Morgunblaðið - 10.09.2016, Page 43

Morgunblaðið - 10.09.2016, Page 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 ✝ Sigríður Ás-grímsdóttir fæddist á Hálsi í Öxnadal 30. janúar 1931. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Hlíð, Akureyri 26. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Ásgrímur Halldórsson, f. 21.11. 1903, d. 8.1. 1980, og Sigurrós Kristinsdóttir, f. 24.1. 1901, d. 4.8. 2002, bændur á Hálsi í Öxnadal. Systkini Sigríðar eru María Jóhanna, f. 14.6. 1925, d. 9.6. 2009, Jónína, f. 7.2. 1929, Svana, f. 12.12. 1932, Hulda Dal- rós, f. 31.5. 1934, d. 22.4. 2004, og Sigurður Kristinn, f. 15.3. 1939. Sigríður var í barnaskóla að Þverá í Öxnadal. Sigríður fór að heiman og vann sem vinnukona í Bolungarvík árið 1951 og vet- urinn eftir á Siglufirði. Eftir það vann hún í mötuneyti á Hótel Akureyri árin 1953-1954. Hún réði sig svo sem ráðskonu að Hólum í Hjaltadal tvo vetur, 1954-1956. Þar kynntist hún Einari Magnúsi Björnssyni, f. 20. apríl 1937, frá Svínabökkum í Vopnafirði, og giftu þau sig 7. júní 1959. Þau fluttust að Hálsi í Öxnadal vorið 1956 til foreldra Börn Sigríðar og Einars Magnúsar: Björn Lúðvík, f. 6.9. 1956, maki Jóhanna Jörg- ensdóttir, f. 29.4. 1962. Börn þeirra eru Ásdís Sigríður, Magnús, Örn, Petra Sif og Björk. Tíu barnabörn. Ásgrím- ur, f. 15.10. 1957, maki Sædís Gunnsteinsdóttir, f. 3.9. 1958. Börn þeirra eru Sandra, Sigríð- ur Edda og Hafrún Ösp. Þrjú barnabörn. Ólafur, f. 18.1. 1959, maki Hrafnhildur Báru Hilm- arsdóttir, f. 3.4. 1961, börn þeirra eru Magnús og Ævar Þór. Fjögur barnabörn. Heimir, f. 17.4. 1960, maki Sigríður Sig- urðardóttir, f. 3.12. 1965. Börn þeirra eru Hugrún Lísa (af fyrra sambandi Heimis), Herdís (af fyrra sambandi Sigríðar), Sara Rut og Selma Rán. Átta barna- börn. Hilmar Þórarinn, f. 21.2. 1962, maki Leanne Carol Leg- gett, f. 1.6. 1967. Börn þeirra eru Eva (af fyrra sambandi Hilmars), Tanja Freydís, Mel- korka Ýrr, Bjarni Rafn og Bríet Rós. Erla Guðrún, f. 31.3. 1963, maki Bjarni Ragnar Brynjólfs- son, f. 29.2. 1964. Börn þeirra eru Viggó Snær (af fyrra sam- bandi Erlu), Kári Sveinberg (af fyrra sambandi Bjarna) og Berglind. Hörður Vignir, f. 23.8. 1965, maki Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir, f. 28.10. 1968. Börn þeirra eru Íris Elna, Ester Lilja og Axel Freyr. Anna Rósa, f. 26.4. 1968. Börn hennar eru Sólbjörg Jóna og Vala Rún. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríðar og voru þar matvinnungar í eitt ár. Leiðin lá svo til Vopnafjarðar í júní 1957. Þar hófu þau búskap að Svínabökkum og ólu þar upp sín átta börn. Eftir andlát eiginmanns síns 14. apríl 1978 vann Sigríður meira meðfram búskap. Hún var ráðskona í Torfastaða- skóla í tvo vetur. Hún var einnig ráðskona hjá Vegagerðinni í þrjú sumur til 1983 og vann í saltfiski á veturna á móti sum- arvinnunni. Sigríður bjó áfram á Svínabökkum fram til 1980 þegar Björn elsti sonur hennar tók við búinu. Þá fluttist hún í þorpið á Vopnafirði. Haustið 1983 flutti Sigríður svo til Skáleyja á Breiðafirði og réð sig sem ráðskonu hjá Jó- hannesi Geir Gíslasyni og Ey- steini bróður hans. Hún og Jó- hannes hófu sambúð og bjuggu saman í Skáleyjum í 15 ár. Eftir að leiðir þeirra skildu bjó hún hjá börnum sínum til skiptis og flutti svo til Akureyrar. Árið 2010 flutti hún í íbúð á Sunda- búð á Vopnafirði og bjó þar þar til hún veiktist alvarlega 18. júní 2016. Sigríði Ásgrímsdóttur kynnt- ist ég haustið 1983. Hún réðist það haust til heimilisstarfa í