Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Jazzhátíð Reykjavíkur 2016 Veðurguðirnir léku ekki viðsetningu JazzhátíðarReykjavíkur 2016, svo ístað þess að marsera frá Lucky Records í Hörpu var þramm- aði í bílakjallara tónlistarmusteris- ins. Tómas á nýjum Kúbuslóðum Fyrstu tónleikar hátíðarinnar voru tónleikar tíu manna sveitar Tómasar R. Einarssonar, bassaleikara og tón- skálds, þar sem flutt voru átt ný lög eftir hann og tvö eldri. Sigríður Thorlacius söng flest laganna, en Bogomil Font skaut líka upp koll- inum. Rósa Guðrún Sveinsdóttir, sem enn er í námi, blés í barítón- saxófón með bandinu og söng tvö lög með Sigríði. Annað þeirra var djass- aðasta lag tónleikanna, sem hét á sín- um tíma „Mambo með tíu tær“, en hafði nú misst tærnar, en fengið texta eftir tónskáldið. Það var engin barnaleikur að syngja þetta, en tókst vel hjá þeim stöllum og minnti á stundum á Hendricks-familíuna. Í hljómsveitinni var snillingur í hverju sæti, en af einleikurum þótti mér mest til koma píanistans, Davíðs Þórs Jónssonar, sem tapaði aldrei Kúbuslættinum þó að hann nálgaðist frjálsdjassinn oft í lok sólóa sinna. Fegurðin ríkir öllu ofar þegar Tómas tónsetur Laxness og Ingi- björgu Haralds og gaman var að lagi hans við hendingum úr Hlíðar-Jóns rímum Steins Steinars „Ég man ekki neitt“ var yfirskriftin. Tveir góðir Dalamenn. Ég þekki sosum ekkert til tónlistarinnar frá Santiago de Cuba, þar sem Tómas dvaldi tvo mánuði í vetur og naut hryns og söngs. Einhvern veginn fannst mér þessi tónlist Tómasar mildari en sú, sem heyra má á þremur fyrstu Kúbu-plötum hans, og mér finnst hann þurfa meiri djarfleika þegar hann semur við firnagóð og kraft- mikil ljóð Kristínar Svövu dóttur sinnar, en að því kemur. Þetta voru einkar vel heppnaðir tónleikar mik- ilhæfs tónlistarmanns og frábærrar sveitar hans sem söng af öllum kröft- um þegar við átti. Bræðingsdjass upp á nútímaamerísku Það var dálítið öðruvísi tónlist sem hljómaði í Eldborg að loknum tón- leikum Tómasar. Samvinnusveitin af bræðingsdjassættinni, Snarky Puppy, lét í sér heyra svo um mun- aði. Þetta voru níu hljóðfæraleikarar, en þessi Brooklyn-sveit, undir for- ustu bassaleikarans Michaels League, samanstendur af um þrjátíu músíköntum og ræðst það af því hvað er á seyði hjá hinum og þessum hverjir halda saman í tónleikaför. Þeir hafa starfað saman frá 2004 og gefið út fjölda platna, m.a. með Metropole-hljómsveitinni hollensku, sem skipuð er um fjörutíu blásurum, strengja- og hrynleikurum. Sem bet- ur fer var þetta ekki eintómt bræð- ingsfönk. Þarna skutu upp kollinum, þegar á leið og fönkið farið að þreyt- Rjúkandi stuð á djasshátíð Morgunblaðið/Golli Samvinnusveit Snarky Puppy er samvinnusveit af bræðingsdjassættinni sem fór mikinn í Eldborgarsal Hörpu. ast, fallegar ballöður og töfrandi lag- línur með rætur í Balkan/Norður- Afríku hefðinni. Þarna var topp- maður í hverju sæti og samleikurinn fínn, þó að sumir þeirra væru að hitt- ast í fyrsta sinni þarna á Eldborg- arsviðinu. Nokkrir einleikaranna voru frábærir og fór þar fremstur í flokki fiðlarinn Zach Brocks, sem hef- ur leikið með Stanley Clarke, og minnir um margt á Jean-Luck Ponty. Aðrir einleikarar sem fönguðu at- hygli mína voru hljómsveitarstjórinn, Michael League á rafbassa, tromp- etleikarinn Mike „Maz“ Maher með vavapetala sóló og ekki síst magn- aður dimmur ljóðrænn trompetsóló Justins Stantons, sem einnig lék á hljómborð. Þessir tónleikar voru mun betri en ég hafði búist við. Söngkona af bestu sort Fimmtudagurinn hófst á Budwar- sviðinu á Hörpu og eins og í djamm- inu, kvöldið áður, var hljómburðurinn afleitur og galt hrynsveitin