Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
✝ Eiður Ragnars-son fæddist á
Stóra-Steinsvaði í
Hjaltastaðaþinghá
26. desember 1934.
Hann lést 31. júlí
2016.
Hann var sonur
hjónanna Önnu
Bjargar Einars-
dóttur, f. 27. mars
1917, d. 3. janúar
2015, og Ragnars
Gunnarssonar, f. 20. júlí 1902, d.
31. mars 1967. Eiður var elstur
sjö systkina, hin eru Hermann, f.
12. janúar 1939, eiginkona hans
er Sjöfn D. Bergmann, f. 6. sept-
Magnússon, f. 13. janúar 1932.
Þau eiga fimm börn. Ragnheið-
ur, f. 18. júlí 1943, eiginmaður
hennar var Birgir Þór Ásgeirs-
son, f. 11. nóvember 1939, d. 24.
nóvember 2012. Hún á þrjú
börn. Stúlka, fædd andvana 14.
október 1958.
Eiður stundaði nám við Hóla-
skóla veturinn 1958-1959. Ásamt
búskap, fyrst með foreldrum
sínum og síðan einn, stundaði
hann mörg önnur störf, vega-
vinnu, símaviðgerðir, vörubíla-
akstur, póstferðir og í áratugi
sláturhúsvinnu á Fossvöllum.
Hann var sérstakur áhugamað-
ur um fiskirækt og veiðiskap.
Útför Eiðs fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 13. ágúst
2016, klukkan 13. Jarðsett verð-
ur í Sleðbrjótskirkjugarði.
ember 1937, þau
eiga þrjú börn.
Gunnar, f. 15. apríl
1940, d. 30. sept-
ember 1970,
ókvæntur og barn-
laus. Guðný, f. 18.
júlí 1943, eiginmað-
ur hennar var Ant-
on Stefán Gunn-
arsson, f. 1. október
1945, d. 28. janúar
2011, þau eiga
fimm börn. Sambýlismaður
hennar er Arnar Haukur
Bjarnason, f. 3. júní 1942. Krist-
björg, f. 18. júlí 1943, eig-
inmaður hennar er Valgeir
Nú sé ég vorið læðast yfir landið
lyngið fer að hreyfa sig í mónum
upp í hlíðum eyðist þokubandið
aldan stígur nýjan dans á sjónum.
Nú sé ég vatnið vaxa hratt í ánum
vorið er að koma heim í dalinn.
Bráðum glitra brumknappar á trjánum
burtu hverfur þungur vetrardvalinn.
Sumarljóðin kliða kyngimögnuð
í kvöldsins eldi logar sólarbálið.
Ég finn í brjósti hljóðan hlýjan fögnuð
ég hlakka til að vakna í fyrramálið.
(Hákon Aðalsteinsson)
Kæri bróðir, nú ert þú farinn frá
okkur og hafðu þökk fyrir allar
samverustundirnar okkar saman.
Börnin mín og fjölskyldur þeirra
þakka fyrir sig. Við gleymdum þér
aldrei þegar eitthvað var um að
vera hjá okkur, enda mjög barngóð-
ur maður. Minning þín lifir hjá okk-
ur, bróðir sæll.
Þín systir,
Guðný og fjölskylda.
Við verðum öll að lúta lokadómi,
allt líf á jörðu – allt frá minnsta
blómi – hverfur aftur uppruna síns
til. Við enda lífsins verða þáttaskil.
Sálin frjáls úr líkamsviðjum leyst til
ljóssins heima – því við getum
treyst – er kölluð meira að starfa
guðs um geim. Gleðjumst hugg-
umst – trúum boðskap þeim.
Svo segir í kveðjuljóði eftir sveit-
unga okkar, Braga Björnsson á
Surtsstöðum sem hann orti við
sviplegt fráfall Gunnars, bróður
okkar Eiðs. Andlát Eiðs bar einnig
að með óvæntum og skjótum hætti,
þó segja megi að „Falls er von af
fornu tré“.
Frá æskuárum gengum við
bræður flest sumur með ánni frá
fossi að ós. Fyrst þrír, síðar tveir.
Horft í hyli og gáð undir steina.
Eiður var elstur okkar. Rólyndur,
traustur og varfærinn. „Eiður er
betri bílstjóri en nafni minn,“ sagði
Gunnar afi eitt sinn. „ Ég þarf bara
að halda mér með annarri hendinni
hjá honum en báðum hjá nafna mín-
um.“
Ánægjulegustu stundir okkar
voru þegar við vorum að veiða sam-
an og seinustu árin gladdist hann
meira ef ég veiddi eitthvað frekar
en hann. Við áttum mjög gott
bræðra- og vináttusamband og
minnist ég þess ekki að okkur hafi
nokkurn tímann orðið sundurorða á
lífsleiðinni. Við gátum talað saman
en líkað þagað saman. Eiður sagði
mér fyrr í sumar að hann væri að
leita að gúmmíbát til að nota við að
leggja net í Búrfellsvatnið, því hann
treysti sér ekki orðið til að vaða út
með netendann. Þegar ég spurði
hvort ekki mætti sleppa því að
leggja net þetta árið var það ekki
inni í myndinni. Hann hafði fyrir 50
árum sett í vatnið silunga úr ánni og
hafði stofninn margfaldast og það
var því árleg skylda hans að vaða út
með netið. Segja má, að nú sé þessu
skylduverki lokið.
