Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía Tveir nýliðar eru í sveit Ís-lands sem tekur þátt íkvennaflokki Ólympíu-mótsins í Baku í Aserbad- sjan sem hefst 1. september nk. Sá háttur hefur verið hafður á und- anfarin ár að þjálfari og liðsstjóri, sem í tilviki kvennaliðsins er Björn Ívar Karlsson, gerir tillögu um hóp- inn sem teflir fyrir Íslansds hönd. Á 1. borði verður okkar langsterkasta skákkona, Lenka Ptacnikova, en aðrar í sveitinni eru Guðlaug Þor- steinsdóttir, Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir og nýliðarnir Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. Guðlaug tefldi síðast á Ólympíumótinu í Dresden árið 2008. „Lokaæfingin“ fyrir Ólympíu- mótið fer fram þessa dagana í húsa- kynnum SÍ þar sem stendur yfir keppni í landsliðsflokki kvenna og allar í ólympíusveitinni eru með. Líklegt er að úrslit hafi ráðist á fimmtudagskvöldið en þá vann Lenka Ptacnikova Guðlaugu Þor- steinsdóttur. Þær höfðu báðar unnið fyrstu þrjár skákir sínar. Staðan fyrir síðustu umferð sem fram fer í dag er þessi: 1. Lenka Ptacnikova 4 v. (af 4) 2. Guðlaug Þorsteinsdóttir 3 v. 3. – 4. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2 v. 5. Hrund Hauksdóttir 1 v. 6. Tinna Kristín Finnbogadóttir 0 v. Í fjórðu umferð mættust einnig nýliðarnir Hrund og Veronika. Hrund vann Hallgerði í fyrstu um- ferð mótsins en í þessari skák var uppbygging hennar gegn sikileyj- arvörn ekki nægilega markviss og Veronika leysti úr læðingi mikinn kraft í eftirfarandi stöðu: Skákþing Íslands 2016: Hrund – Veronika 25. … f4! 26. Dxf4 Rf3+! 27. Kf1 Dxf4 28. gxf4 Bc4+! 29. Bd3 Ekki 29. Re2 Hg1 mát. 29. .. Bxd3+! – og Hrund gafst upp þar sem hún verður hrók undir eftir 30. Hxd3 Hg1+ 31. Ke2 Rxd4+ og 32. … Hxa1. Minningarmót um Birnu Norðdahl Það er vel við hæfi í aðdraganda ólympíumótsins og að loknu Íslands- móti kvenna að halda minningarmót um merkan brautryðjenda, Birnu Norðdahl. Mótið fer fram laugardag- inn 20. ágúst að Reykhólum við Breiðafjörð og hafa kunnir kappar á borð við Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason boðað komu sína og þátttöku. Tefldar verða átta umferðir með 10 mínútna um- hugsunartíma. Birna Norðdahl, sem var bóndi og listamaður, dreif áfram af miklum krafti þá hugsjón sína að íslenskar konur tækju þátt í ólympíu- skákmótum. Henni tókst ætl- unarverk sitt og fyrsta íslenska kvennaliðið var sent á Ólympíumótið í Buenos Aires haustið 1978 Birna sem þá var tæplega sextug tefldi á 3. borði en aðrar í þessari ólympíusveit Íslands voru Guðlaug Þorsteins- dóttir, Ólöf Þráinsdóttir og Svana Samúelsdóttir. Skákfélagið Hrókurinn er aðal- skipuleggjandi minningarmótsins en nánari uppýsingar má finna á skak.is og hrokurinn.is So efstur á Sinquefield cup Filippseyingurinn Wesley So vann Búlgarann Veselin Topalov í 6. um- ferð stórmótsins í St. Louis og komst við það í efsta sætið. Tíu skákmennt taka þátt í mótinu. Magnús Carlsen sá sér ekki fært að vera með vegna undirbúnings fyrir heimsmeist- araeinvígið við Karjakin í New York í haust en staðan þegar þrjár um- ferðir eru eftir er þessi: 1. So 4 v. (af 6) 2. – 3. Anand og Topalov 3 ½ v. 4. – 8. Vachier Lagrave, Aronjan, Nakamura og Liren Dind 3 v. 9. Giri 2 ½ v. 10. Svidler 1 ½ v. Tveir nýliðar í kvennaliði Íslands á Ólympíumótinu í Baku Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.isÞað er minnisstætt þegar formenn stjórnarflokkanna fóru í stuttan veiði- túr í boði leigutaka Norðurár. Sam- kvæmt fréttum setti annar í ágætan lax en hinn mætti vöðlu- laus. Heimsóknin vakti athygli á stangveiði sem er skemmtileg afþreying, en hún er sjaldan ókeypis. Veiðimálastofnun telur að á hverju ári sé veltan um 20 milljarðar króna í greininni. Veiðileyfin sjálf kosta sitt. Það var niðurstaða Sigurbergs Steinssonar í BA ritgerð árið 2009 að heildar- tekjur af laxveiðileyfasölu á land- inu hefðu verið rúmlega 2 millj- arðar króna árið 2009. Það jafngildir um 2,5 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Þó að margir veiðimenn kvarti undan verðinu er í sjálfu sér ekki deilt um verðmyndunina. Hún ræðst einfaldlega af framboði og eftirspurn. Ef þeir sem eiga árnar verða of gráðugir geta þeir ein- faldlega ekki selt leyfin. Og ef menn vilja eyða sínum eigin pen- ingum í þessa skemmtilegu íþrótt er það þeirra einkamál. Alvara lífsins Við Íslandsstrendur eru gjöful fiskimið. Almenn samstaða hefur skapast um að þau