Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2016
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. 19 ára vann 7,7 milljónir
2. Reyndi ítrekað að stinga …
3. Tjaldaði við Arion banka
4. Fundu 400 ára grænlandshákarl
Hljómsveitin FM Belfast heldur í
kvöld tónleika í Havarí, sem er veit-
inga- og viðburðahús á Karlsstöðum í
Berufirði þar sem ráða ríkjum Berg-
lind Häsler og Svavar Pétur Eysteins-
son, stundum kennd við hljómsveit-
ina Prins Póló. FM Belfast er þekkt
fyrir líflega sviðsframkomu og ljúfa
danstóna sem munu vafalítið gleðja
íbúa Austurlands á dansgólfinu. For-
sala aðgöngumiða fer fram á vefnum
tix.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FM Belfast í Havarí
1:1 nefnist sýn-
ing sem Anna Júl-
ía Friðbjörnsdóttir
opnar í sýningar-
rýminu Harbinger
að Freyjugötu 1 í
dag milli kl. 16 og
18. 1:1 er innsetn-
ing sem saman-
stendur af skúlp-
túr, vídeói og ætingum á gifs. Í
sýningarskrá bendir Jón Proppé list-
fræðingur á að Anna Júlía bregði á
sýningu sinni upp brotum sem hvert
um sig hafi flóknar tilvísanir er raðist
saman eins og kjarnyrt ljóð um firr-
ingu nútímans og yfirborðslegt sögu-
leysi. Titill sýningarinnar vísar í við-
brögð Evrópulandanna sem hafa
boðist til að taka við einum flótta-
manni af Tyrkjum fyrir hvern sem
sendur er til baka. Anna Júlía býr og
starfar í Reykjavík. Hún lauk MA-námi
við Manchester Metropolitan Uni-
versity 2004 og BA-námi við London
Guildhall University 1998. Hún hefur
tekið þátt í samsýningum á Íslandi, í
Bretlandi og í Skandinavíu, en 1:1 er
fyrsta einkasýning hennar. Sýningin,
sem stendur til 10. september, er op-
in fimmtudaga til laugardaga milli kl.
14 og 17 og eftir samkomulagi.
Anna Júlía opnar 1:1
í Harbinger í dag
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan og vestan 3-10 m/s. Víða skúrir en bjart með
köflum A-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á NA- og A-landi.
Á sunnudag Sunnan og suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld en rofar til á NA- og A-
landi síðdegis. Hiti 12 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Á mánudag Suðaustan 10-15 m/s og víða talsverð rigning en dálítil rigning á NA-landi.
Hiti 11 til 20 stig, hlýjast NA-lands.
„Þetta var bara 50:50-dæmi.
Sarnacki vann líka síðast þegar þeir
glímdu. Þá henti Þormóður honum og
skoraði stig, en í þetta sinn gerði
hvorugur nokkuð. Þetta var stál í
stál, og hundleiðinleg glíma,“ sagði
Bjarni Friðriksson eftir að lærisveinn
hans, Þormóður Árni Jónsson, féll úr
keppni í júdó á Ólympíuleikunum í
Ríó í gær. »1
Þetta var stál í stál við-
ureign og lítið gerðist
„Þetta var virkilega flott.
Hann er númer 21 og kastaði
vel yfir 60 metra, og maður
getur ekki verið annað en
stoltur,“ sagði Pétur
Guðmundsson um ár-
angur lærisveins síns,
Guðna Vals Guðnason-
ar, í kringlukasti á
Ólympíuleikunum í Ríó
í gær. Guðni, sem er
tvítugur, var að keppa á
öðru stórmóti sínu. »1
Guðni Valur og
Pétur voru sáttir
Almaz Ayana frá Eþíópíu vann fyrstu
gullverðlaun frjálsíþróttakeppni Ól-
ympíuleikanna í Ríó í gær. Hún gerði
það með
miklum
glæsibrag
þar sem
hún stór-
bætti um
leið eitt
elsta og
umdeildasta
heimsmetið í frjáls-
íþróttum, met Wang
Junxia frá Kína í
10.000 metra
hlaupi frá árinu
1993. »4
Ayana stórbætti um-
deilt heimsmet
Vífill Atlason
vifill@mbl.is
Arna Magnúsdóttir stefnir að því að ganga 200
kílómetra hér á landi í sumar og halda göngunni
áfram á Spáni í vetur, þangað sem hún flytur í
ágústlok vegna veikinda. Hún hefur gengið frá 11
ára aldri og hefur aukinn metnaður færst í hana
síðustu ár.
„Þetta byrjaði eiginlega þegar ég var krakki og
var alltaf að labba hér í Reykjavík. Það var orðið
hundleiðinlegt að labba alltaf hringinn í kringum
Reykjavíkursvæðið, það stækkaði alltaf með ár-
unum. Þá fór maður að horfa á fjöllin og svo
ákvað ég að taka þetta einhverjum tökum og
labbaði 100 kílómetra síðasta sumar,“ segir Arna,
spurð hvers vegna hún hafi byrjað að ganga.
