Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 ✝ Fjóla Stein-dórsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1920. Hún andaðist á Hjúkr- unar- og dvalar- heimilinu Grund 22. júlí 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Ásrún Sigurð- ardóttir, f. 3. janúar 1892, d. 14. júní 1963, og Steindór Helgi Einarsson, f. 25. júlí 1888, d. 22. nóvember 1966. Systkini Fjólu voru: Sigurður, f. 1910, Anna, f. 1914. Guðrún, f. 1917, og Kristján, f. 1926. Þann 17. ágúst 1945 giftist Fjóla Jóni Arasyni Tryggvasyni, f. 19. september 1911, d. 3. desember 1997, frá Ytri-Varðgjá í Eyjafirði. Börn Svava, f. 22. apríl 1954. Hún er gift Jóni Benidikt Rafnkelssyni, f. 19. ágúst 1940. Börn Jóns og stjúpbörn Ásrúnar eru: Rafnkell, f. 1964. Lilja, f. 1969. Þórir Björn, f. 1971. Fjóla ólst upp í Reykjavík með foreldrum og systkinum. Hún gekk í Miðbæjarskólann, Kvennaskólann og Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Eftir að þau Jón gengu í hjónaband stofnuðu þau heimili á Sólvallagötu 68. Þar ólust börn þeirra Jóns upp. Síðar bjuggu þau hjónin í Barmahlíð 2. Eftir að Fjóla varð ekkja átti hún heima á Granda- vegi 47. Hún var lengst heima- vinnandi og sinnti börnum og heimili. Á yngri árum vann hún verslunarstörf. Fjölskyldan átti sumarhús á Þingvöllum þar sem dvalið var flest sumur. Fjóla hafði yndi af dansi og hollri hreyfingu sem hefur að líkindum átt þátt í hversu hraust hún var alla tíð. Útför Fjólu hefur farið fram í kyrrþey. þeirra eru: 1) María Ingibjörg, f. 8. júlí 1947, g. Snorra Bjarnasyni, f. 22. júlí 1944. Þeirra börn eru: a) Jón Bjarni, f. 16. janúar 1968, í sambúð með Imke Schirmacker. Þeirra börn eru Ar- vid Ísleifur, f. 11. júní 2000, og Bruno Erik, f. 14. desem- ber 2005. b) Halldór, f. 12. febr- úar 1969, kvæntur Jónu Kristínu Sigurðardóttur. Þeirra börn eru: Sigurður Snorri, f. 18. mars 1996, og Hugrún Alma, f. 25. apríl 2000. c) Ásgeir, f. 3. desem- ber 1982. Hann er í sambúð með Klöru Símonardóttur. Þau eiga son f. 21. júní 2016. 2) Ásrún Þegar samferðamenn, sem hafa fylgt okkur um langa tíð, kveðja er rétt að staldra við, líta um öxl og skoða nokkur minn- ingabrot. Meira en fimmtíu ár eru síðan ég kynntist Fjólu Steindórsdóttur. Það var þegar við María, dóttir hennar, fórum að draga okkur saman. Það er því drjúgur tími í ævi okkar beggja. Fjóla var fædd í Ráða- gerði í Reykjavík 23. júlí 1920. Foreldrar hennar voru Steindór Einarsson og Ásrún Sigurðar- dóttir, sem áttu þar heima með- an þau lifðu. Foreldrar Stein- dórs, þau Einar Björnsson og Guðrún Steindórsdóttir, áttu Ráðagerðið svo sama fjölskyldan bjó þar um langt árabil. Stein- dór, faðir Fjólu, var frumkvöðull í atvinnulífi Reykjavíkur á síð- ustu öld. Í upphafi bílaaldar á Ís- landi stofnaði hann bifreiðastöð sem annaðist samgöngur víða um land og innanbæjar í Reykja- vík. Börn Steindórs voru fimm og eru þau öll látin. Þegar þau uxu úr grasi og stofnuðu fjöl- skyldur byggði hann stórt íbúð- arhús við Ráðagerði þar sem þrjú af börnum hans áttu heimili ásamt þeim hjónum. Þar stofn- aði Fjóla sitt heimili ásamt manni sínum, Jóni Arasyni, sem lengst starfaði sem yfirþjónn í Leikhúskjallaranum. Þegar ég kem inn í fjölskylduna bjuggum við María á þeirra heimili en þegar börnin fóru að koma þá fluttum við í aðra íbúð í húsinu. Eftir að Ásrún lést, 1963, þá bjó Steindór einn