séu sameign þjóðarinnar. Flestir eru líka sam- mála um að ekki er farsælt að op- inberir aðilar standi í útgerð. Allt gott fólk sér að það er sanngjarnt að greitt sé rétt verð fyrir réttinn til þess að veiða úr sameiginlegum fiskimiðum þjóðarinnar rétt eins og fyrir veiðitúr í Norðurá. Þegar kemur að ákvörðun á verðinu vilja stjórnmálaflokkarnir hins vegar ekki nýta hið ágæta tæki markaðinn þar sem framboð og eftirspurn ráða. Þvert á móti er það sérstök Veiðigjaldsnefnd að hætti gamaldags kerfiskarla sem hefur „ákvarðað veiðigjald“ fyrir næsta fiskveiðiár. Og hversu hátt skyldi árgjald sem nefndinni þóknast að ákveða samkvæmt leið- beiningum stjórnvalda? Áður en menn lesa svarið er rétt að rifja upp að fyrir sportveiðileyfi borga menn 2,5 milljarða króna á ári. Á næsta ári kostar það aðeins 4,8 milljarða að fá aðgang að heildarafla á Íslandsmiðum. Það er að segja tæplega tvöfalt meira en sportveiðin. Markaðsleið Viðreisnar Viðreisn gerir sér glögga grein fyrir því að heppilegt er að út- hluta heildaraflamarki. Þannig hefur tekist að byggja upp helstu fiskistofna við Ísland. Aftur á móti er engin sátt um núverandi kerfi þar sem pólitíkusar og býrókratar ákveða hve lítið hægt sé að sleppa með til þess að halda veiðirétt- arhöfum glöðum. Markaðsleið Við- reisnar felst í því að í stað veiðileyfagjalds sé ákveðinn hluti kvótans boðinn upp á hverju ári. Hlutfallið gæti verið milli 5 og 10% á ári. Hver útgerð fái endurgjaldslaust 90- 95% af kvóta fyrra árs, en sé svo heimilt að bjóða í heimildirnar. Nýir aðilar gætu líka tekið þátt í uppboðinu. Markmiðin eru: 1. Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. 2. Gjaldið sé markaðstengt . 3. Umgjörðin sé stöðug til fram- búðar . 4. Nýliðun sé möguleg Hvatt til hagræðingar og hámarks arð- semi til lengri tíma litið. Þessi markmið eru þannig að „sanngjarnir menn“ fallast á að þau séu æskileg. Áfram myndu gilda reglur um hámark á veiði- rétti einstakra aðila. Útlendingar fengju ekki meiri rétt en þeir hafa nú þó að gjaldtakan væri með þessum hætti. Reynsla Færeyinga bendir til þess að með uppboðum fái þjóðin mun sanngjarnari hlut af arðsemi auðlindarinnar en áður. Þessi leið er einföld og um hana getur náðst sátt til frambúðar. Landsbyggðin fær afgjaldið Aftur og aftur eru landsmenn minntir á það að sjávarútvegur er ekki heppilegur sem undirstöðu- atvinnugrein í einstökum byggð- arlögum. Það eru ekki bara sjó- menn og fiskvinnslufólk sem eiga atvinnuöryggi sitt undir greininni heldur líka rakarinn og kaupmað- urinn, sem sjá viðskiptavinina hverfa með kvótanum. Öllum íbú- um er það mikilsvert að grunn- stoðir séu styrktar. Í núverandi kerfi er veiðigjaldið tekið í ríkissjóð. Þannig má segja að það flytji verðmæti úr sjáv- arplássunum í þéttbýlið. Réttlát- ara væri að afgjald hvers árs færi í sjóð sem tilheyrði landshlut- unum. Skiptingin yrði í sömu hlut- föllum og veiðirétturinn. Sjóðirnir yrðu svo nýttir til þess að byggja upp innviði á landsbyggðinni og treystu þannig byggðarlögin, en fjármagnið streymdi ekki frá þeim eins og nú er. Þannig myndu landshlutarnir beint njóta gjalds sem væri miklu sanngjarnara en áður, en væri ekki af svipaðri stærðargráðu og túr í góða laxveiðiá. Íslandsmið eins og sportveiðitúr? Eftir Benedikt Jóhannesson »Markaðsleið Við- reisnar felst í því að í stað veiðileyfagjalds sé ákveðinn hluti kvótans boðinn upp á hverju ári. Benedikt Jóhannesson Höfundur er formaður Viðreisnar. Vetrarstarfið hafið hjá Bridsfélagi eldri borgara í Hafnarfirði. Þriðjudaginn 9. ágúst var fyrsta spilakvöld vetrarins og var spilaður tvímenningur með þátttöku 18 para. Efstu pör í N/S (% skor): Kristín Óskarsd. - Unnar Atli Guðmss. 61,1 Bjarni Þórarinss. - Magnús Jónsson 58,8 Pétur Antonsson - Friðrik Hermannss. 54,4 Bragi Björnsson - Bjarnar Ingimarss. 52,8 A-V Hrafnh. Skúlad. - Guðm. Jóhannsson 60,6 Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 59,7 Óskar Ólafsson - Viðar Valdimarss. 59,3 Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 55,1 BFEH spilar í félagsheimilinu Hraunholti 3. Spilað verður í sumar á þriðjudögum og föstudögum fram til 8. júlí Spilamennska byrjar kl. 13:00. Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei- ríksson og er hjálpað til við myndun para fyrir staka spilara. Allir spilarar vanir sem óvanir eru velkomnir og er tekið vel á móti öllum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.