Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 25.–29. júní 20156 Fréttir Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um. Bragi sýknaður Meiðyrðamáli gegn forstjóra Barnaverndarstofu lokið B ragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur verið sýknaður í meiðyrða­ máli sem Mummi í Götu­ smiðjunni, Guðmundur Týr Þórarinsson, höfðaði gegn honum. Mummi stefndi Braga fyrir átta um­ mæli sem höfð voru eftir Braga á vefjum Vísis og RÚV. Þar sagði Bragi meðal annars að undirrót vanda Götusmiðjunnar mætti rekja til stjórnunarvanda forstöðumannsins [Mumma]. Sá vandi væri farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin sem væru í meðferð, en áður höfðu Barnarverndaryfirvöld látið fjarlægja börn af meðferðarheimilinu eftir meintar hótanir Mumma. Bragi var dæmdur í héraði en við endurupptöku málsins, sem kom til vegna þess að Bragi vissi ekki af stefnunni gegn sér þegar málið var þingfest, var hann sýknaður. Mummi var dæmdur til að greiða Braga 600 þúsund krónur í málskostnað. Þar sem ríkið hafði samþykkt gjafsókn fyrir Braga greiðist sá kostnaður úr ríkissjóði. n Laus Bragi fór fram á endurupptöku og hafði þar betur. Haldlögðu ólögleg lyf Fjörutíu og þrjú mál komu upp á Íslandi í tengslum við alþjóð­ lega aðgerð gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum sem seld eru á netinu. Þetta kemur fram í til­ kynningu frá Tollstjóra. Tollstjóri og Lyfjastofnun tóku sameigin­ lega þátt í aðgerðinni, „nutu atbeina ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu embættisins hjá Europol við framkvæmd verkefn­ isins hér,“ segir í tilkynningunni. Aðallega var um að ræða nikótín­ vökva en á fimmta lítra af vökv­ anum voru haldlagðir. Einnig var lagt hald á 28 sendingar með fæðubótarefnum sem innihéldu lyfjavirk efni eða jurtir með lyfja­ virkni. „Þær höfðu m.a. að geyma örvandi efni, hormóna, grenning­ arefni og „detoxunarefni“. 115 lönd tóku þátt í aðgerðinni. Lauginni ekki lokað Sundlaug Akureyrar verður ekki lokað dagana 25. til 28. júní næst­ komandi þrátt fyrir að þá fari fram í lauginni fjölmennt Aldursflokka­ meistaramót Íslands, AMÍ. Viku­ dagur greinir frá þessu. Þar er haft eftir Ragnheiði Runólfsdóttur, yfir­ þjálfara Sundfélagsins Óðins, að þetta sé mjög slæmt. Viðbúið sé að öngþveiti skapist. „Við erum að tala um 3–4 daga á árinu sem við hefðum sundlaugina fyrir okkur til að halda mótið og það eru aðrar sundlaugar hér í kring. Svona móti fylgir mikill fjöldi, bæði í lauginni og eins í búningsklefunum.“ Fimm þúsund fjölskyldur á skrá hjá Fjölskylduhjálp n Aukið álag vegna sumarfrís Mæðrastyrksnefndar n Íslandsforeldrar orðnir 300 U m fimm þúsund fjölskyldur eru á skrá hjá Fjölskyldu­ hjálp Íslands. Margar eru í tímabundinni neyð, kannski í tvö til þrjú ár, og komast svo á gott ról en í staðinn koma aðrar fjöl­ skyldur sem þurfa á aðstoð að halda. Íslandsforeldrar, sem greiða mánaðarlega upphæð til Fjölskyldu­ hjálpar Íslands, eru orðnir yfir 300 talsins. Flestir þeirra greiða 500 til 1.000 krónur á mánuði til styrktar samtökunum. Fjölgun Íslandsforeldra hefur gert Fjölskylduhjálp Íslands kleift að bjóða upp á betra úrval af matvælum fyrir þá sem leita til hennar. Safnað er inn á sérstakan Íslandsforeldrareikn­ ing og þegar nægilegt fjármagn er komið inn á hann er efnt til svokall­ aðrar stórúthlutunar. Þá er keyptur fiskur, egg, ávextir og lýsi og bætist það við vörurnar sem alla jafna eru í boði. Kostar 1,4 