Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 77
Helgarblað 25.–29. júní 2015
Fabrikkuborgarinn Morthens Stóri Bó Forsetinn
FABRIKKU-
SMÁBORGARAR
Fullkomnir í veisluna
Fabrikkusmáborgarar eru fullkomnir í hvaða partý sem er. Ofur einfalt að velja
magnið og panta á vefsíðu Fabrikkunnar, www.fabrikkan.is. Fjórar tegundir bakka í
boði - Fabrikkuborgarar, Morthens, Stóri Bó og Forsetinn. Afhentir á flottum bökkum
(30 á bakka) sem hægt er að bera fram beint á veisluborðið.
www.fabrikkan.is | borðapantanir: 575 7575
Menning 61
Oddur verður rakarinn í Sevilla
Gamanópera Rossinis frumsýnd í október
B
aritónsöngvarinn Oddur Arn
þór Jónsson fer með hlut
verk rakarans Fígaró í óper
unni Rakarinn í Sevilla sem er
næsta verkefni Íslensku óperunnar.
Þessi vinsæla gamanópera eftir Ítal
ann Giochino Rossini verður frum
sýnt í Eldborgarsal Hörpu 17. október
og eru fimm sýningar áætlaðar.
Oddur Arnþór, sem er 31 árs, lék
Rodrigo í uppsetningu Íslensku óp
erunnar á Don Carlo síðasta haust og
var í kjölfarið útnefndur Bjartasta von
in í flokki sígildrar og samtímatónlist
ar á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Oddur Arnþór Jónsson sló rækilega í
gegn í Don Carlo hjá Íslensku óper
unni síðastliðið haust og var valinn
Bjartasta vonin á Íslensku tónlistar
verðlaununum í vor og var ennfremur
á dögunum tilnefndur til Grímunnar
sem Söngvari ársins.
Í öðrum hlutverkum eru meðal
annars Gissur Páll Gissurarson sem
Almaviva greifi, Sigríður Ósk Krist
jánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafs
dóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor
Kristinsson og Jóhann Smári Sævars
son í hlutverki Doktor Bartolo, Krist
inn Sigmundsson og Viðar Gunnars
son í hlutverki Don Basilio, Ágúst
Ólafsson í hlutverki Fiorello og Val
gerður Guðnadóttir í hlutverki Bertu.
Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir,
María Ólafsdóttir hannar búninga,
Steffen Aarfing leikmynd en hljóm
sveitarstjóri verður Guðmundur
Óli Gunnarsson. Rakarinn í Sevilla
verður fyrsta uppsetning óperunn
ar eftir að nýr óperustjóri, Steinunn
Birna Ragnarsdóttir, tók við stjórnar
taumunum. n kristjan@dv.is
Gæinn sem gerir bíómyndir
myndir. Hross í oss er svona absúrd
kómedía sem er byggð upp á mörgum
sögum, á meðan Hrútar er raunsærri.
En jú, þetta eru sveitamyndir og fjalla
um samband manns og dýra. Öræfi
fjallar kannski ekki beint um þetta
heldur fer hún um víðan völl. Ég þakk
aði Offa reyndar fyrir bókina og talaði
um þetta við hann. Erlendir blaða
menn hafa verið að spyrja mig rosa
lega mikið út í Hross í oss og verið að
velta fyrir sér öllum þessum mynd
um frá Íslandi sem hefur gengið svona
vel. Eitt svarið sem ég hef gefið, sem
tengist Hross í oss líka, er að lista
menn, ekki bara kvikmyndagerðar
menn og rithöfundar hafi farið að leita
að hinum sanna íslenska veruleika
eftir alla þessa froðu sem var í gangi.
Menn fara að leita í ræturnar, spyrja
hvaðan við komum og hver við séum
í raun og veru. Þetta eru svona eft
irhrunsmyndir, þó að þær fjalli ekki
beinlínis um hrunið eða kreppuna.“
Kvikmyndagerðarmenn munu
flýja land
Þó að Hrútar hafi ekki verið dýr
mynd á evrópskan mælikvarða
þurfti umtalsvert fjármagn að utan
til að fjármagna framleiðsluna.
Grímur segir að það sé umhugs
unarvert að á sama tíma og íslenskar
myndir séu að vekja athygli erlendis
sé lítill skilningur hjá stjórnvöldum,
sem hann segir hafa skorið hressi
lega niður framlög til kvikmynda
gerðar á síðustu árum. Kvikmynda
gerðarmenn framtíðarinnar muni
gera sínar kvikmyndir annars stað
ar og á öðrum tungumálum en ís
lensku ef ekki verði hlúð að þessari
listgrein.
„Nú er komin fram ný kynslóð
hæfileikaríkra kvikmyndagerðar
manna, en það er vandamál hvað
það er lítill peningur í geiranum. Það
er mikil gerjun í gangi en það þarf að
styðja við hana. Það þarf að búa til al
mennilegt umhverfi utan um kvik
myndageirann. Auðvitað er þetta
lítið land og allt það en þetta er eitt
hvað sem þarf að laga, annars held ég
því miður að fleiri kvikmyndagerðar
menn fari að reyna fyrir sér erlendis.“
Hann segir að það sé til dæmis
ómögulegt fyrir íslenska kvikmynda
gerðarmenn að gera stórar sögulegar
kvikmyndir, og viðurkennir að hon
um þætti gaman að fá að spreyta sig
á slíkum myndum. „Það væri ekkert
leiðinlegt að gera mynd með her
menn röltandi eftir götunni hérna,
eða Austurvöll fullan af táragasi,“
segir Grímur. n
Lagði allt í sölurnar Fyrsta
mynd Gríms Hákonarsonar gekk
ekki eins og skyldi svo hann
þurfti að leggja allt í sölurnar
fyrir Hrúta – og nú er hann að
uppskera ávexti erfiðisins.