Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 35
Umræða Stjórnmál 35Helgarblað 25.–29. júní 2015 H ar ðp ar ke t Þýsk gæði! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is mun þýða miklu minni mengun, miklu minni orkunotkun, að maður segi ekki orkusóun, miklu meira ör- yggi, því að mannleg mistök verða úr sögunni – þetta verður skynsamlegri heimur hvernig sem á það er litið. Og leiðindin maður! En mikið djöfull verður þetta leiðin- legt maður! Það verður þá ekki leng- ur hægt að setjast upp í bíl, við stýr- ið, virða fyrir sér mælaborðið, horfa fram yfir húddið, setja lykil í svissinn, starta og finna og heyra vélina byrja að mala, gefa inn og finna titringinn og heyra kraftmikið urrið – ekkert af þessu verður mögulegt, nema þá í einhverjum sýndarveruleika – kannski svona hermi. Þá verður heldur ekki hægt að setja í gír, stíga á bensínið og fara af stað. Það verður ekki hægt að láta sig líða um vegina, með aðra hönd á stýri, gefa í þegar það hentar, skjótast hingað og þang- að, njóta ferðarinnar og þess sem ber fyrir augu á meðan, upplifa það frelsi að geta beint bílnum þangað sem manni hentar, upplifað kraftinn frá vélinni, fundið landslagið þjóta hjá. Ekki verður hægt fara til útlanda til að keyra á hraðbrautum, eða líða um afskekkta hliðarvegi, ekki hægt að skipta niður og gefa í upp brekkur, finna kraftinn eins og þegar flugvél tekur á loft – þetta verður allt búið. Allt þetta mun fólk í framtíðinni fara á mis við. Það verður dæmt til að sitja hlutlaust inni í farartæki og bíða, syfjulegt í framan eða hlutlaust á svip, eins og í þotu í þokudumb- ungi um nótt, hátt yfir heimshöfum; bílferðir verða eins og eilíft hangs í lyftu, og ekkert sem gleður nema lyftutónlistin. Söknuður og öfund Menn munu auðvitað laumast til að ræða af söknuði um þessa tíma, þótt opinbera og samþykkta yfirskoðun- in, og kennd í öllum skólum, verði að sjálfsögðu sú að þetta hafi verið hörmungartímar, þegar mannkynið í æði og græðgi var næstum búin að brenna utan af sér andrúms- loftið, eyðileggja jörðina í heimsku og djöful gangi. En menn munu nú samt hittast og ræða hvort það hafi verið skemmtilegra að keyra bein- skipta bíla eða sjálfskipta; sumum finnst það ekki vera neinn akstur ef maður kúplar ekki og skiptir með gírstöng, sjálfur myndi ég halda fram hlut sjálfskiptu bílanna, á þannig miðilsfundi; sjálfskiptingunni er vel hægt að stjórna, ef maður gefur allt í botn og vélin er sæmilega kraftmikil, þá skiptir hann sér niður um eitt-tvö eða þrjú þrep á augnabliki, og er á augabragði horfinn úr augsýn sam- ferðafólks á veginum. Það verður jagast um hvaða þjóð- ir bjuggu til bestu bílana. Það verð- ur horft á bresku Top Gear-þættina, en náungarnir þar hafa mikla for- dóma gagnvart amerísku bílunum. Svo munu heyrast sjónarmið eins og þau sem faðir minn sálugi aðhylltist, en hann taldi að einu alvöru bílarn- ir væru annaðhvort amerískir eða þýskir, eða að minnsta kosti evrópsk- ir, allt annað væru bara eftirlíkingar. Sjálfur er ég í þeim minnihluta sem aðhyllist amerísku bílana. En meðal okkar aðdáenda amerískra bíla eru líka flokkadrættir og deildar mein- ingar, þannig er það alltaf í smá- flokkum og sértrúarsöfnuðum; vinir mínir Óli Gunn og Steini í Svissinum, ferðafélagar af Route 66, eru harðir talsmenn General-Motors bílanna (Cadillac, Buick, Pontiac, Chevrolet, o.s.frv.) en sjálfur styð ég Chrysler og þeirra merki, ekki síst Dodge (við sem svona hugsum erum vestanhafs kallaðir „Mopar-menn“). En núna er ég kominn fram úr sjálfum mér. Það er óþarfi að fyllast söknuði strax. En sanniði til, innan skamms verður næstum ómögu- legt að fá að upplifa þá tilfinningu að keyra bíl. Nema kannski með því að fá að stjórna svona tuk-tuk nokkra hringi. Og það rafmagns tuk-tuk. Sem segir ekki einu sinni „tuk-tuk“! n Cadillac „Aldrei yrðu búnir til glæsilegri og fullkomnari gripir en þessar vængjuðu risakerrur!“ Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.