milljónir á mánuði Að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálparinnar, fá samtökin stundum gjafir. Til að mynda eiga þau nægan fisk til næstu vikna eftir að fyrirtækið Hafgæði gaf þeim 180 kíló af nýveiddri ýsu og HB Grandi gaf þeim 600–700 kíló af þorski og löngu. Úthlutað er fjórum sinnum í mánuði, tvisvar sinnum í Iðufelli í Breiðholti og tvisvar í Reykjanesbæ. Í síðustu úthlutun komu um 500 fjöl­ skyldur en hver þeirra fær eina mat­ argjöf í mánuði. Samtals kosta út­ hlutanirnar um 1,4 milljónir króna á mánuði. Sjálfboðaliðar eru um 60 talsins. Aukið álag vegna sumarfrís Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, sem hefur einnig úthlutað mat, er komin í sumarfrí og býst Ásgerður Jóna því við auknu álagi á Fjölskylduhjálpina næstu tvo mánuði. „Fólk er búið að hringja mjög mikið og spyrja hvort við séum líka komnar í sumarfrí en við lokum aldrei á sumrin. Það er ekki hægt því neyðin er alveg gríðar­ lega mikil,“ segir hún. „Maður er full­ ur aðdáunar á þessu fólk sem heldur þetta út frá mánuði til mánaðar. En það hjálpar því að geta komið hingað og fengið mat og við reynum að vera með góða og heilsusamlega vöru.“ Fólk mætir með veflykil með sér Hver sem er getur ekki fengið mat­ araðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. „Margir eru með þá mýtu að allir geti gengið inn og fengið mat en það er al­ rangt, því við erum tengdar við Þjóð­ skrá. Fólk kemur með veflykilinn og yfirlit frá Tryggingastofnun og sýnir hvað það fær á mánuði. Við erum að skoða fólk í bak og fyrir, þannig að fólk sem þarf ekki á aðstoð að halda fær hana ekki.“ Um 30 prósent fjölskyldnanna sem fá mataraðstoð eru erlendar. Þar er á ferðinni flóttafólk, þeir sem eru með atvinnuleyfi en eru án atvinnu og fólk sem er á framfærslu sveitar­ félaga. „Svakalega sorglegt hjá borginni“ Styrkur Reykjavíkurborgar til Fjöl­ skylduhjálpar Íslands lækkaði um síðustu áramót um eina milljón króna og er kominn niður í 1,6 millj­ ónir á mánuði. Ásgerður Jóna er sár og svekkt yfir niðurskurðinum, enda hefur neyð almennings ekkert minnkað. „Þetta er svakalega sorglegt hjá borginni. Við vitum ekki hvernig þau forgangsraða en fólk er ekki að koma nema það þurfi nauðsynlega á því að halda. Ég er búin að tala um þetta í tuttugu ár en þetta hefur ekk­ ert lagast. Við erum samt afskaplega þakklátar fyrir að fá þessar 1,6 millj­ ónir,“ segir hún en samtökin fá einnig fjögurra milljóna króna styrk árlega frá velferðarráðuneytinu. Nytjamarkaðir víða Fyrir utan Íslandsforeldra er hægt að styðja við bakið á Fjölskyldu­ hjálpinni með því að versla á nytja­ mörkuðum hennar eða koma með vörur. Nytjamarkaðirnir eru í Iðu­ felli 14 í Breiðholti, á Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ, Hamraborg 9 í Kópa­ vogi og á Snorrabraut í Reykjavík, á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Einnig er nytjamarkaður starfræktur á Selfossi. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Fólk er búið að hringja mjög mikið og spyrja hvort við séum líka komnar í sumarfrí en við lokum aldrei á sumr- in. Það er ekki hægt því neyðin er alveg gríðar- lega mikil. Ásgerður Jóna Flosadóttir Er ósátt við lægri styrk Reykjavíkurborgar til Fjölskyldu- hjálpar Íslands. MyNd Sigtryggur Ari JóhANNSSoN Biðröð Fólk í biðröð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Neyðin er mikil nú sem endranær. MyNd reuterS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.