Morgunblaðið - 13.08.2016, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú syndir á móti straumnum og það
er auðveldara en þú áttir von á. Styrktu sam-
skiptanet þitt. Þú kynnist áhugaverðri mann-
eskju innan skamms.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú standa öll spjót á þér svo það er
eins gott að þú takir til hendinni og leggir
þinn hlut af mörkum. Mundu að hver er sinn-
ar gæfu smiður. Ekki ýfa upp gömul sár,
horfðu heldur fram á við.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú getur gengið að samningum
með bros á vör, eða í bardagahug. Njóttu
lífsins og þakkaðu fyrir allt það góða í lífi
þínu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ástæðulaust að sitja með
hendur í skauti lengi. Stattu upp og farðu út í
daginn, þú gætir lent í ævintýri úti á horni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú skilur nú hvernig það virkar að gefa
og þiggja í sambandi. Það er gott að staldra
við og njóta þess að gera ekki neitt, það má
nefnilega alveg.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er engin ástæða til að vera með
skeifu þó tilveran sé stundum grá, þvert á
móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarf-
lega til verks. Haltu fast í bjartsýni þína og
jákvætt viðhorf.
23. sept. - 22. okt.
Vog Allir hlutir þurfa sinn undirbúning því
flas er ekki til fagnaðar. Gefðu þér tíma til
þess að elda og njóta matarins. Vinur þinn
kemur óvænt með glaðning.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu ekki hrædd/ur við nýj-
ungar bara af því að þær hafa breytingar í
för með sér. Sjálfstraust er eitthvað sem þú
hefur nóg af.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Staðan í fjármálunum vekur hjá
þér spurningar um það hvað skiptir þig raun-
verulegu máli í lífinu. Einhver biður þig um
greiða sem þú getur ekki neitað.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gættu þess að blanda þér ekki
um of í málefni annarra því það gæti orðið til
þess að þér verði kennt um annarra mistök.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt til að byggja loftkastala um
skjótfengin auðæfi. Dagurinn hefur einkennst
af gríðarlegu annríki, reyndu að slaka á og
tæma hugann í kvöld.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu vaða ef þú sérð hagstætt tilboð
einhvers staðar. Þig dreymir um að fjárfesta í
vissum hlut fyrir heimilið, hann verður þinn
innan skamms.
Síðasta laugardagsgáta Guð-mundar Arnfinnssonar hljóðaði
svo:
Ökutæki áfram knýr.
Er sú bíltík gæðarýr.
Þráðinn upp á snældu snýr.
Snakillur og lyginn fýr.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Guðmundur er gátukokkur
góðar þær svo sendir okkur.
Á því vafi er ei nokkur
að hér sé nú lausnin rokkur.
Árni Blöndal á þessa lausn:
Rokkur er í bíl og bátum.
Bandið spinnur rokkurinn.
Síðan garn á snældu látum.
Svo er lyga mörðurinn.
Og bætir síðan við:
Í stuttu máli má nú sjá
marga rokka til og frá
Sæmi og Didda sýndu þá
svo var rokkað böllum á.
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
þannig:
Bílum tengist: Hreyfill, hræ.
Úr honum spunninn þráð ég fæ.
Þetta ræfilsrusti er.
Rokkinn brúka má því hér.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Rokkur er í vagni vél.
Versti rokkur bíldruslan.
Við spuna rokkur reynist vel.
Rokkur kallast mannfýlan.
Og limra tilheyrir:
Við rokkinn oft sat hún Sjana
og söng þá af gömlum vana
sín lög fyrir mann,
á meðan hún spann,
og mikið var spunnið í hana.
Hér kemur gáta dagsins, sem Guð-
mundur hefur þennan inngang að:
Gátur sem í gríð og erg að gamni mínu,
með feikna látum fram þær spretta,
fjárans leirburður er þetta!
Og svo gátan sjálf:
Óttaleg kveif er karlfuglinn.
Kona ein aldurhnigin.
Kvenmanns þann eld ég kannski finn.
Sú kona er ekki tigin.
Símon Dalaskáld orti til kon-
unnar:
Oft ég nái heim í Hólm
hugsa um njólu svarta,
mín hvar sjáleg seima-Bólm
situr fjólu-bjarta.
