Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 52
8 Sumarhátíðir - Kynningarblað Helgarblað 25.–29. júní 2015 Blóm í bæ í sjötta sinn Það verður hippastemming á garðyrkju- og blómasýningunni í Hveragerði um helgina N ú um helgina verður ár- lega garðyrkju- og blóma- sýningin Blóm í bæ haldin í sjötta sinn í Hveragerði. Mikið verður um dýrðir að þessu sinni en fyrri sýningar hafa slegið í gegn og fjöldi gesta sótt há- tíðina og notið þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem í boði er. Fjöldi við- burða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og ís- lenskrar framleiðslu dagana 26. til 28. júní og er aðgangur ókeypis alla dagana. Þema sýningarinnar í ár er „Flower Power“ og mun því hippatímabilið, blómabörnin, ást og friður vera allsráðandi og blómaskreytar töfra fram skraut- legar skreytingar í þeim anda. Að sýningunni standa Hveragerðis- bær, Samband garðyrkjubænda, Landbúnaðarháskólinn, Félag blómaskreyta, Garðyrkjufélag Ís- lands og Grænn markaður auk fjöl- margra sjálfboðaliða. Frú Vigdís heiðruð Meðal þeirra sem boðað hafa komu sína á hátíðina í ár er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem verður viðstödd setn- ingu hátíðarinnar klukkan 16.00, föstudaginn 26. júní. Það er vel við hæfi að frú Vigdís sæki hátíðina heim því þar er fyrirhugað að vígja trjálund henni til heiðurs. Tilefnið er að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís varð fyrsti þjóðkjörni kvenforset- inn í heiminum þegar hún var kjör- in forseti Íslands. Lundurinn verð- ur staðsettur í Smágörðum og mun gróðursetning fara fram klukkan 17.00 á föstudag. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla Það er ekki nokkur spurning að allir ættu að geta fundið sér eitt- hvað við hæfi á Blómum í bæ þar sem dagskráin er sérlega glæsileg, fjölskyldumiðuð og fjölbreytt. Sýn- ingar, markaðir og fræðsla verða alla sýningardagana. Ber þar helst að nefna fræðslufyrirlestra um garðrækt, sögugöngu um Hvera- gerði, boðið verður upp á græn- metissúpu í Lystigarðinum fyrir gesti og gangandi, Sveinn Kjartans- son matreiðslumeistari mun kenna gestum að elda holla og góða rétti á opnum eldi, blómaskreytar verða með sýnikennslu í Lystigarðinum, Leikhópurinn Lotta mætir á svæð- ið og skemmtir, keppt verður um blómlegustu bollakökuna 2015, Hafdís Huld mun halda frábæra barnatónleika og Hljómlistarfélag Hveragerðis mun halda sérstaka hippatónleika í anda þema há- tíðarinnar í ár svo fátt eitt sé nefnt. Hippastemming Aðspurð um þemað í ár segir Elín- borg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar Blóma í bæ, að það verði mikil hippastemming í bæn- um. Auk hippatónleikanna er von á hippalegum fornbílum, leik- húskrakkar verða með hippa- gjörninga auk þess sem margvísleg listaverk úr blómum í anda hippa- tímabilsins hafi fæðst í aðdraganda hátíðarinnar. Þá verður markaðsstemming um allan bæ þar sem garðplöntufram- leiðendur sýna afurðir sínar, hægt verður að kaupa grænmeti og ýms- ar vörur í garðinn. Fjöldi fyrirtækja mun sýna vörur sínar í Lystigarðin- um þar sem verða markaðstjöld og matarmarkaðir. Þá er ástæða til að vekja athygli á stórútsölu IKEA á garðvörum á sýningunni en versl- unin tók þátt í hátíðinni í fyrra og ákvað að vera aftur með í ár. Minnt er á að hægt er að nálg- ast allar helstu upplýsingar um dagskrá og viðburði á heimasíðu Blóma í bæ, blomibae.is. Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar Það er mikið um að vera í Hvera- gerði í sumar því auk Blóma í bæ fer bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fram helgina 13. til 15. ágúst næst- komandi. Sú hátíð hefur heldur bet- ur skipað sér sess meðal bæjarhá- tíða á Íslandi en þá fléttast saman Ísdagar Kjöríss og bæjarhátíðin með öllu tilheyrandi. Þá verða tónleik- ar úti um allan bæ, markaðir, sýn- ingar, brekkusöngur, varðeldur og dansleikir svo eitthvað sé nefnt. n Sjötta árið Hátíðin stendur yfir helgina 26.–28. júní. Þemað í ár er Flower Power Ást og friður verður ríkjandi á bæjarhátíðinni í anda hippanna. Blómlegt í Hvera- gerði Hátíðin Blóm í bæ er orðin einskonar þjóðhátíð þeirra Hvergerðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.