Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 26

Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 26
BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is Einkaneysla jókst um 7,7% fyrstu sex mánuði ársins samanborið við fyrri árshelming 2015. Sé miðað við annan fjórðung ársins í fyrra jókst einkaneysla um 8,2% og er það mesti vöxtur einkaneyslu síðan á fyrsta ársfjórðungi 2008. Þetta kemur fram í Hagtíðindum frá Hagstofu Íslands Landsframleiðsla á öðrum árs- fjórðungi jókst um 3,7% frá sama fjórðungi í fyrra. Landsframleiðsla hefur því aukist um 4,1% að raungildi á fyrri árshelmingi í samanburði við sama tímabil árið 2015. Samtala neyslu og fjárfestingar, svonefnd þjóðarútgjöld, jókst um 9,4% á fyrri hluta ársins frá sama tímabili í fyrra. Samneysla á fyrri árshelmingi jókst um 0,6% sé borið saman við sama tímabil í fyrra. Sé samneysla á örðum fjórðungi borin saman við sama tímabil í fyrra jókst hún um 1,1%. Mikil aukning fjárfestingar Á öðrum fjórðungi jókst fjárfest- ing um 31,2% miðað við sama fjórð- ung í fyrra. Þyngst vegur aukin fjár- festing atvinnuveganna eða 37,3%. Þá jókst íbúðafjárfesting um 25,5% og fjárfesting hins opinbera um 6,3%. Fjárfesting sem hlutfall af lands- framleiðslu hefur vaxið hratt undan- farin misseri og er nú komin í 23% og hefur ekki verið meiri frá því á fjórða ársfjórðungi 2008. Fram kemur í Hagtíðindum að birgðir í landinu hafi dregist saman á öðrum fjórðungi ársins um 9,1 millj- arð króna. Mest munar um samdrátt í birgðum sjávarafurða, um 8,5 millj- arða, og 2,2 milljarða króna í birgðum í stóriðju. Þá jukust birgðir í rekstr- arvörum um 1,6 milljarða. Á öðrum fjórðungi ársins jókst inn- flutningur um 16,7% á milli ára. Útflutningur jókst hins vegar um 4,9% á fyrstu sex mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Neikvæður vöruskiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 38,5 milljarða króna á öðrum árs- fjórðungi. Vöruútflutningur nam 140,6 milljörðum króna og vöruinn- flutningur nam 179,1 milljarði. Á sama tíma var þjónustujöfnuður já- kvæður um 62,3 milljarða. Útflutn- ingur á þjónustu nam 160,1 milljarði króna og innflutningur á þjónuustu nam 97,8 milljörðum. Samanlagður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum var um 25,7 milljarðar króna á fyrstu sex mán- uðum ársins 2016 en var 76 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Ársbreyting landsframleiðslunnar, svonefndur hagvöxtur, á öðrum árs- fjórðungi var mest á Íslandi sé horft til helstu samanburðarlanda, eða 3,7%. Næst var Svíþjóð með 3,1%, Bretland með 2,2%, Holland og Þýskaland með 1,7%, Frakkland með 1,4%, Noregur 1,3%, Bandaríkin 1,2%, Japan og Finnland með 0,6% og loks Danmörk með 0,4% Mesti vöxtur einka- neyslu síðan 2008 Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Fjárfesting í landinu hefur vaxið hratt undanfarin misseri.  Ísland með meiri hagvöxt en helstu viðskiptalönd þess 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 10. september 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 114.1 114.64 114.37 Sterlingspund 152.39 153.13 152.76 Kanadadalur 88.58 89.1 88.84 Dönsk króna 17.295 17.397 17.346 Norsk króna 14.029 14.111 14.07 Sænsk króna 13.582 13.662 13.622 Svissn. franki 117.87 118.53 118.2 Japanskt jen 1.1222 1.1288 1.1255 SDR 160.2 161.16 160.68 Evra 128.77 129.49 129.13 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 160.3755 Hrávöruverð Gull 1335.65 ($/únsa) Ál 1566.0 ($/tonn) LME Hráolía 48.55 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Eftir samráð við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að fella úr gildi yfirlýsingu sem gefin var 6. október 2008 um ábyrgð á öllum innstæðum almennra sparifjáreig- enda og fyrirtækja. Var yfirlýsing þessi áréttuð fjórum sinnum frá því hún var upphaflega gefin. Hún varð hins vegar aldrei lögfest og segir í nýrri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að litið hafi verið á hana sem viljayfirlýs- ingu. Ekki hafi verið greitt af henni rík- isábyrgðargjald. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, komst að því árið 2012 að í yfirlýs- ingunni fælist ríkisaðstoð við banka í skilningi EES-samningsins. Kemur einnig fram í tilkynningu að innlánsstofnanir standi traustum fótum um þessar mund- ir, hvað snertir eigið fé, fjármögnun, lausafé og jafnvægi í rekstri. Þá hafi ýms- ar viðamiklar breytingar orðið á lagaum- hverfi fjármálamarkaða á síðustu árum, svo sem breytingar á lögum um fjármála- fyrirtæki og auknar kröfur gerðar um eig- ið fé fjármálafyrirtækja og gæði þess. Ríkið ekki lengur í ábyrgð fyrir innstæðum STUTT Icelandic Group hefur komist að sam- komulagi um sölu á dótturfélagi sínu á Spáni, Icelandic Ibérica, til Solo seafood ehf. Að baki Solo seafood standa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem eru á meðal helstu birgja Ice- landic Ibérica, svo sem Fisk-Seafood, Jakob Valgeir og Nesfiskur. Vöru- merki félagsins „Icelandic Seafood“ fylgir ekki með í kaupunum. Icelandic Ibérica er eitt fjögurra dótturfélaga Icelandic Group og er einn helsti sölu- og dreifingaraðili á léttsöltuðum þorski frá Íslandi ásamt ýmsu öðru frosnu sjávarfangi. Tekjur Icelandic Ibérica árið 2015 námu ríf- lega 100 milljónum evra, um 13 millj- örðum króna, og hjá fyrirtækinu starfa um 140 manns. Félagið selur sjávarafurðir til meira en 4.000 við- skiptavina í fimm löndum í Suður- Evrópu. Til samanburðar var velta Icelandic Group árið 2015 um 500 milljónir evra. Ætla að efla markaðssetningu Markmið kaupanda er að efla sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu „Icelandic Seafood“ í Suður-Evrópu. Samhliða kaupsamningi gerðu aðilar með sér leyfissamning sem gefur kaupanda rétt á notkun á vörumerk- inu „Icelandic Seafood“ í Suður-- Evrópu. Framkvæmdastjóri Ice- landic Ibérica undanfarin tuttugu ár, Hjörleifur Ásgeirsson, mun áfram stýra félaginu. Íslandsbanki var ráðgjafi Icelandic Group en fyrirtækjaráðgjöf Kviku var ráðgjafi kaupanda. vilhjalmur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fiskur Icelandic Ibérica selur létt- saltaðan þorsk til Suður-Evrópu. Selja starfsemi Icelandic á Spáni  Vörumerki Icelandic Seafood fylgir ekki með „Gangi spá okkar eftir fjölgar ferða- mönnum milli áranna 2016 og 2017 um tæplega 620 þúsund, sem svarar til um 3,4% mannfjölgunaráhrifa,“ segir í nýlegri úttekt greiningardeil- ar Íslandsbanka um fjölda ferða- manna á næstu árum. Þar segir enn fremur að sam- kvæmt gögnum frá Isavia um úthlut- uð stæði fyrir tímabilið 1. nóvember 2016 til 25. mars 2017 megi búast við 58% framboðsaukningu á ársgrund- velli á flugsætum til landsins fyrir fyrrgreint tímabil. Íslandsbanki hef- ur því uppfært forsendur í spá sinni um fjölgun erlendra ferðamanna út þetta ár, byggt á þessum nýju gögn- um, og gerir nú ráð fyrir að þeim fjölgi um 39% á árinu, en á næsta ári fjölgi þeim um 35%. Bankinn gerir því ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár verði ríflega 1.760 þúsund en tæp- lega 2.370 þúsund á næsta ári. Gangi spáin eftir verður fjöldi ferðamanna hér á landi á næsta ári ríflega sjö- faldur íbúafjöldi í landinu. Miðað við úthlutuð stæði fyrir jan- úar 2017 eykst framboð um 70% milli ára og Isavia væntir þess, byggt á áætlaðri sætanýtingu síðustu 5 ár, að farþegum yfir þetta tímabil muni fjölga um tæp 50%. vilhjalmur@mbl.is Ferðafólk Vænta má enn frekari fjölgunar ferðamanna næstu árin. Spáir 2,4 milljónum ferðamanna Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.