Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 34
34 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar. Félagar úr kór Árbæjarkirkju syngja. Organisti er Krizstina K. Szklenár ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt Kristn- ýju Rós Gústafsdóttur djákna. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Einsöng syngur Alexandra Chernyshova. Organisti er Magnús Ragnarsson. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameig- inleg messa Bessastaða- og Garða- sóknar kl. 11. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson prédikar og þjónar fyrir altari, Bjartur Logi Guðnason kantor leiðir lofgjörðina. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sumar- messa kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Örn Arnarson, tónlistar- stjóri Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, sér um tónlistarflutning og leiðir söng. Kaffi eftir stundina. Þau sem vilja aðstoða við lestur eða annað í messunni eru hvött til að mæta á undirbúningsfund með sóknarpresti kl. 10 í safnaðarheimilinu. BÚSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Kór Bústaðakirkju leiðir söng- inn undir stjórn kantors Jónasar Þór- is. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Upphaf haustnámskeiðs fermingar- barna. Prestar sr. Magnús Björn Björnsson og sr. Gunnar Sig- urjónsson, ásamt nýjum æskulýðs- fulltrúa, Eline Elnes Rabbevaag. Org- anisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Eftir messu verður léttur hádeg- isverður í safnaðarsal og fyrsti tím- inn í framhaldi. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og mán., mið. og fös. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er messa á íslensku. DÓMKIRKJAN | Séra Sveinn Val- geirsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari kl. 11. Félagar úr Dómkórnum syngja. Minni á bílastæðin gegnt Þórshamri. EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa 14. ágúst kl. 11. Prestur er Þorgeir Ara- son, organisti Torvald Gjerde. Mola- sopi eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Sumar- messa kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnhildar Val- garðsdóttur organista. Heitt á könn- unni eftir messu. Kristín Kristjánsdóttir djákni þjónar og flytur hugvekju. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. GLERÁRKIRKJA | Helgistund kl. 20 sunnudag. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Valmar Väljaots leiðir söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Sum- arkaffihús og djass kl. 11. Dr. Sigurjón Árni spilar og prédikar og sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjón- ar. Þetta er síðasta sumarkaffihúsið á þessu sumri. Boðið verður upp á kaffi, litabækur, liti og samfélag. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Sam- skot til langveikra barna. Messuhóp- ur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grens- áskirkju syngja. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Helgistund í Guðríðarkirkju kl. 11. Prestur sr. Karl V. Matthíasson, org- anisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra að mæta. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Orgelleikur, sálma- söngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð, altarisganga. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Sögustund fyrir börnin. Alþjóðlegt orgelsumar, tón- leikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Christoph Schöner frá Þýska- landi leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Tónleikar miðvikud. kl. 12 og fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Prestur sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. Samskot dagsins renna til Blindrafélagsins. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnu- daginn 14. ágúst kl. 20 verður sam- koma með mikilli lofgjörð og fyr- irbænum. Eftir stundina verður samfélag og boðið upp á kaffi og meðlæti. