs sé virt.  b. viðurkennt hið mikilvæga hlutverk sem yfirvöld, upplýs- ingaveitur og innviðir s.s. upplýsinga- og samskiptatækni og opið Internet hafa. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur MA, stjórnsýslufræðingur MPA og er landsbókavörður frá 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.