Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Eftir tveggja ára undirbún-ing var Alþjóðlegur sum-arskóli haldinn í fyrstasinn við Háskólann á Bif-
röst í júlí síðastliðinn. Yfirskriftin
var Skapandi forysta á 21. öldinni og
snerist námið um að undirbúa og
þjálfa leiðtoga framtíðarinnar fyrir
áskoranir sem bíða þeirra í krefjandi
umhverfi og síbreytilegum heimi.
Aukinheldur var áhersla lögð á sjálf-
bærni, samfélagslega ábyrgð og ný-
sköpun.
„Sumarskólinn er í grunninn
hugsaður eins og aðrir sumarskólar
víða um heim, en þeir eru jafnan
blanda af menntun og afþreyingu.
Við vildum útvíkka alþjóðastefnuna
hjá okkur og kynna bæði námið og
staðinn fyrir erlendum nemum með
þessum hætti,“ segir Karl Eiríksson,
alþjóðafulltrúi og verkefnastjóri
sumarskólans, en hann ásamt Önnu
Elísabetu Ólafsdóttur aðstoð-
arrektor hafði undirbúningsvinnuna
með höndum.
Markaðssetning á netinu
Tuttugu þátttakendur á aldr-
inum 20 til 40 ára frá níu löndum
skráðu sig til leiks. „Flestir frá
Þýskalandi, Austurríki og Búlgaríu,
einn frá Singapore og annar frá Jap-
an. Tæplega helmingur kom vegna
samstarfs okkar við erlenda háskóla
en aðrir fundu upplýsingar um skól-
ann á netinu, þar sem við gerðum
okkur far um að vera sýnileg, til
dæmis á Facebook,“ upplýsir Karl.
Eina skilyrðið var að nemendur
hefðu lokið einu ári á háskólastigi,
einu gilti í hvaða fagi. „Flestir voru í
viðskiptanámi, nokkrir í verkfræði-
eða tölvunarnámi og einn í líffræði.
Sumir höfðu þegar lokið há-
skólanámi og höfðu hafið sinn starfs-
feril. Þótt allir ættu sameiginlegt að
vilja efla leiðtogahæfileika sína og
fræðast um sjálfbærni og samfélags-
ábyrgð, var bakgrunnur þeirra
nokkuð ólíkur,“ segir Karl og bætir
við að hópurinn hafi engu að síður
náð einstaklega vel saman.
„Lærdómurinn sem ég dreg eft-
ir þessar þrjár vikur er sá að meðal
internet-kynslóðarinnar er lítill
menningarmunur og að hún sé víð-
sýnni en kynslóðirnar á undan.“
Þrjú þemu sem tengjast
Þrjú meginþemu námsins;
menntun leiðtoga framtíðarinnar,
sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð,
og nýsköpun segir Karl tengjast
með margvíslegum hætti og hafi
námsfyrirkomulagið verið skipulagt
með tilliti til þess. „Fyrirlestrum og
umræðutímum þar sem nemendur
ræddu og rökstuddu þessi tengsl var
tvinnað saman við heimsóknir í fyr-
irtæki sem og vettvangsferðir. Með-
al annars heimsóttum við Sjáv-
arklasann á Granda, Rjómabúið
Erpsstöðum í Dölum og Hellisheið-
arvirkjun, sem um flest eru ólík fyr-
irtæki, en hafa öll sjálfbærni og sam-
félagslega ábyrgð að leiðarljósi.“
Nemendum var ekki íþyngt
með heimanámi, en voru beðnir um
að halda dagbók og skila henni við
skólalok. Karl er ekki enn búinn að
kíkja í pakkann en er spenntur að
lesa um hvernig þeir upplifðu skóla-
vistina frá degi til dags. Að öðru
leyti fólust verkefnin í texta sem
nemendur skrifuðu annaðhvort sam-
an eða hver í sínu lagi út frá fyr-
irlestrum sem þeir sóttu og lesefni
sem þeim var boðið upp á. „Við vor-
um líka með krossapróf til að kanna
hvort þeir hefðu náð undir-
stöðuatriðunum. Í vikulok kynntu
þeir svo hópverkefnin. Öllum verk-
efnum var skilað til kennara, sem
gáfu hverjum og einum nemanda
umsögn. Þótt margt hafi verið til
gamans gert var námið enginn leik-
ur, enda jafngilti það 6 ECTS-
einingum. Þetta var agað fólk sem
kom hingað gagngert til að læra og
taka þátt í öllu því sem boðið var upp
á.“
Sungu Barbie Girl
Nemendur höfðu mikinn áhuga
á Íslandi og vissu töluvert um land
og þjóð við komuna. Skipulagðar
dagsferðir á ýmsa fegurstu staði
landsins féllu því vel í kramið hjá
þeim, en m.a. var farið í Húsafell og
á Snæfellsnes. „Við fórum í hellaleið-
angur, sjóstangaveiði og hestaferðir
svo fátt eitt sé talið. Stemningin var
góð í hópnum – mikið sungið og
dansað á ólíklegustu stöðum og af
einhverjum ástæðum átti lagið Bar-
bie Girl með Aqua miklum vinsæld-
um að fagna hjá þessum leiðtogum
framtíðarinnar,“ segir Karl.
Svo vel þótti hafa tekist til að í
bígerð er að halda Alþjóðlegan sum-
arskóla á Bifröst næsta sumar. „Við
báðum nemendur um að koma með
ábendingar um það sem hugsanlega
hefði mátt fara betur. Eitt af því fáa
sem þeir nefndu var að þeir hefðu
viljað hafa Íslendinga í hópnum,“
segir Karl. Málið er í skoðun hjá
undirbúningshópnum.
