Morgunblaðið - 09.09.2016, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Soap ljós
Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is
Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16
Hvert ljós er einstakt
Norðlenskar konur í tónlist efna til
tónleikaraðar nú á haustdögum þar
sem viðfangsefnin eru sjór, loft og
land. Fram koma Ásdís Arnardóttir
kontrabassaleikari, Helga Kvam pí-
anóleikari, Kristjana Arngríms-
dóttir söngkona, Lára Sóley Jó-
hannsdóttir söngkona og fiðluleikari
og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona.
Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð-
inni verða sunnudaginn 11. sept-
ember kl. 20.30 á Loftinu á veit-
ingastaðnum Bryggjunni á
Akureyri. „Á tónleikunum verður
flutt tónlist um sjóinn, sjósókn, sjó-
mennsku og ævintýr. Oft eru textar
laganna karllægir en í flutningi
kvenna eru lögin í nýju samhengi.
Lög sem verða flutt eru t.d. „Stolt
siglir fleyið mitt“, „Simbi sjómaður“,
„Einsi Kaldi“ og „Sjómenn íslenskir
erum við“ ásamt mörgum þekktum
lögum sem tengjast sjónum,“ segir í
tilkynningu. Þar kemur fram að sér-
stakur gestur á tónleikunum er Ave
Sillaots harmonikkuleikari.
Norðlenskar konur
syngja um sjómennsku
Sjósókn Ásdís Arnardóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Þórhildur Örv-
arsdóttir, Helga Kvam og Lára Sóley Jóhannsdóttir koma fram.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Hér er sköpunin,“ segir Eyjólfur
Einarsson myndlistarmaður og leið-
ir blaðamann að tveimur málverkum
þar sem fingur sést á öðru skjóta
ljósi út í geiminn en á hinu má sjá
sprengingu og við það skjótast lit-
fagrar hringekjur í allar áttir.
„Ég kalla þessi verk „Verði ljós –
og það varð ljós“, eða „Stórahvell“.
Það er sami hluturinn. Hringekj-
urnar eru myndhverfing lífsins,
þetta snýst allt.
Þessi stóru verk hér á endaveggn-
um kalla ég síðan „Handan vetrar-
brautarinnar“. Hann skýrir hvernig
hann málaði þennan blásvarta him-
ingeim sem litríkar hringekjurnar
snúast í en í honum miðjum er björt
stjörnuþoka. „Fyrst málaði ég hana
hvíta en lagði svo litalög yfir, þannig
að ljósið kæmi í gegn. Að „lass-
úrera“ var það kallað í gamla daga
en Rembrandt er mesti snillingur
sögunnar í því…“
Eyjólfur er að svara spurningum
um verkin á sýningunni sem hann
opnar í Listasafni ASÍ við Freyju-
götu á morgun, laugardag, klukkan
15. Sýninguna kallar hann Eyjar á
himni og jörð, og er hún sögð fantas-
ía um lífið og tilveruna og spurn-
ingar sem engin svör fást við. Sýn-
ingin er í öllu húsinu og sú síðasta
sem sett er upp undir merkjum
Listasafns ASÍ í þessu merka húsi
sem Ásmundur Sveinsson mynd-
höggvari byggði en eins og kunnugt
er hefur húsið verið selt og leggst
sýningahald Listasafnsins af.
Eyjólfur tileinkar sýninguna Ás-
mundi og sýnir meðal annars tvær
leirstyttur sem hann vann 11 til 12
ára undir handleiðslu meistarans.
Einskonar endastöðvar
Í Gryfjunni sýnir Eyjólfur stytt-
urnar tvær, röð vatnslitamynda frá
1966, lokaári náms hans við mynd-
listarakademíið í Kaupmannahöfn,
og nýtt málverk sem kallast á við
þær. Í Arinstofu eru ný vatns-
litaverk en við erum á efri hæðinni
að skoða þessi nýju málverk utan úr
geimnum.
„Ég hef verið svolítið upptekinn af
stjörnufræði, hef gaman af að
sökkva mér niður í það og það fór að
blandast inn í verkin með þessum
hætti“ segir Eyjólfur til skýringar.
