Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 76
60 Menning
U
ndanfarið hafa borist
óhugnanlegar fréttir af
dularfullum ærdauða í
sveitum landsins. Ær og
hrútar hafa drepist úr nær
ingarskorti þrátt fyrir mikla gjöf og
fóðurbæti. Á sama tíma og íslenska
kindin berst í bökkum heima fyrir
ber hún hróður íslenskrar kvik
myndalistar langt út fyrir landstein
ana, alla leið til Cannes í Frakklandi
þar sem kvikmyndin Hrútar hlaut
einhverja mestu viðurkenningu sem
íslensk kvikmynd hefur fengið: „Prix
Un Certain Regard“ sem er veitt fyrir
frumleika og hugrekki í kvikmynda
gerð. Grímur Hákonarson, höfundur
og leikstjóri myndarinnar, er þar með
búinn að sanna sig sem eitt af stóru
nöfnunum í íslenskri kvikmynda
gerð.
Grímur viðurkennir að það sé
undarleg tilviljun að þessir atburðir
eigi sér stað á sama tíma. „En ég er
samt ekki viss um að það sé góð aug
lýsing fyrir myndina. Það eru líklega
ekki margir sem hugsa eftir að þeir
heyra fréttirnar: Já, ég ætla að fara að
sjá dauðar rollur í bíó!“ segir Grímur
og hlær.
En áhorfendur flykkjast á
myndina, sem varpar eflaust ljósi
á hið sterka samband tegundanna,
manns og kindar, í árhundruð.
Hrútar er hæggeng en kómísk mynd
um tvo sérlundaða bræður sem búa á
samliggjandi bæjum í talsverðri ein
angrun í íslenskum afdal – en hafa
ekki talast við í 40 ár. Þegar riða kem
ur upp í fjárstofninum sem þeir elska
báðir svo heitt þurfa þeir að taka
saman höndum gegn yfirvaldinu.
„Gæinn sem gerir stuttmyndir“
Við sitjum í horni mathússins Bergs
son við Templarasund, Grímur
drekkur cappucino og segir frá því
hvernig áhuginn á kvikmyndum
vaknaði snemma á unglingsárum,
undir lok níunda áratugarins: „For
eldrar mínir keyptu ekki vídeótæki
fyrr en ég var orðinn 12 ára, þannig
að ég hafði bara horft á RÚV fram
að því. Þegar vídeótækið kom „óver
dósaði“ ég svo á bíómyndum. Ég var
alltaf að leigja myndir til að vinna
upp forskotið sem hinir höfðu,“ segir
Grímur.
Hann fór fljótt að prófa sig áfram í
kvikmyndagerð. „Ég hafði verið í leik
list sem krakki og leikið í tveimur sýn
ingum í Þjóðleikhúsinu: Óvitum og
Oliver Twist. Svo þegar VHSmynda
vélarnar komu fram svona '91 eða '92,
þá keypti ég mér Super VHSvél og
fór að gera stuttmyndir með félögun
um. Ég man aldrei eftir því að hafa
tekið ákvörðun um að verða kvik
myndagerðarmaður, en strax þegar
ég var kominn í menntaskóla var ég
kominn með það orðspor að ég væri
kvikmyndagerðarmaður: „Þarna er
Grímur, gæinn sem gerir stuttmynd
irnar.“ Þá var ég kominn með stimp
ilinn og svo hefur maður bara gengist
upp í því hlutverki.“
Klósettmenning og raunsæi
Strax í MH var farið að sýna stutt
myndir eftir hann á kvikmyndahátíð
um, meðal annars tvær stuttmyndir
sem hann vann með Rúnari Rúnars
syni, sem einnig starfar sem kvik
myndaleikstjóri í dag, eina um kló
settmenningu og aðra um geimverur
í Rauðhólum.
Allt frá því hann gerði heimilda
myndina Varði fer á vertíð árið 2001,
um atvinnulausa listaspíru sem
gengur til liðs við keflvíska sveita
ballahljómsveit, hefur Grímur hopp
að á milli þessara forma, heimilda
og leikinna mynda. Hann segir að
áhrifin milli kvikmyndaformanna
blæði vafalaust á milli.
„Ég er raunsæismaður. Ég fíla að
horfa á raunsæilegar myndir, bæði
heimildamyndir og leiknar myndir
um venjulegt fólk. Ég legg til dæmis
rosalega mikið upp úr trúverðugleika
í Hrútum. Margar senur og skot í
Hrútum tek ég nánast beint úr heim
ildamyndum sem ég hef áður gert.“
Ekki bara „af því bara“
Það hefur oft verið sterkur pólitískur
undirtónn í verkum Gríms: í stutt
myndinni Síðustu orð Hreggviðs
skaut hann á fortíðarþrá Morgun
blaðsins, í heimildamyndinni Hvell
ur fjallar hann um það þegar bændur
sprengdu upp stíflu í Laxá við Mývatn
til að mótmæla virkjunaráformum
og fyrsta leikna myndin hans í fullri
lengd, grínmyndin Sumarlandið,
fékkst á lúmskan hátt við það hvernig
efnishyggjan hefur tekið yfir svið hins
andlega – en myndin fjallar um fjöl
skylduföður sem selur moldríkum
erlendum listunnanda álfastein
eigin konu sinnar með hörmulegum
afleiðingum.
