Morgunblaðið - 09.09.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 09.09.2016, Síða 11
Fylgist með okkur á faceboock Kringlunni 4c – Sími 568 4900 HAUST VÖRUM FULL BÚÐ AF GLÆSILEGUM FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Greint var frá því í maí á seinasta ári að Isavia myndi framvegis annast alla þjálfun flugumferðar- stjóra, en fyrirtækið annast einnig rekstur íslensku flugleiðsöguþjón- ustunnar og er eini starfsvett- vangur flugumferðarstjóra hér á landi. Áður en Isavia tók námið yfir að fullu buðu flugskólarnir nemendum upp á grunnnámskeið í flugumferðarstjórn. Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir mjög mikla aðsókn vera í námið og komast því mun færri að en vilja. Þannig má nefna að í ágúst 2015, þegar tekið var við umsóknum í grunnnámið sem hófst í janúar 2016, sóttu alls 120 manns um námið. Af þeim var 21 tekinn inn. Þegar opnað var fyrir umsóknir í sumar, vegna náms sem hefst eftir áramót, sóttu 220 manns um, en af þeim voru 12 teknir inn. Orðið að einu samfelldu námi „Þetta nám hefur alltaf verið mjög eftirsótt, en það má e.t.v. segja að það sé orðið enn vinsælla eftir breytingarnar,“ segir Guðni og vísar m.a. til þess að nám í flugumferðarstjórn er nú, eftir að Isavia tók yfir, nemendum að kostnaðarlausu. Þá eru umsækj- endur einnig boðaðir í inntöku- próf, sem skipt er í nokkrar lotur, áður en námið hefst, en þegar flugskólarnir sáu um hluta náms- ins þurftu nemendur að greiða skólagjöld og gátu jafnvel síðar lent í þeirri stöðu að uppfylla ekki sett skilyrði til þess að ljúka seinni hluta námsins, þ.e. verklega þættinum. „Hér áður fyrr voru miklu fleiri einstaklingar sem kláruðu grunn- inn en komust svo ekki lengra til að klára allt námið. Þeir greiddu því fyrir grunnnám en urðu aldrei flugumferðarstjórar,“ segir Guðni og bætir við að nú sé í raun um að ræða eitt samfellt nám, þ.e. eftir að viðkomandi er kominn inn í námið og ef hann stendur sig vel þá útskrifast hann sem flug- umferðarstjóri og fær vinnu sem slíkur hjá Isavia. „Okkar stefna er sú að taka inn nemendur eftir þörfum. Við gerum því ráð fyrir því að fólk gangi í gegnum þetta nám og hefji svo störf,“ segir Guðni, en námstími er um tvö ár og eru starfandi flug- umferðarstjórar hér á landi um 120 talsins. Öllum kennt - svo síað eftir á Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segir núverandi fyrir- komulag flugumferðarstjóranáms- ins vera betra en áður. „Þegar flugskólarnir voru með þetta þá var öllum kennt og svo síað eftir á sem reyndist ekki vel. Það er auðvitað vont að vera bú- inn með hluta af náminu og kom- ast svo að því að viðkomandi stenst jafnvel ekki læknisskoðun til að klára námið,“ segir Sigurjón Mikil aðsókn er í nám flugumferðarstjóra  Í sumar sóttu alls 220 einstaklingar um en 12 fengu inni Morgunblaðið/Ernir Reykjavíkurflugvöllur Starfandi flugumferðarstjórar hér á landi eru um 120 talsins og er mikil aðsókn í námið að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Afar hörð bar- átta er háð í opnum flokki í riðli Íslands um sæti í 16 liða úr- slitum heimsleik- anna í brids, sem haldnir eru í Wroclaw í Pól- landi. Þegar tveimur leikjum er ólokið er Ísland í 6. sæti í riðlinum, 10 stigum á eftir Bandaríkjunum, einu stigi fyrir ofan Tyrki og tveimur stigum fyrir ofan Noreg. Keppt er í þremur riðlum og fimm efstu liðin í hverjum riðli komast áfram auk liðsins sem er með hæsta skorið í 6. sæti. Ísland vann Mexíkó og Líbanon í gær en tapaði fyrir Póllandi. Í dag spilar liðið við Mónakó og Bosníu. Fyrrnefndi leikurinn verður sýnd- ur á vefnum bridgebase.com og hefst klukkan 8:30. Í kvennaflokki er Ísland í 14. sæti í sínum riðli. Liðið vann Kan- ada í dag en tapaði fyrir Frakk- landi og Hong Kong. Spilað er við Taívan í lokaumferðinni í dag. Hart barist um úr- slitasæti í brids Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kvarterma- bolir Str. S-XXL Litir: Svart og dökkblátt Kr. 4.900 Laugavegi 52 | 101 Reykjavík Sími 552 0620 | gullogsilfur.is Stórhöfða 31 Δ 110 Reykjavík Δ sími 569 3000 Δ stafir@stafir.is stafir.is Aukaársfundur Stafa lífeyrissjóðs Stafir lífeyrissjóður boðar til aukaársfundar á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 29. september 2016 og hefst kl. 16. Fundarefni: Fyrirhuguð sameining Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Stjórn Stafa lífeyrissjóðs mbl.is Í þriðju tilraun seldust aflaheim- ildir á fimm þúsund tonnum af kol- munna á uppboði í Færeyjum í gær. Tíu aurar danskir voru greiddir fyrir kílóið eða 1,74 krónur íslensk- ar. Alls fékkst því hálf milljón danskra króna fyrir heimildirnar eða tæplega níu milljónir íslenskar. Í fyrsta uppboðinu á mánudag gerði færeyska landstjórnin kröfu um 30 aura danska fyrir kílóið, en lækkaði lágmarksverðið í 18 aura í uppboði á þriðjudag. Það var síðan lækkað enn frekar á uppboðinu í gær. aij@mbl.is Kolmunninn seldist í þriðju tilraun Morgunblaðið/Ómar Færeyjar Tinganes í Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.