Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 • Stykkofn • Steinofn • Hefskápur • Eltikar • Björn hrærivélar og margt fleira Til sölu er mikið af tækjum og búnaði úr handverksbakaríi s.s. Handverksbakarí Sjá myndir á vefsíðunni sifka.is Upplýsingar eru gefnar í síma 894 2536. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þeir sem leið hafa átt um stræti Reykjavíkur að undanförnu gætu hafa komið auga á lögreglubifhjól af gerðinni BMW þeysa um göt- urnar með þýskt skráningarnúmer. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög- regluþjónn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, segir hjólið hafa verið fengið að láni hjá Biking Vik- ing, umboði BMW-hjóla hér á landi. „Ég býst við því að við verðum með það hjá okkur eitthvað fram á haustið,“ segir Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. „Það er auðvitað alltaf viss endurnýjun í gangi og þeir höfðu áhuga á því að láta okk- ur prófa þetta.“ Aðspurður játar hann að lögregla hafi fengið nokkrar fyrirspurnir frá vegfarendum sem litið hafa hjólið augum. „Það er nú með íslenska lögreglustjörnu og á því er maður í íslenskum lögreglubúningi. En jú, fólk hefur verið að velta þessu fyrir sér.“ Hjólið kom fullbúið til lögregl- unnar og hefur því haft lítinn kostnað í för með sér fyrir emb- ættið að sögn Ásgeirs. „Kostnaður- inn er í raun enginn, fyrir utan bensínið.“ Bætir hann við að lögreglan hafi síðan þá leitað til annarra umboða, til að athuga hvort þeim hugnist að bjóða þeim fleiri hjól til prófunar. „Og þau eru að skoða það.“ Yamaha-hjólin reynst vel Agnar Hannesson, sem rekur bifreiðamiðstöð ríkislögreglustjóra, segir lögregluna nú notast við bif- hjól japanska framleiðandans Ya- maha. „Við fórum í útboð árið 2007 og svo aftur 2010 eða 2011. Þá stóðust Yamaha-hjólin allar kröfulýsingar auk þess sem þau báru lægsta verðið. Þau hafa reynst okkur mjög vel.“ Agnar tekur fram að hann hafi ekki komið að samkomulagi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu um prófun á hjólinu. „Ég sé um öll innkaup ökutækja og ég myndi því þurfa að fara í örútboð eða bjóða öllum seljendum að vera með. Við vildum því ekki vera með í þessu. Þetta er ein- göngu á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“ Lögreglan prófar nýtt bifhjól frá Þýskalandi Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Nýtt Hjólið kom fullbúið til lögreglunnar og hefur embættið aðeins þurft að greiða fyrir eldsneytið.  Leitar til fleiri umboða bifhjóla Skúli Halldórsson sh@mbl.is Frá júlímánuði 2013 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,4%, á sama tíma og vísitölur verðs á ýms- um innfluttum vörum hafa lækkað um allt að 17,3%. Þetta má ráða af gögnum Hagstofu Íslands. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir áhrifa gengisstyrkingar ís- lensku krónunnar gæta augljóslega í verðlagi innfluttra vara, en geng- isvísitalan hefur lækkað um 15,9% á undanförnum þremur árum, og krónan þannig styrkst sem því nemur gagnvart erlendum gjald- miðlum. Aðeins viss hluti lækkað í takt „Við sjáum að vísitala neysluverðs er á uppleið en hún hefði hækkað hraðar og verið mun hærri ef inn- fluttar vörur hefðu ekki lækkað svona í verði,“ segir Yngvi í samtali við Morgunblaðið. „Í raun hefur þó ekki nema viss hluti erlends varnings lækkað í takt við styrkingu gengisins,“ segir Yngvi og tekur vísitölu verðs á bílum sem dæmi, en hún hefur aðeins lækkað um 4,2% á tímabilinu. „Tölvur hafa hins vegar lækkað í takt við gengisvísitöluna, og raftæki jafnvel aðeins meira, en þar eiga lækkanir vörugjalda örugglega hlut að máli.