Morgunblaðið - 28.07.2016, Page 15

Morgunblaðið - 28.07.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Fylgist með okkur á facebook ÚTSALAÚTSALAÚTSALA Götumarkaðurinn hefst í d ag Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Um þrjúleytið í gær barst stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar tilkynn- ing um að rannsóknarskipið Dröfn hefði strandað í Þorskafirði á Barðaströnd. Þyrla Gæslunnar var kölluð á vettvang og björgunar- sveitir á svæðinu voru einnig kall- aðar út. Er þyrlan kom á staðinn kannaði áhöfn hennar aðstæður og hvort borist hefði mengun frá skipinu sem reyndist ekki vera. Aðstæður á vettvangi voru góðar og engin hætta var talin vera á ferðum. Ákveðið var að bíða eftir flóði og freista þess að losa skipið þegar það yrði, en næsta flóð var laust eft- ir miðnætti í nótt. Björgunarsveitarmenn af svæð- inu voru á vettvangi fram eftir kvöldi en áhöfnin á Dröfn vann sjálf að því að losa skipið undir eftirliti Landhelgisgæslunnar. Dröfn strandaði í Þorskafirði  Reyna átti að ná skipinu á flóði í nótt Strand Rannsóknarskipið Dröfn strandaði í Þorskafirði í gær. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram kæru vegna ærumeiðandi um- mæla á netinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar. „Teningunum er kastað. Eftir rúmlega sjö ára níðskrif um mig á netinu gekk ég á fund lögreglunnar og lagði fram kæru vegna ærumeið- andi ummæla og skrifa. Nú fer málið í ferli,“ skrifar Vigdís en tilefnið er listi sem vefsíðan Sandkassinn birti eftir helgi yfir tuttugu einstaklinga sem sagðir voru vera „nýrasistar“. Vigdís sagði í samtali við mbl.is í gær að hún hefði ekki getað setið undir þeim ummælum sem höfð voru um hana á síðunni.Vefsíðunni hefur nú verið lokað en þar sagði að nýras- istar væru þeir sem verið hefðu áberandi í þjóðfélagsumræðunni og beitt sér gegn fólki á grundvelli þjóðernis, litarháttar eða uppruna. Fyrir utan Vigdísi voru m.a. á list- anum Gústaf Adolf Níelsson sagn- fræðingur og Ásmundur Friðriksson þingmaður. Vigdís Hauks- dóttir kærir ummæli Skúli Halldórsson sh@mbl.is Hálendisvakt björgunarsveitanna í sumar hefur gengið með ágætum, en liðlega 150 manns sinna vaktinni sem nú er rúmlega hálfnuð. „Tíðafarið er oft ákvarðandi hvað varðar þessi alvarlegri atvik og við höfum verið mjög heppin með veður það sem af er sumri,“ segir Guð- brandur Örn Arnarson hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu. „En það hefur verið viss renning- ur af verkefnum og það þarf ekki mikið út af að bregða í veðrinu til að það verði mun meira að gera hjá okkur, en hingað til hefur það hjálp- að okkur að halda þessum alvarlegri atvikum í skefjum,“ segir Guðbrand- ur og bætir við að yfirleitt komi há- lendisvaktin að rúmlega 300 atvikum á hverju ári. Spurður hvort fjölgun erlendra ferðamanna hafi í för með sér aukið álag segir hann að vissulega geri hún það. „En við finnum svolítið öðruvísi fyrir henni. Þar sem við höfum sett mikla áherslu á forvarnir þá reynum við að tala mikið við sjálfa ferða- mennina og höfum fjölgað upplýs- ingaskjám, auk þess sem heimsókn- um á vefinn okkar fer sífellt fjölgandi.“ Þá segir Guðbrandur að aðeins með samstilltu átaki náist að forða fólki frá því að lenda í vandræðum. „Við finnum það að forvarnir okk- ar eru að virka mjög vel, enda höfum við verið dugleg að efna til samstarfs við ferðaþjónustuaðila, bílaleigur og fleiri. Við búum náttúrulega í þessu harðbýla landi og þurfum að miða allt okkar starf við þær aðstæður.“ Veðrið er hálendisvaktinni hliðhollt í ár  Fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur fyrst og fremst áhrif á forvarnarstarf Landsbjargar Morgunblaðið/Eggert Björgunarsveit Liðlega 150 manns sinna vaktinni yfir allt sumarið. Hálendisvaktin » Landsbjörg hefur staðið fyr- ir vaktinni í tíu ár, en hún á að efla slysavarnir á hálendinu. » Björgunarsveitir skiptast á að vera á hálendinu, til að leið- beina og aðstoða ferðafólk. » Eru þær í Nýjadal á Sprengi- sandsleið, Drekagili við Öskju og við Landmannalaugar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.