„Þegar ég er að eyða mörgum
árum í einhverja mynd þá nenni ég
ekki að gera það bara „af því bara.“
Mér líður betur ef ég er að benda á
eitthvað, ef myndirnar hafa einhvern
boðskap fram að færa. Í Sumar
landinu var svolítið verið að spyrða
saman efnishyggjuna og það and
lega. Sú mynd tengdist kannski hrun
inu meira en þessi. Það má líka alveg
sjá einhverja pólitík í Hrútum, þó
að það sé kannski ekki aðalatriðið.
Fólk er að lesa alls konar hluti út úr
myndinni: niðurskurðurinn á fénu
er eins og ástandið eftir hrun, bræð
urnir eru kannski fulltrúar þessarar
stjórnlausu sjálfstæðishugsunar og
svo framvegis.“
Þó að hún hafi talað skýrt inn
í íslenskan samtíma gekk Sumar
landinu ekki vel og þótti nokkur von
brigði enda miklar væntingar gerð
ar til Gríms. „Hún flaug ekkert mjög
hátt og hvarf dálítið. Stundum gerist
það og margar ástæður fyrir því. Hún
lenti einhvers staðar á milli og gekk
hvorki vel úti né heima, á meðan
Hrútar gengur brjálæðislega vel bæði
úti og heima. Hrútar er samt engan
veginn „commercial“ – þetta er miklu
meira hugsað sem „arthouse“ mynd.“
Lagði allt í sölurnar fyrir Hrúta
„Það eru svona fimm ár síðan ég byrj
aði á handritinu. Í millitíðinni gerði
ég tvær heimildamyndir. Það var
alltaf pælingin með Hrútum – þetta
er mynd sem ég lagði allt í sölurnar
fyrir. Eins óskipulagður og ég er í
mínu lífi er ég rosalega skipulagður
þegar kemur að öllu sem viðkemur
skrifum og kvikmyndagerð. Ég fæ
ekki bara hugmynd í kollinn, heldur
sest ég niður og reyni að finna eitt
hvað upp, búa eitthvað til meðvitað
og á skipulagðan hátt. Mig langaði að
gera sveitamynd í svipuðum anda og
Bræðrabylta – gera mynd sem sýndi
sveitalífið með trúverðugum hætti.
Svo skeytti ég saman tveimur sögum,
það er niðurskurðurinn vegna riðu
og áfallið sem fylgir honum, og svo
bræðurnir sem talast ekki við.“
Grímur segist hafa verið viss um
að hann hafi verið með góðan efnivið
í höndunum og eftir að myndin hafi
verið valin inn á Cannes hafi hann
verið vongóður um einhver verð
laun – en þó alls ekki búist við aðal
verðlaununum í flokknum. „Mað
ur fékk sterk viðbrögð. Maður hitti
blaðamenn sem höfðu séð flestall
ar myndirnar og voru að tala um að
þeim þætti mín mynd og kannski
einhver ein önnur best. Þannig að
þegar verðlaunaafhendingin hófst
vorum við alveg ágætlega vongóð.
Það hjálpaði henni kannski líka að í
flokknum okkar var rosalega mikið
af eymdarmyndum um styrjaldir og
barnaníðinga. Þó að Hrútar sé þung
þá er líka kómík í henni og fólki finnst
hún skemmtileg, þannig að ég held
að það hafi hjálpað.“
Hann viðurkennir að kómíkin
brjótist fram í myndum hans jafnvel
þó að hann ætli sér það ekki endilega
til að byrja með. „Bræðrabylta var til
raun til að gera dramatíska mynd um
samkynhneigða glímumenn. Ég ætl
aði að taka mig mjög alvarlega og
gera svaka alvarlega mynd. Hún átti
ekkert að vera fyndin, en svo varð
hún bara drepfyndin,“ segir Grímur
og hlær. „Þetta er eitthvað sem kem
ur náttúrulega. Þegar ég er að skrifa
er ég líka með einhvern innbyggð
an „filter“. Ef hlutirnir eru orðnir of
melódramatískir þá finn ég það bara.
Ég er með einhvern stopptakka.“
Lykilatriði að bera virðingu fyrir
persónunum
Grímur segir að hann hafi langað að
sýna íslenskt sveitalíf á trúverðugan
hátt, en finnst honum þá íslenskar
kvikmyndir ekki hafa sýnt lands
byggðina á sannan hátt hingað til?
„Fyrr á árum voru gerðar sveita
myndir sem voru góðar. Mér fannst
Land og synir til dæmis frekar trú
verðug. En mér finnst stundum eins
og fólk sé að gera myndir sem gerast
úti á landi þó að það þekki ekki til.
