Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Hvernig væri að bjóða fjölskyldunni út að borða?
Um helgina fá börn 12 ára og yngri* frítt að borða með fjölskyldunni á veitingastaðnum
HVER á Hótel Örk. Við nostrum við matinn og bjóðum fjölbreyttan barnamatseðil.
Njótum Blómstrandi daga saman! Borðapantanir í síma 483 4700.
*Miðast við eitt barn fyrir hvern fullorðinn.
Frítt fyrir börn á
Blómstrandi dögum
12.–14. ágúst
H V E R A G E R Ð I
Ágæt blaðakona,
Agnes Bragadóttir,
var með opnuviðtal við
Bjarna Benediktsson,
formann Sjálfstæð-
isflokksins og fjár-
málaráðherra, í Morg-
unblaðinu 17. júlí sl.
Þar lýsir Agnes hon-
um sem fjallmynd-
arlegum Hollywood-
leikara öldum upp á
allsnægtum og spyr:
„Myndir þú lýsa sjálfum þér sem
silfurskeiðabarni?“ Og Bjarni svar-
ar. „Ég hef aldrei litið á mig, sem
silfurskeiðabarn, en geri mér fulla
grein fyrir þeirri umræðu, sem
verið hefur um mig. Vissulega bjó
ég og hef búið við fjárhagslegt ör-
yggi. Ég hef ekki þurft að glíma við
fjárhagslega erfiðleika á minni ævi.
Fjölskylda mín hefur borið til þess
gæfu að geta stutt mig hefði þess
reynst þörf. Það eru aðstæður, sem
ég skil vel að menn líti á sem for-
réttindi og geri ég ekki lítið úr því“
Svo mörg voru þau orð hjá Holly-
wood-sjarmörnum. Ætli honum
hafi orðið hugsað til þeirra þús-
unda ellilífeyrisþega sem búa við
sult og seyru og jafnvel betl?
Þegar ég las þetta viðtal og lík-
ingu Agnesar á Bjarna fjár-
málaráðherra datt mér í hug að
einu sinni var ég í vinnu hjá manni
sem sagt var um að innrætið væri
útlitinu verra og væri hann þó með
ófríðari mönnum. Ekki treysti ég
mér til að dæma um misræmið á
milli útlits og innrætis hjá Bjarna
en tel það mikið. Hef raunar alltaf
litið á manninn sem hrokafullan,
sjálfselskan, fæddan með dúsín af
silfurskeiðum í munninum, eins og
sagt er. Fulltrúa þeirra ríku og
þeirra sem betur mega sín en alla-
vega ekki ellilífeyrisþega og þeirra
sem eru minni máttar í þjóðfélag-
inu.
En ágæta Agnes. Ég vona að þú
reiðist mér ekki þó ég minni á það
sem mér finnst vanta í ómerkilega
upptalningu hjá Bjarna þar sem
hann reynir að tíunda „afrek“ sín
og telur þá helst upp sínar frægu
skattalækkanir, sem eingöngu hafa
komið efnafólkinu til góða. Sjálfur
segir hann á þá leið að hann vilji
láta gott af sér leiða fyrir þá sem
eiga á brattann að sækja. Þvílík
kokhreysti og hræsni. Mér hefur
stundum fundist að Bjarni og flest-
ir aðrir þingmenn vilji ekkert af
gamla fólkinu vita og væru sátt-
astir með að þessir „aumingjar“
væru sem flestir komnir sex fetin
niður í næsta kirkjugarði. Fólkið,
sem hefur á langri ævi byggt upp
þetta þjóðfélag hörðum höndum og
á inni fúlgur fjár hjá hinu opinbera.
Má ég minna á þegar Bjarni Holly-
wood-sjarmör og fjármálaráðherra
varð sér til ævarandi skammar
þegar hann á vordögum árið 2015
kvað upp þann dóm yfir ellilífeyr-
isþegum að þeir, eina stéttin í land-
inu, skyldu ekki fá afturvirkar
launahækkanir, á meðan aðrir
fengu afturvirkar stórar upphæðir
til margra mánaða og þar á meðal
umræddur Bjarni vel á aðra millj-
ón króna. Og furðulegast var að
framsóknarmenn skyldu sam-
þykkja, en það er svo önnur saga.
Bjarni vílaði heldur ekki fyrir sér
að hækka matarskattinn í 11%,
sem kom sér verulega
illa fyrir allt láglauna-
fólk og afnam í leiðinni
sykurskattinn, sem
kom sér ekki heldur
vel, t.d. fyrir syk-
ursjúka. Þá kemst ég
ekki hjá að nefna
ferðaþjónustuna sem
veltir milljörðum á
milljarða ofan, en
Bjarni kom því svo fyr-
ir að hún greiðir ekki
nema 11% virð-
isaukaskatt og fær oft
á tíðum meira til baka en greitt er.
Þarna sér Bjarni svo sannanlega
um sína. Mismunur á neðra og efra
þrepi VSK gæti t.d. farið í að greiða
ellilífeyrisþegum mannsæmandi
eftirlaun.
Það, sem lýst er hér að framan,
er ekki það stéttlausa samfélag,
sem við viljum búa í en Bjarni talar
þá mest um það fólk sem á ekki fyr-
ir lækniskostnaði. En það er ekki
nóg að tala um hlutina en gera svo
nákvæmlega ekki neitt. Á meðan
hópar í þjóðfélaginu fá upp í 48%
sem gerir þá launahækkanir upp á
fleiri hundruð þúsund, fá aðrir ekki
neitt. Það er nöturlegt að vera fjár-
mála- og efnahagsráðherra, þó
Hollywood-sjarmör sé, og gera
ekki greinarmun á að 48% af 1
milljón eru kr. 480 þúsund en af kr.
180 þúsundum eru það kr. 91.200.
Það er ansi langur vegur þarna á
milli. Er þetta það stéttlausa þjóð-
félag, sem Bjarni talar um?
Viðtal ágætrar Agnesar við
Bjarna Benediktsson ber auðvitað
merki þess að kosningar eru fram-
undan. Raddir heyrast innan úr
röðum sjálfstæðismanna um
óánægju með formanninn, sem hef-
ur misst fylgið úr nær 40% í um
20%, það er ansi mikið. Því miður
létu stjórnarflokkarnir, með Sjálf-
stæðisflokkinn í fararbroddi, skríl á
Austurvelli og vinstra stóðið á Al-
þingi ráða ferðinni þó svo að rík-
isstjórnin sé kosin til fjögurra ára
og hafi ekkert til saka unnið og
staðið sig vel á festum sviðum. Það
gengur einfaldlega ekki að láta
misvitlaust fólk ráða ferð, hvað sem
Höskuldur Þórhallsson og Brynjar
Níelsson segja.
Örlítil viðbót við grein Agnesar
Eftir Hjörleif
Hallgríms »Hollywoodsjarmör-
inn varð sér til ævar-
andi skammar þegar
hann kvað upp úr með
að ellilífeyrisþegar, ein
stétta, fengju ekki aft-
urvirkar launahækk-
anir.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
—með morgunkaffinu