Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
lífinu að takast á við svona lagað eru
hluti af þjóðfélaginu og sinna sínum
störfum. Þótt stjórnmálastarf sé
óvenjulegt er það líka starf sem
maður vinnur.
Ég hlakka til þess að fara í próf-
kjör. Ég hlakka líka til að fara í
kosningar. En ég hlakka mest til að
láta gott af mér leiða áfram. Það er
með þetta eins og allt annað, við er-
um eins mismunandi og við erum
mörg. Svona er ég.“
Lífið er ekki endalaust
– Hafa veikindin breytt lífs-
viðhorfi þínu á einhvern hátt?
„Já, það hafa þau gert. Sagt er að
fólk breytist aldrei, grunnurinn sé
alltaf sá sami. Það má til sanns vegar
færa. Það eru einhverjir eiginleikar
sem hver og einn fær í vöggugjöf en
maður veit aldrei alveg hvernig þeir
eru. Ég vissi ekki hvernig ég myndi
bregðast við. Það hef ég lært af veik-
indunum.
Að því leyti til hafa veikindin
breytt mér að ég hef opnað sjálfa
mig fyrir sjálfri mér. Ég hef fundið
að maður hefur meiri styrk en mað-
ur heldur. Ekki aðeins andlegan
styrk, heldur almennt meiri styrk.
Ég hef fundið það að maður stendur
meira með sjálfum sér, þegar svona
stendur á.
Svo finn ég það betur að maður á
að nota hverja einustu stund sem
manni er gefin. Er ekki talað um að
lifa í núinu? Það er töluvert mikill
vandi að gera það, að hugsa ekki allt-
af um það hvað gerist eftir 20 til 30
ár, eins og er í eðli mínu að gera. Það
kemur upp í lífi hverrar manneskju
að hún getur ekki hugsað áratugi
fram í tímann. Ef það er eitthvað
sem ég held að þurfi að gera hérna,
eitthvað sem ég vil segja við fólk,
eitthvað sem ég vil koma til leiðar, af
hverju að bíða með það þangað til
einhvern tímann seinna? Lífið er
ekki endalaust.“
– Af hverju sækir þú í stjórn-
málin?
„Það er ákveðin sköpun í stjórn-
málum sem höfðar mikið til mín. Ég
er alltaf að hugleiða hvernig hægt er
að gera gott betra. Hvernig hægt er
að sníða agnúa af málum. Hvernig
geta þær lífsskoðanir sem ég stend
fyrir best orðið að veruleika til þess
að okkur öllum sem hér búum líði
sem best og vegni sem best.
Ég er auðvitað mjög bjartsýn. Ég
er bjartsýn á gengi okkar Íslend-
inga. Mér finnst við hafa mikil tæki-
færi. Mér finnst allt í lagi að hleypa
bjartsýninni inn í stjórnmálalífið.
Við Íslendingar höfum þurft að tak-
ast á við ýmislegt og hættir til að
horfa til verkanna og hugsa hvað
þau séu erfið. Í mínum huga eru
stjórnmálin skemmtileg, í besta
skilningi þess orðs.“
Kjósendur ráða för
Ekki er hægt að komast hjá því að
koma inn á stöðuna í stjórnmálunum
í samtali við varaformann Sjálfstæð-
isflokksins. Hún er í mikilli gerjun
við upphaf haustþings og í aðdrag-
anda kosninga.
„Það eru skrítnir tímar í stjórn-
málum. Mér finnst ég reyndar hafa
sagt þetta alveg frá því ég hóf sjálf
þátttöku í stjórnmálum af fullum
krafti. Síðan skall kreppan á og við
höfum sagt að það væru óvenjulegir
tímar í stjórnmálum af því að það
eru alltaf að koma upp óvenjuleg
verkefni. Núna eru tímarnir þannig
– en þeir eru samt sem áður annars
eðlis.
Við erum í þeirri stöðu í rík-
isstjórninni að við höfum ákveðið að
stytta kjörtímabilið og kjósa í haust.
Það er óvenjulegt. Menn hafa verið
að bollaleggja um það að und-
anförnu hvernig þingið muni ganga
fyrir sig en ég er bjartsýn á að hlut-
irnir muni hafa sinn eðlilega gang.
Nú hefur kjördagur verið settur 29.
október.
Það er ansi mikið rætt hverjir
muni vinna saman og hverjir ekki.