Eiður var barngóður og fengu
börnin mín að njóta ánægjulegra
samvista við frænda á Fossvöllum í
sínum uppvexti. Þá voru Eiður og
Sjöfn, kona mín, einstaklega góðir
vinir alla tíð.
Ég sakna bróður og vinar. Við
Sjöfn þökkum samfylgdina. Hvíl í
friði.
Hermann Ragnarsson.
Skjótt skipast veður í lofti. Ör-
fáum dögum eftir að Anna Dögg
og hennar fjölskylda kvaddi Eidda
frænda, eins og hann var alltaf
kallaður af okkur systrum, eftir
gott sumarfrí austur á Héraði, yf-
irgaf hann skyndilega og óvænt
þetta jarðneska líf. Eftir standa
ótal ljúfar minningar um yndisleg-
an frænda, dýrmætar æskuminn-
ingar. Heimsóknir og dvöl á Foss-
völlum í Jökulsárhlíð fólu í sér
samveru með ömmu og Eidda.
Þessi tími sem við áttum á Foss-
völlum er sveipaður ævintýra-
ljóma og því fylgir söknuður og
tregi að eigi muni bætast í safn
minninganna. Maríufiskurinn
veiddur, fjórhjólaakstur, gætt að
sauðfé, lambabjörgun úr skurði,
minkabú skoðuð, brjálaði haninn,
ís og aftur ís, póstferðir í jeppan-
um „gtryggi“ þar sem frændi fór á
kostum í anda Gunnars langafa frá
Fossvöllum og Münchhausen og
borgarbarnið hlustaði stóreygt og
opinmynnt – þetta eru minninga-
brot sem seint gleymast. Eiddi
frændi var yfirvegaður maður,
blíður og einstaklega barngóður.
Hann var þolinmóður við okkur
krakkana og örlátur, áhugasamur
um líf okkar og afkomendur. Eiddi
var eldklár, fróður og stálminnug-
ur. Þótt hann væri ekki maður
margra orða var hann stór-
skemmtilegur, frábær sögumaður
og þegar hann tók á flug, sem hann
gerði gjarna innan um fólk sem
honum leið vel með, var enginn
skortur á gamansögum og eftir-
hermum. Eiddi frændi átti og mun
ávallt eiga sérstakan stað í hjört-
um okkar systra og barna okkar.
Við minnumst elsku Eidda frænda
með söknuði en jafnframt miklu
þakklæti og hlýju. Hann var
drengur góður og frændinn með
stóru effi.
Sveindís og Anna Dögg
Hermannsdætur og
fjölskyldur.
Ég var svo lánsöm að fá að alast
upp á Fossvöllum fyrstu fimm árin
með Eidda frænda.
Amma sendi mig oft út í hús að
sækja Eið í matinn og það brást
ekki að hann spurði: Hvað er nú í
matinn hjá ömmu þinni? Og svarið
kom um hæl, smámælt, það er ann-
aðhvort dúba eða gaudur, ég vissi
ekkert hvað var í matinn en Eiður
var ánægður með svarið.
Ég átti mér leiksvæði undir
klettunum sem ég kallaði Óastaði
og þar bjó ég til fjölskyldu sem
samanstóð af Ásu húsfreyju, Día
manni hennar og endalausum
fjölda barna. Eiður tók virkan þátt
í þessu með mér og spurði oft
hvernig gengi hjá Día greyinu, við
spunnum upp margar sögur um
þetta fólk saman.
Eiður átti það til að stríða mér
og ég man enn hláturinn þegar
hann komst að því að hann gat náð
mér uppá háa Cið með því að þykj-
ast snýta sér í vasaklútana hans
afa sem ég var nýbúin að brjóta
saman. Þá brosti hann með öllu
andlitinu og hló hjartanlega að fyr-
irganginum í litlu frænku. Eiður
hafði líka lag á að ná mér niður
þegar nóg var að gert.
Eftir að ég komst til vits og ára
naut ég hinnar einstöku frásagn-
arlistar Eiðs, hann var hæglátur
og ljúfur maður og glettnin var
hans ær og kýr en sögurnar af
sveitungum og ættingjum voru
endalausar.
