Morgunblaðið - 22.07.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.07.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 S Á L F R Æ Ð I T R Y L L I R „Magnaður og ógn- vekjandi sálfræðitryllir.“ SundayMirror „Höfundur í heimsklassa.“ Crimezone.nl Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Hjónin Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir komu til Reykjavíkurhafnar á skútu sinni Hugi í gær eftir ferðalag kringum hnöttinn í keppninni World ARC – Around the World Rally, sem byrj- aði og endaði á Sankti Lúsíu í Kar- íbahafinu. Ferðin gekk stóráfallalaust fyrir sig og ekkert stoppaði förina. Tókst hjónunum meðal annars að ráða niðurlögum elds, bregðast við leka og búa um rifin segl. Hugur er fyrsta skútan til að sigla kringum jörðina undir ís- lensku flaggi. Síðasti spölurinn var frá Græn- landi, en Kristófer segir að hann hafi tekið nokkurn tíma vegna djúpra lægða milli Íslands og Græn- lands. Tvo daga hafi tekið að finna rétta „gluggann“ til að sigla yfir. Förin hófst í janúar á síðasta ári í tilefni af sextugsafmæli hjónanna beggja og 40 ára brúðkaupsafmæli þeirra. „Þetta varð óskaplega skemmtilegt samfélag, fólk á öllum aldri, frá þriggja ára upp í áttrætt. Þetta var meira eins og skemmtileg sigling í góðra vina hópi, þótt menn væru að keppa,“ segir Kristófer. Fyrst um- hverfis hnöttinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Skútan Hugur kom til Reykjavíkur í gær að lokinni hringferð um hnöttinn Hugur Kristófer og Svanfríður sigldu inn í Reykjavíkurhöfn í gær eftir ferðalag sitt. Að sögn Kristófers stefna þau næst til Svíþjóðar, þar sem skútan Hugur var smíðuð, en þar verður gert lítillega að skútunni. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Sjö hljómsveitir sem bókaðar hafa verið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hótuðu því í gær að hætta við að spila á hátíðinni nema að skýr stefnubreyting kæmi frá bæjaryfir- völdum í Vestmannaeyjum vegna orðræðu og verklags lögreglustjór- ans undanfarna daga. Um er að ræða hljómsveitirnar og tónlistarmennina Retro Stefson, Úlf Úlf, Agent Fresco, Emmsjé Gauta, Sturla Atlas, Dikta og GKR. Í kjöl- farið gaf hljómsveitin Quarashi það út að hún styðji hljómsveitirnar heilshugar um að draga sig úr hátíð- inni ef þjóðhátíðarnefnd og lög- reglustjóri breyti ekki afstöðu sinni. Í kjölfarið ákvað þjóðhátíðarnefnd að bjóða Stígamótum og neyðar- móttöku Landspítalans að taka út forvarnarstarf, gæslu og viðbragðs- teymi hátíðarinnar. Í tilkynningu frá nefndinni sagði: „ÍBV íþróttafélag skipuleggur og heldur Þjóðhátíð Vestmannaeyja og gerir allt sem stendur í valdi félags- ins til að tryggja öryggi hátíðar- gesta. Félagið hefur hins vegar ekk- ert ákvörðunarvald um það hvenær eða með hvaða hætti lögreglu- yfirvöld kjósa að segja frá hugsan- legum lögbrotum sem framin eru á hátíðarsvæðinu.“ Ræða við Stígamót í dag Hörður Orri Grettisson, tals- maður þjóðhátíðarnefndar, sagði í samtali við mbl.is að nefndin hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvað farið yrði fram á af Stígamótum og neyðarmóttöku, en hún væri opin fyrir öllu og vildi heyra í aðilum málsins. Haft yrði samband við aðilana í dag, enda hefði lítill tími gefist í gær, þar sem málið kom til- tölulega seint upp og fólk farið heim. Hljómsveitirnar funduðu í gær- kvöldi, eftir yfirlýsingu þjóðhátíðar- nefndar, en engin niðurstaða fékkst á þeim fundi um hvernig brugðist yrði við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að það væri misskiln- ingur að bæjaryfirvöld hefðu eitt- hvað um löggæslu á Þjóðhátíð að segja. „Ég á nú erfitt með að vera með viðbrögð gagnvart því hvar hljóm- sveitir spila. Nú er það þannig að Vestmannaeyjabær hvorki heldur Þjóðhátíð né stjórnar lögreglunni, þannig að það er kannski erfitt fyrir mig að vera með einhver viðbrögð gagnvart því hvað hljómsveitir velja að gera eða hvernig þessi mál þróast en vissulega er þessi umræða leið.“ Hóta að spila ekki á Þjóðhátíð  Sjö auglýstar hljómsveitir á Þjóðhátíð segjast draga sig úr dagskránni nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglu í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Eggert Hljómsveit Retro Stefson er ein hljómsveitanna sem gagnrýnir. Hverfisráð Kjalarness mótmælir áformum Reykjavíkurborgar um að leigja lóð í Esjuhlíðum af ríkissjóði en þar hyggst fyrirtækið Esjuferðir ehf. koma upp kláfi sem getur tekið allt að 80 manns. Í bókun hverfisráðsins á fundi sínum, segir að borgin „gangi er- inda einkafyrirtækis sem hafi mjög einsleita sýn á uppbyggingu útivistarsvæðis við Mógilsá,“ en fyrirhuguð er bygging um 37 metra hárra mastra og þjónustu- miðstöðvar á Rauðhóli. Áætlaður kostnaður við verkið er um þrír milljarðar króna. „Okkur finnst undirbúnings- vinnan ekki hafa verið unnin í nægu samráði við heimafólk, þá sem búa þarna og þá sem nota svæðið. Þess vegna báðum við um að það yrði farið hægar og málið skoðað betur áður en lóðin yrði tek- in á leigu,“ segir Sigríður Péturs- dóttir, formaður hverfisráðsins. Að hennar sögn er hugmyndin upprunalega komin frá verk- fræðistofu, en í yfirlýsingunni eru borgaryfirvöld hvött til að efna til samkeppni um möguleikana í Esju- hlíðum. „Hugmyndin kemur frá þessu eina fyrirtæki að því er best við vit- um. Okkur finnst að borgin ætti að koma meira að þessu sjálf og vera búin að hugsa svæðið áður en eitt fyrirtæki geti komið með sínar hug- myndir,“ segir Sigríður. Aðspurð hvort hverfisráðið legg- ist gegn hugmyndinni um kláf í heild, segir Sigríður ekki tímabært að meta það að svo stöddu. „Þetta er ekki komið á það stig. Það er ekki búið að vinna nægilega mikla vinnu til að leigja lóð, sem okkur fannst of stórt skref. Undir- búningsvinnan er eftir og samráð við íbúa,“ segir hún. Á fundi borgarráðs í gær hvöttu Framsókn og flugvallarvinir til þess að fullt tillit yrði tekið til bók- unar hverfisráðsins. jbe@mbl.is Leggjast gegn Esjuferju Esjan Áform eru uppi um að byggja kláf í Esjunni fyrir þrjá milljarða.  Borgin haft of lítið samráð við íbúa Kjal- arness um kláfinn „Um kom- andi versl- unarmanna- helgi verða allar upplýs- ingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rann- sóknarhags- muni né vel- ferð brotaþola. Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar,“ segir m.a. í til- kynningu sem Páley Borgþórs- dóttir, lögreglustjóri í Vest- mannaeyjum, sendi frá sér í gær. Allar upplýs- ingar veittar TILKYNNING FRÁ PÁLEYJU Páley Borgþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.