Umræðan snýst of mikið um það í
stað þess að ræða þær hugmyndir
sem fólk ætlar að setja fram í kosn-
ingabaráttunni, hvaða verk kjós-
endur eigi að leggja mat á og hvað
menn vilji sjá gerast í einstökum
málum eftir kosningar. Það liggur
alveg fyrir hverjir ákveða hvað ger-
ist eftir kosningar. Það eru kjós-
endur á Íslandi. Kjósendur fá tæki-
færi til að ákveða leiðina áfram og
segja sínar skoðanir á mönnum og
málefnum. Mér þykir menn vera
komnir dálítið langt framúr sér með
því að stökkva yfir kosningarnar og
byrja á stjórnarmyndun.
Hver einasti kjósandi horfir á það
sem flokkar hafa fram að færa og
kýs þann sem hann heldur að fram-
fylgi best þeim skoðunum sem búa í
brjósti hans og leiða til framfara
fyrir landið. Það á enginn neitt í
pólitík.“
Þurfum alltaf að vera tilbúin
– Það virðist ekki margir tala af
sannfæringu fyrir nauðsyn þess að
flýta kosningum. Voru það mistök
að stytta kjörtímabilið?
„Maður veit ekki hversu tilbúnir
flokkarnir eru til kosninga. En það
er alltaf þannig að það kemur að
kosningum og þá er það verkefni
stjórnmálamanna, eins og ávallt, að
fara út og tala við kjósendur. Allir
þurfa reyndar að vera búnir undir
kosningar.
Það er sérstakt að lesa fréttir um
það hvort flokkar hafi sömu stefnu,
eins og Samfylking og Píratar, eða
ekki. Ég hef, eins og fleiri, spurt mig
að því hvert væri grundvallarstefið í
stefnu Pírata. Ég hélt að ég hefði
skýrari mynd af stefnu Samfylking-
arinnar en einstaka samfylking-
armenn segja nú að hún sé eins og
hjá Pírötum. Þetta er ruglandi.
Þessa hluti væri ágætt að ræða.
Pyngja heimilanna skiptir miklu
máli. Hvaða flokkur er það sem hef-
ur alltaf rætt um að lækka álögur á
heimilin í landinu? Það er Sjálfstæð-
isflokkurinn. Við lítum alltaf svo á að
ríkið þurfi að gæta að hverri einustu
krónu, af því að þetta er sameig-
inlegt fé okkar allra. Ríkiskassinn er
ekki sparibaukur í fjármálaráðu-
neytinu sem peningarnir streyma í
af sjálfu sér heldur koma pening-
arnir frá vinnandi fólki í landinu. Við
erum flokkurinn sem hefur þessa
stefnu ávallt skýra. Ég get ekki bet-
ur heyrt en að hinum megin séu
flokkarnir að boða aukna þrepa-
skiptingu í skattkerfinu sem í raun
þýðir skattahækkanir á milli-
tekjufólk.“
Morgunblaðið/Golli
starf
Í ráðuneytinu Ólöf Nordal kom til starfa í innan-
ríkisráðuneytinu fyrir tæpum tveimur árum. Hún
er komin með fulla starfsorku og iðar í skinninu
eftir að láta reyna á hugmyndir sínar í komandi
prófkjöri og kosningum í haust.
að það er ekki gott ástand á mörgum þeirra. Þetta
þýðir auðvitað að skatttekjur okkar duga ekki fyr-
ir öllum þessum framkvæmdum, einn, tveir og
þrír. Verkefni ríkisins eru svo umfangsmikil. Við
ætlum að leggja áherslu á heilbrigðiskerfið. Svo
verðum við að líta til menntakerfisins þannig að
framtíðarkynslóðir Íslendinga verði í stakk búnar
til finna út hvað keyrir landið áfram í framtíðinni.
Það verður gert með menntun, rannsóknum og ný-
sköpun.
Samgöngukerfið hefur það fram yfir margt ann-
að að þar er hægt að blanda saman skattfé borg-
aranna og einkafjármögnun, með samvinnu ríkis
og einkaframtaks. Ég tel rétt að líta til þess að ná
fram auknu hagræði fyrir skattgreiðendur. Hug-
myndin um lagningu Sundabrautar gæti verið gott
dæmi um það.
Til þess að koma málum í það horf sem við telj-
um nauðsynlegt þarf að leita annarra leiða en að
seilast eingöngu í buddu skattgreiðenda. Ef veg-
irnir drabbast niður bitnar það einnig á ferðaþjón-
ustunni og vexti hennar. Við verðum að meta það
hvað landið þolir mikinn fjölda ferðafólks. Ég held
að bílaleigubílar séu á átjánda þúsund í landinu.
Samfelld röð þeirra myndi ná frá Flugstöð Leifs
Eiríkssonar til Hveragerðis. Akstur bílaleigubíla á
ári samsvarar því að halarófunni yrði ekið sextán
sinnum í kringum landið. Svo erum við sjálf á ferð-
inni.“
Þurfum að vanda okkur
„Þetta er ögrandi viðfangsefni. Við erum með
auðlindanýtingu sem Ísland er þekkt fyrir, fiskinn,
orkuna, skapandi greinar og útflutning menningar.
