Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
arlega fjölmarga og óralanga und-
irbúningsfundi okkar vegna
kennslunnar þar sem Sigga lagði
jafnan gott til mála og skreytti
auk þess verkefnin, sem lögð voru
fyrir nemendur, með skondnum
smáteikningum. Hún er líka
minnisstæð úr löngu liðnum sum-
arbústaðaferðum okkar þegar við
tókum okkur til með börn og buru
og nutum nokkurra daga leyfis í
sameiningu. Börnin okkar, sem nú
eru orðin harðfullorðið fólk, minn-
ast þess með bros á vör þegar hún
hljóp að næturlagi á náttkjól og
gúmmístígvélum til að reka kind-
ur úr túni, eða þegar hún sagði
sögur og lék skessur og skrímsli
til að skemmta þeim. Þá var ekki
síður gaman þegar pjattrófan frú
Sigríður tók sig til og „setti á sig
andlitið“ úr snyrtivöruúrvali okk-
ar allra, auk þess sem hún með
handlagni sinni sýndi listræna til-
burði við andlitssnyrtingu ann-
arra viðstaddra.
Glæsileika og fáguðum smekk
Siggu var viðbrugðið. Það sópaði
alls staðar að henni, hún bar sig
svo vel og var svo örugg í fram-
komu. Henni lét líka vel að koma
fram, standa á sviði, fara með
texta, jafnvel eigin texta því hún
var liðtæk við slíkt og hafði afar
glögga máltilfinningu. Á seinni ár-
um átti hún við ýmsa líkamlega
krankleika að stríða en mætti
þrátt fyrir það hnarreist á manna-
mót og ferðaðist víða, einkum með
kórfélögum sínum.
Enn einn dýrmætan hæfileika
átti vinkona okkar, hún var frá-
bær upplesari. Hún starfaði um
hríð sem þulur við Ríkisútvarpið
og í mörg ár valdi hún efni úr dag-
blöðum og las inn á disklinga á
vegum Blindrabókasafnsins auk
þess sem hún þjálfaði nemendur
með mjög góðum árangri fyrir
Upplestrarkeppni grunnskól-
anna. Þessi störf létu henni mjög
vel. Okkur hlýnar um hjartarætur
þegar við minnumst fágaðrar,
skýrrar raddarinnar og þess
hvernig hún beitti harða, norð-
lenska framburðinum sem varð
mildur og þýður í hennar meðför-
um.
Einn annmarki þess að eldast
er sá að ættingjar og vinir hverfa
úr hópnum. Sigríður Guðmunds-
dóttir er fyrst okkar litla vin-
kvennahóps til að yfirgefa þessa
jarðvist. Við og fjölskyldur okkar
minnumst hennar með mikilli
hlýju. Hennar verður sárt saknað.
Svanhildur, Elínborg, Guð-
björg, Kristjana og Magnea.
Það var á árshátíð í Mennta-
skólanum á Akureyri og komið að
því að dansa á sal skólans.
Eitt af fyrstu pörunum sem
svifu léttilega um dansgólfið var
Sigríður Guðmundsdóttir, Sigga,
ásamt föður sínum, Guðmundi
Karli, yfirlækni. Þessi mynd af
þeim feðginum hefur aldrei liðið
mér úr minni eða hversu glæsileg
Sigga var. Hún líktist helst fannst
mér Kleópötru forðum daga!
Þó ég hafi ætíð fylgst með
Siggu þá kynntist ég henni fyrst
þegar við fórum að kenna saman í
Fossvogsskóla. Það var haustið
1972, en skólinn var tilraunaskóli,
opinn skóli að breskri fyrirmynd.
Við unnum mikið saman og hitt-
umst oft á kvöldin að skipuleggja
skólastarfið og búa til alls konar
verkefni. Það var einstaklega gef-
andi samstarf, því að Sigga var
hugmyndarík, frjó og einstaklega
gefandi.
