Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 0. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  212. tölublað  104. árgangur  FAGNA ÚT- GÁFU FYRSTU VERKA SINNA BALTASAR KORMÁKUR FÆR FULLT HÚS EIÐURINN 54Í FÓTSPOR FEÐRANNA 14 Frír ís fyrir krakka! í september Nánar ábls 15 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnarráðið er að leita lausna á þeim vandamálum sem upp koma ef lagning háspennulína frá Þeista- reykjavirkjun og að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík verður bönnuð eða tefst mikið. Málið er á verksviði fleiri en eins ráðherra og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra haft forystu um vinnuna, samkvæmt heimildum blaðsins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er með til umfjöllunar kæru Landverndar vegna út- gáfu framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir lagningu háspennulína Landsnets á milli Þeistareykjavirkj- unar og Bakka og tengingu við landskerfið. Fram- kvæmdir voru hafnar en úrskurðarnefndin stöðvaði þær að kröfu Landverndar á meðan fjallað er um málið. Nokkrar leiðir ræddar Búist er við endanlegum úrskurði fyrir áramót. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar, meðal annars bæjarstjórn Húsavíkur, óttast mjög afleiðingar þess fyrir virkjun og uppbyggingu kísilvers PCC á Bakka ef miklar tafir verða á verkefninu. Vitað er að fulltrúar þýska bankans sem fjármagnar bygg- ingu kísilversins hafa lýst áhyggjum sínum á fundi með fulltrúum stjórnvalda og óskað eftir öðrum fundi fljótlega. Fulltrúar stjórnvalda hafa rætt við fleiri, meðal annars Landvernd sem rekur málið. Nokkrar leiðir hafa verið til skoðunar hjá stjórn- völdum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meðal annars hefur verið rætt um að setja lög á deiluna eða að skerpa á ákvæðum nýlegra náttúru- verndarlaga með það að markmiði að verkefni sem komin voru á beinu brautina fyrir gildistöku lag- anna verði ekki fyrir truflun. Ef ríkisstjórnin ákveður að grípa til aðgerða þarf að leggja frum- varp fyrir Alþingi fljótlega. Undirbúa lög vegna Bakka  Hagsmunaaðilar og stjórnvöld hafa áhyggjur af afleiðingum tafa á lagningu raflína frá Þeistareykjum  Stjórnvöld athuga möguleika á að skerpa á lögum  Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær harðlega nýjustu kjarnorkutilraun Norður-Kóreu. Öryggisráðið ætlar að ræða „umtals- verðar aðgerðir“ gegn stjórnvöldum í Pjongjang og bregðast þannig við kjarnorkutilrauninni, að því er forseti Öryggisráðsins, Nýsjálendingurinn Gerard van Bohemen, sagði frétta- mönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær. Öryggisráðið var kallað til neyðar- fundar fyrir luktum dyrum í gær til að ræða nýjustu kjarn- orkutilraun Norður-Kóreu- manna. Kjarnorku- sprengjan sem þeir sprengdu í fyrrinótt var sú fimmta, og langöflugasta, sem Norður-Kóreumenn hafa sprengt frá því þeir hófu að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eld- flaugar. »28 Öryggisráð SÞ fordæmir kjarnorkutilraun Norður-Kóreu og boðar aðgerðir Það er gaman að fá sér göngutúr um borgina í góðu veðri og ekki síður þegar kvölda tekur og sólin fer að setjast. Við Sæ- brautina er listaverkið Sólfarið, sem er eftir myndhöggvar- ann Jón Gunnar Árnason og vekur athygli þeirra sem leið eiga hjá. Algengt er að sjá ferðamenn stoppa við Sólfarið á leið sinni um miðbæinn. Íbúasamtök Vesturbæjar ákváðu árið 1986 að gefa Reykjavíkurborg myndverk í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar og var Jón Gunnar beðinn um að vinna verkið. Sólfarið er vinsæll viðkomustaður og þar taka margir myndir Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvöldsólin lýsir upp listaverk og hús við Sæbrautina  Dúntekja hefur lítil áhrif á af- komu æðarkollna í þéttu varpi og kemur það erlendum viðskipta- mönnum, sem kynna sér tekju á dúni sem þeir kaupa, á óvart að sjá hvernig hún fer fram. Þetta segir Þórður Örn Kristjánsson, nýút- skrifaður doktor í líffræði og fyrsti heyrnarlausi Íslendingurinn til ljúka doktorsprófi, í viðtali í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Kannaði áhrif dúntekju  Heimsmethafinn Helgi Sveins- son var fyrstur íslensku keppend- anna fimm til að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í gær- kvöld þegar hann keppti í spjót- kasti. Helgi var um tíma í 3. sæti en féll niður í það fjórða og loks það fimmta áður en keppninni lauk. Hann kastaði lengst 53,96 metra, í fyrstu tilraun. Helgi keppir í fötlunarflokki F42 og á heimsmetið í þeim flokki, en það er 57,36 metrar. Hann bætti ólympíumetið í þeim flokki í gær með lengsta kasti sínu. Á ólympíumótinu keppa keppendur í flokki Helga hins vegar með tveimur öðrum fötlunarflokkum, F43 og F44. Sigurvegari varð Akeem Stewart frá Trínidad og Tóbagó sem kastaði 57,32 metra. Helgi hefði þurft 55 metra kast til að fá bronsverðlaun. » Íþróttir Helgi Sveinsson Helgi reið á vaðið og varð fimmti í Ríó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.