Ferðaþjónustan er svo orðin þessi öfluga atvinnu-
grein. Við verðum að skapa henni umgjörð til að
þroskast með eðlilegum hætti og fá út úr henni
verðmæti. “
– Hvar liggja þolmörkin í ferðaþjónustunni?
„Það er erfitt fyrir okkur að hafa jafn öra aukn-
ingu og verið hefur, í langan tíma. Við hljótum að
huga jafnframt að því hvað við getum boðið ís-
lenskri náttúru upp á. Við höfum áhyggjur af
átroðningi á einstaka staði. Þurfum ef til vill að
takmarka hann.
Með því að hafa umgjörðina í góðu lagi getum
við tekið við fleiri ferðamönnum og að því er unn-
ið, meðal annars á vettvangi stjórnstöðvar ferða-
mála. Ég held að flestir deili því með mér að mun
fleiri ferðamenn hafi verið á ferðinni í sumar en
við gátum ímyndað okkur fyrir nokkrum árum. En
við skulum gæta okkar á því Íslendingar að við
getum líka glutrað niður tækifærum. Við þurfum
að vanda okkur,“ segir Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra telur ekki hjá því
komist að ráðast í miklar framkvæmdir við end-
urbætur á vegakerfinu og nefnir að tvöfalda þurfi
fjölförnustu vegina sem fyrst. Það sé mikið verk-
efni og skatttekjur landsmanna dugi ekki. Því
stingur hún upp á því að litið verði til einka-
fjármögnunar með samvinnu ríkis og einka-
framtaks.
Ólöf tók við erfiðum málaflokkum sem eru mik-
ilvægir fyrir landsmenn en hafa verið fjársveltir í
mörg ár, til dæmis vegamálunum og löggæslunni.
Gífurleg fjölgun ferðafólks hefur aukið álagið.
„Þótt við hefðum ekki verið svo lánsöm að fá
ferðaþjónustuna sem öfluga stoð undir íslenskt
efnahagslíf hefðum við samt verið í vandræðum
með að bæta innviðina eins og við þurfum, án
fjölgunar ferðafólks. Fjárfestingaþörfin í sam-
göngukerfinu í heild er það mikil. Það eitt og sér
var býsna ögrandi verkefni fyrir stjórnvöld að tak-
ast á við, eftir hremmingarnar. Hin mikla fjölgun
ferðafólks setur þetta mál síðan í annað ljós,“ segir
Ólöf þegar hún er spurð að því hvort hægt sé að
leysa þessi mál sómasamlega.
„Ég tel fjarstæðukennt að þessu sé hægt að
kippa í lag á örskotsstundu. Það er heljarinnar
verkefni og verður viðvarandi í langan tíma. Það á
ekki aðeins við um vegamálin heldur samgöngu-
málin í heild og löggæsluna.
Þetta er annað sumarið sem ég fylgist með
ferðaþjónustunni sem ráðherra. Í fyrrahaust skoð-
uðum við hér í ráðuneytinu hvað við gætum lært
af því sumri til að undirbúa stefnumörkun til
lengri tíma. Við lögðum okkar áherslur inn í vinnu
iðnaðarráðherra á vettvangi stjórnstöðvar ferða-
mála. Slysatíðni hefur stóraukist á þjóðvegakerfinu
og við getum ekki sætt okkur við það. Fyrir því
eru margar ástæður. Ástand vega er ein þeirra.
Líta þarf á bráðaaðgerðir til viðbótar lang-
tímastefnu í samgöngumálum þar sem reynt er að
bæta öryggi á vegum.“
Þarf að leita annarra leiða
„Það er orðið tímabært að við spyrjum okkur að
því hvenær tími sé kominn til að tvöfalda hring-
veginn. Hversu lengi komumst við af með alla
þessa umferð á þjóðvegi númer 1, eins og við
þekkjum hann nú? Ég tel að ekki sé hægt að kom-
ast hjá því að tvöfalda umferðarþyngstu vegina
sem fyrst.
Ef við lítum raunhæft á þetta í ljósi tekjuöfl-
unarmöguleika ríkisins má gera ráð fyrir að það
geti tekið langan tíma. Þessu til viðbótar koma svo
aðrir vegir, svo sem ferðamannavegirnir. Ég veit
Tvöfalda þarf
fjölförnustu vegina
Innanríkisráðherra vill líta til samvinnu við fjárfesta
um stórar framkvæmdir í samgöngumálum