Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Söfn • Setur • Sýningar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi LISTASAFN ÍSLANDS BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016 LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 HRYNJANDI HVERA 17.6 - 11.9 2016 Gagnvirk videó-innsetning eftir Sigrúnu Harðardóttur Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 4.9.2016 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýningar Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNFÉLAGIÐ 4. júní – 21. ágúst ÍSLENSK NÁTTÚRA, verk úr safneign 15. janúar – 21. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar ÞYRPING VERÐUR AÐ ÞORPI SÖGUR ÚR BÆNUM Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Duusmuseum.is DUUS SAFNAHÚS DUUS MUSEUM Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Í tilefni 400 ára ártíðar Williams Shakespeare frumsýnir Bíó Para- dís í kvöld kl. 20 kvikmyndun af leikhúsuppfærslu á Rómeó og Júl- íu í leikstjórn Kenneth Brannagh og Rob Ashford sem sýnd var í Garrick-leikhúsinu í London fyrr í sumar við góðar viðtökur. Næstu sýningar eru annað kvöld, sunnu- dag, sem og laugardaginn 20. ágúst og sunnudaginn 21. ágúst kl. 20 öll kvöld. Samkvæmt upp- lýsingum frá Bíó Paradís er verk- ið sýnt í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í svarthvítu. Með hlutverk elskendanna fara Rich- ard Madden og Lily James, en reynsluboltinn Derek Jacobi leikur Merkútsíó, vin Rómeós. Upp- færslan tekur tvær klukkustundir og 45 mínútur, en innifalið er 15 mínútna hlé. Hún hlaut góðar við- tökur breskra gagnrýnenda. Þann- ig gaf rýnir Daily Mail uppfærsl- unni fullt hús og rýnir The Guardian gaf fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rómeó og Júlía beint frá London Ljósmynd/Johan Persson Elskendur Lily James og Richard Mad- den túlka Rómeó og Júlíu í uppfærslunni. Agnar Már Magnússon píanóleik- ari sendir frá sér nýjan hljómdisk með frumsaminni djasstónlist. Með honum í för eru þeir Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Verkið heitir Svif og var hljóðritað í Salnum í Kópavogi í byrjun júní síðastliðins. Form- legur útgáfudagur plötunnar er 14. ágúst og þá um kvöldið spila þeir félagar á Jazzhátíð Reykja- víkur í Norðurljósum Hörpu klukkan 20. Töluvert er síðan Agnar Már gaf út hljómplötu síðast, árið 2012 en fyrir það verk hlaut hann Ís- lensku tónlistarverðlaunin. „Ég var einn með upptöku með mér í tvo daga og vissi eiginlega ekki al- veg hvað ég ætlaði að gera en svo endaði diskurinn á spunaverki sem við útgefandinn vorum ánægðastir með. Hugsunin var að semja músík í rauntíma en meira vissi ég ekki þegar ég lagði af stað með plötuna,“ segir Agnar Már. Segir hann verðlaunin hafa gefið sér staðfestingu á að með spun- anum hafi hann verið á réttri leið. Nokkuð misjafnt er hverjir hafa leikið með Agnari í gegnum tíðina. Á fyrstu plötu hans, sem kom út árið 2001, voru með honum tveir af uppáhaldstónlistarmönnum hans, þeir Bill Stuart og Ben Street, sem búsettir eru í New York. Árið 2007 kom út platan Láð og hana vann hann með Matt- híasi Hemstock og Valdimari Kol- beini. Agnar fékk svo aftur með sér þá Bill Stuart og Ben Street þegar hann tók upp plötuna Kviku 2008. Á nýjustu plötunni hans vinna þeir Valdimar Kolbeinn og Scott McLemore með honum. Undanfarið hefur Agnar Már unnið talsvert með Scott og Andr- ési Þór gítarleikara í bandi sem nefnist Asatríó þar sem hann spil- ar á Hammond-orgel. Hugurinn stefnir út Agnar Már segir hafa verið kominn tíma á nýja plötu og hann ætli að einbeita sér meira að spila- mennsku og tónleikahaldi. Hann ætli að halda áfram samstarfi með þeim Valdimari og Scott og spila sem mest. En nú sé verið að ein- beita sér að djasshátíðinni sem í vændum er og lítið annað komist að þessa stundina. „Margir er- lendir aðilar mæta á hátíðina og skoða tónlistarfólkið sem þar kem- ur fram. Mikil eftirvænting fyrir hátíðinni því að þar gætu komið upp spennandi tækifæri, enda er áhugi erlendra tónlistamanna á Ís- landi mikill. Hugurinn stefnir jafnvel til útlanda að minnsta kosti að kanna möguleika mína og víkka áheyrendahópinn minn,“ segir Agnar Már. Hann sækir sér innblástur í marga hluti en segir hugmyndirnar koma upp í huga hans við ýmis störf. „Sjaldnast er hugmyndin fullmótuð áður en far- ið er af stað í vinnuna. End- anlegur blær verksins fæst ekki fyrr en eftir margar prófanir og samspil meðleikaranna hefur skil- að viðunandi niðurstöðu.