Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 86
70 Fólk Helgarblað 25.–29. júní 2015
Fæst hjá Jóni & Óskari.
Laugavegi 61 // Kringlunni // Smáralind.
Tel.+354 552 4910 // www.jonogoskar.is.
Norðurljós
Nýjasta hönnun úr Icecold silfurlínunni
er innblásin af hinum töfrandi Norðurljósum.
Tilvalin gjöf til vina og vandamanna erlendis.
Northern lights
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
43
98
9
Men frá 16.900 kr.
Lokkar 15.900 kr.
Fuglafælurnar frá Scarecrow eru
mannúðleg og vistvæn lausn sem
halda fuglum varanlega frá.
Nánari upplýsingar
www.fuglavarnir.is
sala@fuglavarnir.is
Sími 896 1013
Þarftu að
halda fuglum frá?
Hentar m
.a.
fyrir fiski
skip,
löndunar
bryggjur
og fiskeld
i
Komin í draumastarfið
n Svava Kristín er nýr íþróttafréttamaður á Stöð 2 n Ekki bara ráðin af því hún er kona
É
g spilaði fótbolta og hand-
bolta hér áður þannig ég þekki
þennan íþróttageira vel. Og
hef mikinn áhuga á íþróttun-
um,“ segir hin 25 ára gamla
Svava Kristín Grétarsdóttir sem tók
nýlega við starfi íþróttafréttamanns
á Stöð 2. „Svo stefndi ég á það, alveg
frá því að ég var barn, að starfa í fjöl-
miðlum. Það er því ekkert leiðinlegt
að fá að sameina þetta tvennt.“
Gekk ótrúlega vel
Svava er þó ekki alveg ókunn fjöl-
miðlum því síðastliðið ár hefur hún
starfað á útvarpsstöðinni FM 95,7,
þar sem hún stýrir tónlistarþætti
um helgar. „Ég var því aðeins komin
inn í bransann, þó að þetta sé alveg
tvennt ólíkt. Það eina sem er eins er
að ég er í beinni útsendingu á báð-
um stöðum,“ segir Svava, en tekur
fram að hún tali hins vegar allt öðru-
vísi sem íþróttafréttamaður heldur
en þáttastjórnandi á FM 95,7.
Svava las íþróttafréttir í fyrsta
skipti 1. júní síðastliðinn og viður-
kennir að hafa verið mjög stressuð
fyrir útsendingunni. „Ég vissi ekki
hvernig ég átti að haga mér rétt fyrir
útsendingu,“ segir hún og hlær. „En
fyrsta skiptið gekk ótrúlega vel,“ bæt-
ir hún við.
Fór á íþróttafréttanámskeið
Þótt Svava hafi engan bakgrunn í
fréttamennsku þá fékk hún nasaþef-
inn af henni þegar hún fór á nám-
skeið í íþróttafréttamennsku sem
RÚV hélt fyrir konur í vetur. Og þekk-
ingin sem hún öðlaðist þar nýtist
henni vel í dag. „Þegar ég sá nám-
skeiðið auglýst skráði ég mig strax.
Ég hef sjaldan verið jafn fljót að skrá
mig í eitthvað,“ segir hún kímin.
„Mér finnst þetta frábært framtak hjá
RÚV. Með þessu vöktu þeir athygli á
því að konur geta alveg verið íþrótta-
fréttamenn eins og karlmenn.“ Á
námskeiðinu var skyggnst inn í
heim íþróttafréttamanna og farið yfir
nokkur grundvallaratriði sem gott er
að kunna skil á í fréttamennsku.
„Þeim leist bara vel á mig“
Svava gerði sér ekki miklar vonir
um að hún fengi starf sem íþróttaf-
réttamaður á Stöð 2 í kjölfarið, enda
margir gamlir íþróttafréttahaukar
sem hafa séð um að gera íþróttunum
skil hjá fyrirtækinu. „En svo spurðist
það út að ég hefði farið á námskeiðið
hjá RÚV og mér var boðið starf. Ég
var bara á röltinu um ganga fyrir-
tækisins þegar ég var spurð hvort ég
hefði áhuga og ég var ekki lengi að
svara játandi. Viku síðar var ég kom-
in í prufur.“ Svava tekur þó fram að
hún hafi ekki fengið starfið bara af
því hún er kona – henni hafi verið
gert það ljóst þegar hún var ráðin.
„Þeim leist bara vel á mig og það var
plús að ég er kona.“
Allir jákvæðir
Aðspurð segist Svava bara hafa feng-
ið jákvæð viðbrögð frá fólki eftir að
andlitið á henni fór að sjást á skján-
um. „Fólk er rosalega ánægt að sjá
kvenmann í þessu starfi. Sérstaklega
á Stöð 2. Ég fæ líka mikinn stuðn-
ing innan fyrirtækisins þar sem all-
ir hafa tekið vel á móti mér. Síðustu
vikur hafa verið algjör draumur. Ég
geri mér reyndar alveg grein fyrir
því að til að byrja með fæ ég ekki að
heyra neikvæðar raddir. Fólk hlífir
mér. En ég veit að þær koma. Það
er bara þannig í þessum bransa og
ég bíð spennt eftir því. Ég er með
nógu breitt bak til að þola gagn-
rýni, annars hefði ég aldrei farið út
í þennan bransa. Það eru til dæm-
is alltaf einhverjir karlar þarna úti,
kannski aðallega þeir sem eldri eru,
sem kunna ekki við að láta kven-
mann segja sér fréttir af íþróttum.“
Var á leið í nám
Svava stefndi á nám í fjölmiðlafræði
eftir stúdentspróf og var búin að
finna skóla í Þýskalandi sem henni
leist vel á þegar henni bauðst starf-
ið á FM 95,7. Þá var hún komin of
nálægt draumnum til að fresta hon-
um fyrir nám. Hún segir hins vegar
aldrei að vita hvað hún geri í fram-
tíðinni „Það eina sem ég veit núna
er að ég er í nýju starfi sem ég kann
rosalega vel við mig í.“
Svava er fædd og uppalin í Vest-
mannaeyjum og öll fjölskyldan
hennar býr þar. Hún er því dugleg
að kíkja út í Eyjar þegar tími gefst.
Sjálf er hún búin að koma sér vel
fyrir í höfuðborginni og kann vel
við sig þar. Hún er laus og liðug en
segist ekki finna fyrir auknum áhuga
karlpeningsins eftir að hún byrjaði
í íþróttafréttunum, enda skammur
tími liðinn. „Það fylgir þessu alltaf
einhver smá athygli en það er bara
gaman að því,“ segir hún kímin að
lokum. n
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is Íþróttafréttamaður
Svava Kristín sótti námskeið
í íþróttafréttamennsku sem
RÚV hélt fyrir konur í vetur.
„Þeim leist bara
vel á mig og það
var plús að ég er kona.