Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 74
58 Menning Helgarblað 25.–29. júní 2015 Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... M yndir sem gera grín að James Bond eru nánast jafn gamlar og James Bond sjálfur, enda erfitt að taka hann alvarlega þó maður hafi gam- an af. Fyrsta Casino Royale-myndin var súrrealísk gamanmynd með Woody Allen og Peter Sellers, síðan kom Get Smart, þá Austin Powers og ótal fleiri. Og nú er komið að Melissu McCarthy. Umgjörð myndarinnar er ágæt. Jude Law er hinn Bond-legi njósn- ari, þó með uppgerðan bandarísk- an hreim. Melissa er konan sem leiðbeinir honum bak við tjöldin og er ástæðan fyrir velgengni hans. Þetta er því nánast Bond með aug- um Miss Moneypenny, sem ger- ir þó margt annað en að stynja „Oh James“. Melissa er síðan sjálf gerð út af örkinni til njósnastarfa og í stað þess að vera aksturskappi eða fjár- hættuspilari í dulargervi er hún látin ganga í gegnum allar staðal- myndir holdugra kvenna, allt frá kennslukonu í sumarleyfi yfir í brjálaða kattarkonu. Það er áhugavert að sjá heim- inn með augum Melissu, hér er það ekki lúðinn sem fær sætu stelpuna að lokum heldur venjulega stúlkan sem er skotin í sæta stráknum sem vill bara að þau séu vinir. Og að lok- um er það vinátta kvenna á milli sem mestu máli skiptir. Farið er í gegnum póstkortaút- gáfu af Evrópu, París, Róm og Búda- pest, en eins og svo oft í bandarísk- um gamanmyndum fer gamanið að kárna í seinni helmingnum og úr verður spennumynd sem er lítið spennandi. Sem er verr og miður, því hefðu þeir haldið sig við upp- runalegu hugmyndina hefði þetta orðið afbragðs grínmynd í stað miðlungsafþreyingar. n Sú sem elskaði njósnarann Grínmyndin Spy er miðlungsafþreying Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Spy Leikstjórn og handrit: Paul Feig Aðalhlutverk: Melissa McCarthy, Jude Law og Jason Statham. Allar bækur 1 LeynigarðurJohanna Basford 2 Konan í lestinniPaula Hawkins 3 Hamingjuvegur Liza Marklund 4 Blóð í snjónumJo Nesbø 5 Vegvísir um jarð-fræði Íslands Snæbjörn Guðmundsson 6 Tapað fundið Árelía Eydís Guðmundsdóttir 7 Perlur úr ljóðum ísl. kvenna Silja Aðalsteins dóttir valdi 8 RótlausDorothy Koomson 9 Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn 10 Mindfulness Colour Book Emma Farrarons Spennandi sumarsmellur S pennusagan Konan í lestinni eftir Paulu Hawkins hefur slegið í gegn víða um heim og mánuðum saman setið í efstu sætum á metsölulistum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bók- inni hefur verið líkt við Hún er horf- in eftir Gillian Flynn og víst er að þeir sem lásu þá bók sér til ánægju eiga ekki síður eftir að njóta þess að lesa þessa. Konan í lestinni er fimmta skáldsaga Hawkins og sú fyrsta sem hún sendir frá sér undir eigin nafni en fyrri bækurnar skrifaði hún allar undir dulnefni. Reynd- ar má kvarta undan því að engar upplýs- ingar eru um Hawkins á bókarkápu íslensku þýðingarinnar. Eftir lestur jafn vel heppn- aðrar glæpasögu hlýt- ur lesandinn að fyllast nokkurri forvitni um höfundinn. Aðalpersóna sögunnar, Rachel, ferðast alltaf með sömu lest á morgn- ana. Lestin stansar alltaf fyrir aftan göm- ul íbúðarhús sem standa við lestarspor- ið. Rachel fer að finnast hún þekkja íbúana í einu húsanna og ímynd- ar sér hvernig líf þeirra er. En einn daginn sér hún skelfilegan atburð út um lestargluggann. Hún segir lög- reglunni frá því og flækist inn í ófyr- irsjáanlega atburðarás. Þrjár konur skiptast á að segja söguna og er Rachel þar langfyrir- ferðarmest. Hún er alkóhólisti, er full eða timbruð meginpart sögunn- ar. Hún er engan veginn áreiðanleg- ur sögumaður, enda ansi margt sem hún ekki man. Þannig er nú ástandið á okkar konu. Margt sem hún gerir er ekki til fyrirmyndar en varnarleysi hennar í baráttunni við áfengisþorst- ann gerir að verkum að það er afar auðvelt að hafa samúð með henni. Lýsingarnar á áfengissýkinni eru afar sterkar og átakanlegar. Rachel er sérstök aðalpersóna, gölluð en samúðar- full og aðrar persónur bókarinnar falla óhjá- kvæmilega í skugga hennar, þótt þær séu ágætlega dregnar. Það má sannarlega hella hrósi yfir höfundinn fyrir að hafa skapað þessa eftirminnilegu og athyglisverðu kven- persónu. Atburðarásin er spennandi og á köfl- um dularfull og ekkert virðist vera eins og það sýnist. Þær persón- ur sem koma við sögu hafa allar einhverju að leyna. Um tíma er lesandinn fullkomlega rugl- aður í ríminu. Uppljóstrunin í lokin kemur kannski ekki með öllu á óvart og er nokkuð í ætt við lokaatriði í spennumynd frá Hollywood. Hér er á ferð sérlega góð og spennandi sumarlesning. Bók sem á skilið að verða sumarsmellur. Ekki verður svo annað séð en að óhjá- kvæmilegt sé að Hollywood geri kvikmynd eftir bókinni með stór- stjörnum í aðalhlutverki. Sagan hreinlega æpir á það. n Konan í lestinni Bók sem hefur komið út víða um heim og hlotið metsölu. Konan í lestinni Höfundur: Paula Hawkins Útgefandi: Bjartur Þýðing: Bjarni Jónsson 377 bls. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur „Það má sannarlega hella hrósi yfir höfundinn fyrir að hafa skapað þessa eftirminnilegu og athyglisverðu kvenpersónu. Metsölulisti Eymundsson 17. maí–23. júní 2015 Paula Hawkins Johanna Basford
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.