þess mest: Daníel Helgason gítaristi, Pét- ur Sigurðsson bassaleikari og Magn- ús Tryggvason Eliassen trommari. Anna Sóley Ásmundsdóttir er korn- ung söngkona, sem útskrifaðist frá djassdeild FÍH skólans í fyrravor. Hún hefur mikla og fallega rödd og beitir henni vel í tónsköpun sinni, en lögin sem hún flutti voru flest eftir hana sjálfa í nýja sálarstílnum. Það nýjasta „Time’s Gonne Out of Cont- rol“ fjallaði um þennan tíma sem sí- fellt rennur okkur úr greipum og hæfði þeim stíl vel. Af lögum hennar var ég þó hrifnastur af „Let Me Sleep“. Þar var tónninn oft mildari en í öðrum tónsmíðum hennar. Bróðir Önnu Sóleyjar er gítaristinn efnilegi, Mikael Máni, og hann samdi blúsaða ballöðu við ljóð Önnu Sóleyjar: „Don’t Care“. Skemmtilega gam- aldags, en þó fersk, og Anna Sóley söng hana glæsilega, ekki síður en lag einnar helstu fyrirmyndar henn- ar, Amy Winehouse: „I Heard Love is Blind.“ Eins og Amy er Anna Sóley djasssöngkona í víðasta skilningi orðsins. Tony Bennett taldi Amy meðal fremstu djsssöngvenna og Lady Gaga er uppáhald hans. Í þess- um hópi óhefðbundinna djasssöng- kvenna á einnig heima Eva heitin Cassidy, systir Dans fiðlara, en hún söng stundum fyrir okkur í gamla daga á Blúsbarnum við Laugaveg. Eitt er víst, Anna Sóley á glæsilegan feril framundan í „djassblússól“ stíl sínum. Frá Cycles til Heimkomunnar Síðustu tónleikarnir á fimmtudag voru tónleikar kvartetts Einars Schevings, sem þegar hefur sent frá sér þrjá diska. Á þessum tónleikum fluttu þeir Einar, Óskar Guðjónsson, Eyþór Gunnarsson og Skúli Sverr- isson nýtt efni í bland við efni af tveimur diskanna. Eftir „Heiði“ og „Intervals“ af samnefndum diski léku þeir „Cykels“. Eyþór var í aðal- hlutverki og gleðin hríslaðist um mann að heyra þetta titilverk af ein- um albesta djassdiski síðasta áratug- ar. Annað verk léku þeir af diskinum: „Sveitin“, ljúfa melódíu með skemmtilegum eftirmála. Svo var enn eitt lag leikið af Intervals: „Long Iceland City“ þar sem spænskur blær var á sóló Skúla. Þessi lög hljómuðu líkt og á skífunum, en með ferskum viðbótum og meira að segja brá Eyþór fyrir sig barrokkskum töktum. Eitt nýtt verk fluttu þeir félagar, þriggja þátta svítu byggða á tónlist Einars við leikrit Harolds Pinters Heimkomuna því ekki komst öll sú tónlist í leikritið, sem hann samdi fyrir það. Þetta var að mörgu leyti dimmari tónlist en sú sem fyrr var leikin og stundum sár tónn í annars ljúfum saxófónleik Óskars. Svítan ratar efalaust á disk og þá enn betur samspiluð en á þessum tónleikum, þar sem hún var leikin blaut úr penna Einars. Eftir tónleikana var djammsessjón á Börtuloftum, en hljómburðurinn þar hélt mér ekki föngnum. En djasshátíðin heldur áfram með spennandi tónleikum í kvöld, þar sem tríó Bobo Stenson verður toppurinn, og á sunnudag á að heiðra Kalla Möller í kirkju Óháða safnaðarins og öllum boðið. Harpa Sveit Tómasar R. Einarssonar bbbbn Snarky Puppy bbbbn Anna Sóley Ásmundsdóttir og fé- lagar bbbmn Kvartett Einars Scheving bbbbm Hinir ýmsu salir Hörpu miðvikud. 10. ágúst og fimmtud. 11. ágúst 2016. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Morgunblaðið/Árni Sæberg Efnileg Anna Sóley Ásmundardóttir hefur mikla og fallega rödd. Morgunblaðið/Golli Mikilhæfur Tómas R. Einarsson. Góðir Einar Scheving kom fram með kvartett sínum á Jazzhátíð. NERVE 5:50, 8, 10:10 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 2, 4, 6 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 3D ÍSL.TAL 4 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 2, 4, 6, 8 BAD MOMS 8, 10:10 JASON BOURNE 10 ÍSÖLD ÍSL.TAL 1:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.