í íbúð sinni og þær systur, Anna og Fjóla, önnuðust hann þar til hann lést í nóvem- ber 1966. Nokkru eftir að hann dó fluttu systkinin burt af Ráða- gerðislóðinni. Við María áttum þarna heima til 1974 en þá flutt- um við í nýbyggt raðhús í Breið- holti. Þar með lauk meira en hundrað ára búsetu fjölskyld- unnar á sömu lóð í Vesturbæ Reykjavíkur. Að búa inni á heimili með tengdaforeldrum hvort sem sá tími er langur eða stuttur er á margan hátt krefj- andi. Það er margt sem reynir á. Þegar ég lít til baka þá er ég þakklátur fyrir þennan tíma sem ég átti þar og þau kynni sem tókust við þau hjónin. Á sumrin gistum við oft í sumarhúsi þeirra hjóna á Þingvöllum en þar dvöldu þau oft sumarlangt. Fjóla gat verið föst fyrir þegar þannig stóð á en undir niðri hafði hún viðkvæma lund og fann til með þeim sem órétti voru beittir á einhvern hátt. Hún var hress og kát í góðra vina hópi. Hún var ekki mikið fyrir að rifja upp liðna tíð og vör um sig hvað það snerti. Þó kom fyrir að hún minntist á gömul atvik. Mér kemur í hug þegar hún sagði okkur frá Alþingishátíðinni 1930, en þá var hún 10 ára. Hún mundi eftir kjólnum sem hún var látin klæðast og gat lýst honum. Fjóla var heilsuhraust fram undir það síðasta. Hún stundaði holla hreyfingu, m.a. notaði hún öll tækifæri sem gáfust til að dansa, enda afburða dansari. Síðustu tvö árin voru henni erfið vegna þverrandi heilsu. Fyrir einu og hálfu ári flutti hún á elli- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem hún undi hag sínum vel mið- að við hvernig komið var. Fjóla andaðist þar að morgni 22. júlí, daginn fyrir níutíu og sex ára af- mælisdaginn sinn. Langri og far- sælli ævi var lokið. Ég kveð með þakklátum huga og blessa minn- ingu hennar. Snorri Bjarnason. Fjóla Steindórsdóttir Kristján á Kumbaravogi var hluti af lífi mínu í hartnær hálfa öld. Nú þegar þessi trausti maður er allur, flæða fram minningar frá ólíkum æviskeiðum. Ég sá Krist- ján og konu hans, Hönnu, fyrst þegar ég stóð sjö ára gamall á hlaðinu á Kumbaravogi eftir að hafa kvatt mína indælu en lán- litlu foreldra, kominn í enn eina vistina hjá ókunnugum. En hjá Hönnu og Kristjáni var allt með öðru sniði en ég átti að venjast. Þau gáfu sig heil og óskipt að því verkefni að skapa stórum barna- hópi bjart og snyrtilegt heimili þar sem allir höfðu nóg fyrir stafni í leik og starfi. Þessum hjónum mátti treysta. Þau voru alltaf til staðar, tóku sér aldrei frí frá uppeldinu. Í sonum þeirra, Halla og Guðna, eignuðumst við eldri fósturbræður sem við litum upp til. Hanna og Kristján lögðu höfuðáherslu á menntun, heil- brigt líferni og útivist. Hjá þeim lærðum við að sjálfstraustið efl- ist við hvert leyst verkefni og hverja unna þraut. Við byggðum kofa, ræktuðum garða, hirtum um hænsnin, og lékum okkur í Stokkseyrarfjörunni og móunum Kristján Friðbergsson ✝ Kristján Frið-bergsson fædd- ist 5. júní 1930. Hann lést 4. ágúst 2016. Útför Kristjáns var gerð 12. ágúst 2016. landmegin við Kumbaravog. Til- komumesta sjónar- spilið var hafið við klettótta ströndina. Að sjá spýting breytast í skarða- laust brim, sem kom æðandi á móti ungum dreng, var ógleymanleg sjón. Þá var gott að vera snar í snúningum og rata á skerjunum aftur upp í fjöru. Betra umhverfi fyrir heim- ili fullt af fjörmiklum krökkum gátu Hanna og Kristján vart hafa valið. Þegar ég fluttist aftur til