Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 fjölda einkasýninga frá 1971 og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og víða erlendis. „Ég hef far- ið um víðan völl í listsköpun minni, byrjaði sem geómetrískur abstraktmálari, en smám saman fóru myndirnar að verða fígúratíf- ari. Ég geri mikið af skyssum og er lengi að mála verkin. Undirstöðu- þættir málverksins, það er að segja form, bygging og litur, hafa ávallt höfðað sterkt til mín.“ Sigurður hlaut Menningar- verðlaun DV 1989 fyrir myndlist og hefur hlotið starfslaun listamanna nokkrum sinnum. „Ég hef varla áhuga á neinu öðru en málaralist. Hlusta þó á tónlist og alltaf þegar ég er að mála, mest djass og klassík, og horfi á kvik- myndir af mikilli ástríðu. Auk þess tefli ég gjarnan við góða vini öðru hverju til gamans.“ Fjölskylda Kona Sigurðar er Ingibjörg Einarsdóttir f. 25.08.51, hjúkrunar- fræðingur. Foreldrar hennar: Ein- ar Sigurbjörnsson, f. 19.2. 1917, d. 19.4. 1975, bóndi í Hjörsey á Mýr- um, og k.h. Matthildur Soffía Marí- asdóttir, f. 14.5. 1919, húsfreyja í Hjörsey. Fyrri kona Sigurðar er Ingveldur Róbertsdóttir, f. 30.5. 1953, prófarkalesari og þýðandi. Börn Sigurðar og Ingveldar eru 1) Unnur Malín, f. 17.2. 1984, söng- kona og tónskáld, bús. á Reykja- völlum í Biskupstungum, maki: Arnar Sigurbjartsson húsamálari, sonur: Unnsteinn Magni, f. 2010; Þorvaldur Kári, f. 3.3. 1985, tónlistarmaður og -kennari, bús. í Reykjavík; Arnljótur, f. 20.11. 1987, tónlistarmaður í Reykjavík; Gylfi, f. 17.9. 1990, myndlistarmaður og tónlistarmaður í Reykjavík, og Val- gerður, f. 14.9. 1992, myndlistar- maður í Antwerpen, maki: Baldvin Einarsson myndlistarmaður. Dóttir Sigurðar og Hrefnu Steinþórs- dóttur f. 1.4.1949, er Theódóra Svala, f. 6.3. 1978, námsmaður í Reykjavík, maki: Egill Sverrisson sölumaður, börn: Viktor, f. 2000, Erik Alexander, f. 2002, og Bjarki Hrafn, f. 2014. Systir Sigurðar er Malín, f. 17.4. 1950, fatahönnuður og kaupmaður í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar: Örlygur Sig- urðsson, f. 13.2. 1920, d. 24.10. 2002, listmálari í Reykjavík, og k.h., Unnur Eiríksdóttir, f. 3.6. 1920, d. 30.12. 2008, verslunar- maður í Reykjavík. Úr frændgarði Sigurðar Örlygssonar Sigurður Örlygsson Margrét Eyjólfsdóttir húsfr. í Garðar, frá Efra-Apavatni, Árn. Halldór Þorsteinn Halldórsson Ármann fór til Vesturheims og settist að í Garðar, N-Dakota Valgerður Kristín Halldórsdóttir húsfreyja í Rvík Eiríkur Hjartarson raffræðingur og kaupm. í Rvík Unnur Eiríksdóttir kaupmaður í Reykjavík Margrét Prjóna-Eiríksdóttir húsfr., frá Uppsölum Hjörtur Guðmundsson bóndi á Uppsölum í Svarfaðardal Malín Örlygsdóttir fata- hönnuður í Rvík Örlygur Smári tónlistar- maður í Rvík Margrét Eiríksdóttir píanóleikari í Rvík Auður Eiríksdóttir kennari í Rvík og Hafnarf. Valgerður Andrésdóttir píanóleikari í Rvík Gamalíel Hjartarson b. á Uppsölum Hannes Gamalíelsson fulltrúi í Rvík Jón Þór Hannesson fv. frkvstj. Sagafilm Ólafur Sigurðsson yfirlæknir á Akureyri Steingrímur Th. Sigurðsson listmálari Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir í Rvík Ingibjörg Guðmundsdóttir