„Þá hugsaði ég að ég þyrfti að taka 200 kíló-
metrana núna í sumar og lengja þetta alltaf með
hverju ári.“ Hún hefur nú gengið 183 kílómetra
frá sumardeginum fyrsta, „mest um fjöll og firn-
indi“.
Kuldatengd flogaveiki
27. ágúst mun Arna halda til Torrevieja á
Spáni, þar sem hún mun dveljast fram í janúar,
en hún þjáist af sjaldgæfri flogaveiki sem brýst
fram þegar kalt er í veðri. Telur hún sig vera með
eina tilfelli veikinnar á landinu.
„Ég fæ flog um leið og hitastigið fer niður fyrir
10 gráður. Þá byrja fyrstu köstin og þá eykur
maður lyfin. Síðan byrja þau aftur í -5 gráðum og
þá þarf að auka lyfin aftur.“ Arna tekur lyf allt ár-
ið, en sumarskammturinn er lítill og vetrar-
skammturinn verður það líka í ár, fram í janúar-
lok.
„Maður verður sljór og þreyttur af lyfjunum og
ég hef verið að fá höfuðverk og aukaþrýsting í
höfuðið. Ég þarf þá sterkari gleraugu, því þetta
truflar sjónina. Maður er orðinn svolítið leiður á
því að þurfa alltaf að kaupa gleraugu á hverjum
einasta vetri. Nú er kominn tími til að auka ekki
lyfin í vetur og prófa að fara út og sjá hvort það
henti manni ekki betur.“
Hún segir lyfin vissulega halda flogunum niðri
en þegar lyfjaskammturinn verði stór sé hún
rúmföst vegna aukaverkana. Sumrin séu mun
skárri tími. „Þá er maður í góðum málum og held-
ur sér heitum allt sumarið með því að ganga.“
Flogaveikin háir Örnu lítið í göngunum en hún
þarf þó sífellt að passa sig á því að kólna ekki of
mikið. „Ef það kemur rigning og ég stoppa og
kólna, þá lendi ég í vandræðum. Maður verður að
halda stanslaust áfram þar til gangan er búin.“
Vegna sjúkdómsins getur hún eingöngu gengið
á sumrin en yfir vetrartímann fer hún lítið út. En
er ekkert erfitt að byrja á ný á vorin? „Nei, mér
finnst það ekki. Maður kíkir á hitamælinn og um
leið og hann er kominn yfir 10 gráður byrjar mað-
ur að labba og stoppar eiginlega ekkert fyrr en
það kólnar aftur.“
Mætir hvergi skilningi
Arna gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið og
segist hvergi mæta skilningi vegna sjúkdómsins.
Arna hefur þó fundið lækni hér á landi sem skildi
veikindi hennar, en sá var rússneskur. Boðaði
hann Örnu til sín og hafði þá kælt stofu sína nið-
ur, svo einkennin komu í ljós. „Hann sagði þá ekki
sjá þetta uppi á sjúkrahúsi því það væri of heitt
þar,“ segir Arna, en læknirinn rússneski sagði
sjúkdóminn vel þekktan í Síberíu og Alaska.
Arna ætlar að ganga mikið á Spáni og hlakkar
til ferðarinnar. Hún verður ein á Spáni, en hún
talar hvorki spænsku né ensku. „Ég kann dönsku,
norsku og sænsku. Norska sjómannakirkjan er
þarna á svæðinu og ég vona að ég geti farið þang-
að og jafnvel fengið einhverja með mér í göngur
þaðan,“ en hún ætlar að reyna að ganga eins mik-
ið og hægt er á meðan hún er úti.
Skoðar Jakobsveginn
Nú þegar er Arna farin að skoða gönguleiðir
ytra og líst vel á. „Mér finnst Jakobsvegurinn
spennandi. Ég held að hann sé 1.400 kílómetrar ef
maður fer allan veginn. Svo væri gaman að fara
til Guadalest, mig langar að labba upp að turn-
inum. Svo eru leiðir hjá Benidorm og að labba alla
Costa Blanca-ströndina hljómar spennandi.“
„Mér á ekki eftir að leiðast, ég á bara eftir að
sjá hvað þetta eru margir kílómetrar yfir daginn
sem ég get labbað.“
Lengra viðtal við Örnu er á mbl.is.
Gengur 200 km á árinu
Arna Magnúsdóttir
flytur til Spánar vegna
kuldatengdrar flogaveiki
Garpur Arna ætlar að ganga 200 km.
Foss Arna hefur gengið víða um land, m.a. að Fardagafossi.
Skór Til að geta gengið um fjöll og
firnindi þarf að vera vel skæddur.