Morgunblaðið - 09.09.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 09.09.2016, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Farice býður öflug fjarskiptasambönd milli Íslands, Færeyja, Bretlands og meg- inlands Evrópu um sæ- strengi sína, Danice og Farice-1. Fyrirtækið er mjög mikilvægt fyrir fjarskiptaöryggi og við- skiptaumhverfi allra Íslendinga og er fyrst og fremst rekið í þeim tilgangi að veita örugga og góða þjón- ustu. Farice hefur reynt eftir megni að styðja við uppbyggingu gagnavers- iðnaðar á Íslandi þar sem slík viðbót- arþjónusta gerir rekstur á alþjóðlegri fjarskiptaþjónustu við alla Íslendinga hagkvæmari, rétt eins og sala raf- magns til álvera hefur gert raf- orkukerfi Íslendinga hagkvæmari fyrir almenning. Þörf á fleiri sæstrengjum Nefnd á vegum samgönguráðherra sem skipuð var árið 2007 komst að þeirri niðurstöðu að þörf væri á fleiri sæstrengjum vegna fjarskiptaöryggis Íslands við umheiminn þar sem Can- tat-3 strengurinn var úreltur. Á seinni stigum var þjónusta við gagnaver not- uð sem viðbótarrök fyrir réttlætingu slíkrar fjárfestingar. Þegar ljóst var að Danice strengurinn yrði lagður var ákveðið að Greenland Connect strengurinn yrði tengdur Danice- strengnum á suðurströnd Íslands, sem annars hefði farið fram hjá Ís- landi og með þessu móti urðu til þrjár tengingar til Íslands en Greenland Connect-strengurinn endar í N- Ameríku. Ekki er víst að önnur út- færsla á Danice-strengnum hefði leitt til þeirrar niðurstöðu að Ísland fékk þriðju tenginguna við umheiminn. Farice tryggir fjarskiptaöryggi landsins Í byrjun árs 2012 gerði Fjarskiptasjóður f.h. Ríkissjóðs þjónustu- samning við Farice um að félagið ábyrgðist fjar- skiptaöryggi landsins sem er ein af grunn- stoðum landsins. Slíkir þjónustusamningar eru gjarnan gerðir þegar metið er að einkaaðili sé ódýrari kostur en að Ríkissjóður standi undir slíkri grunnþjónustu sjálfur. Í samningnum eru gerðar mjög strangar kröfur um svokallaðan uppitíma og hefur Farice staðist þær kröfur og gert betur. Núverandi þjón- ustusamningur gildir til ársloka 2018. Eftir þann tíma eru vonir bundnar við að tekjur tengdar gagnaverum séu orðnar nægjanlegar þannig að ekki verði lengur þörf á þjónustusamningi og Ríkissjóður spari sér því umtals- verðar fjárhæðir í framtíðinni. Upp- bygging gagnavera er því verulegir hagsmunir fyrir bæði Farice og rík- issjóð. Notkun gagnavera eykst á hverju ári Notkun gagnavera á orku hefur aukist verulega og er nú orðinn nálægt 30MW og vex á hverju ári. Gagnaver greiða auk þess hærra verð en al- mennt gengur og gerist í orkufrekum iðnaði og eru umhverfisvænni starf- semi. Farice sér þessa aukningu í auk- inni bandvíddarnotkun á strengjum félagsins og eru gagnaver orðin stærri notendur en allur íslenski markaður- inn. Engu að síður er enn lítill hluti flutningsgetu strengjanna nýttur og eru því vaxtamöguleikar fyrir gagna- ver mjög miklir. Bati á rekstri Farice Síðustu ár hefur verið mikill bati í rekstri Farice samhliða stöðugum verðlækkunum til notenda, en gjald- skrá Farice hefur lækkað um að minnsta kosti 50% síðustu fimm ár, og hefur félagið lagt áherslu á að greiða niður skuldir til að búa í haginn fyrir framtíðina. Gæði þjónustu hafa verið mjög mikil á alþjóðlegum mælikvarða og með því besta sem þekkist. Farsæl uppbygging gagnaversiðnaðar á Ís- landi hefur stutt við þennan árangur og gæti gert það enn frekar í framtíð. Um Farice og gagnaver Eftir Ómar Benediktsson Ómar Benediktsson » Farice sér þessa aukningu í aukinni bandvíddarnotkun á strengjum félagsins og eru gagnaver orðin stærri notendur en allur íslenski markaðurinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Fa- rice ehf. Í umræðum um skólamál á síðasta borgarstjórnarfundi var um margt áhuga- vert að fylgjast með málflutningi meirihlut- ans í borgarstjórn. Það virðist augljóst að meirihlutinn skilur illa eða ekki orðið for- gangsröðun. Peningaeyðsla í nefndir og úttektir Borgarstjóri sagði að nú yrði sett í forgang að rýna skóla- og frístundasvið borgarinnar og öll þess fjármál. Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi benti þá á að þegar væru í gangi tugir nefnda og starfshópa til að rýna og greina stöðuna. Hún spurði réttilega hvað væri eiginlega komið úr allri þeirri vinnu og hvort það væri virkilega eina svar meirihlutans nú að fjölga bara rýnihópunum. Væri ekki nær að forgangsraða fjármunum borg- arkerfisins heldur en setja þá í nefndir og úttektir? Eru útgjöldin bráðnauðsynleg? Í borgarkerfinu öllu er út- gjaldavandi. Þar er svo illa for- gangsraðað að það bitnar á skól- unum. Það er verið að eyða peningum í annað. Halldór Halldórsson borg- arfulltrúi benti réttilega á að vand- inn væri aðallega útgjaldavandi. Það væri einfaldlega verið að eyða um efni fram í rekstri borgarinnar – þrátt fyrir að tekjurnar séu mik- ið yfir áætlun. