Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 66
Helgarblað 25.–29. júní 201550 Lífsstíll
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002
Sama veRð í 7áR!
Þunnar
og þægilegar
daglinsur
2500 kr.
Svalandi sumardrykkir
n Sniðugir drykkir í garðveisluna n Um að gera að njóta sumarsins
N
ú virðist sumarið loksins far
ið að láta á sér kræla og þá
er ekki um annað að ræða
en að njóta þess í botn.
Á góðvirðisdögum er fátt
skemmtilegra en dúka upp borð í
garðinum og bjóða fjölskyldu og vin
um í mat og drykk. Þá getur líka ver
ið sniðugt að halda svokallað Pálínu
boð þar sem allir gestirnir koma
með eitthvað á veisluborðið. Í slík
um boðum er einkar hentugt að hús
ráðandi sjái um drykkina. Hér eru
nokkrar uppskriftir af sannkölluðum
sumardrykkjum sem kitla bragðlauk
ana og svala þorstanum á heitum
sumardögum. Flestir drykkirnir eru
óáfengir en það er ekkert því til fyrir
stöðu að bæta áfengi út í uppskrift
irnar, eða sleppa því, eftir smekk. n
Bláberjalímonaði
Fyrir fjóra
Einstaklega bragðgóður sumardrykkur í þykkri
kantinum. Gæti líklega flokkast sem smoothie
og er því örlítið meira seðjandi en venjulegur
svaladrykkur.
Hráefni:
n 1 og ½ bolli bláber
n 1 bolli límonaði
n ½ bolli fersk mynta og örlítið meira til
skreytingar
n ¼ bolli flórsykur
n 3 bollar klakar
Aðferð:
Settu allt hráefnið í blandara og blandaðu saman
þangað til allt er orðið vel maukað og silkimjúkt.
Helltu í fjögur glös og skreyttu með myntulaufum.
Ferskjudrykkur með engiferívafi
Fyrir fjóra
Þeir gerast varla auðveldari í fram-
kvæmd, svaladrykkirnir. Hérna þarf
ekkert að þeyta, hrista eða blanda.
Bara henda öllum hráefnunum
saman í stóra könnu og njóta.
Hráefni:
n 3 bollar engiferöl
n ½ bolli ferskjusafi
n 2 vel þroskaðar ferskjur
n 1 teskeið ferskt rifið engifer
Aðferð:
Skerðu ferskjurnar í þunnar sneiðar
og blandaðu öllu hráefninu í stóra
könnu. Settu svo nóg af klökum
út í drykkinn svo hann haldist vel
kaldur á veisluborðinu úti í garði.
Jalapeno
-lime-blanda
Fyrir fjóra
Þessi er alveg einstaklega skemmtilegur og
jalapenoið setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið.
Kitlandi sterkt bragðið af svalandi drykknum er
vægast sagt áhugavert.
Hráefni:
n 3 bollar sódavatn
n ¼ bolli ferskur lime safi
n ¼ bolli agave sýróp 1 lime, skorið í þunnar sneiðar
n 1 jalapeno pipar, skorinn í þunnar sneiðar
Aðferð:
Blandaðu öllu hráefninu saman í könnu og hrærðu
aðeins í. Skelltu svo slatta af klökum út í til að
halda drykknum köldum.
Hungangsmelónu-,
gúrku- og myntudraumur
Fyrir átta
Þessi drykkur krefst aðeins meiri undirbúnings en hinir – þó ekki
mikils. Við erum að tala um nokkrar mínútur sem fara í að skera
og mauka.
Hráefni:
n 1 hunagnsmelóna, niðurskorin án barkar
n 1 agúrka, hálf skorin í bita og hálf í sneiðar
n 1 bolli myntulauf
n ½ bolli ferskur limesafi (8 lime) og 1 lime niðurskorið
n Skvetta af gini, ef fólk vill
Aðferð:
Maukaðu melónuna vel, til dæmis með töfrasprota eða í
matvinnsluvél. Settu svo agúrkubitana og myntulaufin saman í
blandara (töfrasprotinn gengur líka) og maukaðu vel. Blandaðu
öllu maukinu saman og sigtaðu ofan í stóra könnu. Bættu svo
limesafanum og niðursneiddu agúrkuna út í blönduna, og gininu
líka, ef það er notað. Fylltu upp könnuna með klökum og kældu í
að minnsta kosti 30 mínútur áður en drykkurinn er borinn fram.
Ananas-, lime- og
kókoshnetu-drykkur
Fyrir átta
Þessi er svo suðrænn og svalandi að manni líður eins og
maður sé staddur á suðlægri strönd þegar maður sýpur á
honum í sólinni.
Hráefni:
n 3 bollar ananassafi
n 2 bollar kókosvatn
n ½ bolli ferskur limesafi (úr 8 lime)
n 2 bollar sódavatn eða kolsýrt vatn
n ½ ananas skorinn niður í langa báta
n Smá skvetta af rommi, ef fólk vill
Aðferð:
Blandaðu ananassafa, kókosvatni og limesafa saman í
stóra könnu og kældu í að minnsta kosti 30 mínútur. Bættu
svo sódavatninu út í rétt áður en drykkurinn er borinn fram,
fylltu glösin með klökum og skreyttu með ananasbát.
Jarðarberja
-timjan- límonaði
Fyrir átta
Guðdómlega sætur og svalandi sumardrykkur,
sem krefst smá undirbúnings, en er svo sannar-
lega þess virði.
Hráefni:
n 1 bolli sykur
n 8 greinar af timjan og örlítið meira
til að skreyta með
n 2 ½ bolli jarðarber, niðurskorin
n 1 ½ bolli ferskur sítrónusafi (úr um 10 sítrónum)
Aðferð:
Settu sykur og timjan í pott, ásamt einum bolla
af vatni. Leyfðu suðunni að koma upp og hrærðu
reglulega í blöndunni. Þegar sykurinn er orðinn
vel bráðinn, slökktu þá undir pottinum og leyfðu
bráðinni að kólna. Veiddu svo timjanið upp úr.
Blandaðu jarðarberjunum og sítrónusafanum út
í sykurbráðina, settu í stóra könnu og fylltu upp
með 5 bollum af vatni og nóg af klökum. Gott
er að kæla drykkinn í ísskáp í að minnsta kosti í
hálftíma áður en hann er borinn fram. Hvert glas
er skreytt með timjan.