Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 2097 loftljós Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það er að sjálfsögðu mikill heiður að fá að ljúka hátíðinni með þess- um tónleikum. Þarna verður spil- uð glæný músík og gestir geta átt von á stórkostlegri skemmtun,“ segir kontrabassaleikarinn Þor- grímur Jónsson en hann stendur, ásamt kvintett sínum, fyrir út- gáfutónleikum klukkan 21 á morg- un í Silfurbergi. Viðburðurinn er hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur sem stendur um helgina en eins og Þorgrímur kemur inn á, þá eru þetta lokatónleikar hátíðarinnar. Balkantónlistin heillar mikið Með útgáfutónleikunum er verið að fagna fyrstu plötu Þorgríms sem hann gefur út undir eigin nafni og ber hún titilinn Constant Movement. Tónlistin á plötunni, sem er öll samin og útsett af Þor- grími, er meðal annars undir aust- rænum áhrifum Balkanskagans, vestrænnar popp- og rokktónlistar sem og evrópsks djass. „Ég hef spilað mikið með balk- anhljómsveitinni Skuggamyndir frá Býsans og síðan er ég hluti af Tríói Sunnu Gunnlaugs. Í gamla daga var ég einnig að spila með popphljómsveitinni Casino þannig að maður hefur bakgrunn úr býsna víðum ranni og áhrifin koma víða. Balkantónlistin hefur heillað mig mikið en sá fjölbreytti ryþmi sem þar má finna er mjög skemmtilegur. Sá ryþmi fær að njóta sín í einu lagi á plötunni,“ segir hann og bætir við að í hans eyrum fari poppið mjög vel saman við djassinn. „Ég hlustaði mikið á fönk þegar ég var yngri, James Brown og fleira í þeim dúr. Red Hot Chili Peppers, Living Colour og fleira hefur líka verið í uppáhaldi og það vefst ekkert fyrir mér að blanda þessu öllu saman við djassinn,“ segir hann. Vill leika fyrir landsbyggðina Kvintettinn samanstendur af Ara Braga Kárasyni á trompet, Ólafi Jónssyni á tenórsaxófón, Kjartani Valdemarssyni á píanó og rhodes, Þorvaldi Þór Þorvalds- syni á trommur auk Þorgríms sem leikur á raf- og kontrabassa. „Samstarf kvintettsins hefur gengið mjög vel. Forsagan er sú að ég hélt tónleika á Jazz- klúbbnum Múlanum í Björtu- loftum í síðastliðnum marsmánuði. Í aðdragandanum að því fékk ég þessa menn til að leika með mér. Þeir voru meira en til í verkefnið og við prufukeyrðum samstarfið á þessum tónleikum. Það gekk alveg rosalega vel og þá var ekkert ann- að í stöðunni en að halda bara áfram og gefa efnið sem við vor- um að leika út,“ segir Þorgrímur en hann segir stefnuna setta á það að kvintettinn komi einnig fram á fleiri tónleikum tengdum plötunni í náinni framtíð. „Meðlimir kvintettsins eru allir mjög uppteknir einstaklingar en stefnan er að reyna að setja fleiri tónleika á laggirnar. Vonandi náum við að gera það sem víðast, athuga hvort við getum ekki kom- ist eitthvað út á landsbyggðina svo við getum leyft fleirum en íbúum á höfuðborgarsvæðinu að heyra tónana,“ segir hann. Platan er gef- in út í samvinnu við Sunny Sky, hljómplötufyrirtæki Sunnu Gunn- laugs og eiginmanns hennar. Verkið fæst á bandcamp-síðunni toggijonsson.bandcamp.com, í Lucky Records og Smekkleysu auk þess sem hún verður til sölu á tónleikunum á morgun. Þorgrímur lýkur máli sínu með fögrum orð- um um Jazzhátíð Reykjavíkur sem hann kveður einkar glæsilega. „Ég held að þetta sé klárlega þverskurðurinn af því besta sem er í gangi í djassinum hérna heima og svo eru algjörar kanónur að koma hingað frá öðrum lönd- um. Þetta er gríðarlega flott há- tíð,“ segir hann. Poppblandaður djass  Þorgrímur Jónsson með út- gáfutónleika ann- að kvöld kl. 21 Kvintett Tónlistin á plötunni Constant Movement er undir austrænum áhrif- um Balkanskagans, vestrænnar popp- og rokktónlistar og evrópsks djass. þessi hógværa athugasemd Val- geirs og ég trúi því ekki að þetta sé gervihógværð. Hann er að segja satt. Engu að síður langar mann til að stökkva á hann, taka utan um axlirnar á honum, hrista hann og eiginlega öskra: „Hvað meinarðu maður! Þetta er besta mynd sem nokkru sinni hefur verið gerð!!