Vorið 1973 fórum við saman til
Eynsham í Oxford í Englandi til
að kynnast opnum skóla þar. Það
var sérlega fróðlegt og lærdóms-
ríkt og við fengum margar hug-
myndir, sem notaðar voru næsta
vetur í skólanum. Við höfðum t.d.
það sem kallað var „salur“, en þá
var einn eða tveir bekkir með dag-
skrá á sviði, en restin af krökk-
unum sat og horfði á. Ég minnist
þegar við Sigga sömdum með
krökkunum leikritið Kristnitök-
una á Þingvöllum. Börnin tóku
þátt og komið var á móts við alla,
líka þá sem þóttu sérstakir. Einn
strákur lék prest og átti að segja:
„Pax vobis cum“. Áratugum
seinna hitti ég drenginn og þá
sagði hann. Áslaug, manstu þegar
þú og Sigga létuð mig segja „Pax
vobis cum“. Hann hafði ekki
geymt latínunni sinni.
Sigga var frábær kennari og
reyndi að koma til móts við nem-
endur sína eftir getu þeirra og
hæfileikum.
Það urðu miklar breytingar í lífi
Siggu, þegar hún fluttist til
Hornafjarðar árið 1974. Sigga
gerðist kennari á Höfn og það var
til marks um kraft hennar og fé-
lagsmálaáhuga að hún varð for-
maður Kennarasambands Aust-
ur-Skaftfellinga og var einnig í
fræðsluráði Austurlands. Sigga
hafði alla tíð mikinn áhuga á leik-
list og lék í leikritum á yngri árum
og var hún fljótt kosin í stjórn
Leikfélags Hafnar, en var jafn-
framt kjörin formaður menning-
armálanefndar Hafnarhrepps.
Örlögin réðu því að 1978 flutti
Sigga aftur til Reykjavíkur og fór
að kenna í Fossvogsskóla og þar
kenndi hún uns hún fór á eftirlaun.
Hún var ætíð lifandi og frábær
kennari, sem börnin dáðu, en hún
var góður félagi þeirra. Sigga
hafði unun af söng og var árum
saman í kvennakór og fór vítt um
heim.
Sigga var skarpgreind kona
með frábært skopskyn og gott var
að eiga hana að vinkonu. Ég minn-
ist hennar með hlýju, þökk og
söknuði. Ég veit að þau eru orðin
mörg börnin sem eru henni þakk-
lát, börn sem hún örvaði, fræddi,
studdi og skildi.
Sárastur er söknuður hennar
eigin barna, þeirra Ingu, Hall-
dóru, Guðmundar Karls og Sigríð-
ar, sem öll eru vel gert og mynd-
arlegt fólk. Að leiðarlokum sendi
ég börnunum, systrum Sigríðar
og fjölskyldunni allri mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi
minningin um góða konu og kenn-
ara lifa um ókomin ár.
Áslaug Brynjólfsdóttir.
Það er erfitt að kveðja góða vin-
konu eftir áratuga vináttu.Við
kynntumst Siggu G. í kórnum
okkar Léttsveit Reykjavíkur fyrir
hartnær tuttugu árum og með
okkur tókst fljótlega góður vin-
skapur. Við höfum farið margar
ferðir saman með kórnum okkar,
bæði innanlands og utan, æfinga-
búðaferðir og allskyns skemmtan-
ir á vegum kórsins, allt eru þetta
ógleymanlegar stundir, já og allar
sumarbústaðaferðir okkar
þriggja, fórum bæði haust og vor-
ferðir, þá var gjarnan lagt af stað
eftir æfingu á þriðjudögum, búnar
að nesta okkur með góðum mat og
guðaveigum þetta voru miklar
gleðistundir og ýmislegt brallað,
borðuðum góðan mat smá rauðvín
í nokkrar tær, spilað og heiti pott-
urinn óspart notaður. Einnig var
farið í góðar gönguferðir, sem
sumar enduðu næstum með vin-
slitum þar sem göngustjórinn fór
ekki alltaf auðveldustu leiðina en
alltaf endaði allt vel og mikið hleg-
ið. Við stofnuðu líka klúbb innan
kórsins fyrir „einstakar“ konur,
„Klúbbur Vonn“, og höfum haldið
vel hópinn og gert margt saman
eins og farið í leikhús, bíó og kaffi-
húsaferðir, svo eitthvað sé nefnt.
