Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 35
Umræða Stjórnmál 35Helgarblað 25.–29. júní 2015 H ar ðp ar ke t Þýsk gæði! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is mun þýða miklu minni mengun, miklu minni orkunotkun, að maður segi ekki orkusóun, miklu meira ör- yggi, því að mannleg mistök verða úr sögunni – þetta verður skynsamlegri heimur hvernig sem á það er litið. Og leiðindin maður! En mikið djöfull verður þetta leiðin- legt maður! Það verður þá ekki leng- ur hægt að setjast upp í bíl, við stýr- ið, virða fyrir sér mælaborðið, horfa fram yfir húddið, setja lykil í svissinn, starta og finna og heyra vélina byrja að mala, gefa inn og finna titringinn og heyra kraftmikið urrið – ekkert af þessu verður mögulegt, nema þá í einhverjum sýndarveruleika – kannski svona hermi. Þá verður heldur ekki hægt að setja í gír, stíga á bensínið og fara af stað. Það verður ekki hægt að láta sig líða um vegina, með aðra hönd á stýri, gefa í þegar það hentar, skjótast hingað og þang- að, njóta ferðarinnar og þess sem ber fyrir augu á meðan, upplifa það frelsi að geta beint bílnum þangað sem manni hentar, upplifað kraftinn frá vélinni, fundið landslagið þjóta hjá. Ekki verður hægt fara til útlanda til að keyra á hraðbrautum, eða líða um afskekkta hliðarvegi, ekki hægt að skipta niður og gefa í upp brekkur, finna kraftinn eins og þegar flugvél tekur á loft – þetta verður allt búið. Allt þetta mun fólk í framtíðinni fara á mis við. Það verður dæmt til að sitja hlutlaust inni í farartæki og bíða, syfjulegt í framan eða hlutlaust á svip, eins og í þotu í þokudumb- ungi um nótt, hátt yfir heimshöfum; bílferðir verða eins og eilíft hangs í lyftu, og ekkert sem gleður nema lyftutónlistin. Söknuður og öfund Menn munu auðvitað laumast til að ræða af söknuði um þessa tíma, þótt opinbera og samþykkta yfirskoðun- in, og kennd í öllum skólum, verði að sjálfsögðu sú að þetta hafi verið hörmungartímar, þegar mannkynið í æði og græðgi var næstum búin að brenna utan af sér andrúms- loftið, eyðileggja jörðina í heimsku og djöful gangi. En menn munu nú samt hittast og ræða hvort það hafi verið skemmtilegra að keyra bein- skipta bíla eða sjálfskipta; sumum finnst það ekki vera neinn akstur ef maður kúplar ekki og skiptir með gírstöng, sjálfur myndi ég halda fram hlut sjálfskiptu bílanna, á þannig miðilsfundi; sjálfskiptingunni er vel hægt að stjórna, ef maður gefur allt í botn og vélin er sæmilega kraftmikil, þá skiptir hann sér niður um eitt-tvö eða þrjú þrep á augnabliki, og er á augabragði horfinn úr augsýn sam- ferðafólks á veginum. Það verður jagast um hvaða þjóð- ir bjuggu til bestu bílana. Það verð- ur horft á bresku Top Gear-þættina, en náungarnir þar hafa mikla for- dóma gagnvart amerísku bílunum. Svo munu heyrast sjónarmið eins og þau sem faðir minn sálugi aðhylltist, en hann taldi að einu alvöru bílarn- ir væru annaðhvort amerískir eða þýskir, eða að minnsta kosti evrópsk- ir, allt annað væru bara eftirlíkingar. Sjálfur er ég í þeim minnihluta sem aðhyllist amerísku bílana. En meðal okkar aðdáenda amerískra bíla eru líka flokkadrættir og deildar mein- ingar, þannig er það alltaf í smá- flokkum og sértrúarsöfnuðum; vinir mínir Óli Gunn og Steini í Svissinum, ferðafélagar af Route 66, eru harðir talsmenn General-Motors bílanna (Cadillac, Buick, Pontiac, Chevrolet, o.s.frv.) en sjálfur styð ég Chrysler og þeirra merki, ekki síst Dodge (við sem svona hugsum erum vestanhafs kallaðir „Mopar-menn“). En núna er ég kominn fram úr sjálfum mér. Það er óþarfi að fyllast söknuði strax. En sanniði til, innan skamms verður næstum ómögu- legt að fá að upplifa þá tilfinningu að keyra bíl. Nema kannski með því að fá að stjórna svona tuk-tuk nokkra hringi. Og það rafmagns tuk-tuk. Sem segir ekki einu sinni „tuk-tuk“! n Cadillac „Aldrei yrðu búnir til glæsilegri og fullkomnari gripir en þessar vængjuðu risakerrur!“ Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.