Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 12
12 Bókasafnið 39. árg. 2015 Markfærslur yfirfærðar í Bibframe Markfærslur munu lifa áfram. Marksniðið á sér nær hálfrar aldar sögu og gríðarlegt magn gagna er á marksniði. Í eftir- farandi dæmi á mynd 5 sést hvernig nokkrar einingar úr mark- sniðinu eru hugsaðar sem einingar í Bibframe-skráningarsnið- inu. Höfundur, útgáfustaður, útgáfufyrirtæki og efnisorð eiga sér veffang í mismunandi orðasöfnum, eins og VIAF og Geonames. Í þessu tilfelli finnst enn sem komið er ekkert orða- safn fyrir útgáfufyrirtækið sem hægt er að vísa í (Miller, 2013). Mynd 5: Tengsl markfærslu við Bibframe-skráningarsniðið. Alemu og félagar (2012) setja fram kröfur til nýs gagnasniðs fyrir bókasöfn. Höfundar telja að samtengd gögn henti best til þess að færa bókasafnsskráningu úr færslumiðuðum lýsi- gögnum í gagnamiðuð (e. document-cetric to data-centric). Möguleikar nýju skráningarreglnanna, RDA, og FRBR-líkansins nýtist ekki til fulls í skráningarumhverfi marksniðsins. Lýsi- gögn marksniðsins eru ætluð mannfólki til aflestrar en ekki tölvum. Þau þurfa að vera tölvulesanleg til að nýtast betur. Helstu kostir samtengdra gagna fyrir bókasöfn eru að mati höfunda eftirfarandi: Ÿ Lýsigögnin eru opin og hægt að deila þeim með öðrum. Þannig gætu útgefendur nýtt sér bókfræðileg gögn eins og ISBN-númer og samræmda nafnmynd höfunda. Sam- nýting gagnanna gefur endalausa möguleika. Aðilar utan safnanna eins og Google, Amazon og Wikipedia geta unnið með þau og birt þau í ýmsu samhengi en það getur reynst til hagsbóta fyrir söfnin og upplýsingasam- félagið. Mismunandi söfn geta sameinast um lýsigögn og unnið saman á breiðari grundvelli. Endurnýting gagnanna kemur í veg fyrir tvíverknað og margfaldar leitarniðurstöður fyrir sama efnið. Ÿ Samtengd gögn stuðla að óvæntum uppgötvunum (e. serendipitious information discovery). Það telja höf- undar mikinn kost og vanmetinn í rannsóknum á upplýs- ingahegðun. Leit í gagnagrunnum og bókasafnskerfum býður að þeirra mati ekki upp á óvæntar uppgötvanir. Þá er leitað að fyrirfram gefnum atriðum, eins og efnisorði, höfundi og titli. Kerfin leita að þessum orðum í safninu og leggja fram afmarkaðar leitarniðurstöður samkvæmt því. Þetta er ólíkt því að ganga um safn og skoða sig um í hillunum, en það leiðir oft til óvæntra uppgötvana. Sam- tengd gögn geti stuðlað að óvæntum uppgötvunum vegna þess að þau geta leitt notandann áfram á óvænta stigu – einmitt vegna tengslanna. Notendur geta stokk- ið fram og aftur frá einni upplýsingalind til annarrar á þægilegan hátt og til baka þegar þeir hafa fengið nóg. Ÿ Samtengd gögn veita betra aðgengi að nýjum hug- tökum, því sem er mest í umræðunni þá og þá stundina (Zeitgeist) og notkunarmynstri gagnanna. Það veltur raunar á því að bæði sé veittur aðgangur að bókfræði- legum gögnum safnanna sem eru vel skipulögð og sam- ræmd, meðal annars í gegnum nafnmyndaskrár þeirra, og gögnum almennra notenda (e. socially constructed metadata), eins og efnisorðum notenda eða einkunn- um sem þeir gefa. Notkunarmynstur er algengt í bæði Google og Amazon og birtist í tillögum að efni sem margir hafa sótt eða flett uppá. Ÿ Flokkuð leitarstýring. Þá eru gögn sett fram í mismun- andi flokkum og röð sem notandi velur sjálfur. Því meira sem til er af lýsigögnum því auðveldara er að flokka og sía leitarniðurstöður. Þannig geta notendur valið að skoða einungis ákveðin efnisform eins og rafrænt efni eða ákveðið árabil. Ÿ Veraldarvefurinn á velgengni sína að miklu leyti stöðlum að þakka. Samræmdur kóði er HTML, staðlað veffang er URL eða URI og samræmda miðlunin er HTTP. Veraldar- vefurinn miðlar skrám og skjölum, ekki gögnum. Undir- liggjandi gögn (oftast DBMD eða Database Manage- ment Documents) eru ekki aðgengileg. Hugmyndin með samtengdum gögnum er að hægt sé að nálgast undirliggjandi gögn á sama hátt og skjölin og skrárnar á veraldarvefnum. Fleiri hafa lagt orð í belg um nauðsyn þess að bókasafnasam- félagið snúi sér að merkingarvefnum. Menn hafa trú á því að bókasafns- og upplýsingafræðin geti lagt eitthvað af mörkum þar. Hlutverk samdengdra gagna fyrir bókasafnasamfélagið er sett fram á vef W3C „W3C Mission“.6 Þar kemur vel fram áhersla á samvinnu, frjálst aðgengi, að allir geti tekið þátt og allt efni sé velkomið. Þar á bæ vilja menn treysta öðrum og þar er að finna kafla um öryggi gagna. Þar kemur einnig fram að horft er til bókasafna og þau hvött til að taka þátt í því að gera gögn sín aðgengileg sem samtengd gögn. ExLibris, sem rekur Primo og Aleph-kerfin sem notuð er í Gegni og Leitum hefur einnig sett 6. “Libraries should embrace the web of information, both by making their data available for use as Linked Data and by using the web of data in library services.” (W3C Mission, e.d.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.