Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 22. ágúst
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Sigrún Sigurðardóttir
Sími: 569 1378 sigruns@mbl.is
Heilsa & lífstíll
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 26. ágúst
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum
sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og
lífstílsbreytingu haustið 2016.
–– Meira fyrir lesendur
Ekki verður annað
sagt en Vestfirðir séu
einn samfelldur ald-
ingarður til sjós og
lands. Fyrir ströndum
eru einhver gjöfulustu
fiskimið sem þekkjast.
Þar eru sauðfjárhagar
betri en víða annars
staðar í heimi hér. Og
vestfirsk náttúra er
sér á báti ásamt Vestfirðingum
sjálfum. Hér er allt sem mann-
skepnan þarf á að halda. Þetta vita
margir. Samt er eitthvað að.
Fiskurinn í sjónum
Sum „krummaskuðin“ á Vest-
fjörðum bíða nú örlaga sinna. Þar
fækkar fólki, fækkar og fækkar
meðal annars vegna þess ómann-
lega kerfis sem við höfum komið
okkur upp en þurfum lífs-
nauðsynlega að breyta. Sveit-
arfélögin eru varnarlaus heyrðist
nýlega fyrir sunnan. Almannaróm-
ur segir skynsamlegast að heima-
menn fái að róa til fiskjar með vist-
vænum veiðarfærum, fiskinum
landað heima og unninn þar og
hvergi annars staðar. En svo kem-
ur þversögnin sem sjaldan er
nefnd: Um helmingur starfsfólks í
vestfirskum frystihúsum er útlend-
ingar. Einar Gunnar Einarsson,
sýslufulltrúi á Ísafirði, sem margir
muna enn, sagði eitt sinn að gamni
sínu: „Á Þingeyri vinna menn í
fiski, éta fisk og tala um fisk.“ En
öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Þetta bar auðvitað vott um ein-
hæfni, en samt var þetta grundvöll-
urinn. Og enn eru fyrir hendi hafn-
armannvirki, vinnsluhús með
fiskvinnslusérfræðingum og eitt-
hvað er enn eftir af sjómönnum. Og
fiskurinn syndir upp í kálgarða!
Fiskeldið
Fiskeldi er nú komið á fullt í
fjörðunum hér vestra og eru þar
margir um hituna. Vonandi er þar
eitthvað á ferð sem vit er í. En
reynslan segir okkur að fiskeldi Ís-
lendinga, bæði á sjó og landi, sé ein
hörmungar- og raunasaga. Og með-
al annarra orða: Hverjir fjármagna
þá miklu aukningu í fiskeldi sem
virðist framundan hér vestra? Og
hvert fer arðurinn af þeirri starf-
semi?
Sauðkindin
Þótt ótrúlegt sé, mun sauð-
fjárbúskapur sennilega heyra sög-
unni til innan skamms á Vest-
fjörðum, nema kannski á örfáum
jörðum. Þó vita ýmsir að Vestfirð-
ingar eru miklir sérfræðingar í
sauðfjárrækt. Þór Saari sagði ný-
lega: „Sauðkindin er sennilega
merkasta skepna þessa lands, að
mönnunum meðtöldum.“ Og vest-
firska sauðkindin er sannarlega
gulls ígildi. Meðan Vestfirðir eru
látnir falla í sinu, er jafnvel heilu
sauðfjárhjörðunum beitt á örfoka
land í öðrum landshlutum!
Ferðamennskan
Ferðamennskan er góð og gild
sem slík að vissu marki. Eiginlega
mjög góð. Sumir telja það þó
grimm örlög ef Vestfirðingar verða
í framtíðinni bugtandi og beygjandi
ferðaþjónar upp til hópa. Og Vest-
firðir Mallorca norðursins. Fram-
haldið verður svo trúlega að Indr-
iða á Skjaldfönn, einum mesta
fjárhirði landsins og hans líkum
hér vestra, verður stillt upp sem
sýningargripum fyrir ferðafólk. Er
metnaðarleysið algert?
Smiðjudrengir og aðrir
ómissandi menn
Sú var tíðin að Vestfirðingar
bjuggu að sínu hvað ýmsar þjón-
ustugreinar við atvinnuvegina
snerti. Voru jafnvel eftirsóttir af
öðrum þjóðum sem stunduðu hér
fiskveiðar. Vestfirsku smiðjurnar
og aðrir iðnaðarmenn voru ómiss-
andi hlekkur í keðjunni. En nú er
hún Snorrabúð stekkur.
Fleiri stoðir undir
atvinnuvegina!
Það þarf að skjóta fleiri stoðum
undir atvinnuvegina hér vestra hef-
ur verið vinsæl setning hjá sumum
ráðamönnum. Þeir hafa oft tönnlast
á þessu, einkum fyrir kosningar.
Því miður hefur það verið meira í
orði en á borði. En hugmyndaflug,
kjark, þor og einbeitni til að styðja
það sem fyrir er, hjálpa mönnum til
sjálfshjálpar, vantar sárlega.
„Sérhverri þjóð vegnar vel, sem
hefir lag á að sjá kosti lands síns
og notar þá, eins og þeir eiga að
vera notaðir,“ sagði Jón Sigurðsson
1838.
Eru þessi orð ekki enn í fullu
gildi?
Aldingarðurinn Vestfirðir
Eftir Hallgrím
Sveinsson og Guð-
mund Ingvarsson
» „Sérhverri þjóð
vegnar vel, sem hef-
ir lag á að sjá kosti lands
síns og notar þá, eins og
þeir eiga að vera not-
aðir,“ sagði Jón Sigurðs-
son 1838.
Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur er bókaútgefandi og Guð-
mundur fyrrverandi stöðvarstjóri
Pósts og síma á Þingeyri.
Guðmundur Ingvarsson
Mikið er nú gott að
sjá hvernig hreinsað
verður til á Alþingi og
hlutunum komið í
skikkanlegt stand eft-
ir næstu kosningar ef
marka má skoð-
anakannanir. Maður
var farinn að halda að
Alþingi yrði end-
anlega niðurnítt þann-
ig að við yrðum okkur
til skammar svo að eftir yrði tekið
erlendis. Hvað yrði nú sagt um fólk
ef það skilaði svona skrípaleik, eins
og þjóðin hefur mátt horfa uppá
undanfarin misseri, frá Alþingi?
Sama fólkið hefur endurtekið sömu
tugguna á þingfundum dag eftir
dag í fleiri mánuði og á meðan á
þessum skrípalátum stendur hefur
ekkert verið unnið. 11. maí 2016
fóru þingmenn heim klukkan 15 og
næsti fundur boðaður eftir helgi 17.
maí, sæmileg fríhelgi það og ekki
einstakt. Hvað yrði nú sagt um
verkamanninn í opinberu starfi ef
hann mundi nú haga sér svona?
Hann yrði fljótt látinn taka pokann
sinn.
En ég hlakka til alþingiskosning-
anna, það verða sögulegar kosn-
ingar núna. Ég er viss um að þær
munu koma mörgum á óvart og
þeir, sem hefur verið spáð góðu
gengi, gætu orðið fyrir miklum
vonbrigðum. Píratar hefðu aldrei
getað ímyndað sér svona útkomu
fyrir hrun! Svona angurgapar
verða að sýna lágmarksábyrgð til
að fólk kjósi þá. Það vantar ekki
kjaftinn á þingmann Pírata um að
öll mál yrðu stöðvuð. Ég held að
svona manneskja þurfi að fara
strax til læknis. Það kom berlega í
ljós í viðtali hjá Bergþóru J. í sjón-
varpinu að Píratar
vilja helst enga ráð-
herra fá til að þurfa
ekki að bera ábyrgð á
málunum. Þeir hafa
aldrei þurft að sýna sig
og ef þeir halda að lífið
sé einhver skrípaleikur
fara þeir villir vega –
já, villir vega. Samfylk-
ingin, hún á erfiða
daga í vændum. Hún
er farin eftir langt
stríð, það er furðulegt
hvað þráin gerir mikið
gagn því auðvitað var hún löngu
farin og Björt framtíð, hún verður
sjálfdauð.
Við hjónin búum núna á fjöl-
mennum stað innan um margt ungt
og aldrað fólk, við höfum sjaldan
heyrt talað um Pírata, hvorki sem
val til stjórnar né annað. Með
stjórn landsins fara nú tveir flokk-
ar sem hafa mjög góðan meirihluta
á Alþingi, ég hef sem betur fer
aldrei séð fólk í stjórnarandstöðu
ganga eins langt í að brjóta stjórn-
arskrá eins og Pírata. Í drögum að
breytingu á stjórnarskránni er ver-
ið að tala um að ákveðin prósenta
fólks geti krafist þjóðaratkvæðis og
er það kannski vel ef það yrði til
sátta á öðru. Það yrði nú ekki með
því einu komið í veg fyrir að
stjórnarandstaða hverju sinni tæki
þingið í gíslingu eins og nú tíðkast
oft. Það þarf að breyta stjórn-
arskránni strax, það getur ekki
gengið lengur að lítill hluti Alþing-
ismanna geti hagað sér svona eins
og fífl.
Hreinsun á Alþingi?
Eftir Karl
Jóhann
Ormsson
Karl Jóhann
Ormsson
»Ég hlakka til alþing-
iskosninganna, þær
verða sögulegar.
Höfundur er fv. deildarstjóri.
Drengurinn minn
greindist með tou-
rette fyrir tíu árum.
Þá var hann níu ára
gamall. Samfara tour-
ette þjáðist hann af
miklum félagskvíða,
þráhyggju og ADHD
og námsgetu fór
hrakandi á sama tíma
og tourette-kækirnir
brutust út. Einkenni
hans voru slæm og
komu m.a. í veg fyrir að hann gæti
gengið mikið meira en í 5-10 mín-
útur samfellt vegna krampa í
mjöðmum og höfuðreiginga, svo
fátt eitt sé nefnt. Þegar læknirinn
hans sagði tíma kominn á að setja
drenginn á lyf, ákváðum við að fara
aðra leið og breyta mataræði
drengsins og lífsstíl.
Ári síðar skrifaði ég greinina
Annar lífsstíll – annað líf á mbl.is
og lengri útgáfu fyrir Heilsuhring-
inn og Tourette-samtökin. Grein-
arnar skrifaði ég upprifin yfir
skjótum bata drengsins sem ég
vildi deila með öðrum sem kannski
væri líkt á komið fyrir.
Mikil var gagnrýnin sem ég fékk
frá fámennum hópi fólks á vef-
miðlum, en mun meira heyrði ég þó
frá fólki sem gladdist fyrir hönd
drengsins sem náði bata frá tour-
ette-einkennum á aðeins tveimur
mánuðum. Þeir voru ófáir sem
höfðu samband við mig og fengu
ráð til að geta reynt hið sama fyrir
sín börn. Að losna við ADHD, þrá-
hyggju og félagskvíða tók þó lengri
tíma en fór jafnt og þétt minnkandi
næstu fjögur árin og var að mestu
leyti horfið um sextán ára aldurinn.
Nokkrir tímar í hugrænni atferl-
ismeðferð hjá sálfræðingi hjálpaði
einnig til með fé-
lagskvíðann og þrá-
hyggjuna.
Gagnrýni fámenna
hópsins varðaði það að
ég héldi lyfjum frá
barninu. Virtist þá
engu máli skipta að
hann náði bata án
þeirra og þar að auki á
undraskjótan hátt.
Lyfin sjálf hefðu ekki
einu sinni getað náð
þetta góðum árangi,
aðeins haldið einkenn-
um í skefjum með mögulegum
aukaverkunum.
Drengurinn er nú á tuttugasta
aldursári, á fjölda góðra vina, geng-
ur vel í námi, lauk framhaldsskóla í
vor og hyggur á háskólanám. Kipp-
ir og kækir sem einkenna þá sem
eru með tourette eru víðsfjarri og
það þarf mikið að ganga á til að
agnarögn (tíðar ræskingar eða
blikk í augum) komi aftur. Það ger-
ist kannski einu sinni á ári eftir
mikið hreyfingarleysi, óreglulegan
svefn og sukk í sykri og skyndi-
bitamat.
Af tómri gleði og með ósk um að
aðrir megi upplifa sömu gleði bendi
ég á þessa staðreynd: Mataræði og
lífsstíll hefur heilmikið að segja og
stundum eru lyf ekki eina lausnin
við tourette og skyldum heil-
kennum, eins og fólki er oft talin
trú um.
Tíu ár liðin
og enn í bata
Eftir Heiðu Björk
Sturludóttur
Heiða Björk
Sturludóttir
» Sagan af drengnum
sem var með tour-
ette, ADHD, þráhyggju
og félagskvíða.
Höfundur er framhaldsskólakennari
og næringarþerapisti.
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is