Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 25.–29. júní 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is SUBARU IMPREZA STI SPEC R 04/2008, ekinn 51 Þ.km, 6 gíra. Raðnr.253713 NISSAN QASHQAI+2 SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, glertoppur, 7 manna. Verð 3.980.000. Raðnr.253442 KIA SORENTO EX LUXURY 2,5 02/2006, ekinn 163 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, TILBOÐSVERÐ 1.890.000. Raðnr.253577 YAMAHA XV1900A aukahlutum. Hjól í toppstandi! Verð 1.670.000. Raðnr.285918 HONDA CR-V 2010-2012 lítið ekinn óskast! Erum með kaupanda gegn staðgreiðslu. Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Lægri kröfurnar „dauðadæmdar“ n Ríkissjóður greiðir bætur hærri en 400.000n Bætur vegna líkamsárása oftast undir því marki Þ essi upphæð er þess eðlis að þolendur afbrota sem eiga rétt til bóta undir 400.000 krónum þurfa að snúa sér beint að brotamanninum og krefja hann um greiðslu. Í flest- um tilvikum er brotamaður hins vegar ekki borgunarmaður fyrir slíkri kröfu,“ segir Stefán Karl Krist- jánsson hæstaréttarlögmaður sem oft hefur gegnt stöðu réttargæslu- manns í líkamsárásarmálum. Fyrir skömmu fjallaði DV um að þolendur afbrota eigi rétt á greiðslu miskabóta úr ríkissjóði þegar bóta- kröfur þeirra samkvæmt dóms- úrskurði eru 400.000 krónur eða hærri. Ef krafa er lægri en sú upp- hæð þarf brotaþoli að innheimta hana sjálfur úr hendi afbrotamanns og það er hægara sagt en gert; það getur verið kostnaðarsamt, brota- maður getur verið eignalaus, og svo framvegis. Vandamálið eru líkamsárásarmál Stefán segir að ef fórnarlamb of- beldis vilji fá kröfu sína greidda, sem jafnframt er undir fyrrgreindu marki, geti lögmaður hans fylgt því eftir. Í því felist hins vegar aukin vinna fyrir lögmanninn sem endi eðlilega á því að hann rukki skjól- stæðing sinn aukalega. Að endingu hafi fórnarlambið því ekkert upp úr krafsinu. „Þetta eru algjörlega dauðadæmdar kröfur,“ segir Stefán. Hann segir að vandamálið eigi síður við kynferðisbrotamál enda sé venjan orðin sú að miskabætur til þolenda slíkra afbrota séu hærri en 400.000 krónur og þeir fái kröfur sínar því greiddar úr ríkissjóði. „Vandamálið varðar því ekki kyn- ferðisbrotamál heldur frekar lík- amsárásarmál. Tökum sem dæmi ef maður lemur annan mann niðri í bæ og sá hlýtur af árásinni nefbrot, sem hljóðar upp á 200–300 þús- und króna miskabótakröfu, þá gæti hann bara gleymt því. Meginþorri krafna vegna líkamsárása undir 400.000 krónum fæst ekki greiddur.“ „Hversu oft heldurðu að Jón og Gunna lemji einhvern niðri í bæ?“ spyr hann blaðamann. Oftast eignalausir menn Hann segir brotamenn oftast vera eignalausa og þegar menn ráð- ist hver á annan niðri í bæ, þar sem einhver endar nefbrotinn með glóðarauga, geti sá hinn sami gleymt því að fá bætur greiddar frá eignalausum manni. „Auðvitað fer það eftir alvarleika brotsins. Þegar þetta eru beinbrot þá getur bótakrafan orðið hærri en 400.000 krónur, en þegar ekki er um beinbrot að ræða þá er líkamsárásin í sjálfu sér ekki jafn alvarleg, og þá fá menn sjaldnast greiddar bætur.“ Ákveðin úrræði fyrir hendi Stefán segir þó að þegar fyrir ligg- ur að menn fái lágar bætur geti verið hagkvæmt fyrir brotaþola að ráða sér lögmann sem réttargæslu- mann. „Það er ekki alltaf sem lögmað- ur er skipaður réttargæslumaður, en þegar svo er fær hann þóknun sína greidda úr ríkissjóði. Það þýð- ir að þegar ljóst er að menn muni fá lágar bætur og þeim ekki skipað- ur réttargæslumaður, geti þeir ráð- ið sér lögmann sem leggur þá fram kröfugerð um að brotamaður borgi bæði miskabæturnar og lögmanns- þóknunina. Þá getur krafan hljóð- að upp á 400.000 krónur eða meira sem fæst þá tryggilega greidd úr ríkissjóði.“ Í því getur þó ef til vill falist ákveðin óvissa fyrir lögmenn, en nái bótafjárhæð og lögmanns- þóknun ekki upp í 400.000 króna markið samkvæmt dómsúrskurði, þarf að krefja afbrotamann um greiðsluna og það getur reynst mönnum erfitt, eins og áður segir. Lögmenn eigi þá á hættu að fá ekki greitt fyrir vinnu sína. Breyta þarf lögunum „Mér finnst algjörlega að það eigi að breyta þessu,“ segir Stefán. Hann segi að útgjöld ríkissjóðs yrðu ekki endilega mikil ef upphæð- in yrði lækkuð eða henni sleppt og ríkissjóður greiddi allar kröfur brota- þola: „Ef upphæðin er 75.000 krónur, hverju munar fyrir ríkissjóð að borga kröfuna? Ef ofbeldismaðurinn er eignamaður þá mun ríkissjóður inn- heimta kröfuna,“ segir Stefán. „Það er ekki rétt að girða fyrir að brotaþoli fái tjón sitt bætt,“ segir hann að lokum. n Gunnhildur Pétursdóttir hefur oft starfað sem réttargæslumaður brotaþola í kynferðisbrotamálum. Hún segir að brotaþolar fái nær alltaf miskabótakröfur sínar greiddar enda dómarar farnir að dæma bætur yfir 400.000 kr. „Dómarar dæma oftast miskabætur yfir þessari upphæð og þess vegna greiðir ríkissjóður brotaþolunum bæturnar.“ Það sé ekki nema í sumum kynferðisbrotamálum þar sem bætur eru undir markinu og þá þurfi brotaþolar að krefjast bótanna sjálfir. Hún segist vera þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að greiða öllum bætur. Halldór Þormar Halldórs- son, starfsmaður bótanefnd- ar, segir að árið 2012 hafi mikið verið rætt um hvort lækka ætti fyrrgreinda upphæð svo fleiri fengju bætur tryggilega greiddar. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið sú að verðlagsþró- un myndi smám saman leiða til þess að fleiri og fleiri fengju bætur frá ríkissjóði. „Mér þykir afar ósennilegt að þessu verði breytt. Íslendingar eru tregir til þess að breyta lögum sem hafa reynst þeim vel í framkvæmd og þannig hefur það verið í þessu tilfelli.“ Ríkissjóður greiði öllum bætur Breytingar ósennilegar Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.