Skáleyjum. Fljótlega urðu þau kynni okk- ar að við deildum kjörum og rugl- uðum reytum. Þessi sambúð okk- ar entist í 15 ár og ég kynnti hana glaður sem konuna mína. Hún var uppalin í Öxnadal, eitt stykki úr stórum systkinahópi, barna framtakssamra og ötulla for- eldra, öllu vön, víkingur til starfa jafnt úti sem inni, karlmanns- ígildi og vel það í byggingarvinnu og hverju sem var í búskap- aramstri, mörgum karlinum vitr- ari til verka, hreifst af tækni, af- köstum og möguleikum nýrrar aldar í búskap. Þekkti vel puð og erfiði fyrri tíma. Sá og skildi möguleikana í nýtingu eyjagagn- sins, lét aldrei sitt eftir liggja. Fann að vísu til viðbjóðs við fyrstu kynni af skarfafari, en mannaði sig upp og rotaði skarf- ana þegar að henni barst. Hún var húsmóðir af lífi og sál, þoldi síst afskiptasemi, þaðan af síður iðjuleysi nálægt sér. Átti til að vera orðhvöt og fór ekki í manngreinarálit ef hún vandaði um. Samlíf okkar var gott. Þó stundum skærist í odda var alltaf nóg af eðlislægri hlýju til jöfn- unar. Þegar gesti bar að garði var húsmóðirin í essinu sínu og vildi ekki láta þvælast fyrir sér. Bóndinn átti að tala við gestina meðan móðirin framreiddi nægtaborðið. Oft hefur mér þótt að saga hennar ætti fullt erindi á prent, ekki síður en margar sem þangað rata. Þetta var Sigga frá Hálsi. Afmæliskveðja 30.1. 2001 Í vindi bæði og veðrum öllum vörðinn stendur klettur snjall. Hlutlaus gagnvart tímans tröllum traustur eins og basaltfjall. Klettur sá mun fráleitt flestra flærðarbrosum gapa mót. Hann vill skýla, hann vill leiða, hann vill styðja veikan fót. Þó svo rymji kannski klettur kafaldshretum mannlífs við. Allir þeir, sem þekkja skjólið þreifa uppi rétta hlið. Kálfar, lömb og litlu börnin leita glöð í þetta skjól. Þeim finnst gaman, þar er hlýja, Þar er gott að eiga ból. Sjálfur hefi ég klettinn kannað, kynnum þeim ég merki ber. Löngum var hann fastur fyrir, festarhaldið trausta mér. „Einhver þokkinn“, „það er vísast“ þæfa geð – er slakna bönd. Klettsins auðnu ætíð blessi almáttuga drottins hönd. (Jóhannes Geir Gíslason.) Mér eru margar minnisstæðar ferðir okkar saman frá daglegu amstri. Hæst ber dvölina á Flór- ída, tvær vikur í félagsskap henn- ar fólks. Við höfðum hvorugt far- ið til útlanda fyrr og það sem fyrir augu og eyru bar, snertingu og kynni lifir. Sömuleiðis ferð okkar um Evrópu, síðar í hópi. Skilnaður okkar var í sátt og vináttan hélst þó færri yrðu fundir. Mér þykir sem Guð og æðri máttarvöld hafi sent mér þennan tíma og slitið honum í fyllingu. Eigi má sköpum renna. Í minningu hennar bið ég fólki hennar, afkomendum og tengda- fólki blessunar. Kynni hafa fjarlægst síðan leiðir skildu svo mér þykir ég næsta fávís um þennan stóra hóp, en ég veit að þetta er gæfufólk og minnist þeirra kynna með gleði. Jóhannes Geir Gíslason. Sigríður Ásgrímsdóttir ✝ Jóhann Ant-onsson fæddist 30. ágúst 1927 á Selá á Árskógs- strönd. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 29. ágúst 2016. Móðir hans var Svanbjörg Árna- dóttir, f. 14. mars 1902, d. 5. sept- ember 1972, og faðir Sigurður Anton Jóhanns- son, f. 23. júní 1902, d. 30.júní 1931. Systir Antonía Antons- dóttir, f. 20. september 1931, d. 29. september 2009. Jóhann giftist Petreu Jen- nýju Gunnarsdóttur, f. 15. október 1929, frá Garði, Hauganesi, þann 1. desember 1949. Foreldrar hennar voru Gunnar Níelsson og Helga Jónsdóttir. Börn Jóhanns og Petreu eru: 1. Gunnborg, f. 1947, d. 1947, 2. Arnheiður H., f. 1950, d. 1950. 