Fjölskyldan á Smáragrund
minnist Eiðs með hlýju og þakk-
læti. Sögurnar lifa og kveikja bros
um ókomna tíð.
Mig langar að enda á ljóði eftir
Þorbjörn Magnússon, föðurbróður
minn, sem lýsir Jökulsárhlíðinni
þar sem við Eiður ólumst upp og
hann bjó allan sinn aldur.
Sveitin mín; þú Hlíðin bjarta blíða
byggðin fagra, sem ég elska mest,
þótt ég legði að baki vegi víða
veit ég samt að heima er ávallt best.
Þar við allt er æskan ljúfa bundin
enginn slekkur barnsins hjarta glóð,
yndisleg er alltaf morgunstundin,
aldrei gleymast vorsins fyrstu ljóð.
Ó, fagra Hlíð, þú æsku minnar móðir,
mikil er þín djúpa tign og ró.
Anda míns þú auðgað hefur glóðir,
ungu hjarta mínu gafstu fró.
En þótt mitt líf sé rúst af hrundum
höllum
og hamingjan sé aðeins fjarlæg sýn
í minningunni berð þú ein af öllum,
elskulega bernskusveitin mín.
Anna Björg Valgeirsdóttir.
Blik í augum, stríðnislegt bros.
Um Eidda frænda á ég bara góðar
minningar. Frændi var sögumaður
góður, minnugur, fróður og um
fram allt skemmtilegur. Hann tal-
aði aldrei illa um aðra og fyrir það
eitt var hann einstakur. Góð-
mennskan eðlislæg og falslaus eins
og stríðnin og gleðin.
Það var gaman að spjalla við
frænda en líka einstaklega þægi-
legt að þegja með honum. Hann
var enda vinsæll og engan heyrði
ég tala illa um hann. Eiddi var
elskaður af börnunum í stórfjöl-
skyldunni. Einlægni hans og hlýja
áttu samleið með yngri kynslóð-
inni. Sumarið 1974 var ég í sveit á
Fossvöllum. Átti þá nokkuð saman
að sælda við Eidda og fór m.a. í
póstferðir með honum. Dagurinn
var fljótur að líða í Land-Rovern-
um og þetta sumar er mér einkar
minnisstætt. Ég sakna frænda en
er þakklátur fyrir að hafa átt hann
í lífi mínu.
Eins og áin rennur til sjávar og
sameinast hafinu hefur náttúru-
barnið runnið sitt æviskeið og
sameinast forfeðrum sínum og
mæðrum. Farðu í friði, minn kæri.
Ragnar Hermannsson.
Það er svo óraunverulegt að
Eiddi frændi sé dáinn einungis ör-
fáum dögum eftir að ég var í heim-
sókn hjá honum á Fossvöllum og
ég að spyrja hvort hann kæmi ekki
örugglega í ferminguna mína á
næsta ári. Ég er svo heppin að
hafa fengið að heimsækja Eidda
frænda og Fossvelli reglulega,
bæði með mömmu og pabba og líka
afa Hermanni, bróður Eidda. Einu
sinni fékk ég að fara austur með
afa til að vera viðstödd sauðburð.
Eitt nýfætt lamb hafði lent hjá
rangri á og sú vildi ekkert með það
hafa. Ég tók eftir því og sagði
Eidda frá þessu. Við eyddum
næstu klukkutímum saman við að
finna réttu móður lambsins, sem
tókst á endanum. Hann var svo
þolinmóður við mig sem vildi ekki
gefast upp við leitina. Endalausar
beiðnir um að fá að fara á fjórhjólið
og aldrei sagði Eiddi nei. Alltaf
passaði hann upp á að frystirinn
væri fullur af ís þegar ég var í
heimsókn. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að leyfa bestu vinkonu
minni, henni Láru Ruth, og hennar
fjölskyldu að hitta Eidda frænda,
sem þau höfðu heyrt mig tala svo
mikið um og sjá Fossvelli núna í
júlí sl. Elsku frændi, takk fyrir
mig.
Sunneva Sævarsdóttir.
Eiður, vinur minn, er fallinn frá.
Við Eiður áttum margar góðar
stundir saman, ekki síst þegar við
vorum að berjast við rafstöðina á
Fossvöllum, sem stundum gat ver-
ið með hrekki, t.d. á haustin þegar
grunnstingullinn fór að myndast
og einnig þegar um alvarlegri bil-
anir var að ræða. Oft vorum við
Eiður og Birgir heitinn búnir að
eyða löngum stundum saman,
næturlangt í kulda og trekki, að
koma stöðinni í gang aftur. Það var
yfirleitt ekki lengi rafmagnslaust á
Fossvöllum þó svo að þetta liti ekki
alltaf vel út. Alltaf var Eiður með
okkur og tók þátt í þessu, tilbúinn
að stökkva til ef þurfti að ná í eitt-
hvað eða rétta fram hjálparhönd.
