Morgunblaðið - 13.08.2016, Side 2

Morgunblaðið - 13.08.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS Verð frá79.900 kr. 24. – 31. ágúst 7 nætur Ámannm.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Los Alisios. Verð frá 99.900 kr. á mannm.v. tvo í herbergi. Sjá nánar á vita.is/tilbod Tenerife Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkur- kjördæmi norður og Reykjavíkur- kjördæmi suður lauk í gærkvöldi. Í fyrsta sæti endaði Birgitta Jóns- dóttir, þingmaður Pírata, í öðru sæti varð Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, og í þriðja sæti varð Ásta Guðrún Helgadóttir, þing- maður Pírata. Auk þeirra fylla fyrstu fimmtán sætin þau Björn Leví Gunnarsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Viktor Orri Val- garðsson, Halldóra Mogensen, Andri Þór Sturluson, Sara E. Þórðardóttir Oskarsson, Þór Saari, Olga Margrét Cilia, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir og Snæbjörn Brynjarsson. Alls voru 105 í framboði og var kosningaþátttaka 36%. 1.034 þeirra 2.872 sem höfðu kosningarétt greiddu atkvæði. Listinn var birtur með fyrirvara um að kjördæmisráð ætti eftir að ræða við frambjóðendur og staðfesta að þeir tækju sæti sín. Jafnt kynjahlutfall á listunum Birgitta Jónsdóttir var að vonum ánægð með úrslitin í gærkvöldi. „Ég var ótrúlega stressuð og vissi ekkert hvernig þetta myndi fara. Ég er ánægð með listann, þetta er vel mannað. Margir voru með áhyggjur af kynjahlutfalli en þetta er nánast fullkominn fléttulisti,“ segir hún. „Þetta er fólk sem getur vel unnið saman, með mismunandi styrkleika og áherslur í ólíkum málaflokkum. Við erum með mjög góða vídd,“ segir hún; fólkið hafi þó velflest komið við sögu í grasrótarstarfi Pírata. Birgitta segir að miðað við kosn- ingafyrirkomulagið megi gera ráð fyrir að þau sem vermi efstu þrjú sætin muni hvert um sig leiða lista í kjördæmunum þremur, en hún hefur sjálf gefið út að hún kjósi að leiða lista í Reykjavíkurkjördæmi norður. Aðspurð segist hún ánægð með kosningu Jóns Þórs Ólafssonar, fyrr- verandi þingmanns. „Mér finnst þetta frábært. Ég hvatti hann til að bjóða sig fram. Það væri gott að fá meiri reynslu þarna inn. Mér finnst svolítið mikilvægt að hann geti þá miðlað svolitlu af reynslu sinni til hinna. Fínt að fá fleiri reyndar hendur á árarnar,“ segir hún, ekki megi vanmeta reynsluna þótt reynsluboltarnir eigi ekki að ráða öllu. Flestir listar að fyllast Niðurstöðu úr prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi er að vænta á mánudag, en listi Pírata í Suðurkjör- dæmi lá fyrir í gær. Þar varð efstur Smári McCarthy. Auk hans verma tíu efstu sætin Oktavía Hrund Jóns- dóttir, Þórólfur Júlían Dagsson, Álf- heiður Eymarsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Kristinn Ágúst Eggertsson, Trausti Björgvinsson, Albert Svan, Valgarður Reynisson og Kári Jónsson. Einn listi hefur þegar verið stað- festur hjá Pírötum; framboðslistinn í Norðausturkjördæmi. „Mjög góð vídd“ á framboðslistunum  36% þátttaka í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu  Birgitta, Jón Þór og Ásta Guðrún leiða lista Morgunblaðið/Golli Píratar Frambjóðendur og aðrir gestir fylktu liði í höfuðstöðvar Pírata, Tortuga, í gærkvöldi og fylgdust spenntir með úrslitum prófkjörsins. Einn fjögurra viðbragðsflota Atl- antshafsbandalagsins (NATO) kom hingað til lands í gær. Er um að ræða freigáturnar ESPS Mendez Nunez frá Spáni og NRP Alvares Cabral frá Portúgal, en skipin lögð- ust að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. Herskipin eru hér í þriggja daga heimsókn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands. Freigáturnar tilheyra viðbragðs- hópi 1, sem sinnt hefur verkefnum í Norðursjó og í Eystrasalti frá því í byrjun árs. Hefur spænska freigát- an verið flaggskip flotans frá því í maí síðastliðnum. Spænska skipið, sem hér sést á mynd, dregur nafn sitt af D. Casto Méndez Nunez, varaaðmíráli hjá spænska sjóhernum á 19. öld. Eiga Spánverjar fimm skip sömu gerðar og eru þau sérstaklega hönnuð til að takast á við óvinveitt loftför. Skipin verða opin almenningi um helgina frá klukkan 10 til 12 og aft- ur frá klukkan 15 til 19. Herskipin verða opin almenningi um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Freigátur NATO við bryggju í Reykjavík Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði í nógu að snúast í gær og í fyrradag, en ráð- herrann opnaði sýningu, vígði ofan- flóðavarnargarð og tók skóflustungu að nýrri byggingu. Fram kemur á vef ráðuneytisins að Sigrún hafi í fyrradag formlega opnað snjóflóðamannvirki við Búðargil á Bíldudal á Vestfjörðum og er þar með lokið fyrsta áfanga ofanflóðavarna í bænum. Hættusvæði vegna ofanflóða nær til nokkuð stórs hluta byggðarinnar á Bíldudal. Enn er ólokið fram- kvæmdum við varnir við Stekkjargil, eða Gilsbakkagil, og undir svo- nefndum Milligiljum. Þar er unnið að endurskoðun á fyrirkomulagi fyrirhugaðra varna og stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið í haust- byrjun. Í fram- haldinu verða svo tillögur kynntar bæði bæjaryfir- völdum og íbúum. Í gær opnaði Sigrún sýningu um náttúruvættið Surtarbrandsgil í gamla prests- bústaðnum á Brjánslæk. Gilið, sem var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975, er einn merkasti fundarstaður plöntusteingervinga hér á landi. Hafa þar verið greindar um 65 teg- undir plantna og þá aðallega lauftré. Tilgangurinn með sýningunni er að fræða almenning um jarðfræði Surtarbrandsgils og það loftslag og gróðurfar sem þar var fyrir um 11 til 12 milljón árum. Á sýningunni má sjá steingervinga og surtarbrand. Ný miðstöð við jökulinn Þá tók Sigrún í gær einnig skóflu- stungu að nýrri þjóðgarðsmiðstöð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. At- höfnin hófst vestan við Sjóminja- garðinn á Hellissandi, en síðar um daginn fór fram málstofa undir heit- inu „Þjóðgarður á leið til framtíðar“ og loks umræður og fyrirspurnir. Sigrún hafði í nógu að snúast  Umhverfis- og auðlindaráðherra sinnti mörgum embættisverkum  Skóflustunga, vígsla og opnun sýningar Sigrún Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.