kennari, síðar húsfr. í Síðumúla, Borgarf. Þorbjörg Andrésdóttir hjúkrunarfr. í Rvík Ólafur Óskar Axelsson arkitekt og tónskáld Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari Jón Halldórsson b. á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd Guðjón Jónsson kaupm. í Vík í Mýrdal, síðar bryti Kjartan Guðjónsson listmálari Þórunn Ólafsdóttir húsfr., frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi Ólafur Finnsson prestur í Kálfholti í Holtum, Rang Halldóra Ólafsdóttir húsfr. í Rvík og á Akureyri Sigurður Guðmundsson skólameistari MA á Akureyri Örlygur Sigurðsson listmálari í Reykjavík Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir húsfr., frá Reykjum á Reykjabraut Guðmundur Erlendsson hreppstj. og bóndi í Mjóadal í Laxárdal, A-Hún Guðmundur Ingvi Sigurðsson lögfr. í Rvík Sigurður Guðmundsson prófessor í HÍ og fyrrv. landlæknir Þórunn Guðmundsd. hrl. og form. bankaráðs Seðlab. 100 ára Guðbjörg J. Runólfsdóttir 85 ára Guðbjörg Jónsdóttir Hulda Jóhannsdóttir Margrét Karlsdóttir 80 ára Ásta Svanhvít Þórð- ardóttir Einar Gunnar Jakobsson Marinó Haraldsson Maríus Kárason Ólafur Halldór Torfason 75 ára Friðrik Ragnarsson Lýður Vigfússon Ólöf Auðbjörg Ósk- arsdóttir Valdimar H. Jóhannesson Valur Helgason William Sigurjón Tracey 70 ára Björn Jakobsson Fanney Lára Einarsdóttir Gunnar Guðlaugsson Ragnheiður Helga Jóhannsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir Sigurður Örlygsson Vera Snæhólm Ægir Ellertsson 60 ára Anna Lára Þorsteinsdóttir Edda Sóley Óskarsdóttir Guðmundur Rúnar Ólafsson Guðrún Guðmundsdóttir Gunnlaugur B. Gunnlaugsson Jacek Jan Surma Jófríður Alda Halldórs- dóttir Jón Sigurður Snorrason Kristjana Axelsdóttir Kristjana Sigmundsdóttir Roza Krystyna Jagielska Sigtryggur S. Sigtryggs- son 50 ára Anna Dóra Sæþórsdóttir Bergþóra Njálsdóttir Elín Sigurðardóttir Hanna Jakubowska Lilja Þorkelsdóttir Ragnheiður Baldursdóttir Víðir Ólafsson 40 ára Agnieszka Katarzyna Szczesna Baldur Friðbjörnsson Birgir Örn Guðjónsson Guðlaugur Michael Steed Guðmundur Ísfeld Hákon Rúnar Jónsson Júlíus Örn Júlíusson Kristín Hrönn Guðmundsdóttir Pálmi Þór Erlingsson Wichien Sawatraksa 30 ára Dagný Jóhannesdóttir Guðný Björg Hjálm- arsdóttir Hrefna Líf Ólafsdóttir Íris Hildur Sigmarsdóttir Katrín Stefánsdóttir Laxman Gurung Mads Rosager Hansen Marlena Marta Bosowska Monika Toczydlowska Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir Solveiga Jonikiené Unnþór Jónsson Valur Oddgeir Bjarnason Til hamingju með daginn 40 ára Pálmi er úr Vog- um á Vatnsleysuströnd en býr í Njarðvík. Hann er sjálfstætt starfandi og byggir hús. Maki: Elín Sigríður Krist- jánsdóttir, f. 1986, flug- freyja hjá Icelandair. Börn: Kristján Þór, f. 2005, og Alexander og Baltasar, f. 2015. Foreldrar: Erlingur Garð- arsson, f. 1949, og Anna Valdís Jónsdóttir, f. 1956. Þau búa í Vogum. Pálmi Þór Erlingsson 30 ára Unnþór er Ísfirð- ingur en býr í Reykjavík. Hann er lögfræðingur og starfar við löginnheimtu hjá Íslandsbanka. Maki: Viktoría Guð- mundsdóttir, f. 1986, lög- fræðingur hjá Sýslumann- inum á höfuðborgar- svæðinu. Foreldrar: Jón Þorgrímur