Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Baðaðu þig í gæðunum Opið virka daga frá kl. 8-18 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Bifreið var í gær ekið á vespu á Breiðholtsbraut í Reykjavík. Öku- maður bifhjólsins var fluttur á sjúkrahús en ekki fengust upplýs- ingar um líðan viðkomandi. Lögreglumenn þurftu vegna slyssins að loka Breiðholtsbraut frá Jaðarseli að Norðlingaholti í báðar áttir. Var meðal annars fenginn pallbíll til að fjarlægja vespuna af slysstað, en rannsóknarvinnu lög- reglu lauk laust fyrir klukkan 16. Tildrög slyssins voru í gær enn óljós og fer lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu með rannsókn máls- ins. Bifreið ekið á vespu á Breiðholtsbraut Á vettvangi Lögreglan þurfti í gær að loka fyrir umferð ökutækja vegna slyssins. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarið hefur verið unnið að því að rífa húsið Hverfisgötu 42. Þetta hús reisti hinn kunni athafnamaður Einar Ásmundsson, sem kenndur var við fyrirtæki sitt Sindra. Húsið var þekkt á seinni árum vegna starf- semi sem þar fór fram, fyrst á vegum Samhjálpar og síðar listamanna- gallerísins Kling og Bang. Einar Ásmundsson járnsmiður (1901-1981) stofnaði árið 1924 litla vélsmiðju í porti við Lækjargötu og nefndi hana Vélsmiðjuna Sindra. Ár- ið 1928 festi hann kaup á lóð að Hverfisgötu 42 ásamt byggingum. Flutti hann vélsmiðjuna í hús þau sem voru á lóðinni. Kjarkur og áræði „Á kreppuárunum átti Einar næg- an kjark og áræði til að hefja bygg- ingu stórhýsis á þeirra tíma mæli- kvarða,“ segir m.a. í minningargrein um Einar sem birtist í Morgun- blaðinu á útfarardegi hans, 8. desem- ber 1981. Húsið Hverfisgata 42 var fjórar hæðir og ris. Rekstur Sindra varð mjög um- fangsmikill og snerist að mestu leyti um framleiðslu á alls kyns stálvörum ásamt ýmsum hliðarvörum eins og húsgögnum úr stáli, plasti og tré, sem voru klædd t.d. með íslenskum skinnum og ullaráklæðum. Árið 1965 var nafni Sindra breytt yfir í Sindra- Stál, sem upp frá því tók að þróast frá iðnframleiðslu yfir í alhliða þjón- ustu- og innflutningsfyrirtæki fyrir málmiðnaðinn í landinu. Árið 1989 var rekstrinum skipt upp og endur- vinnsluhlutinn hlaut nafnið Hring- rás. Árið 1949 var Einar Ásmundsson staddur úti í Póllandi til að kaupa járn og stál fyrir íslenskan iðnað. Á þeim tíma hafði vígbúnaðarkapp- hlaup eftirstríðsáranna skapað mik- inn hráefnisskort. Af þeim sökum var hið eina í stöðunni að gera vöru- skiptasamning við Pólverjana, sem byggði á því að Einar safnaði saman öllu brotajárni sem hann komst yfir og í staðinn fengi hann járn og stál. Með þessum hætti var styrkum stoð- um skotið undir Endurvinnsludeild Sindra, sem hóf formlega starfsemi árið 1950. Samhjálp festi kaup á Hverfisgötu 42 árið 1980. Þar fór starfsemi sam- takanna fram, fundir og samkomur. Þar var einnig áfangaheimili, þar sem 15 einstaklingar gátu dvalið í einu. Kaffistofa Samhjálpar var opn- uð í maí 1983 í gamla söngskólanum sem var bakhús á milli húsanna nr. 42 og 44. Það hús, sem margir muna eftir, hefur einnig verið rifið. Að rekstri Kling og Bang gallerís hefur hópur listamanna staðið allar götur frá árinu 2003, en starfsemin hefur reyndar farið fram á nokkrum stöðum. Galleríið var til húsa að