Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Side 52

Bókasafnið - 01.06.2015, Side 52
52 Á IFLA þinginu í Lyon í Frakklandi árið 2014 var samþykkt yfir- lýsingin um aðgang að upplýsingum og þróun (The Lyon Declaration on Access to Information and Development). Til- efni yfirlýsingarinnar er að nú er unnið að nýjum þróunar- markmiðum fyrir Sameinuðu þjóðirnar (Sþ) í stað svonefndra Þúsaldarmarkmiða sem samþykkt voru fyrir árin 2000-2015. Nýju markmiðin sem leggja áherslu á sjálfbæra þróun, eru enn í vinnslu og er vinnuheitið Post15. Með Lyon yfirlýsingunni reynir IFLA að hafa áhrif á stefnu- mótun Sþ í þá átt að tryggja almenningi aðgang að upplýs- ingum. Grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar er að tryggja velmegun samfélaga og vellíðan fólks. Til þess þarf fólk að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Í þessu samhengi skiptir rétt- urinn til upplýsinga öllu máli. Hann eflir fólk og þá sérstaklega þá jaðarsettu og fátæku. Yfirlýsingin felur í sér að aðgangur að upplýsingum skipti öllu máli fyrir fólk til að hafa áhrif á að umhverfi þess þróist með sjálfbærum hætti. Sjálfbærni er liður í því að útrýma fá- tækt og hún verður að byggjast á almennum mannréttindum, í því skyni að tryggja jafnrétti, virðingu og sjálfstæði, tjáning- ar- og félagafrelsi og þátttöku almennings. Aðgangur að upp- lýsingum og þekkingu, auk almenns læsis tryggja aukið gagnsæi við ákvarðanatöku. Bókasöfn, skjalasöfn og frjáls félagasamtök geta dreift upplýsingum og þekkingu með ýmsum aðferðum svo sem upplýsingaþjónustu, vali á safn- efni, með því að standa að viðburðum, varðveislu og miðlun á mikilvægum gögnum, og kennslu í upplýsingalæsi, auk þess að nýta upplýsingatækni til að koma efni á framfæri. Lyon yfirlýsingin um aðgang að upplýsingum og þróun Í yfirlýsingunni eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hvött til að viðurkenna að aðgangur að upplýsingum og færni til að nýta þær  á árangursríkan hátt, sé nauðsynleg fyrir sjálfbæra þróun. Ennfremur að í nýjum þróunarmarkmiðum verði: a. réttur almennings til aðgangs að upplýsingum og gögn- um viðurkenndur, en jafnframt að friðhelgi einkalífs sé virt.  b. viðurkennt hið mikilvæga hlutverk sem yfirvöld, upplýs- ingaveitur og innviðir s.s. upplýsinga- og samskiptatækni og opið Internet hafa. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur MA, stjórnsýslufræðingur MPA og er landsbókavörður frá 2007.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.