“ Yngvi segir að dæmið sé þó ekki svo einfalt, alltaf sé viss innlendur þáttur í verðlagningu innfluttra vara, svo sem rekstur verslana og launakostnaður. Samkvæmt út- reikningum hans hefur styrking krónunnar um tíu prósent þannig yf- irleitt í för með sér um 3-4% lægri verðbólgu innanlands. Lægra vöruverði fleytt áfram Gunnar Bachmann, framkvæmda- stjóri GER-Innflutnings sem á og rekur Húsgagnahöllina, segir styrk- ingu gengisins hafa tvímælalaust gefið fyrirtækinu kost á hagstæðari innkaupum erlendis. Neytendur njóti þá góðs af lægra vöruverði. „Í raun er það þannig, þegar ný vara kemur inn til okkar á lægra verði, þá er því bara fleytt áfram til viðskiptavina,“ segir Gunnar. „Markaðurinn bara dauður“ Þá segir hann uppsafnaða þörf á húsgögnum og ýmsum húsbúnaði hafa greinilega verið til staðar. „Markaðurinn var bara dauður eftir hrunið, að minnsta kosti fram til 2011. Enda lögðu margir samkeppn- isaðilar okkar upp laupana á þeim tíma.“ Nú sé sala húsgagna hins veg- ar að taka við sér að nýju, eftir nokk- ur mögur ár. „Undanfarin ár hafa verið góð, allt frá árinu 2013 höfum við fundið fyrir því að salan er að aukast hjá okkur.“ Þarf að horfa langt aftur í tíma Síðustu tólf mánuði hefur krónan styrkst um 11,1%, sem telja verður heldur snarpa hækkun miðað við ár- in þar á undan. Yngvi segir að þó séu fordæmi fyrir hækkun sem þessari. „En til að sjá svona mikla og sam- fellda styrkingu, eins og við höfum séð síðan árið 2013, þarf að horfa nokkuð langt aftur í tímann, kannski til tímabilsins á árunum 2002 til 2005.“ Líkt og endranær getur reynst erfitt að spá í nána framtíð krónunn- ar, en einkum nú vegna þess ástands sem fjármagnshöftin hafa skapað að sögn Yngva. „Það hefur náttúrlega verið geysi- mikið innstreymi gjaldeyris vegna góðs gengis í útflutningi, bæði í sjáv- arútvegi og ferðaþjónustunni, en kannski lakara í stóriðjunni. Þá eru háir vextir að draga hingað peninga því til viðbótar. Maður sér ekki snögga breytingu í nánd eins og er, en skjótt skipast veður í lofti.“ Gengið heldur verðbólgu í skefjum  Gengisvísitala krónu hefur lækkað um tæp 16 prósent á þremur árum  Verðlag innfluttra vara lækkar á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkar  Uppsöfnuð neysluþörf virðist vera til staðar Morgunblaðið/Eggert Verslun Sala húsgagna er að taka við sér að nýju eftir nokkur mögur ár. Áhrif gengis á valdar neysluvísitölur Gengisvísitala krónu (-15,9%) Raftæki (-17,3%) Heildarvísitala neysluverðs (+5,4%) Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (-6,5%)Föt og skór (-8,1%) Bílar (-4,2%) 220 180 140 200 160 júl.13 júl.14 júl.15 júl.16 Heimild: Hagstofan, Landsbankinn Hlutverk Íbúðalánasjóðs (ÍLS) mun gjörbreytast verði nýtt frumvarp um húsnæðismál, sem húsnæðis- og vel- ferðarráðherra hefur lagt fram, sam- þykkt á Alþingi. Er þar m.a. gert ráð fyrir því að heimildir sjóðsins til lán- veitinga verði takmarkaðar við sér- tæk lán á samfélagslegum forsendum eða vegna markaðsbresta. Segir frá þessu í tilkynningu ÍLS til Kauphall- ar Íslands. Lán til einstaklinga verða ein- skorðuð við þá sem ekki eiga kost á fasteignalánum á viðunandi kjörum hjá öðrum lánastofnunum, s.s. vegna staðsetningar fasteignarinnar eða af öðrum ástæðum. Veita áfram lán til leigufélaga Núgildandi ákvæði um hámarkslán og hámarksveð fasteigna mun haldast óbreytt og sama máli gegnir um greiðslugetu lántaka og veðhæfi fast- eignar. Sjóðnum verður áfram heimilt að veita lán til leigufélaga, en aðeins þeirra sem rekin eru án hagnaðarsjón- armiða og til sveitarfélaga, s.s. vegna húsnæðis fyrir fatlað fólk, aldraðra, öryrkja, námsmenn og vegna hjúkr- unarheimila. Þá verður einnig skerpt á hlutverki sjóðsins í stefnumótun og áætlanagerð í húsnæðismálum auk þess sem skýr bókhaldslegur aðskilnaður verður gerður milli eldra lánasafns og skuld- bindinga nýrra lána og stofnframlaga. Hlutverki ÍLS verði breytt  Lán til einstaklinga verði einskorðuð við þá sem ekki eiga kost á fasteignalánum á viðunandi kjörum annars staðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.