Ekki má gleyma aðalferðinni, þar
sem hluti af Klúbbi Vonn fór í sigl-
ingu um Miðjarðar- og Svartahaf-
ið. Við vorum átta saman og áttum
ógleymanlega tíma á þessari sigl-
ingu.
Sigga var yndisleg vinkona, víð-
lesin og talaði gott mál og kom vel
fyrir sig orði, hafði fallega fram-
komu og var glæsileg, þegar hún
klæddi sig upp enda var eftir því
tekið um borð í skemmtiferðaskip-
inu.
Að hafa átt Siggu að vinkonu og
samferðafélaga eru forréttindi og
mikil gæfa. Við komum síðast
heim til hennar í júní með smá af-
mælisgjöf og þá var hún að und-
irbúa ferð norður í tilefni 60 ára
stúdentsafmælis frá MA og var
búin að undirbúa ræðuna sem hún
hélt fyrir hönd árgangsins.Var
hún svolítið kvíðin því þarna var
hún farin að finna fyrir einhverj-
um ónotum, sem voru undanfari
þess sem síðar kom í ljós. Og eins
og við margar var hún haldin val-
kvíða um það í hverju hún ætti að
vera. Við gerðum oft grín að þessu
hjá okkur, en norður fór Sigga og
hélt sína ræðu, glæsileg að vanda.
Nú hefur hún kvatt þessa jarð-
vist eftir stutta sjúkrahúslegu,
laus við þjáningar og kvíða.
Takk fyrir allar samverustund-
irnar, elsku vinkona, við hittumst
svo síðar syngjandi glaðar í Sum-
arlandinu.
Elín Stella Gunnarsdóttir,
Sigríður Friðþjófsdóttir.
Kveðja frá Kvennadeild
Rauða krossins í Reykjavík
Á hálfrar aldar afmæli Kvenna-
deildarinnar kveðjum við Sigríði
Guðmundsdóttur og þökkum af al-
hug samstarf og samveru á liðnum
árum.
Sigríður gerðist stofnfélagi í
Kvennadeild Rauða krossins í
Reykjavík 12. desember 1966.
Eftir að formlegri starfsævi lauk
vann hún með deildinni af miklum
krafti, fyrst á bókasafninu á Land-
spítalanum í Fossvogi og síðar á
Landakoti. Þegar heilsan leyfði
ekki lengur að ýta þungum bóka-
vögnum eftir spítalagöngunum þá
kom hún einu sinni í viku og las
fyrir sjúklinga. Þessi upplestur
var afar vel þeginn enda hafði Sig-
ríður ótrúlega fallega og hljóm-
mikla rödd og hafði m.a. lesið inn á
hljóðbækur hjá Blindrabókasafn-
inu. Hún tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi Kvennadeildarinnar og
allar samkomur voru skemmti-
legri ef hún var með okkur.
Stórt skarð er nú höggvið í okk-
ar hóp, sem byggist einmitt á fólki
eins og Sigríði sem er tilbúið að
gefa af sjálfu sér og tíma sínum til
þess að stuðla að betri líðan ann-
arra. Sigríður var kona sem gott
var að kynnast og heiður að mega
kalla félaga sinn.
Kvennadeildin sendir fjölskyld-
unni allri innilegar samúðarkveðj-
ur og biður góðan Guð að varð-
veita þau og styrkja í sorginni.
Oddrún Kristjánsdóttir,
formaður Kvennadeildar.
Látin er fyrrverandi samstarfs-
kona, Sigríður Guðmundsdóttur.
Sigga, eins og hún var jafnan köll-
uð, var ráðin kennari að Fossvogs-
skóla haustið 1972 og starfaði þar
þá í tvö ár, fór síðan austur á land
um tíma en kom svo aftur til starfa
haustið 1978. Aðalstarf Siggu í
Fossvogsskóla var umsjónar-
kennsla en einnig kenndi hún þar
ensku í nokkur ár og síðustu
starfsárin starfaði hún í náms-
verinu og aðstoðaði þar fjölda
barna við hin ýmsu verkefni.