for- eldra minna, fimmtán ára gam- all, hafði ég lært að treysta á sjálfan mig. Það fékk ég líka að heyra frá öðrum. Gömul refa- skytta á Vestfjörðum sem ég vann með sagði við mig að það væri augljóst á öllu að ég kynni vel til verka. Þá varð mér hugsað til fósturforeldra minna. Síðan hélt ég utan til náms og sam- skiptin við Hönnu og Kristján urðu stopul um tíma. En þegar ég sneri heim tók ég aftur upp þráðinn, og heimsótti þau reglu- lega á Kumbaravog. Skömmu síðar lést Hanna og var hún öll- um sem hana þekktu harmdauði. Birtu og yl stafar enn frá hverri minningu um þessa góðhjörtuðu konu. Nú hófst annar kafli í sam- skiptum mínum við Kristján. Ég fékk að kynnast honum sem eft- irlátssömum afa sem kom með páskaegg handa barnabörnum sínum, mætti í fermingar og gift- ingar og hélt höfðinglegar veisl- ur á jólum. Þannig hélt hann sí- stækkandi hópnum saman. Vart er hægt að hugsa sér betra ævi- kvöld en að sjá svo mörg ný börn verða til og þroskast, og vita að maður á hlut í gæfu þeirra. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Síðasti kaflinn í samskiptum okkar Kristjáns hófst þegar hann þurfti fyrirvaralaust að svara fyrir ævistarf sitt. Það öf- ugsnúna moldviðri sem tíðarand- inn og fjölmiðlar mögnuðu upp hefði gengið nærri honum ef ekki hefði komið til óbilandi stuðning- ur og ást Unnar, seinni konu hans. Fósturbörn hans veittu honum líka flest mikinn stuðn- ing. Sjálfur fékk ég ófá tækifæri til að setjast niður með honum, ræða liðna tíð, reyna að skilja og fá einhvern botn í tilveruna. Kristján var lífsspekingur sem vakti yfir hugskoti sínu og fór ekki með fleipur. Hann hallmælti aldrei öðrum í mín eyru. Á þessu lokaskeiði ævinnar sýndi Krist- ján mér hvernig haga beri segl- um í mótvindi af fullri sjálfsvirð- ingu og sanngirni gagnvart öðrum. Það er með djúpum sökn- uði og þakklæti sem ég kveð Kristján fóstra minn og vin. Blessuð sé minning góðs manns. Róbert H. Haraldsson. Meira: mbl.is/minning Ég man enn þegar ég hitti fyrst Kristján – sem síðar var alltaf kallaður pabbi. Ég var dá- lítið spennt enda hafði ég aldrei hitt útlending áður og aldrei hafði ég matreitt ofan í slíkan. En 4. október 1998 komu hann og Unnur kona hans í heimsókn til Brasilíu á heimilið þar sem ég var að vinna. Hann minnti mig á mann úr bandarískri bíómynd. Hávaxinn, stór, með skjanna- hvítt hár og með stórt veski sem í mínum huga var troðfullt af dollurum. Þetta voru örfáir klukkutímar og ég gat ekki ímyndað mér hvað það myndi hafa mikil áhrif á líf mitt. Ein- ungis hálfu ári seinna sat ég heima hjá honum og var að borða með þeim. Og þá komst ég að því að það var ekki minn hæfileiki í eldhúsinu sem hafði hjálpað mér að fá skólastyrk, enda höfðu kín- verskar kartöflur, eins og hann kallaði hrísgrjón, aldrei verið í hans uppáhaldi. Og það var ekki íslenski maturinn sem hélt mér hér. Enda var ég svo grönn í lok sumars að hann fór að hafa áhyggjur og spurði mig einu sinni, þegar hann var á leið út í búð, hvað ég vildi borða, saklaus sagði ég að núðlupakki myndi al- veg duga og sýndi honum hvað ég vildi. Hann kom heim með tvo kassa af núðlum þar sem hann gleymdi hvað ég hafði beðið um og vildi ekki kaupa það sem ég myndi ekki geta borðað. Svona var pabbi, gerði aldrei neitt eins og annað fólk. Þegar ég tilkynnti að ég vildi setjast að á Íslandi breyttist hann frá því að vera