Steingrímsson, f. 1947, d. 2014, skipstjóri, og Hug- ljúf Ólafsdóttir, f. 1950, matráður í MÍ. Unnþór Jónsson 30 ára Valur er frá Akra- nesi en býr í Kópavogi og starfar sem verkfræð- ingur fyrir CFD Odin. Maki: Guðrún Helga Heiðarsdóttir, f. 1985, verkfræðingur hjá Ice- landair Hotels. Dóttir: Bergdís Freyja, f. 2014. Foreldrar: Bjarni O.V. Þóroddsson, f. 1943, byggingatæknifræðingur, og Kristín Dýrmunds- dóttir, f. 1945, sjúkraliði. Valur Oddgeir Bjarnason  Eva Marín Hlynsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í stjórnmálafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Ís- lands. Ritgerðin nefnist The Icelandic Mayor: A comparative Analysis of Politi- cal and Administrative Leadership Ro- les at the Icelandic Local Government Level (Íslenskir bæjar- og sveitarstjórar: Samanburðargreining á hlutverkum þeirra í stjórnmálum og stjórnsýslu). Leiðbeinandi var dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmála- fræðideild Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að greina hlutverk bæjar- og sveitarstjóra á Íslandi út frá samskiptum þeirra við sveitarstjórn, stjórnsýslu, íbúa sveitar- félagsins og ytri aðila. Rannsóknin var unnin á kjörtímabilinu 2010-2014, gerð var skoðanakönnun meðal allra ís- lenskra bæjar- og sveitarstjóra og odd- vita í smærri sveitarfélögum, jafnframt voru tekin viðtöl við bæjar- og sveitar- stjóra í sveitarfélögum með yfir 500 íbúa. Sett var fram flokkun, á einföldum kvarða, á íslenskum bæjar- og sveitar- stjórum sem réðst af því hvort bæjar- og sveitarstjórar telja að hlutverk þeirra eigi fyrst og fremst að ráðast af póli- tísku hlutleysi eða ekki. Niðurstöðurnar benda til að íbúa- fjöldi sveitarfélags ásamt kyni bæjar- og sveitarstjóra skipti verulegu máli þegar kemur að því að skýra röð- un þeirra á kvarð- anum. Þannig eru faglegir bæjar- og sveitarstjórar í litlum sveitarfélögum með lítið stjórnsýslulegt bolmagn oftar á pólitískt hlutlausum enda kvarðans. Einnig er mikill meiri- hluti faglegra kvenbæjar- og sveit- arstjóra staðsettur á pólitískt hlut- lausum enda ássins. Þá er greinanlegur munur á milli þess hvort pólitískir bæj- ar- og sveitarstjórar leggja meiri áherslu á stjórnsýslulegt hlutverk sitt eða póli- tískt hlutverk. Að lokum sýna niðurstöður að ís- lenskir bæjar- og sveitarstjórar leika al- mennt stórt samfélagslegt hlutverk. Mikilvægi þeirra sem leiðtoga bæði inn- an samfélagsins og út á við er mun meira en almennt þekkist í Norður- Evrópu og er á margan hátt líkara því sem gerist í sveitarfélagakerfum sunnar í álfunni. Eva Marín Hlynsdóttir Eva Marín Hlynsdóttir (f. 1975) lauk BA-prófi í stjórnmálafræði 2001, þremur ár- um síðar lauk hún MA-prófi í stjórnmálafræði og MPA-prófi árið 2011. Hún hefur starfað við kennslu á framhalds- og háskólastigi frá 2006 og er lektor í opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eva Marín er gift Sveini Hannesi Sveinssyni og eiga þau tvö börn, Silju Rut og Svein Jökul. Doktor Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Reyktur og grafinn Eðallax fyrir ljúfar stundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.