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudags- kvöldið 14. ágúst kl. 20 verður kvöldmessa í Kapellu vonarinnar. Elmar Þór Hauksson syngur við und- irspil Arnórs organista. Prestur er sr. Erla Guðmundsdóttir KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson sókn- arprestur þjónar fyrir altari og prédik- ar. Organisti er Lenka Mátéová, kant- or kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar- prestur og Árni Heiðar Karlsson org- anisti taka vel á móti kirkjugestum. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörð- ur aðstoðar við helgihaldið. Kaffisopi eftir stundina. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Bryndís Eva Erlingsdóttir leiðir safnaðarsöng. Kjartan J. Ogni- bene er organisti. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Færum sálma og söng í djassbúning. Björk Jónsdóttir söng- kona leiðir söng og syngur. Kjartan J. Ognibene spilar á orgelið. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar organista. Prestur Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir söng við undirleik Stefáns Helga Kristinssonar. Með- hjálpari er Pétur R. Guðmundsson. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjónusta kl. 14. Sigrún Stein- grímsdóttir organisti leiðir safn- aðarsöng. Sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson þjónar fyrir altari og prédikar. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58-60. 3. hæð. Ræðumaður sr. Ragnar Gunnarsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Kvöld- messa kl. 20. Organisti er Rögnvald- ur Valbergsson. Prestur er sr. Sigríð- ur Gunnarsdóttir. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Reynir Jón- asson leikur á orgel og félagar úr Kór Seljakirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Kaffispjall að guðsþjón- ustu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Þorgils Hlynur Þor- bergsson guðfræðingur annast stundina. Kaffi og samfélag eftir at- höfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa 14. ágúst kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Sr. Kristján Valur Ingólfs- son Skálholtsbiskup annast prests- þjónustuna. Organisti er Jón Bjarna- son. STÓRA-Núpskirkja | Hesta- mannamessa 14. ágúst kl. 14. Fólk hvatt til að koma ríðandi til messu. Hópreið leggur af stað úr Hruna- mannahreppi kl. 11 frá Hruna. Kirkjukórinn syngur. Organisti er Þor- björg Jóhannsdóttir. ÞINGMÚLAKIRKJA | Kvöldmessa á Ormsteiti sunnud. 14. ágúst kl. 20. Prestur er Þorgeir Arason, organisti er Torvald Gjerde. Eftir messu verður myndarlegt kirkjukaffi í boði sókn- arinnar í félagsheimilinu á Arnhóls- stöðum. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa sunnudag kl. 14. Sr. Egill Hall- grímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Guð- mundur Vilhjálmsson. ORÐ DAGSINS Hinn daufi og mál- halti (mark. 7) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingeyrakirkja Minningar Gísli Guðmunds- son frændi okkar frá Hjarðardal er látinn. Dugnaður og æðru- leysi er það fyrsta sem kemur upp í hugann og það í 97 ár. Hann var eina eftirlifandi systkinið af eldri kynslóðinni frá Hjarðardal í Dýrafirði. Ég minnist orða frænku okkar fyrir nokkrum árum. Hún sagði þá: „Guði sé lof fyrir hann Gísla, á meðan við höf- um hann erum við ekki elsta kyn- slóðin frá Hjarðardal.“ Nú höfum við hann ekki lengur og tökum við hlutverkinu og verðum að standa okkur í því. Um leið og við þökkum Gísla fyrir samfylgdina gegnum lífið sendum við ykkur Gunna, Ingiberg og fjölskylda, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hér við leiðarlokin lundin hljóðlát biður þess að gengnum garpi gefist ró og friður. Ótal yndisstundir innst í brjósti geymast, þín skal mynd og minning mönnum aldrei gleymast. (E.Þ.) Dagrún Sigurðardóttir Vignir, Hermann, Gunnar og Torfi Sigurðssynir og fjölskyldur. „Die Toten soll man beweinen“! Frændi mannsins míns lyftir glasi í erfidrykkju í Heidelberg fyrir mörgum árum og segir þessi ógleymanlegu orð. Aldrei hafði ég heyrt sögnina „beweinen“ áður, en hún er svo dásamlega tvíræð; að gráta og syrgja hinn látna eða lyfta glasi og drekka vín í minn- ingu hans, skála fyrir honum, gjarnan vínhreifur. 