Guðmundur Eyjólfsson Geirdal, –
bróðir Höllu á Laugabóli, – vildi fá
„rakkossinn“:
Von um koss í brjósti bar ég,
besta kysstu mig!
Alla brodda burtu skar ég
bara fyrir þig!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er margur rokkurinn
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
…að vera undir
óskastjörnu.
ÉG SAGÐI LÍSU FRÁ ÞESSUM
HRÆÐILEGA HLUT SEM ÞÚ GERÐIR.
ÉG ÆTLA AÐ PRÓFA
HJÁ ÞÉR VIÐBRAGÐSFLÝTINN
MEÐ ÞESSUM…
…SILFURPOKA. VIÐBRAGÐ, EÐLILEGT.
Ó… GÆTIRÐU VERIÐ
ÖGN NÁKVÆMARI?
„VIÐ LÍÐUM ENGAN VEGINN KYNFERÐISLEGA
ÁREITNI. ÉG TALA EKKI EINU SINNI VIÐ
BLÓMIN ÁN ÞESS AÐ VITNI SÉ NÁLÆGT.“
„ÉG HEF ALDREI HEYRT TALAÐ UM VÍKING
HEIÐAR. ÁTTU EKKI VIÐ ANGIST.“
DISKÓ
POTTÞ
ÉTT 10
SVEIT
ATÓN
LIST
PLÖTUR
500 KR.
Víkverji er orðinn berjablár.Hann er að sjálfsögðu búinn að
skella sér í berjamó og tína einhver
ósköp af berjum enda er víða allt
svart af berjum. Það þarf varla að
fara út fyrir höfuðborgarsvæðið til
að komast í berjamó.
Víkverji var búinn að finna sér
leynistað á höfuðborgarsvæðinu
sem alltaf allt var svart af berjum.
Víkverji talar um leynistað eins og
helstu berjaáhugamenn landsins.
Það er samt einn galli á þessum
elskulega leynistað Víkverjar og
það er lúpínan. Hún hefur nefnilega
breitt fullmikið úr sér og hefur kæft
þetta fína berjaland sem var í tún-
fætinum hjá Víkverja.
x x x
Vonbrigði Víkverja yfir þessu eruþví töluverð. Hann er reyndar á
milli steins og sleggju því hann er
hvort tveggja mikill berja-
áhugamaður og eins líka sérlegur
aðdáandi lúpínu. Honum finnst lúp-
ínan einstaklega falleg og gleðst
alltaf jafn mikið þegar hann sér fal-
lega fjólubláar breiður af lúpínu.
Honum hefur nefnilega ekki verið í
eins mikill nöp við hana og mörgum
öðrum. Hins vegar þykir honum
lúpínan fullfrek á berjaland Vík-
verja.
x x x
Helst af öllu vildi hann að allartegundir af blómum og jurtum
gætu vaxið og dafnað í sátt í sam-
lyndi þar sem allir gætu fengið sitt
pláss. Enginn myndi ganga á pláss
annars svo allir gætu fengið að vaxa
og dafna og bera ávöxt. Ætli það sé
ekki óraunhæft að ætlast til þess.
x x x
Annars gælir Víkverji við þáhugsun að skella sér í að rækta
eplatré. Það er mikil þolinmæð-
isvinna og getur tekið allt að 10 ár
að fá fyrstu uppskeru, eplin. Ástæð-
an fyrir þessum nýtilkomna áhuga
Víkverja á eplarækt er ekki endi-
lega mikill áhugi Víkverja á eplum
heldur vinnan sem býr að baki. Vík-
verji er nefnilega þekktur fyrir að
vera frekar óþolinmóður. Hann hef-
ur talið sjálfum sér trú um að þetta
gæti verið tilvalið verkefni fyrir
hann til að takast á við sjálfan sig.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég veit að lausnari minn lifir og hann
mun síðastur ganga fram á foldu.
(Job 19:25)
KREM SEM LÍKIST
HÚÐINNI FULLKOMLEGA
Immortelle Precious Cream er
feitt og mjúkt rakakrem sem
sýnilega lagfærir djúpar hrukkur
og gerir húðinni kleift að
endurheimta sinn fyrri stinnleika.
Formúlan hefur þríþætta virkni
og inniheldur hátt hlutfall af
virkum sameindum sem hjálpa
við að slétta húðina og gefa
henni langvarandi vernd gegn
öldrunareinkennum.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland