Morgunblaðið - 09.09.2016, Page 1

Morgunblaðið - 09.09.2016, Page 1
F Ö S T U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  211. tölublað  104. árgangur  Á MISJÖFNU ÞRÍFAST BÖRNIN BEST BEST Í KÖLDUM SJÓ EYJAR Á HIMNI OG JÖRÐ SÍÐASTA SÝNINGIN Í SAFNINU BOÐSUND 12 EYJÓLFUR EINARSSON 3824 SÍÐNA SÉRBLAÐ Við erum á réttri leið Kjósum Jón Gunnarsson í 2. sæti Jón Gunnarsson býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Kosið verður laugardaginn 10. september nk. og eru allir hvattir til þess að kjósa. Upplýsingar um kjörstaði er að finna á www.xd.is Jón Justin Bieber steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu klukkan 20.30 í gærkvöldi við mikil fagnaðarlæti. Hann söng fyrst lagið „Mark My Words“ af plötunni Purpose sem tónleikaferð- in er kennd við. Síðan rann þaulæfð dagskráin hnökralaust í klukkustund og 45 mínútur með söng og dansi listamanna. Um 19.000 tónleikagestir fögnuðu poppgoð- inu innilega og tóku upp á farsíma sína sem mest þeir máttu til að deila á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Olli þetta miklu álagi á far- símakerfið um tíma. Löng röð myndaðist framan við Kórinn löngu fyrir tónleikana. Hnökralaust gekk að hleypa fólki inn í húsið. Seinni tónleikar Justins Biebers verða í Kórnum í kvöld. Líkt og í gær verður umferð um Kórahverfi takmörkuð frá klukkan 16.00 og fram yfir tónleikana. »41 Söngur, dans og fagnaðarlæti Justin Bieber brást ekki aðdáendum sínum í Kórnum í gærkvöldi Morgunblaðið/Ófeigur Tónleikarnir Fjöldi dansara þeyttist um ljósaskreytt svið Kórsins í takt við tónlist Justins Biebers. Tilhlökkun Tónleikagestir biðu spenntir í biðröðinni. Mjög mikil aðsókn er í nám flug- umferðarstjóra og segir Guðni Sig- urðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, mun færri komast að en vilja. Isavia annast nú alla þjálfun flug- umferðarstjóra og þegar tekið var við umsóknum í grunnnámið sem hófst í janúar á þessu ári sóttu alls 120 manns um námið. Af þeim var 21 tekinn inn. Þegar opnað var fyrir umsóknir í sumar, vegna náms sem hefst eftir áramót, sóttu 220 manns um, en af þeim voru 12 teknir inn. „Þetta nám hefur alltaf verið mjög eftirsótt, en það má e.t.v. segja að það sé orðið enn vinsælla eftir breyt- ingarnar,“ segir Guðni og vísar m.a. til þess að nám í flugumferðarstjórn er nú, eftir að Isavia tók yfir, nem- endum að kostnaðarlausu. »11 Aðeins tólf af 220 komust inn  Margir vilja læra flugumferðarstjórn Vélar Isavia annast nú allt nám flug- umferðarstjóra hér á landi. Snöggan og óvæntan óveðurshvell gerði á Siglufirði í gær. Björg- unarsveitin Strákar var kölluð út og voru nokkur tjón tilkynnt lög- reglu. Hvellurinn byrjaði um klukkan 15 og slotaði upp úr klukkan 17. Snarpar vindhviður af norðaustri, allt upp undir 40 m/s, blésu beint inn fjörðinn og gerðu talsverðan usla í bænum. Trampolín fuku og lenti eitt þeirra á ljósastaur og skemmdi hann. Tré kubbaðist í tvennt, rúður brotnuðu, tryggja þurfti vinnupall sem skemmdist, lausar þakplötur fuku og hjólhýsi fór á hliðina. Engin slys urðu á fólki. „Það voru rosalegar hviður. Þetta kom svolítið óvænt,“ sagði Hrólfur Baldursson, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka. Sex björgunarsveitarmenn sinntu óveð- ursútköllunum. gudni@mbl.is Óveður gerði usla á Siglufirði  Nokkur foktjón Ljósmynd/Einar Áki Valsson Siglufjörður Björgunarsveitin Strákar sinnti útköllum í gær.  Könnunarpróf í íslensku og stærðfræði standa nú yfir í Versl- unarskólanum. Ingi Ólafsson skóla- stjóri segir niðurstöðu prófanna samt sem áður ekki koma niður á veru nemenda í skólanum. Með þessu fáist skýrari mynd af því hvort sé verið að blása upp ein- kunnir nemenda úr tíunda bekk og einnig er hægt bjóða þeim slökustu upp á frekari aðstoð í náminu, segir Ingi. »2 Nýnemar taka könnunarpróf í Verslunarskólanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.