Leiðtogar framtíðarinnar
mættust á Bifröst
Tuttugu nemendur frá níu löndum skráðu sig til leiks í Alþjóðlegan sumarskóla
við Háskólann á Bifröst. Tilgangurinn var að undirbúa og þjálfa leiðtoga fram-
tíðarinnar. Sjálfbærni, samfélagsleg ábyrgð og nýsköpun var í brennidepli.
Vettvangsferðir Námið á Bifröst samanstóð af fyrirlestrum, umræðutímum, heimsóknum í fyrirtæki og vettvangsrannsóknum víða um land.
Verkefnastjórinn Karl Eiríksson.
Alexander Kröll
frá Austurríki:
„Sumarskól-
inn, og sér-
staklega
þeir sem að
honum
stóðu og
tóku þátt,
kenndi mér
að traust og
virðing eru
mikilvæg til að ná árangri. Bæði
traust á fólki og traust á sjálf-
um sér; að gerðir þínar GETI
skipt sköpum og HAFI áhrif. Og
að virðing fyrir umhverfinu og
auðlindum þess sé ekki síður
mikilvæg en virðing gagnvart
öðrum.“
Mike Herremans frá Belgíu:
„Þetta yndislega fólk sem ég
kynntist og
sú einstaka
reynsla sem
ég deildi
með því
breytti sýn
minni á lífið
með afger-
andi hætti.
Sumarskól-
inn hjálpaði
mér að mynda mér skoðun á
hvar ég er staddur í lífinu og
hvar mig langar til að vera.
Bæði sem framtíðarleiðtogi og
auðmjúkur einstaklingur.“
Daniel Penev frá Búlgaríu:
„Sumarskól-
inn við Há-
skólann á
Bifröst gerði
mér kleift að
kanna Ísland
með jafn-
öldrum mín-
um frá Evr-
ópu og Asíu,
læra um tengsl leiðtogastjórn-
unar, frumkvöðlastarfs, sjálf-
bærni, samfélagslegrar ábyrgð-
ar og mannréttinda. Þessar
þrjár vikur gáfu mér líka innsýn
í íslenska menningu og þjóð-
areinkenni og varð mér þar af
leiðandi hvatning til að horfa
landið mitt, Búlgaríu, frá víðara
sjónarhorni en áður.“
Traust og
virðing
UMSAGNIR NEMENDA
Sjóstangaveiði Nemendur skemmtu sér konunglega í sjóstangaveiði.
Margir staðir í Skagafirði tengjast
sögusviði í Sturlunga sögu á drama-
tískan hátt. Í upphafi þess tíma sem
sagan fjallar um, á 13. öld, bjó fólk í
Skagafirði yfirleitt við friðsemd og
naut styrkrar stjórnar goðorðsmanna
af ætt Ásbirninga. Sturlungar réðust
inn í ríki Ásbirninganna með það að
markmiði að ná Skagafirði á sitt vald
og liggur slóð þeirra um Skagafjörð.
Hinn árlegi sögudagur á Sturl-
ungaslóð í Skagafirði er í dag, laug-
ardaginn 13. ágúst. Gestum og gang-
andi er boðið í Geldingaholt kl 14 þar
sem Helgi Hannesson leiðsögumaður
segir frá atburðum á Sturlungaöld,
sem tengjast staðnum, og fleiru.
Bærinn er rétt norðan við Varmahlíð.
Um kvöldið verður Ásbirningablót í
Kakalaskálanum í Kringlumýri kl 20.
Þar mun Guðrún Nordal, for-
stöðumaður Stofnunar Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum, flytja
erindi sitt, Hvað gerðist í raun og
veru á Sturlungaöld? – frá atburði á
kálfskinn til nútíma. Kvæðamanna-
félagið Gná mun kveða af sinni al-
kunnu snilld og í boði verður hlað-
borð með kræsingum í miðaldastíl
frá Hótel Varmahlíð.
Sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði
Hvað gerðist í
raun og veru á
Sturlungaöld?
Sögusviðið Sturlungaöld hefur yfir sér sérstakan ljóma og oft er vitnað til
þeirra sem þá voru uppi og þeirra atburða sem gerðust í Skagafirði á 13. öld.
Nokkrir meðlimir dömukórsins Gra-
duale Nobili standa fyrir fatamark-
aði á Loft hosteli í Bankastræti 7 í
dag, laugardag, milli klukkan 13 og
17. Fatamarkaðurinn er hluti af
fjáröflun kórsins sem heldur til
Mílanó í lok mánaðar. Þar mun kór-
inn halda tvenna tónleika og hlusta
á fyrrverandi kórsystur sína syngja
á stóra sviðinu á La Scala í upp-
setningu Töfraflautunnar. Á fata-
markaðnum munu um 10 kórmeð-
limir selja ýmsar gersemar, svo
sem kjóla, yfirhafnir, skart, skó og
fleira. Verði verður haldið í lág-
marki og hægt verður að greiða
með reiðufé eða í gegnum smáfor-
ritin Aur og Kass.
Svo er aldrei að vita nema döm-
urnar taki lagið fyrir gesti og
gangandi.
Endilega…
Graduale Nobili Kórinn heldur fata-
markað á Loft hosteli í dag.
…gerið góð
kaup á fata-
markaði