Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
til leigu
veitingaaðstaða
Atlantsolía leitar að leigutaka að söluturni/veitingaaðstöðu fyrirtækisins að
Kópavogsbraut 115. Við leitum að leigutaka sem sér tækifæri til að efla staðinn,
þjónusta íbúa nágrennisins og taka þátt í ört vaxandi hverfi á Kársnesinu. Grunnflötur
hússins er 80 fm en endurbótum á því er nýlokið og er það tilbúið til afhendingar.
Nánari upplýsingar veitir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri,
hugi@atlantsolia.is eða í síma 8253132.
Lokafrestur til umsókna er 1. september.
Atlantsolía rekur 19 sjálfsafgreiðslustöðvar. Þær eru 12 á höfuðborgar-
svæðinu og Suðurnesjum og 7 stöðvar á landsbyggðinni. Atlantsolía
rekur birgðarstöð í Hafnarfirði og notar 4 olíubíla í dreifingu.
Söluturn /Umsókn Senu live ehf. um tæki-
færisleyfi vegna tvennra tónleika
Justins Bieber 8. og 9. september í
Kórnum í Kópavogi var samþykkt á
fundi bæjarráðs Kópavogs í vikunni.
Þá var umsagnarbeiðni vegna tíma-
bundins áfengisleyfis á tónleikunum
samþykkt.
Á fundinum lagði Karen Halldórs-
dóttir fram eftirfarandi bókun: „Vil
beina tilmælum til tónleikahaldara
um leið og ég fagna komu Bieberins:
Að ekki verði leyfð áfengisdrykkja
inni á tónleikasvæðinu, heldur verði
hún á afmörkuðum svæðum utan
þess. Ástæða þessa er vegna ungs
aldurshóps aðdáenda poppstjörn-
unnar, sem helst sækja viðburðinn.“
Undir þessa bókun tóku Guðmundur
Geirdal, Birkir Jón Jónsson og Mar-
grét Júlía Rafnsdóttir.
Svellkaldur Justin Bieber á Íslandi.
Leyfi vegna
tónleika Bieb-
ers samþykkt
Áfengis verði neytt á
afmörkuðum svæðum
Strandveiðum sumarsins er lokið
um land allt, en síðasti veiðidagur á
D-svæði frá Hornafirði í Borg-
arbyggð var á fimmtudaginn. Síðasti
dagur strandveiða á svæðum A og C
var þriðjudagurinn 9. ágúst. Síðasti
dagur strandveiða á svæði B var
mánudagurinn 8. ágúst.
Alls lönduðu 665 bátar afla á ver-
tíðinni sem hófst í byrjun maímán-
aðar og voru landanir 14.879. Sam-
kvæmt yfirliti á vef Fiskistofu er
búið að landa 9.146 tonnum á vertíð-
inni en viðmiðunin var níu þúsund
tonn. Þorskur er uppistaðan í aflan-
um eða rúmlega 8.500 tonn.
Strandveið-
um sumars-
ins er lokið
Þorskur Uppistaðan í strandveiðiafla.
Ástand smádýralífs í Surtsey í sum-
ar var erfitt að meta vegna ríkjandi
veðurs á rannsóknatíma, vinda og
regns. Smádýrin létu löngum sem
minnst á sér kræla, segir í frétt um
árlegan leiðangur til líffræðirann-
sókna á vegum Náttúrufræðistofn-
unar 18.-22. júlí.
Þrátt fyrir óhagstætt veðrið upp-
götvuðust fjórar bjöllutegundir sem
ekki höfðu áður fundist á eynni. Var
það afar óvenjulegt því sjaldgæft er
að nýjar bjöllur skjóti upp kolli. Þær
voru fjallasmiður, steinvarta og tvær
tegundir jötunuxa sem þarf að stað-
festa betur, báðar fágætar og önnur
svo að líkast til er hún auk þess ný
fyrir Ísland. Ef rétt reynist teldust
tíðindin stór í þessum fræðum, segir
í frétt NÍ.
Athygli vakti að kálmölur var
áberandi á flögri og mikið var af lirf-
um hans á fjörukáli og melablómi,
jafnvel svo að ummerki sæjust. Ann-
ars er kálmölur útlensk tegund en
algengur flækingur. Stundum nær
hann að fjölga sér hér á landi á
plöntum krossblómaættar sem eru
ættingjar kálplantna.
Fýlarnir þurftu að greiða
krumma sinn toll
Árangur varps stóru máfanna var
með albesta móti í Surstey í ár. Ekki
einvörðungu mátti greina fjölgun
varppara hjá öllum stóru máfunum
þrem, svartbaki, sílamáfi og silfur-
máfi, heldur var afkoma unga þeirra
betri en nokkru sinni. Þeir voru
hvarvetna, jafnt fleygir sem ófleygir,
og ungadauði hafði verið lítill. Fæðu-
framboð í hafinu hefur því verið gott.
Engin ummerki sáust um að ritur
hefðu mætt til varps á þessu vori.
Engir lundar sáust heldur á hefð-
bundnum varpstað þeirra. Fýlar og
teistur voru með hefðbundnu móti
en fýlarnir höfðu augljóslega þurft
að greiða krumma sinn toll. Hrafns-
par eyjarinnar hafði nefnilega orpið
að vanda og komið upp tveim ung-
um, segir í frétt um líffræðileiðang-
urinn.
Snjótittlingar voru samir við sig,
nokkur pör með fleyga unga, þúfu-
tittlingspar á óðali í máfavarpinu og
tvær maríuerlur sáust, ein fullorðin
og einn ungfugl en óvíst hvort mar-
íuerlan hafi orpið að þessu sinni. Ef
til vill voru þær aðkomnar eins og
ungur steindepill sem sást á tang-
anum. Í fyrra fannst æðarkolla með
nýklakta unga, nú sást æðarpar á
sjónum. aij@mbl.is
Fágætar bjöllur í Surtsey
Fundu fjallasmið, steinvörtu og tvær tegundir jötunuxa
Árangur varps stóru máfanna var með albesta móti í ár
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Jötunuxi Tvær tegundir jötunuxa
fundust í Surtsey, báðar fágætar.