Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Guðbrandur Jóhann Ólafsson, varðstjóri á Siglufirði, er fæddur oguppalinn á Siglufirði og hefur alla tíð búið þar. Hann er núnaeini varðstjórinn á Siglufirði, en alls eru þrír varðstjórar í
Fjallabyggð.
„Þetta er náttúrlega undirmannað, ég er líka að verða fullorðinn.
Þegar ég byrjaði í lögreglunni voru sex stöður hér á Siglufirði, en núna
er menningin allt öðruvísi og betri. Þá var mikið af landlegum og sjó-
mönnum hérna en núna eru samgöngurnar orðnar svo góðar að sjó-
mennirnir fara bara heim til sín. Ferðamannastraumurinn er vaxandi
hérna en það tengist helst umferð þegar við þurfum að hafa afskipti af
ferðamönnum. Það er gríðarlegur vöxtur í umferð á svæðinu og algjör
stökkbreyting vegna Héðinsfjarðarganganna. Ég get ekki séð fyrir mér
hvernig sveitarfélögin hefðu lifað af hefði ekki komið til þeirra.“
Guðbrandur er staddur á Tenerife í tilefni afmælisins ásamt öðrum
syni sínum, maka hans og barnabörnum. „Aðaláhugamálið hjá mér er
fjölskyldan, börn og barnabörn. Ég á níu barnabörn svo að ég er mold-
ríkur maður. Ég er einnig tómstundabóndi með hinum syni mínum en
við erum með 20 rollur í Ólafsfirði. Þar eru hesthús sem kallast Brim-
vellir, en núna eru kindur í helmingi þeirra. Hann fer vaxandi þessi
tómstundabúskapur.“
Eiginkona Guðbrands er Sigríður Ólafsdótir, sjúkraliði á heilbrigð-
isstofnuninni, en hún er einnig borinn og barnfæddur Siglfirðingur.
Börn þeirra eru Guðrún Sif sem vinnur í Arion banka á Siglufirði,
Jóhann Örn, sérsveitarmaður hjá ríkislögreglustjóra á Akureyri,
Ólafur sem vinnur einnig í Arion banka á Siglufirði.
Að vori til Afmælisbarnið Guðbrandur og sonarsonurinn Elmar Orri
Jóhannsson að sleppa sparifénu til fjalla á Siglufirði.
Varðstjóri á Siglu-
firði í þrjátíu ár
Guðbrandur J. Ólafsson er sextugur í dag
G
uðmundur Magnússon
fæddist 13. ágúst 1966
og ólst upp í Árbæjar-
hverfi sem var þá að
byggjast upp.. Guð-
mundur stundaði nám við Árbæj-
arskóla og síðar Fjölbrautaskólann
við Ármúla. Árið 2011 lauk hann BA-
gráðu við Háskólann á Bifröst.
Guðmundur stofnaði fyrirtækið
Margt smátt auglýsingavörur 1988
sem hann rak til ársins 2005 þegar
félagið var selt. Síðustu ár hefur
hann starfað við fjárfestingar. Guð-
mundur er aðaleigandi Áberandi
skiltagerðar þar sem hann starfar
sem framkvæmdastjóri. „Þetta er
vaxandi og heilbrigt yrirtæki sem
við erum að reka með góðu starfs-
fólki og fínum viðskiptavinum.“
Árið 2010 tók Guðmundur sæti í
bæjarstjórn Seltjarnarness fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, og var hann
kjörinn forseti bæjarstjórnar og
gegndi formennsku í bæjarráði.
Áhugamál
„Ég hef mikinn áhuga á knatt-
spyrnu og lék í gegnum alla yngri
flokka Fylkis í Árbænum. Ég hef
alltaf verið stoltur af því að hafa
skorað fyrsta mark Fylkismanna í
úrvalsdeild. Einnig lék ég um
þriggja ára skeið með KR-
Guðmundur Magnússon framkvæmdastjóri – 50 ára
Í garðinum heima Frá vinstri: Guðmundur, Una Dögg, Magnús Ingi, Lisbeth og Unnur María.
Komið að Rauða hern-
um að vinna titilinn
Við Svartá Guðmundur með félögum sínum í veiðihópnum Arnarflugi.
Reykjavík Benedikt
Hreggviðsson fæddist
14. mars 2016 kl.
21.28. Hann vó 3.695 g
og var 53 cm langur.
Foreldrar hans eru
Linda Garðarsdóttir
og Hreggviður Inga-
son.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
RISA ÚTSALA!UNNI
25%
AFSLÁTTUR
FJÁRFESTU Í HEILS
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK P.IS
ALLT AÐ 50%AFSLÁTTUR!OPIÐ 10 - 16 ÍDAG
MONGOOSE SELOUS SPORT
130.425,-
ÁÐUR 173.899,-
R
EIÐ
H
JÓ
LA
FATN
A
Ð
U
R
FR
Á
SH
IM
A
N
O
,PEA
R
L
IZU
M
I
O
G
A
D
ID
A
S
· SÍMI 5 200 200 WWW.GÁ