Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Geimskipið Enterprise er núá þriðja ári sínu af fimmára sendiför um geiminn.Markmiðið er að kanna
ókunnar lendur, uppgötva framandi
líf og siðmenningu þar sem enginn
hefur farið áður. En það er ekki
laust við að samveran í geimnum
hafi reynt á áhöfnina, og skipstjór-
inn, James T. Kirk (Chris Pine), við-
urkennir í dagbók sinni að hann sé
orðinn nokkuð þreyttur á hinu dag-
lega streði og veltir fyrir sér hvort
að hann eigi að þiggja stöðuhækkun
og hætta þannig könnunarferðum
sínum um geiminn.
Um líkt leyti fær næstráðandi
hans, Vúlkaninn Spock (Zachary
Quinto) þær fréttir að Spock eldri
(Leonard Nimoy) sé látinn, og fær
efasemdir um að kröftum hans sé
best varið í þjónustu Stjörnuflotans.
Eftir fremur misheppnaða sendiför
fær áhöfnin stund milli stríða í nýj-
ustu geimstöð flotans, Yorktown,
sem er nánast eins og paradís í
geimnum, tákn alls þess besta sem
stjörnusambandið (e. Federation)
stendur fyrir.
Adam er hins vegar ekki lengi í
paradís. Neyðarkall berst frá ná-
lægri geimþoku og Enterprise er
sent á vettvang til þess að kanna
málið. Illmennið Krall (Idris Elba)
vegur þar að skipinu úr launsátri, og
fyrr en varir þurfa Kirk, Spock og
hinir úr áhöfninni að taka á hinum
stóra sínum, ætli þeir sér að komast
lifandi frá hildarleiknum. Markmið
Krall er einfalt, að leggja sambandið
í rúst og fyrsta skotmark hans er
Yorktown-stöðin. En hver er Krall
og hvaðan kom hann?
Star Trek Beyond er þrettánda
myndin í hinum gríðarmikla kvik-
myndabálk sem spratt upp úr Star
Trek-sjónvarpsþáttunum vinsælu,
og sú þriðja sem gerist í hinum nýja
söguheim, sem J.J. Abrams bjó til
árið 2009 á grunni hins gamla. Fyrri
myndirnar tvær fengu báðar góða
dóma, þó að ýmsum gömlum trekk-
urum þættu þær kannski leggja full-
mikið upp úr hasarnum á kostnað
hins tilfinningaríka og mannlega vís-
indaskáldskapar sem ávallt hefur
einkennt Star Trek.
Skemmst er frá því að segja að
líklega kemst Star Trek Beyond
einna næst því að líkjast gömlu góðu
sjónvarpsþáttunum, en þeir fagna
einmitt hálfrar aldar afmæli sínu í
september næstkomandi. Handritið,
sem breski gamanleikarinn Simon
Pegg er annar höfunda að, er á
stundum mjög í anda gömlu þátt-
anna, þar sem lagt var upp úr sam-
spilinu á milli Kirk, Spock og skips-
læknisins McCoy (Karl Urban) og
það nálgaðist dauðadóm fyrir auka-
leikara að setja á sig rauða skyrtu.
Þá er sjaldan langt í húmorinn.
Það sést langar leiðir að leik-
ararnir eru greinilega komnir með
góð tök á karakterum sínum. Chris
Pine er í atferli og raddbeitingu nán-
ast orðinn að William Shatner, sem
lék Kirk í gamla daga. Þá er það sér-
staklega hrein unun að fylgjast með
þeim Urban og Quinto í hlutverkum
sínum sem læknirinn tilfinningaríki
og hinn kaldi Vúlkani sem horfir á
allt með augum rökhyggjunnar. Þá
ná Pegg í hlutverki Scottys vélstjóra
og Sofia Boutella í hlutverki geim-
verunnar Jailuh (Kingsman) mjög
vel saman.
Hasarinn er þó á sínum stað og
eru allar tæknibrellurnar fram-
kvæmdar með miklum sóma. Þar
glittir þó ögn í það að leikstjórinn
Justin Lin, sem tók við keflinu af
J.J. Abrams þegar sá fór að búa til
Stjörnustríðsmyndir, er einna
þekktastur fyrir þátt sinn í Fast and
the Furious-myndunum. Hefði lík-
lega að ósekju mátt stytta myndina
um heilar fimmtán mínútur með því
að klippa hasaratriðin ögn betur til,
en þó dregur það lítið úr gæðum
myndarinnar í heild.
Ef handrit myndarinnar er henn-
ar helsti styrkur, þá er þar einnig
Akkilesarhælinn að finna. Lang-
stærsti galli myndarinnar er nefni-
lega í þrjótinum Krall. Breski stór-
leikarinn Idris Elba leysir hlutverk
hans mjög vel af hendi eins og hans
var von og vísa, en Krall og kónar
hans eru samt sem áður ekki nógu
vel kynntir til sögunnar með þeim
afleiðingum að þeir virka nánast
eins og illmenni úr Disney-mynd,
sem eru vondir bara til þess að vera
vondir. Það dregur til dæmis veru-
lega úr tengingu áhorfandans við
myndina, þegar búinn er til „loka-
bardagi“ við einn af aðstoð-
armönnum Kralls, án þess að hann
hafi nokkra baksögu svo nokkru
nemi.
