Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 72
56 Menning Helgarblað 25.–29. júní 2015
Ferðalag um skynfærin
Listaverk fyrir eyru, nef, húð og augu á norræna samtímalistartvíæringnum
N
orræni tvíæringurinn í sam-
tímamyndlist, Momentum
8, var opnaður fyrr í
mánuðinum í iðnaðar-
borginni Moss í nágrenni
Óslóar í Noregi og stendur yfir fram
í september. Tuttugu og átta lista-
menn víða að úr heiminum taka þátt
í tvíæringnum, þar af fjórir frá Ís-
landi: Bjarni H. Þórarinsson, Steina
(Steina Vasulka), Steingrímur Ey-
fjörð og Hrafnhildur Arnardóttir aka
Shoplifter, en þau tvö síðastnefndu
hafa skapað ný verk sérstaklega fyrir
sýninguna. Birta Guðjónsdóttir, einn
fjögurra sýningarstóra sýningarinn-
ar, ræddi við DV um Momentum.
„Tvíæringurinn hefur færst frá
því að vera með sérstaka áherslu á
Norður lönd yfir í það að vera alþjóð-
legur tvíæringur, sem á sér stað á
Norðurlöndunum,“ segir Birta. Hún
segir að sýningarstjórateymið hafi
hugsað um hvernig listtvíæringur-
inn hefur mótast sem ákveðið form,
eða stofnun, í listheiminum. „Okkur
langaði að nýta þá sérstöðu forms-
ins sem vettvangs til sköpunar nýrra
verka. Vel rúmur helmingur verk-
anna er þannig sérstaklega gerð-
ur fyrir sýninguna. Við vildum nota
tækifærið til nýsköpunar, en með því
tekur maður áhættu – því maður veit
ekki alveg hver lokaútkoman verður.“
Sjónsviðið þrengt
Yfirskrift tvíæringsins í ár er rörsýni,
(e. tunnel vision), en orðið er upp-
haflega notað yfir sefasýkis fyrirbæri
sem lýsir sér þannig að sjónsvið
einstaklings þrengist og eyðir út
jaðarsvæðum sjónarinnar líkt og
horft sé í gegnum rör.
Það er þó ekki einungis né fyrst
og fremst hið læknisfræðilega ástand
sem er til umræðu heldur einnig rör-
sýni hins intervædda samtíma: „Við
verðum fyrir óhemju miklu áreiti
upplýsinga í samfélaginu í dag. Við
fórum að velta því fyrir okkur hvernig
við vinnum úr þessu í samtímanum,
hvaða áhrif upplýsingaflæðið hefur
á mann og hvaða aðferðum maður
beitir til að takast á við það. Við vís-
um til dæmis í skrif Eli Pariser um hið
svokallaða „you-loop“ sem er hug-
tak yfir það hvernig maður fær að-
eins svörun sem byggir á manns eig-
in áhuga, fyrri leit, þegar maður leitar
upplýsinga. Google- leitarniðurstöður
verða þrengri og þrengri og byggja á
áhugasviði þess sem leitar.“
„Við veltum líka fyrir okkur hvaða
samfélagssjúkdómar það eru sem
hrjá okkur núna, til dæmis ADHD
sem er talið beintengt þessu áreiti.
Þá er næsta skref að velta fyrir sér
lyfjamarkaðnum, bæði löglegum og
ólöglegum lyfjum, og svo andlega
markaðnum, iðnaði andlegra lausna.
Á áttunda áratugnum tók fólk hug-
víkkandi efni, en seinna urðu þau
að hörðum úthaldsefnum – á kóka-
ín-áratugnum – og svo núna er það
efni sem hafa þau áhrif að þrengja og
fókusera, Ayahuasca-ferðamanna-
iðnaðurinn færist í aukana í Evrópu.“
Að skynja listina
Birta segir að sýningarstjórarnir hafi
haft áhuga á að vinna með lista-
mönnum sem „skapa sér sitt eigið
rör“ – hafa skapað sér svæði þar
sem ákveðin lögmál og lógík gilda
en mögulega ekki utan þess: sjálf-
sprottin kerfi eða kerfi sem falla utan
samþykktra sviða akademíu og vís-
inda.
Í innsetningu sem Steingrímur Ey-
fjörð vann í mörgum ólíkum miðlum
sérstaklega fyrir tvíæringinn vinnur
hann til að mynda með rökvísi sam-
særiskenninga. „Í teikningum sín-
um, málverkum og skúlptúrum fjall-
ar hann m.a. um samsæriskenningar.
Hann er mikill áhugamaður um þær
og hefur viðað að sér miklu efni á sér-
hæfðum umræðuvettvöngum sem
þrífast á internetinu. Frá kenningum
um pólitískt samsæri til yfirnáttúru-
legra fyrirbæra sem samsæriskenn-
ingasmiðir uppljóstra að valdamiklir
aðilar feli fyrir fyrir okkur.“
Sum verkanna byggjast á skýrri
afmörkun þess sem er innan og utan
rörsins – hins innra og ytra. Hrafn-
hildur Arnardóttir vann verk fyrir
tvíæringinn sem Birta segir tengj-
ast þessari afmörkun. Verkið hennar
er unnið úr litríku gervihári. „Verkið
tengist þeim hluta sýningarinnar sem
lýtur að klúbbnum, næturklúbbn-
um sem afmörkuðu hugarástandi.“
Þar sem maður upplifir tæmingu eða
tóm, með eða án skynvíkkandi efna.
Þar sem öll skynáhrif magnast, öll
snerting, hljóð, hreyfing og ljós og
verður að mjög sérstöku svæði fyrir
skynveruna,“ segir Birta.
Skynáhrifin eru mikilvæg því sýn-
ingarstjórarnir vildu sérstaklega fá til
liðs við sig listamenn sem skapa bein
skynjunaráhrif: „Í sýningunni erum
við ekki að fjalla um skynjun heldur
að bjóða upp á ferðalag um öll skyn-
færin,“ segir Birta.
Þannig skapar japanska listakon-
an Fujiko Nakaya rými fyllt af raun-
verulegri þoku sem vætir gestina,
norska lyktarlistakonan Sissel Tolaas
skapar sérstakan ilm fyrir tvíær-
inginn og tónlistarkonan Zhala hefur
skapað hljóðmynd fyrir sýninguna. n
Þoka Aðeins um helmingur listamanna á norræna samtímalistatvíæringnum Momentum
8 er frá Norðurlöndum. Þokuinnsetning japönsku listakonunnar Fujiko Nakaya er eitt þeirra
verka sem er hluti af hátíðinni.
Samsæri Steingrímur Eyfjörð vinnur meðal annars með rökvísi samsæriskenninga í inn-
setningu sem hann vann fyrir Momentum 8.
Rörsýni Birta Guðjónsdóttir er einn
fjögurra sýningarstjóra Momentum 8, og
velta þeir fyrir sér hugmyndum um rörsýni á
tvíæringnum.
Litríkt gervihár Hrafnhildur Arnardóttir skapaði
nýtt verk fyrir norræna myndlistartvíæringinn í Moss.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Espresso t ime bo l la l í nan fæst í s tærr i Hagkaups vers lunum
Espresso time bollalínan er björt, litaglöð lína
fyrir kaffi elskendur. Bollarnir eru 100ml postulíns-
bollar sem eru uppþvottavéla- og örbylgjuvænir.
Einfaldir og þægilegir.
Kaupauki
Gjafapoki
fylgir við kaup
á tveimur
bollum