Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 17
17 Bókasafnið 39. árg. 2015 Lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985 með áorðnum breytingum hafa gilt fram yfir upphaf 21. aldar. Hlutverk Þjóð- skjalasafns í lögunum fjallar um söfnun og varðveislu heim- ilda þjóðarsögunnar fyrir stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga og til notkunar við vísindalegar rannsóknir og fræðiiðkanir. Því er einnig lýst í lögunum hvernig safnið skuli gegna hlut- verki sínu, til dæmis með því að innheimta skjöl afhendingar- skyldra aðila, líta eftir skjalasöfnum þeirra, veita ráðgjöf, setja reglur um myndun, frágang og afhendingu skjala og gangast fyrir fræðslu um skjalavörslu. Einnig er í lögunum ákvæði um skilaskyldu skjala 30 ára og eldri og um forstöðumenn er sagt að þeir beri ábyrgð á skjalavörslu stofnananna og skulu hlíta fyrirmælum safnsins um skráningu, flokkun og frágang skjala. 2.2 Skjalfræðilegur bakgrunnur gagnanna Mörg skjalfræðileg orð og hugtök rekja uppruna sinn til stjórn sýslu hverrar þjóðar og til orðanotkunar í skjalasöfnum. Dæmi um skjalfræðileg orð er skjal, skjalasafn, upprunaregla og skjalasafnsmyndari (Sveinbjörn Rafnsson, 1980). Í heimild- inni segir einnig að fræðilegar skilgreiningar staðsetji skjöl eftir mismunandi merkingu og vægi þeirra, til dæmis teljast skjöl sem orðið hafa til fyrir tilstilli ákvarðana stjórnvalds lög- gildar heimildir. Með útgáfu Þjóðskjalasafns á handbókum um opinbera skjalavörslu var bætt úr mikilli þörf fyrir leiðbeiningar og sam- ræmingu vinnubragða í íslenskum skjalasöfnum. Í formála handbókar um skjalavörslu stofnana er sagt að markmiðið með skjalavörslunni sé að tryggja stjórnendum og starfsfólki aðgang að heimildum um vinnustaðinn. Þær heimildir verða síðan hluti af menningararfinum (Kristjana Kristinsdóttir, 1995). Í handbókinni eru gefnar leiðbeiningar um meðferð skjalaflokka, þeirra á meðal er skjalaflokkur ætlaður land- fræðilegum gögnum. Í leiðbeiningum fyrir þann skjalaflokk er áréttað að kort, teikningar og uppdætti þurfi oft að geyma í sérstökum hirslum vegna forms þeirra. Þjóðskjalasafn setur reglur sem skjalamyndurum er skylt að fara eftir. Hvert opinbert skjalasafn skal viðhafa mótuð vinnu- brögð samkvæmt virkri skjalavistunaráætlun. Grisjun skjala má aðeins framkvæma að fengnu leyfi, skrá skal óvirk skjöl í geymsluskrá og nota viðurkenndar umbúðir utan um þau (Kristjana Kristinsdóttir, 1995). Í reglum um skjalavistunaráætlun segir að hún skuli inni- halda upplýsingar um heiti og auðkenni skjalaflokka, um form skjala og ákvarðanir um grisjun, varðveislu og aðgang að skjölum (Kristjana Kristinsdóttir, Pétur G. Kristjánsson og Njörður Sigurðsson, 2010). Skjalavistunaráætlunin er stjórn- tæki sem gefur yfirlit yfir allar ákvarðanir sem teknar hafa verið um skjalaflokka heimasafnsins og um alla meðferð og frágang skjala. Áætlunin skal gilda í eitt skjalavörslutímabil eða að jafnaði í fimm ár og síðan skal við upphaf nýs tímabils bera endurskoðaða áætlun undir Þjóðskjalasafn. Slík niður- stöðuáætlun styðst við staðlaðar alþjóðlegar reglur eins og þær sem birtast í skjalastjórnarstaðlinum ÍST ISO 15489. Í handbók um opinbera skjalavörslu er einnig fjallað um geymsluskrána. Hún á að ná yfir allt skjalasafn skjalamyndar- ans sem komið er í geymslu. Auk þess er rætt um uppruna- regluna en hún er grundvallaratriði allrar skjalavörslu og felur í sér að halda hverju skjalasafni aðgreindu frá öðru safni og halda skjalaröðun hvers safns óbreyttri (Kristjana Kristins- dóttir, 1995). Í opinberri skjalavörslu stuðlar upprunareglan að sögulegu samhengi og tryggir að ekki verði gloppur eða eyður í sögunni. 3 Aðferðafræði Eins og áður greinir byggist rannsóknin á eigindlegum og megindlegum aðferðum. Rökin fyrir því að nota blandaða aðferð eru þau að úrtak eigindlega hluta rannsóknarinnar þótti of lítið og gat ekki gefið þá heildarsýn sem sóst var eftir samkvæmt markmiðum og tilgangi rannsóknarinnar. Margir fræðimenn eru á þeirri skoðun að nota þurfi báðar aðferðirnar til þess að byggja upp heildstæða þekkingu innan félagsvís- inda og að ekki sé lengur um skörp skil á milli þeirra að ræða (Taylor og Bogdan, 1998; Sigurlína Davíðsdóttir, 2003; Jón Gunnar Bernburg, 2005). Ná má til mun fleiri þátttakenda með spurningkönnun en hægt er með viðtölum (Þorlákur Karlsson, 2003). Þessi rök og mörg fleiri voru yfirfærð á land- fræðilegu gögnin sem einkennast bæði af hinu sértæka sem stakar heimildir og hinu almenna sem mengi eða söfn sam- stæðra heimilda sem eru mælanleg með tölfræðilegum að- ferðum. 3.1 Rannsóknarspurningar, gagnaöflun og þátttakendur Mótaðar voru tvær rannsóknarspurningar á undirbúnings- tíma rannsóknarinnar sem endurspegla markmið og tilgang og fela einnig í sér mikilvægi hennar: Hver er staða landfræðilegra frumgagna í íslenskum ríkis- stofnunum og hvernig kemur hún fram í orðræðunni? Hvernig stendur íslensk stjórnsýsla að því að uppfylla skyldur sínar gagnvart landfræðilegum frumgögnum og hvernig birtist það í orðræðunni? Gagnaöflun fór fram með tvennum hætti. Fyrir eigindlega hluta rannsóknarinnar var aflað gagna með átta viðtölum sem öll voru hljóðrituð á starfsvettvangi þátttakenda frá hausti 2010 og á árinu 2011. Þátttakendur voru valdir með markvissu úrtaki út frá ramma rannsóknarinnar (Esterberg, 2002). Mótaðir voru spurningalistar sem hafðir voru til við- miðunar fyrir opin viðtöl (Bogdan og Biklen, 2007; Kvale og Brinkman, 2009). Viðmælendur voru fjórir stjórnendur og/eða millistjórnendur stofnana og fjórir sérfræðingar á opinberum skjalasöfnum, að meðtöldum tveimur innan hvors hóps á Þjóðskjalasafni. Fyrir megindlega hluta rannsóknarinnar var gagna aflað með spurningakönnun sem send var út í nóvember 2011. Úr- takið var fundið með leit að ríkisstofnunum sem flokkuðust sem skjalamyndarar landfræðilegra gagna. Skoðuð var for- saga allra undirstofnana ráðuneytanna tíu sem þá voru við lýði. Í töflu 1 má sjá 27 stofnanir og ríkisfyrirtæki sem valin voru í úrtakið. Mikilvægt var að hafa langt tímaskeið í huga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.