Hverfisgötu 42 frá árinu 2008 til 2015 er því var lokað. Gallerí Kling og Bang, Nýlista- safnið og Ólafur Elíasson munu flytja inn í hið glæsilega Marshall- hús úti á Granda, en húsið er í eigu HB Granda. Reykjavíkurborg mun leigja húsið til 15 ára. Marshall-húsið á Granda var upphaflega byggt sem síldarverksmiðja en mun nú hýsa framsæknar listir. HB Grandi á hús- ið og mun gera það veglega upp. Standa þær framkvæmdir yfir. Hverfisgata 42 og fleiri hús í ná- grenninu þurfa að víkja fyrir ný- byggingum sem munu rísa á svoköll- uðum Brynjureit milli Laugavegar og Hverfisgötu. Verktakafyrirtækið Þingvangur ehf. sér um framkvæmd- irnar. Þegar niðurrifi og flutningum lýkur hefjast framkvæmdir. Í hús- unum verða 77 smáíbúðir og versl- anir á jarðhæðum. Sögufrægt stórhýsi víkur fyrir nýjum byggingum  Einar Ásmundsson í Sindra reisti Hverfisgötu 42 á kreppuárunum Morgunblaðið/Ófeigur Hverfisgata 42 rifin Þetta sögufræga hús varð að víkja fyrir nýbyggingum á Brynjureitnum svokallaða. Horfið Hverfisgata 42 var stórhýsi á sínum tíma; fjórar hæðir og ris. Kattardauði í Hveragerði á dögun- um gæti bent til þess að hugsanlega sé dýraníðingur aftur kominn á stjá í bæjarfélaginu. Að minnsta kosti þrír kettir drápust í ágúst í fyrra eftir að hafa étið fiskflök sem sprautuð höfðu verið með frostlegi. Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Suðurlandi, sagði í samtali við mbl.is í gær að lögregla hefði ný- lega fengið tilkynningu um að köttur hefði drepist í Hveragerði. Tilkynn- ingunni fylgdi að grunsemdir væru um að eitrað hefði verið fyrir kett- inum. Búið er að kryfja köttinn að sögn Odds, en óformleg niðurstaða krufn- ingarinnar bendir til þess að kött- urinn hafi étið eða drukkið frostlög eða þess háttar efni. Er málið mjög sambærilegt því sem upp kom í fyrra að hans sögn. Við rannsókn lögreglu í fyrra bár- ust nokkrar ábendingar og vísbend- ingar til lögreglu en þær leiddu ekki til niðurstöðu. Er því enginn grun- aður um verknaðinn í þessu máli, hvorki þá né nú, að sögn Odds, sem biðlar til almennings um að veita upplýsingar um þennan grun- samlega verknað. Aðspurður sagði Oddur þó að lögregla gæfi ekki út sérstök tilmæli til kattaeigenda um að halda köttum innandyra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveragerði Köttur drapst í bænum á dögunum vegna eitrunar. Enginn er grunaður um verknaðinn, en svipuð atvik áttu sér stað í fyrra. Dularfullur kattar- dauði í Hveragerði „Þingflokkur Samfylking- arinnar hefur ekki lokið um- ræðu um þetta mál. Það er því orðum aukið að okkar samþykki liggi fyrir,“ segir Kristján L. Möll- er, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd Al- þingis. Vísar hann þar til fréttar í Morgunblaðinu í gær þar sem haft var eftir Jóni Gunnarssyni, þing- manni Sjálfstæðisflokksins og for- manni nefndarinnar, að sátt væri á meðal allra flokka um tillögur sem lagðar hefðu verið fram um breyt- ingar á nýjum búvörusamningi að Bjartri framtíð undanskilinni. Kristján segir að tillögurnar hafi verið kynntar fyrir honum í byrjun vikunnar en þingflokkur Samfylk- ingarinnar hafi ekki lokið athugun sinni á þeim. hjortur@mbl.is Samfylkingin ekki samþykkt málið Kristján L. Möller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.