Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 1
Breiðablik varð í gærkvöldi bikarmeistari í fótbolta kvenna í 11. sinn þegar
liðið vann ÍBV, 3:1, í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli. Þrjú ár
eru liðin síðan leikmenn Breiðabliks fögnuðu síðast sigri í keppninni, en liðið
er einnig ríkjandi Íslandsmeistari. Olivia Chance og Berglind Björg Þor-
valdsdóttir skoruðu fyrir Breiðablik í fyrri hálfleik og Fanndís Friðriksdóttir
í þeim síðari. Natasha Anasi klóraði í bakkann fyrir ÍBV. » Íþróttir
Breiðablik fagnaði sigri í ellefta sinn
Morgunblaðið/Þórður
L A U G A R D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 1 6
Stofnað 1913 188. tölublað 104. árgangur
TEIKNINGAR,
PRENTVERK OG
SKÚLPTÚRAR
Þ́ORGRÍMUR MEÐ
ÚTGÁFUTÓNLEIKA
Í SILFURBERGI
JAZZHÁTÍÐ 47SÝNING ÞÓRU 46
Innanríkisráðherra telur ekki hjá því
komist að ráðast í tvöföldun hring-
vegarins. Það sé mikið verkefni og
skatttekjur dugi ekki. Ólöf Nordal
stingur upp á því að litið verði til
einkafjármögnunar með samvinnu
ríkis og einkaframtaks.
„Það er orðið tímabært að við
spyrjum okkur að því hvenær tími sé
kominn til að tvöfalda hringveginn.
Hversu lengi komumst við af með
alla þessa umferð á þjóðvegi númer
1, eins og við þekkjum hann nú? Ég
tel að ekki sé hægt að komast hjá
því að tvöfalda umferðarþyngstu
vegina sem fyrst,“ segir Ólöf.
Samvinna við einkaframtak
Hún segir að uppbygging vega-
kerfisins kosti mikið og verkefni
ríkisins séu svo umfangsmikil að
öðru leyti að skatttekjur dugi ekki
fyrir öllum framkvæmdunum á stutt-
um tíma. „Samgöngukerfið hefur það
fram yfir margt annað að þar er
hægt að blanda saman skattfé
borgaranna og einkafjármögnun,
með samvinnu ríkis og einkafram-
taks. Ég tel rétt að líta til þess að ná
fram auknu hagræði fyrir skattgreið-
endur. Hugmyndin um lagningu
Sundabrautar gæti verið gott dæmi
um það.“
Ólöf hefur lokið krabbameinsmeð-
ferð, öðru sinni, og segist hafa fullt
starfsþrek. Hún hlakkar til prófkjörs
og kosninga til Alþingis og að láta
áfram gott af sér leiða. Hún sækist
eftir fyrsta sætinu í prófkjöri sjálf-
stæðismanna.
Þörf á tvöföldun vega
Ekki hjá því komist að tvöfalda umferðarþyngstu vegi sem fyrst, að mati Ólafar
Nordal innanríkisráðherra Eðlilegt að skoða möguleika einkafjármögnunar
MStjórnmálin eru gefandi »20-21
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðherra Vill skoða einkafram-
kvæmd í samgöngumálum.
Styrking krónunnar hefur komið
fram í lægra verði á innfluttum
varningi heldur en annars hefði ver-
ið, og þannig haldið aftur af verð-
bólgu. Þetta segir Yngvi Harðarson,
hagfræðingur og framkvæmdastjóri
Analytica.
„Við sjáum að vísitala neysluverðs
er á uppleið, en hún hefði hækkað
hraðar og verið mun hærri ef inn-
fluttar vörur hefðu ekki lækkað
svona í verði,“ segir Yngvi í samtali
við Morgunblaðið í dag.
Síðustu tólf mánuði hefur krónan
styrkst um 11,1%, sem telja verður
heldur snarpa hækkun miðað við ár-
in þar á undan.
„Til að sjá svona mikla og sam-
fellda styrkingu, eins og við höfum
séð síðan árið 2013, þarf að horfa
nokkuð langt aftur í tímann, kannski
til áranna 2002 til 2005,“ segir Yngvi.
