Morgunblaðið - 10.09.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 10 . SEPTEMBER
BRYNDÍS
Haral
ÉG ÓSKA
EFTIR ÞÍNUM
STUÐNINGI
Í 4. SÆTIÐ
4
reglunum og Samgöngustofa og
systurstofnanir erlendis annast eft-
irlitið.
Reglur flugfélaga
Icelandair bendir farþegum sín-
um á það í reglum um farangur að
aukarafhlöður eigi eingöngu að
vera í handfarangri. Ef flytja þarf
tösku úr handfarangri úr farþega-
rými í lest flugvélar á farþeginn að
segja starfsfólki frá litíum-
rafhlöðum sem þar kunni að vera.
Litíum-rafhlöður má eingöngu
flytja í handfarangri hjá WOW air.
Þar er sett hámark á styrkleika,
300 vött.
hvattir til að hafa tækin sín, svo
sem farsíma, myndarvélar og tölv-
ur, í handfarangri. Bannað er að
hafa aukarafhlöður í ferðatöskum
sem fara í farangurshólf vélarinnar,
einnig rafrettur. Rafhlöður yfir
ákveðnum styrkleika fær fólk ekki
að taka með sér. Farþegum er ekki
beinlínis bannað að láta tækin sjálf
í farangurstöskuna en verður þá að
tryggja að vel sé frá þeim gengið
og örugglega sé slökkt á tækj-
unum.
Ekki er tékkað á þessum tækjum
í vopnaleit á flugvöllum, samkvæmt
upplýsingum frá ISAVIA. Það er
hlutverk flugfélaga að framfylgja
„Ég hóf nám í september 2014 og
klára bóklegt grunnnám hjá Flug-
skóla Íslands, en fyrir það greiddi
ég 460.000 krónur. Í skólanum var
okkur sagt að við gætum að námi
loknu sótt um áframhaldandi nám
hjá Isavia,“ segir Þórir Sigvaldason,
en hann er einn þeirra sem hófu
grunnnámskeið í flugumferðar-
stjórn hjá Flugskóla Íslands áður en
Isavia tók námið yfir að fullu.
Eftir að Isavia, Flugskóli Íslands
og Flugskóli Keilis gerðu sam-
komulag árið 2015 um að grunn-
námskeið fyrir nám í flugumferðar-
stjórn yrðu framvegis haldin á
vegum Isavia segir Þórir að hann
hafi ekki fengið námsvist hjá Isavia
til þess að ljúka námi sínu. Segist
hann hafa fengið þau svör að hann
yrði að taka bóklega þátt grunn-
námsins aftur þar sem Isavia myndi
ekki meta fyrri námsárangur hans
hjá flugskólanum.
„Eins og gefur að skilja er ég
mjög ósáttur við þetta. Maður er bú-
inn að borga háa fjárhæð fyrir nám-
ið og vinnutap ofan á það,“ segir
Þórir og bætir við að hann og tveir
aðrir einstaklingar í sömu stöðu ætli
að krefja flugskólann endurgreiðslu
á námsgjöldum.
Þórður Már Jónsson er lögmaður
mannanna. „Flugskólinn var að
selja þarna rándýrt nám án þess að
trygging væri fyrir því að það
myndi nýtast mönnum á nokkurn
hátt. Hvort endanlegri kröfu verði
beint að flugskólanum, Isavia eða
báðum á eftir að koma í ljós,“ segir
hann og bætir við að hann hafi verið
í sambandi við skólastjórnendur.
Baldvin Birgisson, skólastjóri
Flugskóla Íslands, segir ábyrgðina
fyrst og fremst liggja í ákvörðun
Isavia þess efnis að taka námið yfir
og að flugskólinn hafi boðið nem-
endum sínum upp á nám sem væri í
fullu samræmi við allar reglur.
Nemendur krefja
flugskóla sinn um
endurgreiðslu
Hófu nám í flugumferðarstjórn en
segja Isavia ekki meta námsárangur
Morgunblaðið/RAX
Stjórnun Starfandi flugumferðar-
stjórar eru um 120 talsins.
Nokkur um-
ferðaróhöpp
urðu í gær. Slys
varð á Hálsasveit-
arvegi nálægt
Borgarnesi. Ekki
er vitað um slys á
fólki. Malar-
flutningabíll valt
við Húsavík. Öku-
maður slapp að
mestu óskadd-
aður. Þriggja bíla árekstur varð á
Skeiðarárbrú og tepptist umferð
vegna árekstursins. Ökumenn og
farþegar sluppu ómeiddir að sögn
lögreglunnar á Suðurlandi.
Strætisvagn ók aftan á hóp-
ferðabíl sem dró kerru við Valla-
hverfi í Hafnarfirði um þrjúleytið.
Nokkur umferðar-
óhöpp urðu víða um
land í gær
Hafnarfjörður
Rúta skemmdist.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Lög um breytingu á þingsköpum
Alþingis voru samþykkt með 37
samhljóða atkvæðum í fyrradag.