Kristján í að vera pabbi. Fjöl- skyldan hans tók vel á móti mér líka og var aldrei sett út á það að ég skyldi kalla hann pabba. Við pabbi náðum vel saman. En kímnigáfan fékk mig til að vilja vita hvað hann sagði og geta svarað á móti. Ég veit að mamma, Unnur, svitnaði oft við að reyna að túlka brandarana. Hann tók það alvarlega að kenna mér íslensku og íslenska siði og reyndi eins og hann gat að hjálpa mér að aðlagast samfélaginu. Margoft tjáði hann áhyggjur sín- ar af því að ég væri ekki með neina menntun í handraðanum. Pabbi tók þátt í öllum stóru viðburðum lífs míns, hann gekk með mér þegar ég gifti mig og var einn af þeim fyrstu til að koma og sjá nýfæddu börnin mín. Þegar ég útskrifaðist úr HA var hann orðinn heilsuveill en samt keyrði hann norður og var viðstaddur athöfnina. Það var ómetanlegt að eiga hann að og geta hringt í hann í spjall eða þegar mig vantaði ráð. Börnin mín voru mjög hrifin af Didda afa og fannst þeim bara gaman að fara að heimsækja hann, jafn- vel þegar hann var orðin rúm- liggjandi á sjúkrahúsi. Daginn áður en hann lést var ég ákveðin í að fara til hans en var veik og komst ekki. Við fjölskyldan höfð- um verið hjá honum nokkrum dögum áður og þegar ég frétti að hann væri orðinn lítið fjörlegur vildi ég fara til hans og leyfa honum að hlusta á Pavarotti sem var sameiginlegt áhugamál hjá okkur. Oft söng hann með, mjög falskt en það var bara gaman. En því miður tókst það ekki. Ég mun hugsa til hans í framtíðina þegar ég hlusta á Pavarotti að syngja Funiculi Funiculá og hugsa hversu heppin ég var að hafa kynnst honum. Hans verður mikið saknað. Erica do Carmo Ólason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR SNORRASON matreiðslumeistari, Kirkjulundi 12, Garðabæ, lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 25. júlí. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 16. ágúst klukkan 15. . Sigurveig Sæmundsdóttir, Unnur Fríða Halldórsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Hjalti Bjarnfinnsson, Sóley Halldórsdóttir, Þórmundur Jónatansson, Björn Halldórsson, Berglind Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI WELDING SIGURÐSSON, vélstjóri, Arnarkletti 30, Borgarnesi, lést þriðjudaginn 27. júlí á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Stella Halldórsdóttir, Elín Snorradóttir, Gunnar Pálsson, Óskar Snorrason, Eva García Montiel, Magnús Smári Snorrason, Signý Óskarsdóttir, Soffía Unnur Björnsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, INGA JÓNA INGIMARSDÓTTIR, Vesturgötu 37, Keflavík, lést á líknardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 10. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 17. ágúst klukkan 13. . Hallgrímur Arthúrsson, Ingi Þór Hallgrímsson, Linda Sylvía Hallgrímsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Halla Sóley Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Ásgrímsson, Erla Sylvía Jóhannsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, HALLGRÍMS SYLVERÍUSAR HALLGRÍMSSONAR, Bræðraborgarstíg 55, Reykjavík. . Kristín Hallgrímsdóttir, Helgi Már Alfreðsson, Gísli Hallgrímsson, Hrefna Andrésdóttir, Gunnar Hallgrímsson, Helga Hallgrímsdóttir, Júlíus Aðalsteinsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Alfreð Hallsteinsson, Ásgeir Hallgrímsson, Rósa Martinsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.