Þrátt fyrir þessa hnökra er Star
Trek Beyond ekki bara verðug við-
bót í kvikmyndabálkinn, heldur
hefði vart verið hægt að biðja um
betri afmælisgjöf á hálfrar aldar af-
mæli þáttanna en einmitt mynd sem
nær að blanda saman öllu því besta
sem Star Trek, bæði þættir og
myndir, hafa gert í gegnum tíðina.
Hálfrar aldar afmælinu fagnað
Ber er hver að baki Samspilið á milli þeirra McCoy (Karl Urban) og Spock (Zachary Quinto) er á meðal hápunkta
myndarinnar að mati gagnrýnanda Morgunblaðsins, sem gefur Star Trek Beyond fjórar stjörnur.
Sambíóin og Smárabíó
Star Trek Beyond bbbbn
Leikstjóri: Justin Lin. Handrit: Simon
Pegg og Doug Jung. Aðalhlutverk: Chris
Pine, Zachary Quinto, Karl Urban, Zoe
Saldana, John Cho, Simon Pegg, Anton
Yelchin, Sofia Boutella og Idris Elba.
Bandaríkin 2016, 122 mínútur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Frumsýndar verða tvær nýjar vís-
indaskáldsögumyndir í dag og end-
ursýnd hin klassíska unglingamynd
Clueless en hún kom út árið 1995.
Vísindaskáldsögurnar eru kannski
nýjar en eru byggðar á gömlum
grunni; þannig þekkja allir til Star
Trek og Ghostbusters.
Star Terk Beyond
Nýjasta Star Trek-myndin, Star
Trek Beyond, er sú þrettánda í röð-
inni og kom sú fyrsta, Star Trek:
The Motion Picture, út árið 1979.
Þessi er sú þriðja í röð nýrrar kyn-
slóðar Star Trek-mynda með stór-
leikurum á borð við Chris Pine,
Zachary Quinto, Zoe Saldana og
Simon Pegg fyrir framan myndavél-
ina.
Leikstjórinn Justin Lin leikstýrir
myndinni og Simon Pegg og Doug
Jung eru meðal þeirra sem skrifa
handritið.
Imbd: 86%
Metacritic: 71%
Rotten Tomatoes: 93%
Ghostbusters
Líkt og Star Trek ættu flestir 30
ára og eldri að muna eftir Ghost-
busters en fyrsta myndin kom út ár-
ið 1984 og önnur 1989. Núna eftir
ansi langt hlé er verið að endurvekja
draugabanana en í stað hinna klass-
ísku Bill Murray, Dan Aykroyd, Ha-
rold Ramis og Emie Hudson í hlut-
verkum draugabananna eru komnar
þær Melissa McCarthy, Kristen Wi-
ig, Kate McKinnon og Leslie Jones.
Myndin er í leikstjórn Paul Feig.
Imbd: 53%
Metacritic: 60%
Rotten Tomatoes: 73%
Clueless
Alicia Silverstone er í ógleyman-
legu hlutverki sem dekurdrósin
Cher í unglingamyndinni Clueless.
Myndin fjallar um hóp forríkra og
ofdekraðra krakka í Beverly Hills
þar sem allt snýst um vinsældir og
að falla inn í hópinn. Myndin er laus-
lega byggð á skáldsögunni Emma
eftir Jane Austin og hún kom fyrst í
bíóhús árið 1995.
Imbd: 68%
Metacritic: 68%
Rotten Tomatoes: 81%
Bíó Tvær nýjar og ein gömul í bíó.
Vísindaskáldsögur
Í bókadómi Steinþórs Guðbjarts-
sonar um bókina Villibráð eftir höf-
undinn Lee Child, sem birtist á
menningarsíðu Morgunblaðsins í
gær, var eingöngu birtur rökstuðn-
ingur einkunnarinnar en ekki ein-
kunnin sjálf. Steinþór gaf bókinni
fjórar og hálfa stjörnu en hann seg-
ir Villibráð vera eina af þessum
spennusögum sem hafa allt og þýð-
ingin sé góð.
Leiðrétting: bókadóm-
ur um Villibráð
bbbbm
Spennusaga
Villibráð
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is
Frábær
verð!
99.900
Verð
Bandsög 100mm
Stærð blaðs 1470x13mm.
Geta í 90° 100x150mm.
TT 388001
129.900
Verð
Bandslípivél 75x2000mm
Öflug bandslípivél með 3.000W mótor.
Band 75x2000mm
TT389001
GHOSTBUSTERS 5, 8, 10:30
THE INFILTRATOR 5, 8, 10:35
ÍSÖLD ÍSL.TAL 3:50, 5:50
CENTRAL INTELLIGENCE 8
MIKE AND DAVE 10:25
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 3:50
TILBOÐ KL 5
TILBOÐ KL 5