“ Má segja að djassferli Agnars Más hafi seinkað lítillega vegna mikilla anna í leikhúsvinnu, þar sem hann var í hlutverki tónlistar- stjóra í fjögur ár. ,,Ég hef verið á fullu í leikhúsinu að stjórna tón- listinni í Billy Elliot og svo Mary Poppins. Lítill tími hefur gefist undanfarin ár til að setjast niður við tónsmíðar,“ segir Agnar Már að lokum. „Tími á nýja plötu“  Agnar Már Magnússon fagnar nýrri plötu á morgun Tækifæri Agnar segir erlent tónlistarfólk áhugasamt um íslenskan djass. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta snýst um teikninguna sem miðil í sjálfu sér og rýmið í teikning- unni en teikningin er alltaf að fást við þessa þrívíddarblekkingu,“ segir Þóra Sigurðardóttir, myndlist- arkona, sem opnaði sýninguna Rými / Teikning í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41 í Reykjavík í gær en sýningin stendur til 4. september nk. „Sýningin er safn teikninga, prentverka og skúlptúra sem veita innsýn í aðferðir sem beitt er við að kortleggja og kanna rými. Með því að endurtúlka kunnuglegt rýmið umhverfis og draga það upp sem lín- ur, sjóndeildarhringi, hughrif eða minningar opnast ný sjónarhorn sem birtast sem teikningar og gröf á sýningunni,“ eins og segir í sýn- ingaskrá. Verkin hafa verið í vinnslu frá árinu 2015 að sögn Þóru en Listasafn ASÍ hafi hentað afar vel fyrir sýninguna og hafi hún verið þakklát að fá tækifæri til að sýna þar. „Þetta er myndlistarhús – hannað, hugsað og byggt fyrir myndlistina. Maður skynjar það mjög sterkt hvað húsið er frábær umgjörð fyrir verk af öllum toga og opið fyrir alls kyns sjónræna upp- lifun,“ segir hún en á sýningunni má m.a. finna afar stórar blýantsteikn- ingar sem njóti sín vel í Ásmund- arsalnum. Sýning Þóru er sú næst- síðasta áður en húsið fær nýtt hlutverk í höndum nýrra eigenda. Kristalla lífsreynsluna „Þegar verkin á sýningunni eru skoðuð nánar sést að verkferlar Þóru kristalla lífsreynslu hennar. Hlutir sem hún hefur hnotið um og heillast af, uppgötvanir sem um- breytast og athuganir á vexti, end- urtekningar, umskipti og áþreif- anleikinn umhverfis,“ segir einnig í sýningarskránni en sýningastjóri Rými / Teikning, Becky Forsythe, skrifaði textann og hefur jafnframt fylgst með þróun verkanna. „Sam- talið við sýningarstjórann í gegnum undirbúningsferlið er mjög mik- ilvægt,“ segir Þóra en Forsythe starfar á Nýlistasafninu. „Ég er að fást við þessa lagskipt- ingu í rýminu og tímanum líka því hann kemur inn í teikniferlið og það er hægt að lesa tímann í teikning- unni líka,“ segir Þóra sem sýnir þrí- víð verk í formi grinda og borða þar sem hún vinnur með rýmið og lag- skiptinguna sem byggingu eða hús- gagn út frá mannlegum hlutföllum. Þá eru einnig teikningar á gagn- sæjar arkir þar sem lagskiptingin birtist beinlínis en hver örk er með mismunandi teikningu og hver þeirra sést í gegnum bunkann. Í Arinstofu listasafnsins er að finna vídeóverk eftir Þóru frá því hún dvaldi í Danmörku 2003. Mynd- bandið sýnir tré þakið hvítum vef. Innblástur og hvatning Spurð um innblástur sýning- arinnar segir Þóra viðfangsefni sýn- ingarinnar Rými / Teikning hafi ver- ið henni hugleikið lengi. „Á síðasta ári fékk ég starfslaun myndlist- armanna sem gerði mér kleift að einbeita sér að myndlistinni ein- göngu. Í því hafi leynst bæði inn- blástur og hvatning til að halda áfram.“ Rýmið í teikningunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýning Becky Forsythe sýningarstjóri og Þóra Sigurðardóttir á sýningunni í sýningarsal Listasafns ASÍ við Freyjugötu 41 í Reykjavík í gær. Jazzhátíð Reykjavíkur 2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.