3. Gunnar A., arssyni Sizemore, a) Alexander Fannar, f. 31. október 1998, b) Anton Freyr, f. 27. október 2000. 6. Jóhann Heiðar, f. 18. júlí 1964, kvæntur Önnu Sig- rúnu Sigurðardóttur, börn þeirra eru: a) Jóhann Geir, f. 19. september 1982, sambýlis- kona Lena Kristjánsdóttir, barn þeirra er Gísli Valberg, f. 2011. Börn Lenu eru Viktor, f. 1994, og Eyþór, f. 1998, b) Alma Rún, f. 3. desember 1987, d. 3. desember 1987, c) Elmar Logi, f. 31. mars 1989, d) Atli Rúnar, f. 30. september 1997, kærasta Katla Dröfn Sigurð- ardóttir. Jóhann flutti með móður sinni og afa og ömmu niður á Hauganes, í Selvík, þegar hann var fjögurra ára. Hann var sjó- maður og útgerðarmaður. Sjó- mennskan var ávallt stór hluti af lífi hans. Jóhann var góður bridsspilari. Jóhann var virkur Lionsmaður og stofnmeðlimur í Lionsklúbbnum Hræreki árið 1972. Útför hans fer fram í dag, 10. september 2016, í Árskógs- kirkju klukkan 15. f. 1956, d. 1956. 4. Gunnar Anton, f. 5. febrúar 1958, kvæntist Hafdísi Njálsdóttur, skilin. Börn þeirra eru: a) Petra Sif, f. 6. júlí 1975, gift Þráni Brjánssyni, barn þeirra Íris Björk, f. 2010. b) Berglind Rut, f. 21. apríl 1980, barn Brandon Anton, f. 2006. c) Íris Rún, f. 21. maí 1981, gift Arnari Gauta Finnssyni, börn þeirra eru Angantýr Máni, f. 2000, Aþena Sól, f. 2002, og Sesar Blær, f. 2012, d) Gunnar Anton Njáll, f. 19. desember 1984, sambýliskona Vala María Kristjánsdóttir, e) Guðni Már, f. 25. nóvember 1988, sambýlis- kona Árný Jónsdóttir, barn þeirra Anton Örn, f. 2016, f) Arnór Daði, f. 7. janúar 1994. 5. Svanbjörg Helga, f. 13. nóv- ember 1961, gift Ívari Gunn- Minnist ég nú þess tíma er ég var 15 ára gömul og bjó í Garði. Það var á þeim tíma er Jói minn fór að gera sér ferðir til mín og við stungum saman nefjum. Nú eru rúm 70 ár liðin. Það fyllir mig hlýju og hamingju í hjarta að hugsa til baka til þessara 70 ára sem við áttum saman. Minnist þess tíma er við fórum í siglingar með Dísarfellinu og heimsóttum sex lönd með Valborgu systur og Sigtryggi. Þú elskaðir ávallt sjóinn. Starfið var sjómennska og síðar varstu útgerðarmaður, svo þegar í land var komið, var sjórinn helsta áhugamálið. Byggðir upp útgerðina Draupni ásamt Ang- antý og Kristjáni, þú varst ávallt mjög duglegur og einnig laghent- ur, ávallt náðir þú að laga það sem bilaði. Ég rifja upp tímann þegar þú varst hættur á Draupni og keyptir trillu. Það voru ynd- islegir tímar þegar við fórum saman að vitja grásleppunetanna og fjörðurinn skartaði sínu feg- ursta. Við giftum okkur að Völl- um hjá séra Snævari. Ekki var hægt að kynda kirkjuna, svo hann gaf okkur saman í baðstof- unni, það þótti okkur skemmti- legt og skondið og svo var boðið upp á kaffi og kökur. Brúðkaups- dagurinn var yndislegur. Við höfum brallað margt sam- an í gegnum árin, elsku Jói minn. Minnisstæðar eru síldarvertíð- irnar okkar á Seyðisfirði og úti- legur með barnabörnunum okk- ar. Jói minn var ákaflega fé- lagslyndur maður og hafði gaman af því að vera með fólki. Stofnaði Lionsklúbbinn Hrærek og spilaði brids við hvert tækifæri. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp árin okkar, Jói minn, þá kemur fyrst upp í huga minn þakklæti, ást og kærleikur. En einnig söknuður, ég sakna stundanna sem við áttum í stof- unni heima í Nesveginum. Fannst það notalegt þegar við sátum í þögninni og héldumst í hendur. Elsku Jói minn, þú munt ávallt vera mér ofarlega í huga og ég mun aldrei gleyma þér. Takk, Jói minn, fyrir allt sem þú hefur gef- ið mér og fyrir að hafa orðið gam- all með mér, mundu mig og ég man þig. Ástar- og saknaðar- kveðja frá þinni Petreu Jennýju. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir afa og tel mig hafa unnið í ömmu- og afalottóinu, að hafa fengið ykkur ömmu. Takk, elsku afi minn, fyrir allt saman, sérstaklega fyrir ferðalögin með ykkur ömmu. Þar stendur upp úr ferðin til Flateyr- ar, þegar þið amma sóttuð okkur Berglindi í sveitina og fóruð með okkur. Þessari ferð mun ég aldrei gleyma. Ég sakna þín, elsku afi minn, sakna að sjá þig ekki í stólnum þínum í Nesvegi þegar ég kem og sakna þess að geta ekki smellt kossi á þig og heyra þig segja „Nei ertu bara heima, ekkert flakk á þér núna?“ Elsku afi minn, þú veist að við munum passa ömmu fyrir þig. Elska þig, Íris Rún. Jóhann Antonsson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Við erum rosalega heppin að hafa átt þig sem langafa. Elskum þig og söknum og munum passa langömmu. Kveðja Angantýr Máni, Aþena Sól og Sesar Blær. Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Þökkum ættingjum og vinum auðsýnda samhygð og stuðning við fráfall ÁSTRÁÐS KARLS GUÐMUNDSSONAR sem lést 9. júlí síðastliðinn. . Hrefna Guðmundsdóttir, Jóhannes Hrefnuson Karlsson. Þá er komið að kveðjustund, kæri fóstri minn, aðeins fyrr en maður gerði ráð fyrir þar sem spítalalega þín var aðeins tvær vikur. Ég kom að Sveðjustöðum fermingarárið mitt til Dúdda og Lilju, sem ég hafði þekkt alla ævi þar sem foreldrar mínir og þau voru vinafólk. Hug- myndin var að vera eitt sumar í sveit hjá þeim en það breyttist fljótt þar sem Sveðjustaðir urðu mitt annað heimili meira og minna í mörg ár. Þá voru þrjú af börn- unum þeirra heima, Palli, Biggi og Kolla, en Sigga farin að heiman og flutt til Noregs. Einnig var Höddi frændi þar og svo komu alltaf fleiri börn á sumrin, aðallega systrabörn Lilju þannig að heim- ilið var mjög mannmargt, sérstak- lega á sumrin. Þaðan á ég margar góðar minningar. Fyrstu sumrin var ég aðallega að hugsa um heim- ilið þar sem Lilja var útivinnandi í kjötvinnslu VSP á Hvammstanga en þegar ég var 16 ára fór ég að vinna með henni þar og þá keyrði Dúddi okkur til vinnu hvern morg- un og sótti okkur að vinnudegi loknum. Alltaf var hann líka til í að Theodór Pálsson ✝ Theodór Páls-son fæddist 10. nóvember 1926. Hann lést 26. ágúst 2016. Theodór var jarðsunginn 31. ágúst 2016. keyra okkur á ung- lingaböllin og þegar við höfðum aldur krakkarnir á fullorð- insböllin enda fannst honum svo sem ekk- ert leiðinlegt að vera á ferðinni. Seinna var það svo Arnarvatns- heiðin sem kallaði þar sem Dúddi var veiðivörður við Arn- arvatn í fjölda sumra og tilhlökkunin gríðarleg hjá hon- um að komast á heiðina, þar var hann í essinu sínu. Við hjónin gist- um hjá honum þar þegar við vorum í hestaferðum um heiðina, þá kom ekki annað til greina en að við svæfum inni hjá honum. Það var líka alltaf mikil gleði á Sveðjustöðum um göngur og réttir og svolítið skrítið að kveðja Dúdda daginn áður en menn leggja af stað í göngurnar. Eitt er víst að hann verður með þeim í anda og syngur manna hæst. Seinna fékk svo dóttir mín að dvelja hjá Dúdda og Lilju í sveit- inni og einnig hjá Bigga og Ólöfu eftir að þau fluttu í Brúarholt. Eftir að Lilja mín féll frá þá höfum við Dúddi eytt töluverðum tíma saman og það verður skrítið að hafa þig ekki, elsku karlinn minn, hjá okkur á jóladag líkt og síðastliðin ár. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Sigrún Kristín Þórðardóttir, Höfðabakka. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.