Gunnar Bachmann, framkvæmda-
stjóri GER-Innflutnings sem á og
rekur Húsgagnahöllina, segir styrk-
ingu gengisins hafa gefið fyrirtæk-
inu kost á hagstæðari innkaupum er-
lendis. Neytendur njóti þá góðs af
lægra vöruverði. »4
Gengið
varnar
bólgu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verslanir Uppsöfnuð þörf virðist
vera til staðar á neytendamarkaði.
Innfluttar vörur
lækka sífellt í verði
„Við sögðum
okkur formlega
úr félaginu
MCPB ehf. með
tilkynningu á
þriðjudags-
morgun,“ sagði
Gunnar Ár-
mannsson lög-
fræðingur, sem
var í forsvari fyr-
ir áðurnefnt fé-
lag sem áformar að reisa einkarek-
inn spítala í Mosfellsbæ.
Segir hann ástæðuna vera
ágreining við hollenska fjárfestinn
Henri Middeldorp um birtingu
gagna um fjárfesta verksins. »18
Ágreiningur við hol-
lenska fjárfestinn
Aðgerð Stefnt er
að nýju sjúkrahúsi.
Framboðsfrestur fyrir prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
rann í gær út klukkan 16 og höfðu
þá 16 manns skilað inn framboði.
Eru það þau Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir, ritari Sjálfstæðis-
flokksins; Albert Guðmundsson,
laganemi og formaður Heimdallar;
Birgir Ármannsson alþingismaður;
Brynjar Níelsson alþingismaður;
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis-
maður; Guðmundur Edgarsson
málmenntafræðingur; Guðmundur
Franklín Jónsson hótelstjóri; Her-
dís Anna Þorvaldsdóttir fram-
kvæmdastjóri; Hildur Sverrisdóttir
borgarfulltrúi; Ingibjörg Óðins-
dóttir mannauðsstjóri; Jón Ragnar
Ríkharðsson sjómaður; Kristjana G.
Kristjánsson flugliði; Magnús
Heimir Jónasson, laganemi; Ólöf
Nordal ráðherra; Sigríður Ásthild-
ur Andersen alþingismaður og
Sindri Einarsson framkvæmda-
stjóri. »14
16 í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur
synjað Ragnheiði Guðmundsdóttur,
rúmlega þrítugri konu sem berst
við fjórða stigs lífhimnukrabba-
mein, um leyfi til að fá að giftast
indverskum unnusta sínum, Raví
Rawat. Synjunin er byggð á þeim
grundvelli að gögn frá Indlandi séu
ófullnægjandi en þau gögn eru
viðurkennd á Indlandi og stimpluð
af indverska sendiráðinu á Íslandi.
Niðurstaðan var kærð í vor og eftir
langa bið kom loks svar við kær-
unni á föstudag. Beiðninni var synj-
að í annað sinn.
Raví þarf að yfirgefa landið í lok
ágúst. Hann er aðeins með tíma-
bundið atvinnuleyfi frá Vinnumála-
stofnun, sem þau hafa reynt að
breyta á þeim forsendum að hann
sé sérfræðingur á sínu sviði, en
Raví er fjalla- og flúðaleiðsögu-
maður. Þeirri beiðni hefur verið
synjað.
Berst við krabba og kerfið sem meinar
henni að giftast indversku ástinni sinni
Par Raví Rawat og Ragnheiður.
Birgitta Jóns-
dóttir, þingmað-
ur Pírata, varð
efst í prófkjöri
flokksins á höf-
uðborgarsvæð-
inu sem lauk í
gærkvöldi.
Birgitta segir
að hópurinn sem
prýði lista í
Reykjavíkur-
kjördæmi norður, Reykjavíkur-
kjördæmi suður og í Suðvestur-
kjördæmi sé fjölbreyttur. Að öllu
óbreyttu munu Birgitta, Jón Þór
Ólafsson og Ásta Guðrún Helga-
dóttir leiða einn lista hvert. »2
Listi Pírata tilbúinn
í fimm kjördæmum
Birgitta Jónsdóttir,
þingmaður Pírata