Sigga hafði gott lag á börnum,
ekki síst þeim sem stóðu á ein-
hvern hátt höllum fæti, og nem-
endum hennar þótti ákaflega
vænt um hana. Hún var fróð,
skemmtileg og afburða sögumað-
ur.
Sigga hafði ríka kímnigáfu, var
orðheppin og fljót að svara fyrir
sig. Matar- og kaffitímar á kenn-
arastofunni voru oft uppspretta
alls konar glens og gríns og þar
leiddist sannarlega engum þegar
Sigga var þar innan dyra og fór á
kostum í frásögnum sínum.
Sigga var skapmikil en einnig
ákaflega hlý og notaleg og ein-
staklega samviskusöm við allt sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún
hafði mjög fallega rithönd og var
jafnan beðin að skrifa á kort fyrir
hönd starfsfólksins þegar afmæli
eða aðrir viðburðir stóðu fyrir
dyrum.
Hún hafði líka skýra og fallega
rödd og var í nokkur ár þulur hjá
RÚV í afleysingum og las þá frétt-
ir.
Sigga hafði mikinn áhuga á
leiklist og í Fossvogsskóla setti
hún oft upp heilu leikritin og fór
það vel úr hendi. Þegar skólinn
átti 40 ára afmæli haustið 2011 var
Sigga fengin til að koma og
skemmta börnunum. Þar var hún í
essinu sínu, las og sagði sögur, lék
allar sögupersónurnar og hélt
óskiptri athygli hjá fullum sal af
börnum á aðra klukkustund.
Sigga var góður vinnufélagi,
heilsteypt og vönduð á allan hátt
og var sárt saknað þegar hún lét
af störfum vorið 2004. Við þökkum
henni samfylgdina og margar
ánægjulegar samverustundir í
gegnum árin og biðjum afkom-
endum hennar blessunar.
Fyrir hönd starfsfólks Foss-
vogsskóla,
Stefanía Björnsdóttir.
Sigríður Guðmundsdóttir
kennari hefur kvatt þessa jarðvist.
Sigríður réðst sem kennari við
Fossvogsskóla 1972, en skólinn
var þá tilraunaskóli með breytta
kennsluhætti. Sigríður var glæsi-
leg kona á velli, há og tíguleg. Hún
samlagaðist mjög vel þeim starfs-
mönnum sem fyrir voru í skólan-
um. Hún starfaði þar til 1974 og
hafði þá farið til Englands til að
kynna sér fyrirkomulag kennslu í
opnum skólum eins og þessi teg-
und skóla var nefnd. Á þessum ár-
um var afskaplega gaman að
vinna í skólanum og kennarar og
annað starfsfólk mjög áhugasamt.
Það var mikið á sig lagt hvað
vinnu snerti og kennarar ósparir á
tíma sinn. Sigríður var þar enginn
eftirbátur og raunar unni hún
starfinu þar og skólanum allt til
endadægurs.
Árið 1974 flytur Sigríður til
Hafnar í Hornafirði en fyrrver-
andi eiginmaður hennar, Friðjón
Guðröðarson, hafði þá verið skip-
aður lögreglustjóri á Höfn. Hún
hóf kennslu við grunnskólann á
Höfn og varð reyndar fljótt mjög
virk í menningarlífi staðarins. Eft-
ir að þau hjón slitu samvistum
kom Sigríður aftur til Reykjavík-
ur og hóf á ný kennslu við Foss-
vogsskóla og vann þar til loka
starfsaldurs. Hún fékk ársleyfi frá
störfum og gegndi þá starfi út-
varpsþular og gerði það með mikl-
um ágætum en að því ári loknu tók
hún aftur við sínu fyrra starfi í
Fossvogsskóla.