Lögin gera ráð fyrir því að yfir-
standandi þing, 145. löggjafarþing-
ið, verði framlengt til 29. október,
en þann dag er áformað að alþingis-
kosningar fari fram. Þar sem fyrir-
hugaðar alþingiskosningar munu
fara fram áður en kjörtímabil al-
þingismanna rennur út þarf að rjúfa
þing á grundvelli 24. gr. stjórnar-
skrárinnar til að kalla fram kosn-
ingar. Tilkynning um þingrof felur í
sér hina formlegu ákvörðun um
kjördag.
Samkvæmt sömu grein skulu al-
þingiskosningar fara fram innan 45
daga frá því að þingrof er tilkynnt.
Því er fyrst hægt að tilkynna um
þingrof fimmtudaginn 15. septem-
ber næstkomandi. Er fastlega búist
við því að Sigurður Ingi Jóhannsson
forsætisráðherra lesi forsetabréf
um þingrof á Alþingi þann dag.
Um leið og tilkynnt hefur verið
um þingrof getur undirbúningur
kosninganna hafist, þar á meðal
kosning utan kjörfundar. Kosning
utan kjörfundar
getur samkvæmt
lögum hafist átta
vikum fyrir kjör-
dag en að þessu
sinni verður tím-
inn skemmri, um
sex vikur.
Innanríkis-
ráðuneytið undir-
býr kosningarnar
og hefur yfirum-
sjón með utankjörstaðaratkvæða-
greiðslum hérlendis. Utanríkisráðu-
neytið hefur umsjón með
kosningum erlendis.
„Innanríkisráðuneytið er meðvit-
að um að alþingiskosningar eru
fram undan og kemur að fram-
kvæmd þeirra eins og lög gera ráð
fyrir. Þegar kjördagur hefur verið
auglýstur formlega verður með
stuttum fyrirvara unnt að hefja
utankjörfundaratkvæðagreiðslu inn-
anlands sem utan,“ segir Jóhannes
Tómasson, upplýsingafulltrúi innan-
ríkisráðuneytisins.
Í sama streng tekur Urður
Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi
utanríkisráðuneytisins. Þar sé
undirbúningur fyrir atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar hafinn.
Kosningar undirbúnar
Lög um framlengingu þings samþykkt Búist við því að forsætisráðherra til-
kynni um þingrof á fimmtudag Ráðuneyti undirbúa utankjörfundarkosningu
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Ekki er bannað að flytja litíum-rafhlöður með sér-
stökum fragtflugvélum en um flutninginn gilda
ákveðnar reglur. Flugrekendum er svo í sjálfsvald sett
hvort þeir setja sér strangari reglur varðandi þennan
flutning, samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.
Stóru hraðflutningafyrirtækin, eins og FedEx, DHL
og UPS, flytja ekki pakka þar sem litíum-rafhlöður
koma við sögu. Það takmarkar möguleika fólks á að
kaupa sér síma, myndavélar eða tölvur á netinu.
Sölufyrirtækin bjóða ekki upp á flutning með skip-
um.
Flytja ekki litíum-rafhlöður
STÓRU HRAÐFLUTNINGAFYRIRTÆKIN
Tækin eiga að vera í
handfarangri.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Litið er á litíum-rafhlöður, orku-
gjafa flestra smátækja sem eru
hluti af daglegu lífi fólks, sem
hættulega vöru í flugi. Farþegar
eru beðnir um að taka auka-
rafhlöður með í handfarangri og
helst einnig öll tæki sem rafhlöð-
urnar eru í. Hraðflutningafyrirtæki
taka ekki við sendingum þar sem
litíum-rafhlöður koma við sögu.
Mikil umræða hefur verið um
litíum-rafhlöður og hættu af þeim í
flugheiminum á undanförnum ár-
um. Talið er að eldur geti kviknað
út frá rafhlöðum, einkum ef þær
hafa skemmst, skammhlaup verður
eða þær ofhitna. Einnig getur það
gerst vegna framleiðslugalla. Jafn-
vel eru sögð dæmi um að þær hafi
sprungið. Grunur leikur á að tvær
vöruflutningavélar hafi farist á ár-
unum 2010 og 2011 vegna elds frá
slíkum rafhlöðum.
Bannað í farangursgeymslu
1. apríl síðastliðinn tók gildi bann
Alþjóðaflugmálastofnunarinnar við
flutningi litíum-rafhlaðna í farang-
ursrými farþegaflugvéla. Á bannið
bæði við um endurhlaðanlegar raf-
hlöður (ion) og þær sem ekki er
hægt að hlaða (metal). Í leiðbein-
ingum Evrópsku flugöryggis-
málastofnunarinnar eru farþegar
AP
Eftirlit Litíum-rafhlöður eru ekki athugaðar við vopnaleit enda ætlast til þess að þær séu í handfarangri.
Litíum-rafhlöður ekki í
farangursrými flugvéla
Varúðarráðstafanir í farþegaflugi Óttast íkveikju