„Verkin hinumegin í salnum kalla
ég síðan „Á jörð“.“ Þar má sjá par-
ísarhjól snúast einsemdarleg á eyju
úti í hafi og sitja í þeim nokkrar
mannverur.
„Ég hugsa þetta sem einskonar
endastöðvar. Maður endar einhvers-
staðar …
Það má segja að ég hafi lengi verið
upptekinn af eyjum en sem strákur
var ég oft í sveit í Skagafirði, á
Reykjum á Reykjaströnd; í sex sum-
ur horfði ég til Drangeyjar. Móður-
systir mín bjó þar. Drangey situr
síðan alltaf í mér, í undirmeðvitund-
inni, og brýst svona fram hér,“ segir
hann og brosir.
„Í vatnslitamyndunum í Arinstof-
unni er ég síðan staddur á jörðinni,“
segir hann og við göngum niður.
Öðlingurinn Ásmundur
Eyjólfur segir að hann sé í verk-
um sínum iðulega á grensunni við
súrrealisma og vissulega getur að
líta einmanalegar furðustemningar í
verkunum. Skip siglir sjó en skuggi
þess tekur að sökkva eins og fyr-
irboði, í annarri eru fótspor í snjó en
hverfa skyndilega. Í verkum Eyjólfs
má iðulega sjá furðulegar og ógn-
vekjandi uppákomur.
„Já, ég hef svo gaman af því,“ seg-
ir hann. „Að vera einhvers staðar á
grensunni, en samt natúralistískur.“
Og í Gryfju getur að líta fyrr-
nefndar leirstyttur og fimmtíu ára
gamlar vatnslitamyndir, verk sem
Eyjólfur gerði á lokaári námsins í
Kaupmannahöfn 1966 og vinkona
hans þar úti fann fyrir nokkru.
„Ég var búinn að steingleyma
þeim,“ segir hann. „Þarna er ég orð-
inn abstrakt en byrjaði á að mála
landslag og þróaðist út í þetta af
þörf fyrir að breyta og leika sér.“
En stytturnar eru enn eldri náms-
verk, frá 1951 til 53.
„Ég gerði þær þegar ég var 11 til
12 ára, undir handleiðslu Ásmundar.
Ég var í skóla Félags íslenskra frí-
stundamálara að Laugavegi 166. Þar
kenndu menn eins og Ásmundur,
Þorvaldur Skúlason og Kjartan Guð-
jónsson. Ég var í barnadeild fyrst en
var alltaf að þvælast á efri hæðinni
þar sem Ásmundur var meðal ann-
ars að kenna fullorðnun og að lokum
sagði hann: Þú ert alltaf hérna, byrj-
aðu bara að módelera hjá okkur! Það
varð ekki aftur snúið, ég lærði hjá
honum í þrjú ár. Þessar tvær styttur
hafa bara varðveist.
Það réð úrslitum um ævi mína að
vera þarna hjá Ásmundi. Hann var
svo skemmtilegur og mikill öðlingur.
Hann talaði við mig eins og fullorð-
inn mann en meðal skólabræðranna
voru Ragnar Kjartansson í Glit og
Guðmundur Benediktsson mynd-
höggvari. Ég teiknaði líka nokkur
módel hjá Þorvaldi og það má segja
að ég hafi orðið nánast fullnuma í
anatómíu enda er maður svo mót-
tækilegur á þessum aldri. En Ás-
mundur var alveg frábær maður og
mig langar að heiðra minningu hans
með því að sýna stytturnar hér.“
„Einhvers staðar á grensunni“
Fantasíur um lífið og tilveruna á sýningu Eyjólfs Einarssonar í Listasafni ASÍ Síðasta sýningin í
safninu Heiðrar minningu Ásmundar Sveinssonar með styttum sem hann gerði í tímum hjá honum
Morgunblaðið/Einar Falur
Fantasíur „Ég hef verið svolítið upptekinn af stjörnufræði og það fór að blandast inn í verkin,“ segir Eyjólfur Ein-
arsson um ný málverk á sýningunni í Listsafni ASÍ þar sem sjá má Stórahvell í túlkun hans, með svífandi hringekjum.
Sláttumaður Önnur leirstyttnanna
sem Eyjólfur gerði barnungur í
námi hjá Ásmundi Sveinssyni.