Lykilatriðið í kvikmyndagerð er nátt
úrlega að bera virðingu fyrir persón
unum. Ef þú lítur niður á persónurnar
í myndinni – ef þú ert með það
viðhorf að þær séu eitthvert pakk
– þá verða þær aldrei trúverðugar
eða góðar. Þetta er hættan.“ Það var
kannski blanda af heppni og örlögum
sem gerði að verkum að Bárðardalur
í SuðurÞingeyjarsýslu var valinn sem
tökustaður myndarinnar.
„Föðuramma mín er fædd þarna
á öræfabýli, Íshóli í Bárðardal.
Þannig að það er einhver tilfinninga
leg ástæða, en aðalástæðan er samt
að þessir bæir hentuðu bara fullkom
lega fyrir söguna. Ég var búinn að
ferðast mikið um landið að leita. Þeir
eru einangraðir, þeir eru sauðfjárbú,
og það er hægt að sýna deilur bræðr
anna í umhverfinu í kringum bæina.
Það er girðing sem sýnir fjarlægðina
á milli þeirra. Þarna var hægt að sýna
myndrænt deilurnar á milli persón
anna. Það gefur myndinni aukna
djúpt. En svo var það líka fólkið í
dalnum, maður fann strax að það var
mjög heiðarlegt. Menn hafa kannski
stundum lent í því að fólk fái dollara
merki í augun þegar kvikmynda
gerðarmaður kemur að sunnan.“
Óorðuð tjáning
Það er mikil óorðuð tjáning í
myndinni, þöglir einfarar sem tjá
sterkar tilfinningar með svipbrigðum
sínum. „Það er oft talað um ofleik í
íslenskum kvikmyndum, en nú er
komin ný kynslóð af kvikmynda
gerðarmönnum, sem eru á mínum
aldri. Ég held að þessi nýja kynslóð sé
meira meðvituð um að flestir íslensk
ir leikarar séu sviðsleikarar og reyni
þess vegna að tóna niður leikinn. Ef
þú gerir það, ertu strax kominn hálfa
leið. En þetta var mikil áskorun og
margir sem lásu yfir handritið höfðu
áhyggjur af því að það yrði erfitt fyrir
aðalleikarann að leika svona mikið
með andlitinu.
Við Siggi fórum bara sérstaklega
í gegnum það og pössuðum líka að
hann væri ekki að gera það sama.
Því það eru rosalega margar senur í
myndinni þar sem hann er bara að
hugsa. Þá reyndum við að nota ekki
sömu vinklana – að tökurnar og út
litið væri öðruvísi, og svipurinn hjá
honum líka. Þú ert með spegil hér
eða eitthvað, alltaf eitthvað nýtt í
gangi. Þetta er mynd sem er eiginlega
bara tekin upp á einum sveitabæ, svo
það var mikil áskorun að finna alltaf
eitthvað nýtt. Maður var alltaf á sama
staðnum en þurfti stöðugt að búa til
nýja vinkla.“
Sögur sem spyrja hver við erum
Það er áhugavert að skoða tengsl
þeirra tveggja mynda sem hafa nú á
tveimur árum náð einhverjum allra
besta árangri sem íslenskar kvik
myndir hafa náð. Bæði Hrútar og
Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson,
fjalla um tengsl Íslendinga við þær
dýrategundir sem hafa haldið í þeim
lífinu frá landnámi. Í báðum mynd
unum leita persónur svo skjóls fyrir
íslenskum stormi í allegorískri gröf
eða móðurlegi. Þar mætti svo jafnvel
bæta við vinsælustu bók síðustu jóla,
Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, þar sem
aðalpersónan – sem á stormasömu
sambandi við íslensku kindina – hvíl
ir að lokum í Öræfajökli.
„Þetta eru svo rosalega ólíkar
Helgarblað 25.–29. júní 2015
Gæinn sem gerir bíómyndir
Í maí hlaut Grímur Hákonarson einn stærsta heiður
sem íslenskur kvikmyndagerðamaður hefur fengið
þegar kvikmyndin hans Hrútar fékk verðlaun í
Cannes. Hann spjallar um það hvernig hann féll fyrir
kvikmyndum 12 ára, um dauðar rollur, ótrúverðugar
landsbyggðamyndir og hættuna sem stafar að
íslenskri kvikmyndagerð.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Myndir Gríms
n 2015 Hrútar
n 2013 Hvellur (Heimildamynd)
n 2012 Hreint hjarta (Heimildamynd)
n 2010 Sumarlandið
n 2007 Bræðrabylta (Stuttmynd)
n 2004 Slavek the Shit (Stuttmynd)
n 2004 Síðustu orð Hreggviðs
(Stuttmynd)
n 2002 Varði Goes Europe (Heimilda-
mynd)
n 2001 Varði fer á vertíð (Heimilda-
mynd)
„Strax þegar ég
var kominn í
menntaskóla var ég
kominn með það orð-
spor að ég væri kvik-
myndagerðarmað-
ur: „Þarna er Grímur,
gæinn sem gerir stutt-
myndirnar.“
Að leika með andlitinu Grím-
ur segir nýja kynslóð íslenskra
kvikmyndaleikstjóra sé meðvit-
aða um að flestir íslenskir leikarar
séu sviðsleikarar og reyni þess
vegna að tóna niður leikinn.