Hann var ekki alltaf bjartsýnn en
þetta reddaðist alltaf. Eiður var
mjög barngóður maður og systk-
inabörnin og ekki síður börnin
þeirra náðu mjög vel til hans.
Hann talaði oftar en ekki um börn-
in og þegar þau voru að standa sig
vel í íþróttum eða tómstundum
hvers konar talaði hann þá með
stolti um afrek frændsystkina
sinna. Eftir að ég kom inn í þessa
fjölskyldu fyrir rúmum þrjátíu ár-
um og kynntist Eið mynduðust
fljótlega með okkur góð tengsl sem
efldust og styrktust eftir því sem
árin liðu. Hann leitaði oft til mín og
var ævinlega þakklátur fyrir það
sem fyrir hann var gert. Nokkrum
sinnum fórum við með honum í
fermingarveislur frændsystkina
hans sem bjuggu í öðrum byggð-
arlögum þar sem hann treysti sér
kannski ekki til að keyra sjálfur yf-
ir fjallvegi og í misjöfnum veðrum
– eins og t.d. í vor þegar við fórum í
fermingarveislu frænda hans á
Vopnafirði, þar sem við fórum í
blíðskaparveðri norður en á baka-
leiðinni lentum við í stórhríð og
hefðum sennilega ekki mátt vera
mikið seinna á ferðinni til að kom-
ast heim þetta kvöld.
Fyrir nokkrum árum eignaðist
Eiður góða vinkonu, Þorbjörgu
Þórðardóttur, sem var mjög dug-
leg að heimsækja hann um jól,
páska og eyddi jafnvel öllu sínu
sumarfríi með honum á Fossvöll-
um. Það var gaman að sjá hversu
náin þau voru og Eiður var dugleg-
ur að ferðast með hana á sumrin
um Austurlandið og núna í sumar
fóru þau í dagsferð til Mývatns.
Hann vildi alltaf hafa Tobbu með
og hún var með okkur í Vopna-
fjarðarferðinni í vor. Hann talaði
líka alltaf með stolti um Tobbu
þegar hann var að segja manni frá
því sem hún var að gera eða hver
hún var. Vegna þessara góðu
tengsla okkar við Eið kynntumst
við Tobbu nokkuð vel og var
ánægjulegt að vita af honum með
henni. Á hún miklar þakkir skildar
fyrir þennan tíma sem hún hefur
dvalist hér undanfarin ár og eigum
við vonandi eftir að halda kynnum
við hana um ókomin ár.
Ég vil þakka Eið fyrir allar
samverustundirnar í gegnum tíð-
ina, eftir lifir minningin um góðan
vin sem er sárt saknað.
Jón Óli Benediktsson.
Eiður Ragnarsson
• Skattaleg ráðgjöf
• Skattauppgjör dánarbús
og erfingja
• Erfðafjárskýrslugerð
• Önnur þjónusta
Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3
jon@spekt.is • petur@spekt.is
Þjónusta við dánarbússkipti
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR
(Solla á Grund),
er látin. Útförin verður auglýst síðar.
.
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Magnús Gestsson,
Ólafur Sigurgeirsson, Sigríður Björnsdóttir,
Sigmundur Sigurgeirsson, Sigríður Bogadóttir,
Einar Logi Sigurgeirsson, Arnheiður S. Þorvaldsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT BRAGI PÁLMASON
bakari,
Holtateigi 7,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
11. ágúst. Jarðarför hans verður auglýst síðar.
.
Soffía Ottesen,
Sigríður María Bragadóttir,
Rósa Á. Bragadóttir, Erlendur Guðbrandsson,
Þorkell Pálmi Bragason, Sig. Lovísa Björnsdóttir,
Sigfríður R. Bragadóttir, Kristinn Sigurgeirsson,
Anna Soffía Bragadóttir, Ævar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR
kennari,
til heimilis að Fálkagötu 14,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
föstudaginn 12. ágúst. Útförin verður
auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda,
.
Tómas Tómasson, Soffía Ellertsdóttir,
Þorbjörn Tómasson, Sigríður Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN BJÖRNSDÓTTIR,
Stella,
Heiðargerði 3, Akranesi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, mánudaginn 8. ágúst. Útför hennar verður gerð frá
Reykholtskirkju í Borgarfirði laugardaginn 20. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hollvinasamtök HVE. Kennitala 510214-0560,
bankareikningur nr. 0326-26-005100.
.
Þorbergur E. Þórðarson,
Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir, Ómar Þorst. Árnason,
Elínborg Þóra Þorbergsdóttir, Friðrik Jónsson,
Birna Þorbergsdóttir,
Ingunn María Þorbergsdóttir, Arnar Hjartarson,
Þórður Þorbergsson,
ömmubörn og langömmubörn.