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi kallaði það að verið væri að eyða fé í gæluverkefni í stað grunnþjónustu. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi gerði at- hugasemdir við þenn- an málflutning og taldi upp alls konar verkefni varðandi samgöngur og borg- arumhverfi sem væru öll nauðsynleg. Björn Blöndal borgarfulltrúi bætti í og taldi upp ýmislegt sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa nefnt sem dæmi um verk- efni sem hægt væri að fresta eða sleppa í þágu þess að forgangsraða – og ýj- aði að því að með þessu væru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins að lýsa yfir að þeir væru á móti öllum þeim verkefnum. Undirrituð fór þá yfir að mögu- lega skildi meirihlutinn ekki orðið forgangsröðun. Hvað annað ætti að útskýra hvernig borgarfulltrúar hans tala hver á eftir öðrum með votti af fyrirlitningu um tillögur sjálfstæðismanna til sparnaðar, þegar staðan er sú að verið er að sinna grunnþjónustu undir lág- markskröfu? Auðvitað er það svo að við erum ekki á því að mörg af þeim atriðum sem borgarstjórn leggur fé í séu aldeilis ómöguleg. En það þarf pólitískt hugrekki til að segja af eða á hvort þau séu bráðnauðsynleg. Á því er munur. Óþarfur kostnaður Að gefnu tilefni tilkynnist meiri- hlutanum því hér með að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ekki á móti mannréttindum þó þeir leyfi sér að benda á að peningunum sem 10 manna mannréttindasvið ráðhússins kostar væri kannski betur varið í annað. Mannrétt- indum virðist til dæmis ágætlega sinnt í nágrannasveitarfélögunum án viðlíka yfirbyggingar. Hvað með til dæmis langa biðlistann eft- ir talkennslu í skólunum, mætti kannski nota helming stöðugilda mannréttindasviðsins til að fjölga stöðugildum við talkennsluna og freista þess þannig að stytta bið- listann? Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru heldur ekki á móti lýðræði þó þeir hafi bent á að verkefnum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs megi vel sinna annars staðar í borg- arkerfinu og leggja niður ráðið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru heldur ekki á móti nauðsyn- legri þróun borgarumhverfis og samgangna þó þeir bendi á að þrenging Grensásvegar hefði mátt missa sín núna. Pólitískt hugrekki Nú þegar það er opinbert að meirihlutinn í borgarstjórn ræður ekki við það verkefni að halda úti mannsæmandi skólaþjónustu verð- ur hann að fara að ákveða með hvers konar málflutningi hann ætl- ar að verja þá frammistöðu. Ljóst er að tekjur borgarsjóðs eru næg- ar – þannig að ekki heldur sú af- sökun. Þá stendur væntanlega eft- ir að verið sé að eyða peningum um efni fram. Þá þarf að forgangsraða. Og þá þarf pólitískt hugrekki til að út- skýra fyrir borgarbúum að það þurfi að forgangsraða þó að auðvit- að væri gaman að geta gert allt. Nemendur, foreldrar og kennarar eiga skilið að heyra skýrt hvar meirihlutinn vill forgangsraða og hvaða verkefni hann telur réttlæta það að ekki sé til nægilegt fé til að reka skólakerfið. Hvað felst í forgangsröðun? Eftir Hildi Sverrisdóttur » Væri ekki nær að forgangsraða fjár- munum borgarkerfisins heldur en setja þá í nefndir og úttektir? Hildur Sverrisdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Þú getur sleppt rafrænu yfirliti með því að skrá skuldfærslureikn- ing á kortið og þá lækkar kostnaðurinn niður í 125kr; sem er út- skriftargjald, og lægsta gjald sem hægt er að hafa á kortinu.“ Fékk þetta svar frá Arion banka en ég baðst undan því að greiða kr 310 kr í netyfirlit af greiðslukorti, mánaðarlega samtals 3.720 kr. á ári. Mér finnast þessi aukagjöld bankanna alveg með ólíkindum og al- veg sérílagi íþyngjandi fyrir okkur þau eldri sem höfum nauman líf- eyri. Eldri borgari. Nóg af peningum fyrir útlendinga en ekki aldraða? Ég heyrði í Eygló Harðardóttur segja í útvarpinu um daginn, en hún vill að Íslendingar taki á móti fleira flóttafólki. Hún sagði að það væri til nóg af peningum og vel hægt að taka á móti fleirum. Hvernig stendur þá á því að ekki skuli vera hægt að bæta kjör ör- yrkja og aldraðra, sem lepja dauðann úr skel, fyrst það er til svona mikið af peningum, eins og þingmaðurinn segir? Ragnheiður, eldri borgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Rafræningjar? Réttindamál Eldri borgarar eru ekki of sælir af kjörum sínum. Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533-4200 eða arsalir@arsalir.is Ágæti fasteigna eigandi ! Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is M.BENZ G 350 CDI BLUETEC nýskr. 2014, ekinn 39 Þ.km, dísel, sjálfskiptur (7 gíra). Mjög vel búinn aukahlutum og lítur út sem nýr!Verð 21.900.000 kr. Raðnr. 254866 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is ALVÖRU JEPPI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.