Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 59

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 59
59 Bókasafnið 39. árg. 2015 Helstu söguhetjurnar eru meistarinn, þjakaður rithöfundur, og ástkona hans Margaríta. Mér virtist persóna meistarans falla í skuggann af Margarítu. Fyrir mér er Margaríta sterk persóna, hún bjargar (hinum veikgeðja) meistara og færir þau saman á ný. Annað af tveimur áberandi minnum bókarinnar er kvenleikinn (e. eternal feminine), sem hið hreina og tæra og frelsandi í tilverunni. Það fellur í skaut Margarítu að bjarga meistaranum og leiða skötuhjúin á vit blóma í haga og betri tíma. Mótherjar þeirra eru djöfullinn sjálfur, í gervi töframannsins Woland, ásamt eftirminnilegum undirsátum hans, árunum Behemot, Korovjof eða Fagot og Azazello. Undirsátarnir eru skrautlegir í meira lagi, Behemot er í kattarlíki og annar, Korovjof, alltaf með brotnar eða sprungnar nefklemmur. Sam- an setja þeir allt á annan endann í Moskvu. Djöfullinn og fylgdarlið hans eru þó ekki eins fráhrindandi og ætla mætti, þeir eru þvert á móti fágaðir og kurteisir í framkomu. Þeir koma ávallt vel fyrir og virðast helst klekkja á þeim sem hafa sér eitthvað til saka unnið. Meistarinn og Margaríta er undir miklum áhrifum frá leikrit- inu Fást eftir Þjóðverjann Goethe (Lowe, 1996). Í enskri þýð- ingu bókarinnar hefst sagan á tilvitnun í Fást. Ingibjörg Har- aldsdóttir sleppir því í sinni þýðingu að skeyta þýðingunni fyrir framan fyrsta kafl ann. Í íslenskri þýðingu Bjarna Jónsson- ar frá Vogi frá 1920 hljómar tilvitnunin svo: En herm þá, hver þú ert. Nú, hluti af afl i því, sem, gjarnt á illverk, góðverk sífellt ratar í. (Goethe, 1920, bls. 72) Þemu skáldsögunnar eru margræð, svo margræð að þau eru í raun ógreinanleg. Árni Bergmann (2001, bls. 49) vitnar í beina tilvitnun í ritdómi sínum þar sem Meistarinn og Margaríta er sögð „resists fi nite interpretation“ sem mætti útleggjast á þann veg að hún „veiti endanlegri túlkun viðnám.“ Í minni túlkun er meginþemað hin siðferðilega valþröng á milli spillandi veraldlegrar þekkingar (framfarahyggju) og gamaldags guðhræðslu. Svarið við þeirri spurningu er ekki afgerandi af hálfu Búlgakovs. Fást seldi djöfl inum sálu sína gegn því að hljóta aukna og forboðna þekkingu. Margaríta gerir einnig samning við djöfulinn gegn því að fá að njóta samvista með ástmanni sínum meistaranum á ný. Djöfullinn í þessum sögum er persónugerving veraldlegs heimsskilnings frekar en bókstafl egur málsvari hins illa. Eins og Árni bendir réttilega á í sínum ritdómi, talar þessi togstreita til forns guð- fræðilegs vanda um hvort alvoldugur Guð hljóti ekki að hafa djöfulinn á sínum snærum („sem, gjarnt á illverk, góðverk sífellt ratar í“). Aðrir hafa séð í Meistaranum og Margarítu ádeilu á ritskoð- un, sem rekja má til þess að Búlgakov var bæði ritskoðaður af yfi rvöldum og þurfti að biðla persónulega til Stalíns um að fá að starfa við leikhús. Á fj órða áratugnum ágerðust alræðis- taktar Stalíns mjög. Hreinsanirnar miklu náðu hápunkti á ár- unum 1937-1938. Ein þekktasta tilvitnun úr skáldsögunni vís- ar til þess þegar djöfullinn biður meistarann um handritið að bók meistarans: Því miður get ég ekki sýnt yður skáldsöguna, svaraði meistarinn, vegna þess að ég brenndi hana í ofni. Afsakið, en því trúi ég ekki, sagði Woland, það getur ekki verið, handrit brenna ekki. (Búlgakov, Meistarinn og Margaríta, bls. 269) Það er þó viss tregða við að túlka bókina með þeim hætti vegna þess að önnur þemu hennar yfi rstíga þessa spurningu um kúgun og tjáningu. Meistarinn og Margaríta er ein sú skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Ég get heilshugar mælt með henni. Einu varnað- arorðin sem ég færi tilvonandi lesendum er að komast yfi r annan kafl a. Fyrir mér var það glettilega hár þröskuldur. Þegar hann hefur verið yfi rstiginn breiðir úr sér dásamlegur hugar- heimur veraldar sem aldrei var og þó. Heimildir Búlgakov, Míkhaíl. (1981). Meistarinn og Margaríta. Reykjavík : Mál og menning. Árni Bergmann. (2001). Skáldið, alræðisherrann og djöfullinn góði : um Meistarann og Margarítu eftir Búlgakov. Í Ástráður Eysteinsson (ritstjóri), Heimur skáldsögunnar (bls 43-51). Reykjavík : Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Lowe, David. (1996). Gounod’s Faust and Bulgakov’s the Master and Margarita. Russian Review, 55 (2), 279-286. Goethe, Johann Wolfgang. (1920). Faust : sorgarleikur. Reykjavík : Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.