13 ára gömul kom ég inn á heimilið á Kópavogsbrautinni, ný vinkona einkadótturinnar. Brátt urðum við bestu vinkonur og höf- um verið æ síðan. Þar var mér tek- ið sem „varadóttur“ og eignaðist ég þar mitt annað heimili, húsrým- ið þröngt, hjartarýmið þeim mun stærra. Gunna sagði seinna við mig, við þá komnar á fullorðinsár, „Ólöf mín, þau áttu svo mikla ást af- gangs og þú fékkst hana alla.“ Þessi fjölskylda hafði lent í þeirri miklu sorg að missa tvo syni sína á unga aldri. Þau báru harm sinn í hljóði en í dag spyr maður sig hvernig fólk komist í gegnum slík áföll í lífinu, löngu áður en farið var að styðja við bak syrgjenda. Gísli Guðmundsson ✝ Gísli Guð-mundsson fæddist 4. nóvember 1919, Hann lést 1. ágúst 2016. Útför Gísla fór fram 12. ágúst 2016. Ég fékk ástina alla og get aldrei full- þakkað fjölskyld- unni allt hið góða er þau gerðu fyrir mig og seinna fyrir fjöl- skyldu „varadóttur- innar“. Þau heimsóttu mig, unglinginn í sumarvinnu í sveit, ásamt Gunnu og tjölduðu í túnfætin- um og Valborg, listakokkurinn, eldaði sumarsins besta mat á prímusi. Eins er ég kynnti seinna mannsefnið, Lothar, fóru þau með okkur Gullna hringinn, með ógn- argott nesti að Valborgar sið, og ekki verra að Gísli gat á ensku út- skýrt jarðfræði, flóru og fánu landsins fyrir manni mínum og var þetta ógleymanleg för. „Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá honum,“ sagði Gísli eitt sinn um þjóðkunnan mann. Eins var með Gísla, eða eins og sagt er á þýsku: Þar var kjöt á beininu. Farkennsla í Dýrafirði á ung- dómsárum, seinna Vélskólinn. Ekki mikil menntun á nútíma- mælikvarða. En fróðleiksfýsi hans var ótæmandi og löngun til að læra, áhugamálin svo fjölbreytt; nátt- úrufræði, landafræði, jarðfræði, alls staðar var hann svo ótrúlega vel að sér og hafði fram til hins síð- asta áhuga á að bæta við sig vitn- esku. Minnið sveik hann ekki, „topp- stykkið“ í lagi hjá honum tæplega 100 ára manninum. Hann hafði einstakt yndi af góðri tónlist, ein- lægur aðdáandi þeirra félaga Jón- asar Ingimundarsonar og Kristins Sigmundssonar. Hljómdiskurinn „Die Winterreise“ var farinn að sýna merki ofnotkunar. Fyrir vik- ið skildi hann glettilega mikið í þýsku! Hagur var hann og listfengur. Fram til hins síðasta sótti hann fé- lags- og tómstundarstörf eldri borgara. Líkamlegur þróttur var farinn að dvína, en andlegi kraft- urinn dreif hann áfram í starfið í Mjóddinni. Mikil þökk sé þeim er standa að þeirri starfsemi. Bók- band, tréskurður og rennismíði, allir úr fjölskyldunni eiga fagra gripi eftir hann og mun hann í skilningi Grikkja til forna lifa ódauðlegur í verkum sínum og gripir þessir geyma minningu hans. Gísli dó hinn 1. ágúst, á brúð- kaupsafmæli okkar Lothars. Við munum héðan í frá minnast hans á þessum degi og lyfta glasi fyrir hann og þá meira að „vína“ hann en gráta! Ævinlega margblessaður. Ólöf og Lothar Huber. Helga kom til starfa hjá Samtök- um iðnaðarins fyrr á þessu ári. Við unn- um náið saman strax frá upphafi og náðum einstaklega vel saman. Í Helgu fannst mér ég finna konu sem gæti ekki einungis orðið framtíðarvinnufélagi heldur einnig góð vinkona. Við spjölluð- um stundum saman í síma eftir vinnu og eftir eitt slíkt samtal spurði eiginmaður minn við hvern ég hefði eiginlega verið að tala því að út úr þeim helmingi Helga Ingvarsdóttir ✝ Helga Ingv-arsdóttir fædd- ist 9. ágúst 1967. Hún varð bráð- kvödd 3. júlí 2016. Helga var jarð- sungin 27. júlí 2016. samtalsins sem hann heyrði skein slík hlýja og gagn- kvæm aðdáun. Þótt kynnin hafi verið stutt finnst mér ég hafa farið á mis við mikið. Mest- ur er söknuðurinn þó vitaskuld hjá Elvari. Samband þeirra var augljós- lega afar náið og gott. Það var augljóst þeim sem sáu samskipti þeirra, þótt um- ræðuefnið væri e.t.v. bara hvern- ig ætti að leysa eitthvert tölvu- vandamál í gegnum síma. Við sem kynntumst henni í Húsi atvinnulífsins gleymum aldrei þessari duglegu, röggsömu og skemmtilegu konu. Hrafnhildur Stefánsdóttir, skjalastjóri SA. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.