“ Eðlilega eigum við, þau sem neyta og njóta, í raun auðveldara með að greina, sjá og meta gildið í listaverkunum. Þeir sem skapa þau eru venjulega í þeim miðjum og eiga örðugt með að greina hvað er gott og hvað ekki og hvort þetta skipti yfirhöfuð máli. Ein kenning væri sú að gildi listaverkanna komi utan frá. Alveg sama hversu hand- vissir Bítlarnir voru um að þetta eða hitt væri snilld, á endanum er- um það við sem gefum grænt ljós eður ei. En svo má líka halda því fram að gildið sé í hlutnum sem slíkum, ekki utan við hann, en för- um ekki of langt út í frumspekina á þessum ljúfa laugardegi. Viv Albertine, eitt sinn með- limur í kvennapönksveitinni Slits, talaði á líkan hátt og Valgeir um sveit sína, virtist í alvörunni ekki sjá hversu mikilvæga rullu sú stór- kostlega sveit spilaði í þróun og hugmyndafræði feminísks popps og rokks. Fegurðin er í auga sjá- endanna sem sagt. Þannig að, Valgeir, ef þú ert að lesa: Þú mátt stoltur vera af meistaraverkinu. Það máttu hafa frá „okkur“. Astraltertugubb? Uppákomurnar eru margar furðulegar í Með allt á hreinu. „Inn-út-inn-inn-út“ » Og eins og með al-vöru listaverk þá finnst mér hún vaxa og stækka eftir því sem frá líður. Það er einfaldlega einhver óútskýranlegur galdur þarna. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Kvikmyndin sígilda Með allt áhreinu var sýnd fyrir stuttuí sjónvarpinu auk heimild- armyndar um gerð hennar. Ef eitt- hvað er, eflist myndin með hverju ári, en hvernig sjá þeir sem skópu snilldina þetta? Tilefni þessara skrifa er ákveð- in pæling sem laust í kollinn á mér eftir að hafa lesið Fésbókarfærslu eftir Valgeir Guðjónsson. Hann hafði þá horft á myndina, eins og margir landsmenn aðrir, og reit svo þann 17. júní síðastliðinn: „Ég horfði á Með allt á hreinu í heild í fyrsta sinn í nokkra áratugi, hún var betri en ég hélt…“ Þessi hófstillta athugasemd kallaði fram viðbrögð frá rúmlega 600 manns og margir skrifuðu at- hugasemdir þar sem lofi var ausið á myndina í gríð og erg. Og það ekki að ósekju. Ég – eins og svo margir – kann þessa mynd aftur á bak og áfram og það er eins og það sé ekki mögulegt að verða leiður á þessari mynd. Það er eitthvað í uppbygging- unni sem gerir að verkum að maður getur alltaf horft í einni striklotu. Það er ekkert atriði of langt eða miður og uppáhöldin skiptast á (akk- úrat núna er ég hrifnastur af atrið- inu þar sem Egill gengur einn, gam- all maður, og syngur um örlög sín á meðan hann stillir brostinn streng. Snilld; harmrænt og fyndið í senn). Myndin er sígild. Stelpurnar mínar (9 og 11 ára) kunna hana líka utan að. Og eins og með alvöru lista- verk þá finnst mér hún vaxa og stækka eftir því sem frá líður. Það er einfaldlega einhver óútskýranlegur galdur þarna. En nóg um dásemdir mynd- arinnar, aftur að því sem rak mig að þessum tilteknu skrifum. Það er Jazzhátíð Reykjavíkur 2016 Sálmaforleikir, fantasíur og konsertar eftir Johann Sebastian Bach munu óma um hvelfingar Hallgrímskirkju á tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri um helgina þar sem þýski organistinn og kórstjórinn Christoph Schoener kem- ur fram. Hann mun einnig leika d-moll tokkötu og fúgu eftir Bach, auk þess sem verk eftir Brahms, Reger, Schu- mann og Lionel Rogg fá að hljóma. Christoph Schoener er fæddur í Heidelberg. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum tónleikanna lagði Schoener stund á orgelnám í Freib- urg, París og Amsterdam. „Árið 1998 hlotnaðist honum staða tónlistarstjóra við hina virtu St. Michaelis-kirkju í Hamborg og hefur upp frá því flutt öll stærstu verk Bachs og annarra helstu tónskálda fyrir kór og hljómsveit með kór kirkjunnar,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Schoener hafi um árabil gegnt stöðu kantors í Leverkusen og jafnframt kennt org- elleik við Robert Schumann-skólann í Düsseldorf. Frá 2013 hefur hann verið gestaprófessor við Tónlistar- og leik- listarháskólann sem kenndur er við Felix Mendelssohn í Leipzig. Fyrri tónleikar helgarinnar fara fram í dag, laugardag, kl. 12, en seinni tónleikarnir verða á morgun kl. 17. Miðasala hefst við innganginn klukku- stund fyrir tónleika, en einnig má nálg- ast miða á midi.is. Verk eftir Bach óma í Hallgrímskirkju Organisti Christoph Schoener.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.