Hún var mjög drífandi í allri
leiktengdri starfsemi í skólanum
og leiðbeindi öðrum kennurum
hvað framsögn snerti. Hún náði
sérlega vel til nemenda og sem
sögumaður var hún einstök. Þó
hún væri skapmikil og tilfinninga-
rík og gæti á stundum gustað af
henni þótti nemendum öllum vænt
um hana. Það má segja að það hafi
verið mikill styrkur fyrir skólann
að hafa kennara með þá hæfileika
sem hún bjó yfir. Eins og oft vill
verða á fjölmennum vinnustað þá
myndast ákveðnir kjarnar sam-
starfsfólks. Svo var um þann hóp
sem saman hóf kennslu í upphafi
skólans.
Þar var Sigríður ein af drif-
fjöðrunum en hún hafði líka þann
góða kost að ná strax góðu sam-
bandi við nýja kennara sem komu
til starfa. Hún var mjög skemmti-
leg og gat verið ansi hnyttin í til-
svörum. Þá hafði hún mikla
ánægju af tónlist og söng í mörg
ár í Léttsveit kvenna. Einnig
starfaði hún um tíma með Leik-
félagi Kópavogs. Hún hafði sem
fyrr er sagt fjölbreytta hæfileika
sem við samstarfsfólk hennar
fengum oft að njóta í ríkum mæli
og erum þakklát fyrir. Hún hélt
alltaf góðum tengslum við okkur
hjónin og alltaf jafn hressandi að
hitta hana þó svo síðustu árin hafi
hún átt við veikindi að stríða.
Síðast þegar ég hitti Sigríði var
þegar hún flutti kveðju 60 ára
stúdenta frá MA við skólaslit 17.
júní á þessu ári. Hún gerði það
með mikilli reisn og maður renndi
ekki grun í að svo skammt væri til
endadægurs, en krabbinn, sá vá-
gestur, lagði hana að velli eftir
stutta legu. Hún hefði orðið 80 ára
á næsta ári.
Ég þakka Sigríði fyrir mjög
gott samstarf í gegnum árin og
fyrir starf hennar í Fossvogs-
skóla. Við hjónin sendum innileg-
ar samúðarkveðjur til barna og
annarra afkomenda.
Kári Arnórsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU ÞÓRHALLSDÓTTUR,
Hæðargarði 35.
.
Rögnvaldur Gunnarsson, Þ. Kolbrún Ásgrímsdóttir,
Jónína I. Gunnarsdóttir,
Steinþór Gunnarsson, Inga Hlíf Ásgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
VIGDÍS PÁLSDÓTTIR
handavinnukennari,
er látin.
.
Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir,
Inga Lára Baldvinsdóttir,
Páll Baldvin Baldvinsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar
og afi,
BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON,
Kópavogsbraut 82,
Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum að kvöldi
6. september.
.
Fanney Einarsdóttir,
Brynjúlfur Brynjólfsson,
Einar Bárður Brynjólfsson,
Lúðvík Brynjólfsson
og afabörn.
Okkar ástkæra
SVALA DÍS,
Hafnargötu 8, Siglufirði,
lést af slysförum sunnudaginn
4. september.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Guðný og Örvar,
Guðmundur og Ásta Sóllilja,
Kristinn Dagur,
Aníta Maren,
Haraldur Björn,
Andrea Sif
og aðrir ástvinir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÞORLEIFUR STEFÁN GUÐMUNDSSON,
löggiltur fasteignasali
og líffræðingur B.Sc.,
Jakaseli 29, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. september.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn
15. september klukkan 15. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11G
fyrir einstaka umönnun og hlýju.
.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Sigurður James Þorleifsson, Ólöf B. Margrétardóttir,
Elín Þorleifsdóttir, Pétur Rúnar Sverrisson,
Kári Þorleifsson,
Bjarki Þorleifsson,
Bjartur Þorleifsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og jarðarfarar
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS S. HAFDAL,
Hamratúni 36, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar
og heimahlynningar sjúkrahússins á Akureyri.
.
Þóra Kristín Flosadóttir,
synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.